Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 1
BRANPARARJ Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGAIMS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 s Mogginn Pétur Atli Antonsson, 10 ára, Laugavöllum 19, Egils- stöðum, lét þessa frábæru mynd fylgja með i umslagi með lituðum Hefðarköttum. Þú ert mjög drátthagur, svo ekki sé dýpra tekið í árinni, Pétur Atli. Kærar þakkir. Af mæli indíánastelpunnar Einu sinni var indíánastelpa sem átti bráðum afmæli. Hana langaði mjög mikið í indíánatjald, stórt og fallegt. Hún bauð mörg- um indíánakrökkum í afmælið. Svo rann afmælisdagurinn upp, það var mjög heitt þennan dag. Allir krakkarnir komu í af- mælið. í miðju afmælinu kom pabbi hennar og færði henni stóran pakka og í pakkanum var stórt og fallegt indíána- tjald og ein rauð og ein blá fjöður. Endir. Höfundur þessarar bráð- skemmtilegu og spennandi sögu er Hildigunnur Úlfsdött- ir, 9 ára, Aragötu 7, Reykja- vík. Hildigunnur mynd- skreytti söguna líka svo hún blasir við sjónum bráðlifandi. Hafðu kærar þakkir fyrir. SKIPTIMARKAÐUR Mig vantar... og þarf að losa mig við ... Hef ðarkett imir í fallhlíf um Kettlingarnir þrír svífa níður og það sést í lappirnar á möm- munni og pabbanum (Hróa) efst, að sögn höfundar. Einn er að lenda á milli hóla. Yst til hægri sést í þrjá vini pabbans eða Hróa á hvolfi - fall- andi til jarðar. Fuglinn segir: „Skrýtið - fljúg- andi kettir!" Þessi skemmtilega mynd og spennandi saga eru eftir hinn 5 ára Sigurstein J. Gunnarsson, Eggertsgötu 12, Reykjavík. Já, vel á minnst, krakkar, þær streyma í stríðum straumum til okkar myndirnar frá ykkur í lita- leiknum um Hefðarkettina. Þeg- • ar þessi orð eru sett á tölvuna hafa nokkur hundruð umslóg borist til stúlknanna í móttök- unni hér á Mogganum í Kringl- unni 1. Þakka ykkur fyrir dugn- aðinn! Krakkar! Hvernig væri nú að nýta sér Myndasögur Moggans og koma á fót skiptimarkaði. Mogginn kemur út sex daga vikunnar í meira en 50.000 eintökum, pæliði í því. Og eins og þið vitið, koma Myndasögurnar út á miðvikudögum. Það ætti því að vera um auðugan garð að gresja hvað skiptin áhrærir. Eitt ykkar vantar kannski tiltekinn límmiða, annað tölvuleik, þriðja postulíns- bolla, fjórða fjarstýrt módel, geisladisk, kassabíl, barbídúkku, blað, bók eða eitthvað allt annað. Þá er nú mikill munur að geta sent út neyðarkall til fleiri þúsund krakka í gegnum gamla góða Moggann. Þið sendið okkur bréf með óskum ykkar um skipti og auðvitað verðið þið að láta fullt nafn og heimilisfang fylgja með. Við birtum nafnið ykkar og heimilisfang og hvers þið óskið. Síðan hafið þið samband hvert við annað eftir þörfum og - kannski eignist þið nýja vini í kaup- bæti! Við ríðum á vaðið hér á síðunni með bréfi sem barst til okkar með óskum um skipti. Heimilisfang Skiptimark- aðarins er: Myndasögur Moggans Skiptimarkaður Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.