Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGU NBLAÐIÐ FRÉTTIR Stj órnmálamenn á morgunverðarfundi Verslunarráðs íslands Allir þingflokkarnir hafa tilnefnt fulltrúa í nefnd um fj ármagnstekj uskatt ALLIR þingflokkarnir hafa tilnefnt fulltrúa i nefnd sem fjármálaráð- herra skipar til að semja frumvarp um fjármagnstekjuskatt en ríkis- stjórnin stefnir að því að taka hann upp um næstu áramót. Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra fagnaði þessu á morgunverðarfundi Versl- unarráðs íslands í gær og sagði að nú mætti búast við því að breið samstaða næðist um þennan skatt. Á fundinum, sem er seinni af tveimur fundum Verslunarráðsins með stjórnmálamönnum, fluttu Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Kristín Ást- geirsdóttir, þingkona Samtaka um kvennalista og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins stutt ávörp og svöruðu fyrirspum- um manna úr viðskiptalífínu. Yfír- skrift fundarins var Íslenskt at- vinnulíf og pólitískt umhverfí - hvert stefnum við í samkeppni þjóð- anna? Hlutverk ríkisins að liðka fyrir í ávarpi sínu sagði Friðrik Soph- usson m.a. frá því að í fjármála- ráðuneytinu væri með þátttöku manna úr atvinnulífinu verið að gera skýrslu um samkeppnisstöðu Islands í framtíðinni. Hann benti á að margt væri sameiginlegt með slíkum skýrslum sem gerðar hefðu verið í öðrum löndum. Lögð væri áhersla á frjáls viðskipti og að ríkis- stjórnir tækju þátt í að ryðja úr vegi ýmsum hindrunum fyrir frjáls- um viðskiptum innanlands og ekki síður milli landa. Að markaðslög- málin fái að ráða, þannig að hægt væri að beita samkeppni í opinber- um rekstri eins og öðrum. Þá væri allsstaðar lögð áherslu á gildi menntunar og hve mikilvægt væri að þjóðirnar næðu tökum á nútíma- menntun og tækni. Friðrik sagði að í þessum skýrslum væri einnig bent á ýmsa þætti sem þjóðirnar ættu að forðast. Meðal þess væri ósveigjanleg vinnulöggjöf og við- skiptahindranir. Varað væri við því að fyrirtæki væru skattlögð öðru- vísi og meira en í samkeppnislönd- um og að hafa velferðarkerfíð þann- ig að það drægi úr þátttöku fólks í þjóðfélaginu. Þá verði reynt að forðast styrki til atvinnugreina. „Ég tel að stjórnvöld hafí hlut- verk við að móta þessa stefnu og ná fram sterkari samkeppnisstöðu. Það þarf að sjá um að ríkisrekstur sé heilbrigður, ríkisumsvif séu minnkuð og reynt að nota almennar aðgerðir til að ná fram þeim breyt- ingum sem við viljum sjá í okkar efnahags- og atvinnulífi. Við erum hættir því að gera tilraunir með milljarða fjárfestingar í heilum at- vinnugreinum. í staðinn er verið að einkavæða til að styrkja sam- keppni og íjármagnið sem með því fæst er að hluta til notað í rann- sóknir og þróunarstarf. Hlutverk ríkisins er að liðka fyrir atvinnu- starfsemi en flækjast ekki fýrir henni,“ sagði Friðrik. Hvaða tregðulögmál eru að verki? Kristín Ástgeirsdóttir sagði að ýmis bandarísk fyrirtæki væru farin að gera sér grein fyrir því að vel- gengni þeirra réðist ekki eingöngu af vöxtum, verðlagi, gengi hluta- bréfa og skatthlutfalli. Þau væru hluti af umhverfinu, heild sem þurfi að vinna saman. Fyrirtækin blómstruðu ekki ef óánægja væri innan þeirra eða starfsmennirnir ættu stöðugt í erfiðleikum í sínu daglega lífi. Þá sagði hún að konur hefðu sótt mjög á innan rótgróinna bandarískra fyrirtækja og sérstak- lega við stofnun nýrra. Stjórnun kvenna hefði vakið athygli og talað væri um nýjan stjórnunarstíl. Hún spurði sig síðan þeirrar Tíl að taka þátt í BKI kaffileiknum þarft þú að klippa strikamerki af tveimur BKI kaffipökkum BKI T^AFFE ( Senda ásamt þessum þátttökuseðli merkt: BKI Til BYLGJUNNAR, Lynghálsi 9,110 Reykjavik jjjpl BKI PiUCC/ | □ BKI 1<AFFE J->- (yxtlfS Eldhúsvélar frá PFAFF Nafn: Heimili: Póstnúmer & staður: Sími: Morgunblaðið/Júlíus FULLTRÚAR þriggja stjórnmálaflokka sátu fyrir svörum hjá Verslunarráðinu, f.v.: Friðrik Sophusson, Kristín Ástgeirsdóttir, Halldór Ásgrímsson, Sverrir V. Bernhöft fundarstjóri og Ragn- ar Birgisson framkvæmdastjóri Opals. spurningar hvernig íslensk fyrir- tæki stæðu sig út frá þessum sjón- arhóli samfélagstengsla. „Að sumu leyti vel og að sumu leyti miður,“ sagði hún. „íslensk fyrirtæki hafa tekið sig á í umgengni við íslenska náttúru, mengunarvarnir og fram- leiðslu, þó mikið sé eftir, enda eru menn smátt og smátt að átta sig á því að möguleikar okkar felast í hreinleika og gæðum, gæðum og aftur gæðum. íslensk fyrirtæki styðja við bakið á menningarstarfi, íþróttastarfi og stjórnmálabaráttu, sum rausnarlega. En þegar kemur að stjórnun fyr- irtækja, áhrifum í flármálalífi að ekki sé talað um eign á fyrirtækjum versnar málið. Það heyrir til undan- tekninga að sjá konur í röðum fram- kvæmdastjóra, stjórnenda eða eig- enda fyrirtækja, eins og nýleg skýrsla Samkeppnisstofnunar ber með sér. íslenskt samfélag hefur fjárfest gríðarlega mikið í menntun kvenna á undanförnum 25 árum en hvernig stendur á því að það skilar sér ekki í frumkvæði út í atvinnulífið hér eins og það gerir í Kanada, Bandaríkjunum og á Norð- urlöndunum? í Bandaríkjunum hafa konur stofnað rúmlega helming allra nýrra fyrirtækja undanfarin fimm ár. Sagt er að frumkvæði kvenna hafi eytt atvinnuleysinu og náð Bandaríkjunum upp úr öldu- dalnum. Hvaða tregðulögmál eru að verki hér á landi. Það hlýtur að vera umhugsunarvert hvort ekki sé kominn tími til að nýta þá auðlind sem felst í hugviti og sköpunar- krafti kvenna til að efla íslenskt atvinnulíf," sagði Kristín Ástgeirs- dóttir. Mánaðarlegan skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa Halldór Ásgrímsson sagði að risavaxin verkefni blöstu við. Tvennt skipti mestu máli á næsta kjörtímabili, atvinnuleysið og ríkis- sjóðshallinn. Hann sagði að það væri stórt verkefni að skapa hér allt að tólf þúsund störf til alda- móta og enginn gæti fullyrt að það tækist. „En við getum sett okkur markmið og reynt að sjá fyrir okk- ur hvernig við getum náð þeim. Ég trúi því að það megi skapa hér svip- aðan hagvöxt og í löndunum í kringum okkur en þau búa við um það bil 3% hagvöxt." Sagði Halldór óraunhæft að gera ráð fyrir meiri hagvexti hér á landi þó slíkt gæti gerst eitt og eitt ár vegna sveiflna í íslensku efnahagslífi. Mikilvægt væri að jafna sveiflurnar og hafa til þess sveiflujöfnunarsjóði. Halldór sagði nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að efla eigin- fjárstöðu fyrirtækja. í því sambandi nefndi hann að framsóknarmenn teldu að ekki hefði verið nógu langt gengið í því að koma á skatt- afslætti vegna hlutabréfakaupa. Sagði að fólk ætti að geta keypt hlutabréf mánaðarlega og fengið skattafslátt jafnóðum. „Það er svo mikið mál að örva þátt almennings í atvinnulífinu og auka breiddina í atvinnulífinu að við viljum fara út á þessa braut. Við teljum einnig lífsspursmál að fá lífeyrissjóðina með sterkari hætti inn í atvinnu- reksturinn og leggja þar fram áhættufé,“ sagði hann. Hann sagði að ríkisvaldið ætti að hafa bein afskipti af þessum málum, það ætti ekki að sitja hjá. Sagði að Byggðastofnun væri orðin úrelt og úrelt væri að láta alþingis- menn stjórna henni. í staðinn þyrfti að koma á fót atvinnuþróunarstofn- un sem gæti verið samstarfsvett- vangur atvinnulífsins, ríkisins og sveitarstjóma. í sambandi við þátt- töku ríkisins sagði Halldór að ís- lendingar ættu ekki að vera heil- agri en aðrir í því efni og benti á að Bandaríkjamenn og Frakkar beittu leyniþjónustu ríkjanna til stuðnings atvinnulífínu. Skoðanakönnun BB á Vestfjörðum Engin breyting á þingmannatölu BÆJARINS besta á ísafirði hefur gert skoðanakönnun á fylgi stjórn- málaflokkanna í Vestfjarðakjör- dæmi. Alls voru 260 manns spurðir og var hlutfall þeirra sem ekki höfðu gert upp hug sinn 44,6%. Engar breytingar yrðu á þingmannatölu samkvæmt þessari könnun miðað við síðustu alþingiskosningar að öðru leyti en því, að Jóna Valgerður Kristj- ánsdóttir missir þingsæti sitt, enda var hún 6. þingmaður Vestfirðinga eða svokallaður flakkari. Samkvæmt könnuninni fengi A- listinn 16,7% atkvæða og einn mann kjörinn, B-iistinn 18,8% atkvæða og einn mann kjörinn, D-Iistinn 36% og 2 menn kjöma, G-listinn 12,5% og einn mann kjörinn, aðrir listar koma ekki að manni, en hlutfallstölur J- lista, sem er listi Þjóðvaka, er 4,2%, M-listi, Vestfjarðalistinn, sem borinn er fram af Pétri Bjarnasyni o.fl., fengi 9,7% og V-listi, Kvennalisti fengi 2,1%. Samkvæmt könnuninni er sá frambjóðandi, sem ekki kemst að en hefur flest atkvæði 3. maður á D-list- anum, Ólafur Hannibalsson, og hefur hann að baki sér 790 atkvæði. Næst- ur á eftir honum er Pétur Bjarnason með 638 atkvæði. Hins vegar er fímmti þingmaðurinn G-listamaður- inn Kristinn H. Gunnarsson með 820 atkvæði á bak við sig. Því er nokkuð naumt bil milli efsta manns G-listans og 3. manns D-listans. Blaðið spurði einnig hveijum Vest- firðingar treystu best og var Einar Kristinn Guðfínnssson þar í efsta sæti með rúmlega 31%, næstur kom Sighvatur Björgvinsson með 21,2%, þá Pétur Bjamason með 16,5, Gunn- laugur Sigmundsson með 11,8% og Kristinn H. Gunnarsson með 10%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.