Morgunblaðið - 15.03.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 15.03.1995, Síða 1
<TT TO jT-\rrrj*r o SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 1S.MARZ 1995 BLAO + GOLÞORSKUR ÚR TOGARARALLI Morgunblaðid/Svavar •ÞEIR leynast víða golþorskarnir og fást líka í togararallinu. Anton Galan, fiskifræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, er hér að fást við einn af „eldri kynslóðinni“ um borð í Vestmannaey. Þorskinn fengu þeir ásamt fleiri af svipuðu tagi við Reykjanes. Lýsisframleiðsla í lágmarki sakir mikils skorts á lifur LYSISFRAMLEIÐSLA er í sögu- legu lágmarki á íslandi vegna skorts á hráefni. Fiskilifur berst einfaldlega ekki á land í sama mæli og áður þar sem þorskkvótinn hefur verið skorinn við nögl. Að sögn Baldurs Hjaltasonar framkvæmdastjóra Lýsis hf. má þó snúa þessari þróun við. Allt sem þurfi sé hugarfarsbreyting en hann telur að stórum hluta af þeirri lifur sem tilfellur um borð í íslenskum fiski- skipum sé kastað fyrir borð. Mikil verðmæti fóru í súginn á síðasta ári 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Markaðurinn í Suður-Kóreu að opnast okkur ís- lendingum Greinar 7 Sveinbjörn Jónsson „Sjómenn og útgerðarmenn gera sér einfaidlega ekki grein fyrir því hversu miklum verðmætum þeir eru að henda í sjóinn. Lýsi hf. gæti hæglega selt mun meira af meðalalýsi ef meira framboð væri á lifur. Að þeim forsendum gefnum tel ég að háar upphæðir fari forgörðum vegna þess að hráefni sem þörf er á er hent í sjóinn." Rösklega 90% af öllu meðalalýsi sem framleitt er í heiminum kemur frá ís- landi og Noregi og þegar mest var hafði ísland um 60% af heimsframieiðslunni. A þessu ári gerir Baldur ráð fyrir að hlutdeildin detti niður í 30-40%. „Kvóti Norðmanna er að stækka á meðan okk- ar kvóti fer minnkandi sem gerir það af verkum að við þurfum að fleiri hirði lifur í dag til að ná því tnagni sem við þurfum á að halda til að geta staðið í samkeppni við Norðmenn." Mættu vera fleiri! íslenskt lýsi hefur verið flutt út til meira en hundrað landa en ef fram held- ur sem horfír óttast Baldur að markaðs- svæði kunni að glatast. „Við sjáum fram á að geta ekki sinnt öllum okkar við- skiptavinum. Þar að auki hækkar verðið sennilega lítið þar sem Norðmenn eiga svona mikið af fiski. Ef við förum ekki að hirða lifur í stærri stíl verðum við einfaldlega ekki samkeppnisfærir." Lýsi hf. leggur sig í líma til að útvega lifur úr botnfiskum hvaðanæva af land- inu og lætur skipum til að mynda sér- hönnuð kör í té, þeim að kostnaðar- lausu. Þá hefur fyrirtækið ailan flutning á lifrinni með höndum. „Við viljum fá hvem einasta lifrartitt sem kemur að landi til okkar,“ segir Baldur. I dag eru smærri bátarnir á suðvesturlandi dug- legastir við að skila lifrinni á land og nefnir Baldur sérstaklega Reykjanes í því samhengi. „Það ber vissulega að hrósa þeim sem hirða lifrina; þeir mætu hins vegar vera fleiri!" Að sögn Baldurs fara mikil verðmæti í súginn þar sem erfítt hefur reynst að fá ísfisktogara og frystitogara til að hirða lifur. Lýsi hefur hvatt þá fyrr- nefndu til að hirða lifrina síðustu vikuna í hverri veiðiferð og bindur Baldur vonir við að úr því geti orðið. Hann segir á hinn bóginn að erfiðara geti reynst að sannfæra sjómenn á frystiskipum um að sjófrysting á lifur borgi sig. „Annað sem við höfum reynt er að fá útgerðir til að gefa sinn skiptahluta eftir. Sjómenn gætu þá annað hvort gert sér glaðan dag fyrir peningana eða látið þá renna til íþróttafélaga eins og gert hefur verið í Grindavík.“ Fréttir Markaðir Pétur kaupir á Tálknafirði • EIGENDUR meirihlutans í Hraðfrystihúsi Tálkna- fjarðar, Valfellssystkinin, hefur ákveðið að ganga til samninga við Pétur þor- steinsson, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins um kaup hans á því. Kaupverð hefur ekki fengizt uppgefið, en óstaðfestar heimildir herma að það sé um 80 millj- ónir króna. Auk Péturs sótt- ist Oddi hf. á Patreksfirði eftir kaupum á meirihlutan- um í fyrirtækinu. Hrað- frystihús Tálknafjarðar mun nú sameinast Háanesi á Patreksfirði./2 Ferskleikamat samræmt • FERSKLEIKAMAT á fiski er yfirskrift alþjóðlegs samskiptaverkefnis sem sextán rannsóknastofur í fjórtán Evrópulöndum und- ir forystu Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins standa að. Verkefnið tilheyrir þriðju rammaáætlun Evr- ópusambandsins en það var fyrst á síðasta ári sem ísland átti fulla aðild að þeirri áætlun. Helstu markmið eru að bera saman og staðfesta ólíkar aðferðir sem notaðar eru við ferskleikamat á fiski./3 HelgaREmeð 60 tonn af rækju • HELGA RE 49 gerði mett- úr á dögunum; fékk ríflega 60 tonn af rækju á 300 föðm- um 90 milur norður af Siglu- firði. Aflanum var landað í gær hjá rækjuvinnslunni Ingimundi hf. á Siglufirði eftir sex daga úthald. Helga RE var smíðuð árið 1956 og hafði fyrir þennan túr mest skilað 45 tonnum af rækju á land í einum túr./4 Sér Granda hf. fyrir hrognum • GEIR Garðarsson, skip- stjóri, og áhöfn hans á Helgu IIRE hafa verið að gera það gótt að undanförnu. Þeir hafa landað fullfermi nánast daglega hjá Granda hf. í Reykjavík og séð fyrirtæk- inu fyrir loðnuhrognum til frystingar ásamt Faxa RE. Áætla má, að útflutnings- verðmæti loðnuhrogna úr þessum farmi gæti verið á bilinu 7 til 10 milljónir króna./8 Fiskeldið í Kóreu eykst • HLUTUR fiskeldis í Kóreu hefur aukizt eins og víðast hvar um heiminn á undanförnum árum. f land- inu tengjast um 114.000 heimili sjávarútvegi og af þeim eru tæp 40% tengd fiskeldi. Fyrstu átta mánuði síðasta árs skilaði fiskeldi og veiðar í ferskvatni um 20.000 tonnum, en um 15 tegundir eru aldar í fersk- vatni þar í landi. Algengast- ar þeirra eru áll, silungur og karpi. Skipting framleiðslu S.-Kóreu á sjávarafurðum eftir tegund veiða/framl. árið 1993 # Strand- og djúpsjávar- veiði Fiskeldi Úthatsveiði 1% lnnanlands-/terskvalnsveiöi Mikið veitt af ansjósu Strand- og djúpsjávarveiði í S.-Kóreu eftir tegundum, jan.-ágúst 1994 Fiskar 8,8% Krabbadýr 15,2% Lindýr 1, Ti'c Þörungar 0,7% Önnur valnadýr • VEIÐAR við strönd Kóreu og á djúpsævi undan ströndinni skila íbúum landsins miklum afla. Árið 1993 drógu þeir 1,5 milljón- ir tonna úr þeim sjó. Helztu fiskitegundirnar eru Ans- jósa, um 250.000 tonn, smokkfiskur, 220.000 tonn ogmakríll, 175.000 tonn. Um mitt síðasta ár höfðu þessar veiðar skilað um 850.000 tonnum á land, eða 56% af afla ársins áður. Þessar veiðar skila þó si- fellt minna hlutfalli af heildinni vegna mengunar og ofveiði. Arið 1978 stóðu þær undir 78% heildaraf- lans, en aðeins 46% árið 1993./6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.