Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 14
' 14 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Háskólinn á Akureyri og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins taka upp samstarf Áhersla á g’æðastjóniun, vöruvöndun og vöruþróun SAMKOMULAG milli Háskólans á Akureyri og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, RALA, um sam- starf til að efla rannsóknir og þróun á afurðum frá landbúnaði var undir- ritað í gær. Þetta ,er fjórði samstarfssamn- ingur Háskólans á Akureyri við stofnanir atvinnuveganna en áður hafa verið undirritaðir samningar við Hafrannsóknarstofnun, Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins og Iðntæknistofnun og kom fram í máli Þorsteins Gunnarssonar rekt- ors Háskólans á Akureyri að jákvæð reynsla hefði orðið af fyrri samning- um. í samkomulagi Háskólans og RALA verður áhersla lögð á gæða- stjórnun, vöruvöndun og vöruþróun úr búvörum. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins mun stuðla að því að efla starfsemi sína á Norður- landi, m.a. með ráðningu sérfræð- ings á sviði matvælaiðnaðar. Jón Áki Leifsson efnaverkfræðingur hefur verið ráðinn til að gegna þessu starfi. Morgunblaðið/Rúnarl>ór SAMKOMULAGI um samstarf Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Háskólans á Akureyri var fagnað með hófi eftir undirritunina i gær. Matvælaframleiðsla undirstaða atvinnulífs Fram kom í máli háskólarektors að undirstaða atvinnulífs á Eyja- fjarðarsvæðinu væri matvælafram- leiðsla sem byggðist á landbúnaði og sjávarútvegi og fyrirtæki á þessu sviði veltu árlega um 14 milljörðum króna. Með öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi mætti auka þessa verðmætasköpun til mikilla muna og væri samstarf skólans og RALA þáttur í því starfi. í kjölfarið ættu hagsmunaaðilar í landbúnaði og sjávarútvegi að leggja fram krafta sína og hugvit til eflingar atvinnu- lífs á svæðinu. Matvælaiðjá stofnuð á vormánuðum Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri vinnur nú að umfangsmik- illi könnun á með hvaða hætti unnt sé að mæta þörf matvælaiðnaðarins á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir menntað vinnuafl og bætt rannsóknarum- hverfi. Gert er ráð fyrir að niður- stöður muni liggja fyrir í vor og í kjölfarið myndi matvælamiðstöð verða stofnuð. Samvinna RALA og Háskólans myndi án efa nýtast vel í því starfí. Þá myndi flutningur Háskólans á Sólborgarsvæðið auka sóknarfæri hans. Á næstu árum yrði hægt að byggja þar upp, í sam- vinnu við rannsóknarstofnanir at- vinnuveganna, fyrirtæki og fleiri, Atvinnudeild Háskólans á Akureyri. Burðarás í byggð Þorsteinn Tómasson forstjóri RALA, Halldór Blöndal landbúnað- arráðherra og Stefán Stefánsson fulltrúi menntamálaráðherra fögn- uðu undirritun samkomulagsins. Þorsteinn sagði það gefa stofnun- inni færi á að takast á við ný og stór verkefni. Landbúnaðarráð- herra sagði Háskólann á Akureyri einn helsta burðarás í byggð í hér- aðinu og hvert skref sem stigið væri til eflingar hans væri stórt og Stefán nefndi að með samkomulag- inu væri einnig stigið skref til upp- byggingar rannsóknarstarfs utan höfuðborgarsvæðisins. Forskól- inn Ham- arsól tekur til starfa FORSKÓLINN Hamarsól, Hamri við Skarðshlíð, byijar starfsemi sína í næstu viku, 20. mars. Skólinn mun bjóða upp á 10 vikna námsefni til 1. júní næstkomandi. Guðný Anna Annasdóttir, leikskólakennari með fram- haldsnám í skapandi starfi, er skólastjóri skólans. Einnig starfar við skólann kennari og talmeinafræðingur. Viðbrögðin mjög góð „Viðbrögðin hafa verið mjög góð og það er nærri fullt á fyrsta námskeiðið,“ sagði Guðný Anna. „Það er þegar byijað að spyijast mik- ið fyrir um starfsemina næsta vetur en það sýnir að mikill áhugi og þörf er fyrir starf- semi sem þessa.“ Námsefnið er ætlað börn- um sem fædd eru árið 1989 og 1990. Næsta haust mun skólinn bjóða upp á 9 mánaða náms- efni fyrir börn fædd 1990 og 1991. í skólanum verða 16 börn í einu og tveir starfs- menn og verður hann opin frá kl. 8.00 til 17.00 alla virka daga. Boðið verður upp á kennslu í myndlist, tónlist, hreyfingu, lestri og skrift auk þess sem sögustund verður í hádeginu. Boðið verður upp á kennslu sem getur verið frá einni og upp í níu klukkustundir á dag, en verð á hvern tíma er 110 krónur. Kynningarfundur fyrir for- eldra barna sem skráð hafa sig í skólann verður föstudag- inn 17. mars kl. 17.00 í Hamri. Langvarandi ófærð og vand- ræði til sveita Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. ÞRÁTT fyrir langvarandi ótíð og mikil snjóalög í Eyjafjarðarsveit hefur mannlíf verið þar mjög mik- ið og litríkt. Hins vegar eru bænd- ur, einkum kúabændur, komnir í vandræði vegna snjóanna. Mannlíf er mikið í sveitinni og ófærð hefur ekki sett teljandi svip á það þótt nær stöðug ótíð hafi staðið um nærfeilt tveggja mánaða skeið. Ekki hefur verið teljandi ill- viðri, heldur linnulítil ofankoma og renningur. Svo heppilegt er að litli Eyjaljarðarhringurinn er skaf- inn fimm daga vikunnar, svo oft- ast er fært þar um slóðir þótt sí- fellt bæti á snjó eða skafi í slóðir. Meðal þess sem á seyði er í Eyjafjarðarsveit er að hinn nýi gamanleikur Böðvars Guðmunds- sonar, Kvennaskólaævintýrið, er sýndur í Freyvangi við góða að- sókn og frábærar undirtektir. Einnig er verið að æfa blandaðan ’kór og tvöfaldan kvartett, sem syngja munu á tónleikum á svo- kölluðum Menningardögum um sumarmál. Er þá aðeins fátt talið af því sem fólk tekur sér fyrir hendur í vetrarríkinu Vandræði hjá kúabændum Snjóþyngslin eru farin að valda bændum vandræðum í Eyjafjarð- arsveit eins og víðar á Norður- landi. Mjólkurbílar hafa að vísu komist allflesta daga um sveitina þótt snjórinn tefji för þeirra þegar snjóruðningstæki hafa ekki undan að hreinsa vegi og slóðir. Nú er hins vegar komið upp mikið vandamál hjá kúabændum. Haughúsin eru að verða kúffull og stefnir í stóran vanda ef ekki hlánar fljótlega. Jafnfallinn snjór er á annan metra á dýpt og alger- lega ófært fyrir traktora með dreifara að fara um túnin, jafnvel þótt um sé að ræða 100 hestafla vélar með drifi á öllum hjólum. Ekki er unnt að dæla mykjunni í hauga við fjósin, slíkt er bannað með lögum og gætu bændur átt von á umhverfisráðherra í öllu sínu veldi ef slíkt yrði reynt. Því má sjá að úr vöndu er að ráða hjá bændum og trúlegt að veðurbreyt- ingar einar geti komið þeim til hjálpar áður en komið er í alvar- legt hættuástand. Orð dagsins hefur gefið út bílabæn í 23 ár Margir aka hægar „ÞAÐ hafa margir haft á orði við mig að tími væri til kominn að gefa út nýja bílabæn með öðrum texta,“ sagði Jón Oddgeir Guð- mundsson, en hann hefur um 23 ára skeið gefið út bílabæn. Nú er komin út ný bæn með öðrum texta. „Bílabænin er í þúsundum bíla um land allt,“ sagði Jón Odd- geir. „Ég veit til þess að margir bílstjórar fara ekki að aka nýjum bílum fyrr en þeir hafa límt bíla- bænina í bílinn sinn.“ Orð dagsins á Akureyri, sem Jón Oddgeir er í forsvari fyrir, gefur út bílabænina og er meðal annars hægt að nálgast hana i Kirkjuhúsinu í Reykjavík. „Það hefur verið virkilega gaman að standa í þessari útgáfu, ég finn að fólk kanna að meta þetta og margir bílstjórar aka mun hægar þegar þeir vita af bæninni í bíln- um. Ég hef líka fengið upphring- ingar frá fólki víða um land sem segir mér frá því að það fari með bæn í upphafi hverrar ferðar,“ sagði Jón Oddgeir. Heil á húfi á leiðarenda Bæn bílstjórans er yfirskrift nýju bílabænarinnar og í texta er Drottinn m.a. beðinn um að gefa ökumanni styrka hönd og vakandi auga svo hann skaði engan sem á vegi hans verður. „Haltu vernd- arhendi yfir mér og farþegum mínum, svo við komumst heil á húfi á leiðarenda," segir ennfrem- ur í texta bænarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.