Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 9 ___________________FRETTIR___________________ Veiðarfæri Estai ólögleg, segir sjávarútvegsráðherra Kanada Trollið var með klæddan poka og of litla möskva A Ahöfn Estai þvertekur fyrir skipulagt smáfiskadráp St. John’s, Nýfundnalandi. Madrid. Morgunblaðið. ÁHÖFN spænska frystitogarans Estai þvertekur fyrir að hafa stund- að vísvitandi smáfiskadráp í stórum stíl á grálúðumiðunum á Mikla banka við kanadísku landhelgina. Brian Tobin sjávarútvegsráð- herra Kanada sagði á kanadíska þinginu í gær að troll sem fannst á miðunum, og talið er vera frá Estai, hafi ekki aðeins verið með ólöglega möskvastærð heldur einnig klæddan poka. Estai var tekið fyrir meintar ólög- legar grálúðuveiðar á alþjóðlegu hafsvæði rétt utan fiskveiðilögsögu Kanada en á svæði sem Kanada- stjórn hefur lýst yfir veiðibanni á í samræmi við kanadísk lög. Kanadísk stjórnvöld hafa fullyrt að nærri 80% af afla Estai sé smá- fiskur og því hljóti togarinn að hafa notað troll með of smáum möskvum við veiðarnar. Hvorki Kanada né Norðvestur-Atlantshafsfiskveiði- nefndin, NAFO, hafa sett reglur um lágmarksstærð grálúðu en NAFO hefur sett reglur um möskvastærð. Áhöfn Estai skar trollið frá áður en skipið var tekið í síðustu viku. í gær fundu kandadískir varðbátar troll á svæðinu og Brian Tobin sagði á kanadíska þinginu í Ottawa að trollið hefði borið samskonar fram- leiðslumerki og veiðarfærin sem væru um borð í Estai. „Það var lifandi fiskur í trollinu og því hafði það greinilega verið skorið frá nýlega. Trollið hafði 115 millímetra möskva, sem er minna en 130 millímetra lágmarkið sem NAFO setti. Og að auki var klædd- ur poki í trollinu með 80 millímetra möskvum," sagði Tobin. Til samanburðar má geta þess að þetta troll er u.þ.b. 50 millímetr- um þéttriðnara en troll sem íslensk skip nota að jafnaði. Áróðursstríð En þrátt fyrir þetta segja spænsku sjómennirnir fullyrðingar kanadískra stjórnvalda um smá- fiskadráp einungis þátt í áróðurs- stríði. „Eftirlitsmennirnir leituðu að minnstu fiskunum á skipinu og sýndu þá hausskoma og flakaða svo þeir sýndust ennþá minni. Smáfisk- urinn um borð er ekki 80% af öllum aflanum, eins og Kanadamenn full- yrða, heldur kannski 80% af ein- hveijum hluta aflans. Þetta er því aðeins áróður til að hafa áhrif á almenningsálitið. Megnið af fiskin- um um borð er í eðlilegri veiðistærð en það veit almenningur í Kanada ekki,“ sagði Jose Luis Ferreira, einn úr áhöfn Estai. Útgerðarmenn spænsku togar- anna við Mikla banka hafa komið með svipaðar ásakanir á hendur Kanadastjórn og segja að Kanada- menn vilji reka aðrar þjóðir burt af svæðinu til að geta nytjað fiskimið- in sjálfir. Því stjórni efnahagslegir hagsmunir en ekki umhverfishags- munir gerðum þeirra. Engar reglur um möskvastærð Talsmaður spænska sjávarút- vegsráðuneytisins segir Kanada- menn reyna í örvæntingu að rétt- læta ólöglegar aðgerðir gagnvart galíska togaranum Estai með ásök- unum um smáan fisk og of litla möskva. „í fyrsta lagi hafa Kanadamenn staðið ólöglega að verki. í öðru lagi eru þessi skip skoðuð á 15 daga fresti og aldrei hefur neitt ólöglegt fundist. í þriðja lagi er ekki hægt að veiða grálúðu ólöglega vegna þess, að engar reglur eru um hver stærðin skuli vera. Það er því út í hött að tala um ólöglegar grálúðu- veiðar," sagði talsmaðurinn. Stöðugt eftirlit Spænsku sjómönnunum var mikið niðri fyrir þegar Morgunblaðið ræddi við þá með aðstoð túlks í gær í St. John’s. Þeir fullyrtu að á fimmt- án daga fresti kæmu eftirlitsmenn á vegum NAFO um borð í togarana á miðunum. „Þeir skoða netin og stærð möskvanna og opna fiskiöskj- urnar um borð. Það hafa engar at- hugasemdir verið gerðar við Estai og það skip hefur ekki framið nein brot; það hefur gott orð á sér,“ sagði Manuel Nogueria. Ferreira sagði að ef veiðarfærin væru nálægt botninum gæti smá- fiskur komið í nótina því stærri fisk- urinn settist í möskvana og hindraði útgönguleiðir. Og ekki þýddi að skila smáfiskinum aftur í sjóinn því hann dræpist. Því væri smáfiskurinn hirtur einnig. Áhöfn Estai vísaði einnig á bug fullyrðingum Brians Tobins sjáv- arútvegsráðherra Kanada um að haldið hefði verið tvöfalt bókhald yfir aflann um borð til að blekkja eftirlitsmenn NAFO. Hins vegar væri fært sérstakt bókhald yfir afl- ann annars vegar og aflaverðmætið hins vegar. Tobin upplýsti einnig í gær, að fundist hefði leynileg frystigeymsla um borð í Estai þar sem hefðu ver- ið um 25 tonn af friðuðum flat- fiski, sem væntanlega hefði komið sem meðafli við grálúðuveiðarnar. Aflinn ekki minni Ferreira sagðist hafa stundað grálúðuveiðar við kanadísku lögsög- una í þijú ár og teldi hvorki að afla- brögð né fiskurinn sjálfur hefðu minnkað ár frá ári. Hann sagði að- spurður að tiltölulega gott væri að hafa upp úr veiðunum og í hans huga kæmi ekki til greina að loka svæðinu fyrir veiðum. „Samkvæmt alþjóðalögum eru úthöfin alþjóðleg svæði. Það verður auðvitað að vernda þessi svæði en allir hafa samt rétt til að veiða þar. Og það verður að nýta gjöful fiskim- ið úthafanna með eðlilegum hætti. Þau eru svipuð og akur. Ef hann er ekki ræktaður og grisjaður þá vex hann úr sér og eins er með fiskimiðin ef þau eru ekki nýtt,“ sagði Ferreira. Frjálst að fara Útgerð Estai setti í gær 500 þús- und Kanadadala, eða um 20 milljón króna tryggingu fyrir skipinu og var því þá fijálst að fara. Brian Tobin sagði á kanadíska þinginu að 130 tonn af afla skipsins hefðu verið gerð upptæk og þau geymd sem sönnunargögn þar til réttarhald verður í Kanada eftir mánuð. Jean Chrétien forsætisráðherra Kanada fól í gær kanadískum emb- ættismönnum í Brussel að hefja samningaviðræður við Evrópusam- bandið um pólitíska lausn málsins. Tobin sagði í gær, að þar sem nær engar frekari veiðar hefðu verið á Mikla banka frá því Estai var tekið, og þar sem trygging hefði nú verið sett vegna Estai, þá hefði skapast jarðvegur fyrir samninga. Fréttir bárust af því á þriðjudags- kvöld að spænskir togarar hefðu hafíð veiðar á ný á umdeilda svæð- inu en í gær sögðu kanadísk stjórn- völd að aðeins einn bátur hefði reynt að veiða á svokölluðu Nefi á Mikla banka en hætt því aftur. Andre Quellet utanríkisráðherra Kanada sagði við fréttamenn í Ottawa í gær að Kanadastjórn væri tilbúin að ræða breytta skiptingu á grálúðukvótanum sem NAFO setti, til að koma til móts við kröfur Evr- ópusambandsins. NAFO setti 27 þúsund tonna heildarkvóta á Norð- vestur-Atlantshafi og þar af komu 16.300 tonn í hlut Kanadamanna en 3.400 tonn í hlut Evrópusam- bandsins. ESB mótmælti þessari úthlutun og gerði kröfu um nærri 19 þúsund tonn. Fiill búð afiiýjm glæsilegm mrn Frábær verð SPES-TILBOÐF!! Föstudag og laugardag 10% afsláttur af öllum vörum Kringlunni Utankjörstaðaskrifstofa S j álfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð Símar: 588-3322, 588-3323, 588-3327 Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur aö kosningunum 8. apríl. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík, Engjateigi 5, alla daga kl. 10.00-12.00,14.00-18.00 og 20.00-22.00. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband ef þið verðið ekki heima á kjördag. Hljómsveitin STJORNIN Grétar Örvars & Sigga Beinteins Gulli Helga skemmtir Miðaverð aðeins kr. 800 Nýjung fyrir gesti Hútel íslands! Borðapantanir á dansleikinn ísima 687111 eftirkl. 2000 f - 'w hHBB m, JSÍIS r v. Við eigum afmæli!! 06 BJÓÐUM Af ÞVÍ TILEFNl VIDSKIPTAVINIIM 0KKAK 15% afslátt af öllum vörum í versluninni og 30% afslátt af skartgripum fráVSL 16. mars til 18. mars. Nýju V5L vor- og sumarlitirnir kynntir í afmælinu af Grétu Boða förðunarmeistara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.