Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR IR fær 2 milljónir vegna tjóns 1 snjofloði 1992 RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að greiða skíðadeiid íþróttafélags Reykjavíkur tvær milljónir króna sem aðstoð upp í tjón, sem félagið varð fyrir er snjóflóð féll á skíðasvæði þess í Hamragili 21. desember 1992. Flóðið skemmdi meðal annars skíðalyftur Iþróttafélagsins, sem það hafði ekki fengið að tryggja, að sögn Eyjólfs Sveinssonar, aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Aðrar eignir félagsins í Hamragili voru hins vegar fulltryggðar. Að sögn Eyjólfs var tjón vegna snjóflóðsins um tíu milljónir króna, og bætti Viðlagatrygging íslands fímm milljónir af því. Nýlega var samþykkt á Alþingi lagafrumvarp, sem heimilaði Við- lagatryggingu íslands að bæta tjón ísfírðinga vegna snjóflóðsins, sem féll á skíðasvæði þeirra í fyrra, en mannvirki þar voru ótryggð. Lögin ná aðeins til þessa einstaka tilviks, og kveða á um 90 milljóna króna greiðslu til ísfírðinga. Ekki er vísað til þessa fordæmis í samþykkt ríkisstjórnarinnar um styrk til íþróttafélags Reykjavíkur. Féð er tekið af sameiginlegu ráðstöf- unarfé ríkisstjómar. -----♦ ♦ ♦------ Tuttugu tilboð í færan- legar kennslustofur Lægsta boð 44,7 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu Innkaupastofnunar Reykjavík- urborgar um að taka lægsta tilboði frá Byggðaseli hf., rúmar 44,7 millj- ónir króna í 11 færanlegar kennslu- stofur og átta tengiganga. Tuttugu tilboð bárust þar af eitt fráviksboð. Tilboðið er tekið með þeim fyrir- vara að Innkaupastofnun Reykjavík- urborgar kynni sér skil verktakans á opinberum og lögboðnum gjöldum og annarra þátta er varðar ákvörðun- ina. Undir kostnaðaráætlun Kostnaðaráætlun verksins er rúm- ar 53,1 milljón og er tilboð Byggðas- els hf., 84,20% af henni. Sjö tilboð voru undir kostnaðaráætlun og átti Sigfús Kristinsson næst lægsta boð, eða 86,07% af kostnaðaráætlun, Tré- smiðjan Tanná bauð 86,86% af kostnaðaráætlun, Trésmiðjan Akur hf., bauð 88% af kostnaðaráætlun, S.G. einingarhús hf. bauð 92,12% af kostnaðaráætlun, Byggð sf., bauð 96,33% af kostnaðaráætlun og Magnús og Steingrímur hf., buðu 97,98% af kostnðaráætlun. -----♦.♦ ■■♦---- Foreldrar funda vegna kennara- verkfallsins BARÁTTUFUNDUR vegna verk- falls kennara, verður haldinn á veg- um Sambands foreldrafélaga í skól- um og Heimilis og skóla, á Hótel Sögu í kvöld klukkan 20.30. I frétt frá samtökunum er bent á að foreldrar hafi einnig áherslur í skólamálum og minnt á að nemendur hafi ekki komist í skólann í tæpar Ij'órar vikur. Spurt er um áherslur foreldra, hvernig tryggja megi að börnin fái menntun sem þau eigi rétt á og hvaða breytingar foreldrar vilji sjá í skólastarfi. FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 11 a g»ra '''■..... l“ l'""' ' ' """" !;■■■ ■ : i|V Helsti A6 venttaf'; VðJV^vasailt*'*£'í \ve\fDGf ^ .\be\ta'Jasar’ v-,ufrKU^ e ÍA' galManiseW® i heiW. 3 ára abV'fð arneV eða <****2l * sern ^Tertn s tðina ÖOUlT' stt með3ðra tuna ibY'9 Áf9e' rðl995 agreitt^ion á 9° .. ,-a qamia to"'nn UPP' OKKur natt upP'J^. . á nvien’K SSI Slillp,... ipiwiiiaSifiis BRIMBORG FAXAFENI 8 • S(MI 91- 685870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.