Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 D 3 FRETTIR Rannsóknir á ferskleika físks samræmdar í Evrópu Íslendingar í forystu alþjóðlegs verkefnis FERSKLEIKAMAT á físki er yfirskrift alþjóðlegs sam- skiptaverkefnis sem sextán rannsóknastofur í fjórtán Evrópulöndum undir forystu Rannsóknastofnunar fískiðnaðarins standa að. Verkefnið tilheyrir þriðju rammaáætlun Evrópusambandsins en það var fyrst á síðasta ári sem Is- land átti fulla aðild að þeirri áætlun. Helstu markmið eru að bera saman og staðfesta ólíkar aðferðir sem notaðar eru við ferskleikamat á físki, fínna almennan mælikvarða á ferskleika físks og hafa frumkvæði að nýjum rannsóknaverkefnum fyrir fjórðu rammaáætlunina. Þá er gert ráð fyrir að vísindamenn innan hópsins sæki rannsóknastofur í öðrum löndum heim auk þess sem vonast er til að svigrúm gefíst til rannsókna á nýstár- legum aðferðum við ferskleikamat fisks. Ætlast er til að rannsóknir á ferskleika físks verði samræmdar í Evrópu og að ný rannsóknaverkefni muni fylgja í kjölfar þessa verkefn- is. Þá er ráðgert að birta skýrslu sem ESB gæti hugsanlega vísað til við mat á viðurkenndum aðferðum við ferskleikamat á físki. Brýnt að samræma rannsóknir Verkefnið er komið á rekspöl en það mun renna sitt skeið á enda í desember 1997. Fyrsti fundur hóps- ins var haldinn í Reylq'avík á dögunum en alls verða haldnir þrír allsherjarfundir og jafn margir fundir í vinnuhópum áður en yfír lýkur. Verkefnisstjórarn- ir Guðrún Ólafsdóttir matvælafræðingur og Emilía Martins- dóttir efnaverkfræð- ingur segja að hug- myndin hafí verið að leiða saman ólíkar þjóðir sem leggja stund á fiskirann- sóknir í því skyni að efla samskiptin þeirra í millum. Þær segja ennfremur að brýnt sé að samræma rannsóknir á þessu sviði og eru á einu máli um að prýði- lega hafi tekist til á fundinum, fólk sé þegar farið að kynnast og leggst framhaldið vel í þær. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er um 600 þúsund ECU eða tæplega 49 milljónir króna. Guðrún segir að allar upplýsingar og tillögur sem fram komi á fundum hópsins verði viðraðar innan fisk- iðnaðarins. Auk þess sem öllum óskum og athugasemdum iðnaðar- ins verði komið á framfæri. Þá verð- ur neytendum gefínn kostur á að fylgjast með gangi mála. Samstaða um ákveðna mælikvarða Joop Luten hjá rannsóknastofnun fískiðnaðarins í Hollandi fagnar þvi Morgunblaðið/Emilía JOOP Luten, Guðrún Ólafsdóttir og Emilfa Martinsdóttir munu öli taka þátt í að meta ferskleika fisks á næstu misserum. að ólíkar rannsóknastofur, sem hafa tileinkað sér mismunandi að- ferðir við ferskleikamat á fiski, fái nú tækifæri til að bera saman bæk- ur sínar enda sé mikilvægt að ein- ing ríki á þessu sviði í Evrópu. Luten vill að vísindamennirnir skiptist á skoðunum og leggur áherslu á að samstaða náist um ákveðna mælikvarða sem allir geti sætt sig við. Guðrún segir að umræðumar á fyrsta fundinum hafí að miklu leyti snúist um hugtakið „ferskleiki" enda séu skiptar skoðanir um hvað það feli raunvemlega í sér. Neyt- endur í hveiju landi séu vanir mis- munandi ferskleika og óhjákvæmi- lega þurfí að taka afstöðu til þess hvort beint samhengi sé ávallt á milli ferskleika og gæða. Hún segir til að mynda að veigamikill þáttur í verkefninu sé að skilgreina fersk- leika físks sem hefur verið frystur, jafnvel í tvígang. ísland stendur f ramarlega Vinnuhópunum verður skipt í þrennt enda felur ferskleikamat á físki í sér fjölmarga þætti. Einn hópurinn mun leggja áherslu á lykt- arefni í fískinum og aðferðir örvera- fræðinnar. Annar mun rannsaka breytingar á próteini og fítu og sá þriðji mun meta ferskleika físks með tilliti til skynmats, eðlisfræði- legra þátta, tölfræði og fjölþáttagreining- ar. ísland hefur áður verið þátttakandi í verkefnum af svipuð- um toga. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem frumkvæð- ið kemur frá íslensk- um vísindamönnum auk þess sem þeir hafa aldrei verið í forsvari fyrir slík verkefni áður. Luten segir að það sé vel við hæfi að íslenskir vísindamenn séu leiðandi afl í sam- skiptaverkefni sem gengur út á fersk- leikamat á físki enda standi ísland mjög framarlega á þessu sviði. Hafí fólk hug á að kynna sér samskiptaverkefnið betur mun Rannsóknastofnun fískiðnaðarins fúslega láta því í té allar tiltækar upplýsingar. Útvegur á alþj óðavettvangi STAFNBÚI, Félag sjávarútvegsfræði- nema við Háskólann á Akureyri, mun standa fyrir ráðstefnu, í Reykjavík, laug- •ardaginn 25. mars undir yfirskriftinni „íslenskur sjávarútvegur á alþjóðavett- vangi“. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 í Háskólabíói og er áætlað að henni ljúki um kl. 15.30, og munu fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila halda tölur. Dagskráin verður eftirfarandi: Stafnbúi boðar til ráðstefnu Fyrir hádegi: Jón Þórðarson for- stöðumaður Sjávarútvegsdeildar setur ráðstefnuna. Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra, Jóhann Siguijónsson aðstoðarforstjóri Hafró. Jónas Haraldsson lögmaður LÍÚ, Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands íslands. Fyrir- spurnir og almennar umræður. Mat- arhlé. Hádegisverður á Hótel Sögu. Eftir hádegi: Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra. Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, Grímur Valdimarsson for- stöðumaður RF. Fulltrúar stjórnarandstöðu (10-15 mín. hver): Alþýðubandalag: Stein- grímur J. Sigfússon. Framsóknar- flokkur: Halldór Ásgrímsson. SAMTAK AFHENDIR FJÓRA VÍKING 800 BÁTAGERÐIN Samtak hefur nýlega afhent fjóra plastbáta, Vík- ing 800, sem allir eru krókabátar, ýmist opnir eða þilfarsbátar 5,9 tonn að stærð. Tveir bátanna fóru tíl Sandgerðis, einn til Hafnarfjarðar og einn tíl víkur i Mýrdal, en sá bátur er á reynslusiglingu utan Hafnarfjarðar á myndinni. Smugan búranum betri TOGARINN Atlantic Hope, sem skráður er í Belize en er í eigu Færeyinga, hefur að undanförnu verið að veiðum vestur af írlandi. Hefur aflinn verið lítill og hluturinn miklu minni en var í Smugunni á síðasta ári að sögn skipveija. Togarinn hefur verið á búra og langhala en miklar frátafir hafa ver- ið vegna veðurs. Fyrir nokkra land- aði hann rúmlega þúsund kössum í Killybegs á írlandi og bjagaði það miklu, að stór hluti aflans var búri. Að sögn skipverja hafa þeir stund- að veiðarnar á allt að 1.400 metra dýpi en fískað jafn mikið og lóðning- ar gáfu annars tilefni til vegna þess, að spilið er ekki nógu öflugt. Þeir hafa þó fengið nokkuð af búra en yfirleitt byija búraveiðarnar ekki fyrr en í júlí og ágúst. Búrinn, sem Átlantic Hope hefur verið að fá, er stærri en önnur skip hafa komið með. Kvennalisti: Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir. Þjóðvaki: Agúst Einars- son. Fyrirspurnir og almennar um- ræður. Káðstefnuslit. Þátttökutilkynningar berist, sem fyrst, um símbréf 96-30998. Vin- samlega tilgreinið miðafjölda, nafn og heimilisfang ásamt vinnu- og heimasíma. Ráðstefnugjald er 3.500 kr., inni- falin eru ráðstefnugögn og veglegur hádegisverður á Hótel Sögu. Staður og stund: Salur 3, Há- skólabíó, laugardaginn 25. mars næstkomandi. Minniafli við Kanada ■ Á FYRRA helmingi síðasta árs voru landanir á Atlants- hafsströnd Kanada 25% minni en árið áður eða alls 250.000 tonn. Var mikill sam- dráttur í öllum afla nema skelfiski og krabba. Botnfiskafli minnkaði um 52% miðað við sama tíma 1993 og þorskaflinn mest eða um 78%. Var heildaraflinn í honum á þessum tima 7.694 tonn. Ýsuafli minnkaði um 62%, var 2.553 tonn, og 29% minna veiddíst af karfa eða aUs 27.427 Síldveiðin á fyrra helmingi síðasta árs var alls 39.840 tonn, 23% minna en árið áður, og sam- drátturinn i makriiveiðinni var 77%, afli alls 1.458 tonn. Humaraflinn minnkaði um 15%, var 24.406 tonn, og hörpudiskur um 11%, var 43.637 tonn. Annar skel- flskafli jókst hins vegar um 6% og af konungskrabba veiddust alls 43.272 tonn, 43% meira en árið áður. Þrátt fyrir þennan samdrátt jókst aflaverðmætið í lieild um 2% og eingöngu vegna 14% verðhækkunar á skel- fiski. Marbendill tölvuplotter Alíslenskt WINDOWS forrit tengt GPS, dýptarmæli og radar. Skréir feril,og feril skipa á radar, dýpi og atvik. Hægt að teikna hólf og linur á auðveldan hátt. Auðvelt að stækka og minnka kort. / NOTKUN MEÐ MJÖG GÓÐUM ÁRANGRI. mmmKi hf Bolholti 6-105 Reykjavík, sími 568-9830 - fax 588-1180. Höfum fengið í sölu SÆFELL ÍS-820 SkipiÖ er í góðu ósigkomulagi og selst meó eftirfarandi veiðiheimildum: Þorskur............ 29,7 tonn Ýsa................. 8,4 tonn Ufsi.............. 16,0tonn Skarkoli............ 0,5 tonn Rækja............. 317,7tonn Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá B.P. skip hf., Borgartúni 18,105 Reykjavík, sími 55-14160, fax 55-14180. NYR BEITUSMOKKUR Nýveiddur beitusmokkur -1995 - ILLEX - frá “FALKLANDSEYJUM” nú fyrirliggjandi: í REYKJAVÍK, sími 91 -17301 kr. 92. í ÓLAFSVÍK, sími 93-61619 kr. 94. Á DALVÍK, sími 96-61800 kr. 94. Gamall beitusmokkur frá Falklandseyjum til afgreiðslu í Reykjavík á kr. 68.00. Kjörinn fyrir beitningarvélar og til veiða á keilu. BEITUSÍLD kr. 34 (heil bretti) í Reykjavík og Ólafsvík. LÍNUÁBÓT með 10% afslætti til beitukaupenda. JÓn Ásbjörnsson, hf. heildverslun, Geirsgötu 11, Reykjavík, sími 551-1747. FISKI- 06 SLOGDÆLUR = HEÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.