Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 17 NEYTENDUR Gólfdúkar úr náttúrulegum efnum eiga aftur upp á pallborðið hjá almenningi Utskorin mynstur og allskonar litasamsetning LINOLEUM-gólfdúkar eru notaðir jafnt í heimahús sem fyrirtæki. TÍSKULITIRNIR; rústrautt og gult. GUÐLAUG Erna Jónsdóttir, arkitekt, lét leggja linoleum- gólfdúk í ganginn og eldhúsið heima l\já sér. Notaðir voru fjórir litir, einn aðallitur og svartur, grænn og rauður í mynstrið. LINOLEUM-gólfdúkar virðast nú eiga auknum vinsældum að fagna til notkunar í heimahúsum eftir því sem Valgerður Þ. Jónsdóttir komst næst í samtölum við arkitekta og sölumenn. Linoleum-gólfdúkar eru úr náttúrulegum efnum; að- allega hörfræolíu, tijásagi, korksagi, tijákvoðu og fín- möluðum kalksteini. Þessi gerð gólfdúka hefur verið á markaðnum í næstum því heila öld, en á eftir- stríðsárunum minnkaði sala þeirra töluvert og ýmis gerviefni urðu alls- ráðandi á markaðnum. Vinyl- gólfdúkar komu í stað linoleum og ýmsar tískusveiflur urðu í gólfefn- um. Síðari ár hafa parket, teppi, steinflísar og korkur átt meira upp á pallborðið hjá almenningi en gólfdúkar, sem fremur hafa þótt henta á skrifstofur og stofnanir. Lítið viðhald Guðlaug Ema Jónsdóttir, arkitekt, segir að litaúrval og mynstur dúk- anna hafi aukist mikið og nú séu margir farnir að sjá ýmsa skemmti- lega möguleika í að nota gólfdúka í stað teppa og parkets. Sjálf segist hún hafa komið niður á forkunnar- fagran linoleum-dúk frá 1947 þegar hún tók gamalt teppi af stofugólfinu heima hjá sér. Þótt mikil vinna hafi verið farið í að skafa, hreinsa og pússa, segir hún viðhaldið auðvelt, einungis þurfi að bóna dúkinn tvisvar til þrisvar á ári og þrífa hann þess á milli með þar til gerðum náttúruleg- um hreinsiefnum. I eldhús og gang lét Guðlaug leggja splunkunýjan lin- oleum-gólfdúk. Notaðir voru íjórir litir af gólfdúk, einn aðallitur og svartur, grænn og rauður í mynstrið. Hérlendis er Magnús Kjaran hf. stærsti innflytjandi linoleum- gólfdúka með umboð fyrir tvö af fjórum slíkum framleiðslufyrirtækj- um í heiminum samkvæmt upplýs- inum Halldórs Halldórssonar, sölu- stjóra. Hann segir að upp úr 1970 hafi litaúrval gólfdúkanna aukist og í kjölfarið hafi salan aukist hægt og sígandi, en tekið verulegan kipp fyr- ir sjö árum þegar nýir pastellitir með marmaraáferð komu á markað- inn. Þeir litir séu enn í tísku, en nú virðast dökkrústrauður og gulur litur helstu tískulitirnir. 2 mm þykkir lin- oleum-dúkar, sem yfirleitt séu not- aðir á heimilum kosti 1.790 kr. fm, en 2>/2 mm dúkar, sem lagðir eru á gólf stofnana og fyrirtækja kosti 1.950-2.100 kr. fm. Mynstur Halldór segir að möguleikarnir í mynstursamsetningu gólfdúkanna séu óþijótandi, t.d. láti sum fyrir- tæki merki fyrirtækisins vera aðal- uppistöðuna í gólfmynstrinu. Slík vinna sé ekki á færi annarra en fag- manna, en þrátt fyrir það séu gólfdúkar alla jafna ódýrari kostur en parket eða teppi. Svokallaður suðuþráður sem áður var eingöngu notaður á samskeyti segir Halldór að sé nú framleiddur í mörgum litum og notaður í rendur til skreytingar. Skafti Harðarson, sölustjóri í Teppalandi, segir einstaklinga ekki kaupa linoleum-dúka í meira magni en áður. Hins vegar virðist honum arkitektar vera hrifnir af efninu og nota það töluvert í stærri verkefni; félagslegar íbúðir, íbúðir fyrir aldr- aða, skóla, skrifstofur og sjúkrahús. Hann segir að svipað verð sé á langningu gólfdúks og parkets, eða um 800-1.000 kr. á fm. BYKO flytur inn linoleum-dúka frá DLW í Þýskalandi. Heimir Sigurðsson í dúkadeildinni segir að þar á bæ sé meira selt af parketi en gólfdúkum. Sala þeirra sé þó að glæðast og sér virðist unga fólkið fremur áhuga- samara en þeir sem eldri eru. 2mm linoleum-dúkur séu á 1.650 kr. fm, en 2‘/2mm á 1.995 kr. fm. Heimir segir litaúrval og mynstur vera mjög fjölbreytt og mörgum þyki linoleum- gólfdúkar sérstaklega heilsusamleg- ir því sýklar þrífist illa í þeim. Flestum bar saman um að meiri fjölbreytni væri á gólfefnamarkaðn- um en oft áður. Fólk skoðaði ýmsa kosti og veldi ekki endilega dúk, parket eða teppi á alla fleti heimilis- ins, heldur kysi mismunandi efni eftir því sem hentugust þættu í hvert herbergi, t.d. linoleum-dúka með tilliti til endingar og lítils við- halds. Þér eru allir vegir færir með Macintosh Performa 475 Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Hægt er að nota hana fyrir nánast allt sem viðkemur námi, starfi eða leik. Svo er hún með íslensku stýrikerfi og fjölmörgum forritum á íslensku. Macintosh Performa 475 er með RADGREIDBLVn * Upphae&in er meSaltalsgreiSsla meSvöxtum, lántökukostnaði og færslugjaldi. 36 x 4.242,- kr. = 152.712,- kr. 15" Apple-litaskjá, stóru hnappaborði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 250 Mb harðdiski. r r TiLi. SP333 TIL ALLT AD 36 MANAÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.