Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þú verður að fara að biðja um eitthvað meira en tyggjó foringi. Við erum búnir að fá bull- andi samkeppni. ^ Samtök iðnaðarins fagna skýrslu um útboðsstefnu ríkisins Megn óánægja með gerviverktaka GUÐMUNDUR Guðmundsson hjá Samtökum iðnaðarins segir að ekki sé hægt annað en að vera sammála þeirri hugmynd, sem starfshópur um árangur af útboðsstefnu ríkisins hefur varpað fram, að þeir verktakar sem ekki standa skil á opinberum gjöldum verði útilokaðir frá því að gera tilboð í verkefni á vegum ríkis- ins. Hann segir að þeir sem standa skil á gjöldum gagnvart opinberum aðilum og starfsmönnum séu í erf- iðri aðstöðu gagnvart þeim aðilum sem skulda út um allan bæ. Það sé jafnframt mjög óeðlilegt að opinber- ir aðilar sem eru að fara með al- mannafé séu að versla við aðila með hægri höndinni þegar þeir eru að reyna að rukka þá með þeirri vinstri, þ.e. aðila sem þeir er kannski að tapa stórum upphæðum á. Starfsmönnum settir afarkostir Guðmundur segir að hjá Samtök- um iðnaðarins sé megn óánægja með svokaliaða gerviverktaka og reynt sé að koma í veg fyrir stíka starf- semi. Hins vegar væri alls ekki vilji til þess að hindra á neinn hátt menn í að hafa undirverktaka ef um væri að ræða fullgilda og skráða rekstra- raðila. Hann sagði að launamannaverk- taka væri vandamál sem komið hefði í þvi atvinnuástandi sem hefur verið, þannig að verktakar hafi jafnvel verið að setja starfsmönnum sínum einhverja afarkosti og gera þá að gerviverktökum. Þetta kippti rekstr- argrundvellinum undan heilbrigðum fyrirtækjum sem væru í samkeppni á eðlilegan hátt. „Hvað varðar samskipti undir og aðalverktaka þá höfum við einmitt lagt ríka áherslu á það að aiveg eins og samskipti verkkaupa og aðalverk- taka séu vel skilgreind, þá þurfi, samskipti aðalverktaka og undir- verktaka að vera það líka. Vanda- málið er það að verkkaupar, ríki og bæjar- og sveitarfélög,' hafa gjarnan viljað strika þessa kafla sem varða samskipti aðal- og undirverktaka út. En við viljum að þessar leikreglur gildi í öllu ferlinu þar sem það hljóti að vera öllum til hagsbóta. Þetta tengist því að það séu ekki verktakar sem geti farið hér um og kannski staðið þokkalega í skilum með verkin og jafnvel staðið að ein- hvetju leyti í skilum með opinber gjöld, en skilja svo eftir sig sviðna jörð gagnvart undirverktökum, efn- issölum og birgjum. Þar eru menn í raun og veru að hagnast á þriðja aðila sem er ólöglegt athæfi,“ sagði Guðmundur Guðmundur sagði að Samtök iðnaðarins fögnuðu í heild skýrslu starfshópsins sem metið hefur INNKAUPASTOFNUN Reykjavík- urborgar hefur undanfama sex mán- uði beitt þeim verklagsreglum gagn- vart verktökum að útiloka þá frá því að bjóða í verk á vegum Reykjavíkur- borgar hafi þeir ekki staðið skil á opinberum gjöldum. Nokkrum verk- tökum hefur á þessu tímabili verið hafnað á þeirri forsendu að þeir hafi verið í miklum vanskilum við Gjald- heimtuna í Reykjavík. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær leggur starfshópur sem metið hefur árangur af útboðsstefnu ríkisins það til að tekið verði með ákveðnum hætti á verktökum í van- skilum. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar, segir nýlega hafi nokkr- um verktökum sem buðu í málning- arvinnu hjá Reykjavíkurborg verið hafnað á þessari forsendu. Áður árangur af útboðsstefnu ríkisins þar sem í henni væri verið að draga fram mörg þau vandamál sem samtökin hefðu meðal annars verið að benda á. Þá væri tillögum um samráðsvett- vang ríkis, sveitarfélaga hagsmuna- aðila og fleiri fagnað, en samtökin hefðu reyndar viljað ganga Iengra og fá úrskurðaraðila ef ágreinings- mál kæmu upp. „Við tökum undir það sem þar kemur fram að ástandið hefur lag- ast heilmikið með tilkomu þessara laga um framkvæmd útboða og út- boðsstefnu ríkisins, og leikreglurnar eru orðnar skýrari. Það eru þó vissu- lega brotalamir í þessari fram- kvæmd sem vonandi er smátt og smátt að lagast," sagði hann. hafði verktaka sem bauð í vinnu fyr- ir Gatnamálastjóra verið hafnað. Áþreifanlegnr árangur Alfreð segir að allir verktakar sem bjóði í verk hjá borginni séu skoðað- ir með tilliti til þess hvort þeir séu í vanskilum við Gjaldheimtuna. „Þá hefur verið starfandi nefnd sem var skipuð í borgarráði sem fjallar um svarta atvinnustarfsemi. Sú nefnd er skipuð fulltrúuni borgarinnar, Dagsbrún, ASÍ, VSÍ og fjármála- ráðuneytinu og einnig hefur Skatt- rannsóknarstjóri unnið með nefnd- inni. Hún skilar áfangaskýrslu fljót- lega. „Það hefur áþreifanlegur árangur orðið af þessu verklagi. Við höfum frétt af því að verktakar sem hafa unnið hjá borginni og ekki verið í skilum hafa komið sínum málum í lag hjá Gjaldheimtunni," sagði Al- freð. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar Verktökum hafnað vegna vanskila Hagfræðingur hefur sig til flugs Bankastj órarnir ætluðu ekki að trúa mér Örnólfur Jónsson Sumir renna sitt ævi- skeið á enda án þess að taka nokkru sinni örlagaríkar ákvarð- anir og án þess að reyna nokkurn tíma að marka lífi sínu farveg í samræmi við óskir, þrár og upplag. Örnólfur Jónsson er ekki einn þeirra. Ungur að árum, 27 ára gamall, hef- ur hann hlotið umtals- verðan starfsframa, er forstöðumaður hagfræði- og áætlunardeildar Bún- aðarbankans og á greini- lega framtíð fyrir sér í banka- og viðskiptaheim- inum. Ömólfur á einnig áhugamál sem hefur gagntekið hann: Flugið. Þegar hann sá auglýsingu frá Flugleiðum um að fyr- irtækið vantaði flug- menn, lét hann slag standa, sótti um ásamt 164 öðrum og er einn þeirra tólf sem ráðnir hafa verið til starfa á þessu ári. Ömólfur byrjar í haust, væntanlega á Fokker 50 í inn- anlandsfluginu. — Hvenær tókstu ákvörðun um að sækjast eftir flugmanns- starfinu? Ég held að allir sem læra flug til atvinnuprófs á íslandi hafi augastað á Flugleiðum sem starfsvettvangi. Þegar ég sá auglýsinguna ákvað ég að láta á það reyna. Ég var búinn að gera það upp við mig, að jafn- vel þótt ég væri í mjög góðu starfí hér hjá bankanum, þá myndi ég slá til ef mér byðist starf hjá Flugleiðum. Ég er ein- faldlega að fylgja minni sann- færingu og ég er búinn að gera það upp við mig að þetta er það sem ég vil gera. — Þekkirðu önnur dæmiþess að menn gerist flugmenn eftir að hafa komist áfram á öðrum starfsvettvangi? Ég er nú ekki nógu kunnugur því, en hjá Flugleiðum era þó nokkrir flugmenn með háskóla- menntun; verkfræðingar, lög- fræðingur, viðskiptafræðingur og menn með aðra háskóla- menntun. Yfirleitt eru menn það ungir þegar þeir era ráðnir flug- menn að líklega er fátítt að þeir komi úr — svona bitastæð- ari störfum. — Hvað segja starfsfélagar þínir í bankanum? Þeir eru fyrst og fremst mjög undr- a/idi. Sumir vissu alls ekki að ég væri flug- maður, hvað þá meira. Bankastjór- arnir, yfirmenn mín- ir, trúðu þessu varla. Ég held samt að flestir skilji þetta og taki undir að menn eigi að gera það sem þeir vilja gera. Vissu- lega kem ég til með að sakna þeirra og vona að það sé gagn- kvæmt. Reyndar hef ég heyrt einhverja sem ég þekki segja að ég hljóti að vera brjálaður að taka upp á þessu, en mér verður ekki snúið og sambýlis- kona mín hefur stutt mig fylli- lega í þessari ákvörðun. ►Örnólfur Jónsson er fædd- ur í Reykjavík 6. júní 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1987. Örnólfur fékk at- vinnuflugs- og blindflugs- réttindi árin 1988-89. BS- gráðu í hagfræði lauk hann frá Háskóla íslands árið 1991. Hann hefur starfað í Búnaðarbanka íslands i þrjú og hálft ár og verið forstöðu- maður hagfræði- og áætlun- ardeildar frá því í apríl 1994. Hann var einn 165 umsækj- enda um flugmannsstarf hjá Flugleiðum og er einn af tólf sem ráðnir verða á þessu ári. Hverfur Örnólfur til þess starfs í haust. Sambýlis- kona Örnólfs, Sigrún Hildur Krisljánsdóttir, sljórnmála- fræðingur, starfar í Búnað- arbankanum. — Ætlarðu að segja alveg skilið við hagfræðina? Flugið verður númer eitt og mun ganga fyrir öllu öðru. Svo verður það bara að ráðast hvort nokkur smuga verður að halda hagfræðinni við. — Hvað er það við flug- mannsstarfið sem er svona heill- andi? Það er erfitt að lýsa því. Það er eitthvað við flugið sem maður losnar ekki við. Reyndar eru mörg dæmi þess að menn sem ljúka atvinnuflug- prófi fljúgi bara í frí- stundum og stefni ekki að því að starfa við flugið, en þetta er búið að vera mér metnaðarmál lengi. — Og hver hafa viðbrögð annarra flugmanna verið? Menn samgleðjast þegar ein- hveijum tekst að komast áfram. Það vill svo til að það hefur verið lítið af störfum í boði und- anfarin fjögur ár, frá því Flug- leiðir réðu síðast. Nú er eins og hliðin séu að opnast. Atlanta er að ráða menn í vor og sömu- leiðis Cargolux. Möguleikarnir eru fleiri en oft áður. Margir komast því loksins áfram núna. Erfitt að lýsa því hvað er svona heillandi við flugið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.