Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 • MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lög um fjöleignahús og húsaleigulög Kæru- nefndir skipaðar KÆRUNEFNDIR er sinni deilu- málum leigutaka og íbúðaeigenda í fjölbýlishúsum hefur verið skipuð samkvæmt nýjum lögum um ijö- leignahús og húsaleigulög. Erindi til nefndarinnar skulu send Hús- næðisstofnun ríkisins. Innan tveggja mánaða í frétt frá stofnuninni segir að samkvæmt ákvæðum nýju laganna geti aðilar snúið sér til kærunefnd- ar húsaleigumála og kærunefndar fjöleignarhússa og fengið rökstutt álit um ágreiningsefni í samskiptum sínum. Kærunefndir skulu láta í té álit svo fljótt sem kostur er og jafn- an innan tveggja mánaða frá þeim tíma er erindið berst. Ágreinings- efni verður eigi skotið til annars stjórnvalds. Erindi til nefndanna skulu vera skirfleg og þar skal gíeina skil- merkilega frá ágreiningsefninu, kröfur settar fram og þær rökstudd- ar. Nefndarmenn í kærunefnd húsaleigumála hafa verið skipaðir Valtýr Sigurðsson héraðsdómari og er hann jafnframt formaður, Benedikt Bogason, dóm- arafulltrúi og Haraldur Jónasson, hdl. í kærunefnd ijöleignarhúsa- mála hafa verið skipaðir, Valtýr Sigurðsson héraðsdómari, formað- ur, Karl Axelsson, hdl. og Ingólfur Ingólfsson, lektor. Ritari nefndanna er Sif Guðjónsdóttir lögfræðingur í Húsnæðisstofnun ríkisins. Stjórn Samtaka um kvennaathvarf skýrir störf sín Endurskipulagning stj órnkerfisins nauðsyn Bráðabirgðastjóm Samtaka um kvenna- athvarf var kosin í kjölfar þess að uppvíst varð um fjármálaóreiðu í rekstri athvarfsins sl. haust. Nokkuð hefur borið á gagnrýni á störf stjómarinnar og telja stjómarkonur nú tímabært að svara henni. Morgunblaðið/Kristinn FRÁ blaðamannafundi Samtaka um kvennaathvarf. Frá vinstri: Álfheiður Ingadóttir upplýsingafulltrúi, Sjöfn Ingólfsdóttir með- stjórnandi, Ragnheiður M. Guðmundsdóttir ritari, Ólöf Sigurðar- dóttir varaformaður, Margrét Pála Ólafsdóttir meðstjórnandi og Vilborg G. Guðnadóttir, framkvæmdasljóri kvennaathvarfs. Áfangi í barnastarfinu STJÓRN Samtaka um kvennaathvarf, sem starfað hefur í rúma fjóra mánuði, kallaði fulltrúa fjölmiðla á sinn fund á þriðjudag til að gera grein fyrir störfum sínum og svara ýmsum þeim ávirðingum sem á stjómina hafa verið bomar, m.a. í grein 15. kvenna í samtökunum, sem birtist í Morgunblaðinu á þriðjudag undir yfirskriftinni „Vantraust á stjóm Samtaka um kvennaathvarf - Kosning stjómarinnar ólögmæt". Á fundinum á þriðjudag kom fram að aðalfundur, haldinn 1. nóvember sl., hefði verið lögmætur og löglega til hans boðað. Það hefði verið gert að tillögu framkvæmdanefndar, sem einnig hefði lagt til að þar yrði sér- stök stjóm kjörin til bráðabirgða. Þá kom fram að a.m.k. tvær konur, sem rituðu nöfn sín við Morgunblaðs- greinina, hefðu átt sæti í fram- kvæmdanefnd. Fullyrðingum um að fjármála- óreiða, sem uppvíst varð um sl. haust, hefði verið lítilvæg og einangrast við tvær starfskonur var svarað á þann veg að svo hefði því miður ekki ver- ið. Hún hefði þvert á móti verið slík að allir fulltrúar í framkvæmdanefnd hefðu verið sammála um að grípa í taumana í október 1994 og kalla til verka fímm konur sem allar væru fjárhagslega óháðar starfsemi at- hvarfsins. Nauðsynlegt að endur- skipuleggja stjórnkerfið Endurskoðunarmiðstöðin Coopers og Lybrand hf. upplýsti í bréfi, dag- settu 14. mars, að í endurskoðunar- bréfi frá 31. október sl. hefði verið bent á nauðsyn þess að stjómkerfi samtakanna yrði endurskipulagt. Ástæðumar væru fjármálaóreiða, sem fólst m.a. í fyrirframgreiðslu launa, reglur um meðhöndlun fjár- muna væm þverbrotnar og sú stað- reynd að á undanfömum ámm hefðu kjömir fulltrúar í framkvæmdanefnd flestir komið úr hópi starfsfólks sam- takanna „og voru þeir því sífellt að íjalla um eigin mál“. Dæmi um slíkt er tekið af því þegar framkvæmda- nefndarfundur, sem setinn var sjö fulltrúum, þar af sex starfsmönnum, samþykkti sl. sumar að hækka laun um 11-20%. Uppsagnir vegna endurskipulagningar Eitt verkefnanna sem aðalfundur fól stjóm var að endurskoða starfs- mannahald og ráða framkvæmda- stjóra en gagnrýnt hefur verið hvem- ig staðið var að ráðningum. 23. nóvember 1994 var öllum starfskonum kvennaathvarfsins sagt upp störfum frá og með 1. desember til að hægt væri að gera við þær nýja starfskjarasamninga. Þeim var tilkynnt að þær myndu að öðru jöfnu sitja fyrir um ný störf. Þegar þær í tvígang höfðu neitað að koma til fundar við stjóm nema allar í einu var þeim tilkynnt bréflega að stjóm- in liti svo á að þær óskuðu ekki end- urráðningar. Ákveðið var að auglýsa öll störf og var ráðningarstofu falið það verk. Stefna stjómar var enn sú að starfs- konur skyldu að öðru jöfnu ganga fyrir um störfin ef þær sæktu um. Niðurstaðan varð sú að ein starfs- kona og matráðskona sóttu um end- urráðningu og voru þær ráðnar. Ekki var orðið við umsókn einnar um endurráðningu vegna reglu um hámarksstarfstíma sem verið hefur 4 ár. Aðrar létu af störfum skv. eigin ósk. Deilurnar hafa graf ið undan trausti Þeirri fullyrðingu að núverandi starfskonur athvarfsins væru óhæfar sökum reynsluleysis var mótmælt af hálfu stjómar og nýráðins fram- kvæmdastjóra, Vilborgar G. Guðna- dóttur. Fram kom að þær tvær kon- ur sem endurráðnar voru, Vilborg og ein til viðbótar, hefðu reynslu af starfi með konum og bömum sem hefðu orðið fyrir ofbeldi. Vilborg sagðist hafa orðið vör við að deilumar sem staðið hefðu um kvennaathvarfið hefðu skaðað starf- semina en hún sagðist þess fullviss að konur sem þangað þyrftu að leita fengju jafngóða þjónustu nú og jafn- an fyrr. Á fundinum var einnig gerð grein fyrir þeim árangri sem stjórnin hefði náð á starfstíma sínum. Upplýst var að engir fjármunir hefðu glatast og að tekist hefði að tryggja flárhags- legan gmndvöll kvennaathvarfsins. I ársbyijun var gerður rekstrar- samningur við félagsmálaráðuneytið. Með honum ábyrgist ríkið greiðslu 60% rekstrarkostnaðar og væntir stjómin þess að sams konar samn- ingar náist við sveitarfélögin. Þá kom fram að sá áfangi hefði náðst í bamastarfi athvarfsins að Reykjavíkurborg hefði lánað hentugt húsnæði undir leikskóla og skóla athvarfsins. Framkvæmdir við end- urbætur em að hefjast þessa dagana og er stefnt að því að starfsemi hefj- ist þar í vor. Húsnæðinu fylgdi fjár- framlag Reykjavíkurborgar, 1,5 milljónir króna, til endurbótanna. Á blaðamannafundinum kom fram að stjómin ætti eftir að fjalla um stjómkerfi Samtaka um kvenna- athvarf en hún myndi ljúka því fyrir aðalfund. Hewlett-Packard =-0^ iitaorent^rar manaðarins HP DeskJet1200C - öflugur litaprentari Hraðvirkur. Hágæða útprentun I lit og svörtu. Fjórskipt blek- sprautun. 2 MB minni (stækk- anlegt). Upplausn I svörtu 300x600 dpi + RET*. Upplausn I lit 300 dpi*. 7 slður á mínútu**. Fjöldi leturgerða. Framtíðareign fyrir kröfuharða. 134.900 stgr. m. vsk. *dpi = punkta upplausn á tommu. RET= HP upplausnaraukning. **Hraöi I litaprentun er mismunandi. Kynniö ykkur fylgihluti og útskriftar- möguleika HP litaprentara. - á frábæru tilboðsverði í Tæknivali HP DeskJet 560C litaprentarinn Hentar öllum. Gæöa- útprentun I lit og svörtu. Fjórskipt bleksprautun. Upplausn í svörtu 300x600 dpi + RET*. Upplausn I lit 300 dpi*. 3 slður á mlnútu**. Fjöldi leturgerða. Glaesilegur litaprentari á enn betra verði. 59.900 stgr. m. vsk. öll helstu greiðslukjör s.s. VISA raðgreiðslur 124 mánuði, EUROCAHD raðgreiöslur 136 mánuði og Staðgreiðslusamningar Glitnis. Verið velkomln I Tæknival. Opið á laugardögum frá kl. 10.00 til 14.00. Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664 Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Borgarstarfsmenn leggja fram sparnaðarhugmyndir NEFND um sparnað í rekstri Rey kja ví ku r b o rgar hefur ákveð- ið að efna til hugmyndasam- keppni meðal borgarstarfs- manna um leiðir til sparnaðar. Veitt verða þrenn verðlaun til starfshópa eða deilda fyrir bestu tillögurnar, sem gætu komið til framkvæmda á árinu. 1. verðlaun eru 150.000 krónur, 2. verðlaun eru 100.000 krónur og 3. verð- laun eru 50.000 krónur. Sér- merktum póstkössum verður komið fyrir á tíu stofnunum og vinnustöðvum borgarinnar þang- að sem skila á ábendingum fyrir 19. apríl næstkomandi. Sigrún Magnúsdóttir formaður nefndar- innar, kynnti hugmyndina og póstkassana fyrir fréttamönnum og starfsfólki Hverfastöðvar gatnamálastjóra á Miklatúni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.