Morgunblaðið - 16.03.1995, Page 1

Morgunblaðið - 16.03.1995, Page 1
80 SIÐUR B/C/D 63. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Varðskip finna troll með óleyfilega möskvastærð þar sem Estai var að veiðum ítölsku fjárlögin Vígreifir Króatar KRÓATÍSKIR hermenn æfa bardagatækni við Velebit-fjall í Króatíu. Þrátt fyrir að Fraiyo Tudjman, forseti Króatíu, hafi endumýjað heim- ild Sameinuðu þjóðanna til friðargæslu halda sveitir Serba og Kró- ata áfram að búa sig undir bardaga af fullu kappi. Kanadamenn sleppa spænska togaranum Reynt að finna lausn á deilunni á fundi NAFO í næstu viku St. John's, Ósló, Madrid, Brussel. Morgunblaðið, Reuter. YFIRVÖLD í Kanada leyfðu spænska togaranum Estai, sem færður var til hafnar í St. John’s í síðustu viku, að fara þaðan í gær. Að sögn Emmu Boninos, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, ESB, fékk áhöfnin að halda aflanum en Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, segir, að 500 þúsund Kanadadala trygging hafi verið sett og að 130 tonn af afla skipsins hafi verið gerð upptæk sem sönnunargögn, þar til réttað verði í málinu eftir mánuð. Þá hafi spænsk skip hætt grálúðuveiðum eins og krafist hafi verið. Kanadísk varðskip fundu í gær troll á svæð- inu, þar sem togarinn var tekinn, sem greinilega hafði verið skorið frá nýlega, þar sem lifandi fiskur var í því. Trollið hafði 115 mm möskva en leyfileg lágmarksstærð á svæðinu er 130 mm. Á blaða- mannafundi, sem Bonino efndi til í gær, sagði hún, að Estai gæti lagt úr höfn strax og áhöfnin væri tilbúin og fengi að fara með þann afla, sem væri um borð. Minntist hún ekki á að trygging hefði verið sett en Tobin fullyrti að það hefði verið gert. „Eitt skilyrðið var, að veiðum á Miklabanka yrði hætt og við því hefur verið orðið,“ sagði hann. Bonino sagði, að nú gætu hafist óformlegar undirbúningsviðræður vegna fundar NAFO, Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar, í næstu viku en þar verður reynt að finna einhveija lausn á málinu. Douglas Hurd, utanrikisráðherra Bretlands, fagnaði í gær þessum tíðindum og sagði, að deila af þessu tagi yrði ekki leyst nema með samn- ingum. Haft er eftir heimildum hjá ESB, að Spánveijar hafí boðist til að fækka í flota sínum við Kanada yrði Estai sleppt og samningavið- ræður teknar upp. André Quellet, utanríkisráðherra Kanada, sagði í gær að Kanada- stjórn væri reiðubúin að ræða breytta skiptingu á grálúðukvóta NAFO til að koma til móts við kröf- ur ESB. Dini hótar að segja af sér Róm. Reuter. LAMBERTO Dini, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í gær, að yrðu aukafjár- lög stjórnarinnar felld, myndi það valda óviðráðanlegri kreppu í fjár- málum ríkisins. Kvaðst hann myndu segja af sér embætti ef þannig færi en búist var við atkvæða- greiðslu um fjárlögin seint í gær- kvöld eða í dag. Dini skoraði í gær á ítölsku stjórnmálaflokkana að styðja fjár- lagafrumvarp stjórnarinnar og sagði, að fjármálamarkaðirnir biðu eftir merki um, að ítalir gætu tek- ist á við eigin vanda. Beindi hann máli sínu sérstaklega til Frelsisfylk- ingarinnar, kosningabandalags Silvios Berlusconis, en hann segir, að þingmenn þess muni greiða at- kvæði gegn frumvarpinu. Aukafjárlögin eiga að tryggja, að fjárlagahallinn fari ekki úr bönd- unum og er megininnihald þeirra auknir skattar. Hugsanlegt er talið, að 15 af 38 þingmönnum kommúnistaflokksins, sem er brot úr gamla kommúnista- flokknum á Ítalíu, komi Dini til hjálpar og styðji hann þvert ofan í fyrirskipanir flokksforystunnar. -----------♦ ♦ ♦---- Noregur Yísindaveið- arákópum Ósló. Reuter. NORSKA stjórnin ákvað í gær að leyfa veiðar á kópum að nýju en þær voru bannaðar árið 1989 vegna harðra mótmæla á alþjóðavett- vangi. Norðmenn segjast ætla að við- halda banni á veiðum í viðskipta- skyni en leyfa að veiða allt að 2.600 kópa vegna vísindarannsókna. Norska sjávarútvegsráðuneytið sagði tvær vísindaáætlanir vera í bígerð. Annarri væri ætlað að kanna vöxt sela og hinni veiðiað- ferðir. Opinberir eftirlitsmenn verða um borð í öllum þeim skipum, sem þátt taka í veiðunum. Ekkert lát er á innbyrðis átökum múslima í Istanbúl unni við ESB og sagði talsmaður samtakanna að Kanadamenn hefðu gert það sem Norðmenn hefðu átt að gera í Smugunni. Norsk stjórnvöld hafa ekki tekið opinbera afstöðu í málinu og sagði talsmaðurinn það til marks um að þau væru allt of undirgefinn Evr- ópusambandinu. Stuðningur í Norður-Noregi Norðmei.n og Kanadamenn hefðu sameiginlega hagsmuni í málinu og ættu að beijast fyrir því að strandríkjum yrði leyft að stjórna veiðum í „smugum" í landhelginni. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir ofveiði. Fylkisþingið í Troms í Norður- Noregi lýsti einnig yfir stuðningi við aðgerðir Kanada í gær og hvatti norsku stjórnina til að sýna stuðn- ing í verki. Voru jafnt stuðnings- menn sem andstæðingar ESB- aðildar einhuga um stuðningstillög- una. ■ Trollið var klætt/9 ■ Deila tengist íslandi/4 Ókyrrð víða í Tyrklandi Ólíkar dagbækur Auk ásakana um að Estai hafi stundað smáfiskadráp heldur Kanadastjórn því fram að skipstjór- inn hafi fært tvær fiskidagbækur til að fela rányrkjuna. Brian Tobin segir að dagbókarfærslunum beri ekki saman og virðist önnur vera ætluð fyrir alþjóðlegar fiskveiði- nefndir en hin fyrir skipstjórann sérstaklega. Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB vísaði þessu á bug í gær og sagði að taka togarans hefði verið ólögleg og því væri ekki mark tak- andi á því sem fram kæmi í kjölfar- ið frá kanadískum yfirvöldum. Það væri eðli málsins samkvæmt vafa- samt. Norges Fiskarlag lýsti í gær yfir stuðningi við Kanada í fiskveiðideil- Istanbúl. Reuter. AÐ MINNSTA kosti einn lét lífið og 25 slösuðust í átökum sem urðu í verkamannahverfinu Umraniye í Istanbúl í gær, að sögn fréttastof- unnar Anatolia. Um 1.500 mótmæl- endum lenti saman við öryggissveit- ir, sagt var að skotið hefði verið úr mannþrönginni. Fólkið andmælti aðferðum lögreglunnar í Istanbúl og Ankara við að bæla niður átök milli minnihlutahóps alavíta, hófsamra múslima og bókstafstrúarmanna er kostað hafa a.m.k. 15 manns lífið undanfarna daga. Mörg þúsund manns söfnuðust saman í hverfi alavíta í Istanbúl í gær til að grafa fallna trúbræður. Alavítar segja að alls hafi 26 manns fallið í óeirðunum sem hófust á sunnudag er óþekktir menn skutu á fólk á kaffihúsi í alavíta-hverfi. Göt- um að hverfinu hafði verið lokað í gær með virkjum og víða höfðu ver- ið kveiktir varðeldar. Útgöngubann að næturlagi sem borgaryfirvöld settu virðist hafa verið virt. Bensín- sprengju var varpað að bíl utan hverfisins á þriðjudagskvöld og lét kona lífið. Talsmenn mótmælenda sögðu í gær að samkomulag hefði náðst við lögregluna um að lík hinna látnu yrðu afhent ættingjum svo að jarð- setja mætti fórnarlömbin. Yrðu vígin fjarlægð þegar búið væri að jarð- setja. Krafist afsagnar ráðherra Fregnir bárust af ókyrrð víða í landinu á þriðjudagskvöld, varpað var bensínsprengjum að fímm bönk- um í borginni Izmir. Tansu Ciller forsætisráðherra ræddi í síma við fulltrúa alavíta í Istanbúl í gær en alavítar eru nær þriðjungur af 60 milljónum íbúa Tyrklands og segjast ekki njóta fullra mannréttinda. Hinir eru flestir súnnítamúslimar en fæst- ir þeirra eru þó bókstafstrúar. Full- trúarnir tjáðu ráðherranum að lög- reglan hefði á mánudag skotið á mótmælendur, sem kröfðust þess að yfirvöld vernduðu alavíta. Dagblöð kröfðust þess að Nahit Mentese, innanríkisráðherra lands- ins, sem fer með lögreglumál, yrði látinn víkja. Mentese vísar þessu á bug og segir „erlend myrkraöfl" bera sökina á óeirðunum. Hermenn og herlögregla var látin taka við öryggisgæslu í Istanbúl á mánudag' af lögreglunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.