Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 lð FRÉTTIR: EVRÓPA Samgönguráðherrar Evrópusambandsins Breyttar reglur vegna áhuga Swissair á Sabena? Brusscl. Reuter. SAMGÖNGU- RÁÐHERRAR ESB hafa fall- ist á að belg- íska flugfélag- ið Sabena teljist áfram ESB-flugfélag þó svo að svissneska flugfélagið Swissair kaupi meirihluta í fyrirtækinu. Franskur embætt- ismaður tók þó fram að loknum fundi ráðherranna í Brussel að þetta gæti einungis átt við ef Evrópusambandið næði alls- heijarsamkomulagi við Sviss um aukið frelsi í samgöngum í lofti jafnt sem á landi. „Þá gætu Svisslendingar keypt Sabena þó að flugfélagið yrði áfram skilgreint sem fyrirtæki innan Evr- ópusambandsins," sagði embættis- maðurinn. Swissair hef- ur mikinn áhuga á samvinnu við Sabena til að ná betri fótfestu innan Evrópusambandsins, en frelsi í loftflutning- um verður þar aukið til muna á næstu árum. Belgíska flug- félagið skortir hins vegar tilfinnanlega fjármagn. Elio de Rupo, samgönguráðherra Belgíu, sagði fyrr í mánuðinum að Swissair hefði hug á að kaupa stór- an hlut í Sabena en ekki meirihluta vegna reglna ESB. Belgískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Svisslendingarnir hafi hug á að kaupa allt að 70% hlut ef reglum ESB verði breytt. Rætt við Slóveníu um aukaaðild • SLÓVENÍ A og Evrópusam- bandið hófu í gær viðræður um gerð samnings um aukaaðild Sló- veníu að sambandinu. Slíkir samningar, svokallaðir Evrópu- samningar, hafa þegar verið gerðir við nokkur Austur-Evr- ópuríki og er í þeim fyrirheit um fulla aðild að ESB í framtíðinni, þó án tímasetningar. ítalir hafa fram að þessu hindrað viðræður við Slóveníu vegna deilna um eignarréttindi ítalskra borgara, sem flúðu landið í stríðslok. ít- alska stjórnin breytti afstöðu sinni í seinustu viku, eftir að Sló- venar tilkynntu að þeir myndu breyta stjórnarskránni og leyfa útlendingum að eiga Iand. • HIN nýja Miðjarðarhafsstefna Evrópusambandsins er nú að taka á sig mynd. Framkvæmda- stjórnin hefur lagt fyrir ráðherr- aráðið tillögur, sem gera ráð fyrir að 5,5 milljörðum ecu (um 450 milljörðum króna) verði var- ið til að aðstoða ríki Norður-Afr- íku og Mið-Austurlanda. Jafn- framt verði stefnt að því að koma á fríverzlunarsvæði með þessum ríkjum. Tillögumar verða rædd- ar á fundi utanríkisráðherra ESB 10. apríl. • KOLANÁM í Evrópusam- bandsríkjunum minnkaði um 17,3% á síðasta ári og var 131,3 milljónir tonna. • JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar ESB, brást ókvæða við er brezki Evrópu- þingmaðurinn James Goldsmith hélt því fram á Evrópuþinginu að sljórn hans væri sett saman úr „teknókrötum". „Fram- kvæmdastjórnin er ekki lengur samansafn heimilislausra teknó- krata. Það, sem þið sjáið hér, er framkvæmdastjórn sem er ná- lægt borgurunum, sem inniheld- ur fólk, sem hefur gegnt stöðu í sínu heimalandi, til dæmis sem forsætisráðherra, utanríkisráð- herra, þingmaður," sagði Santer. „í þetta eina sinn er fram- kvæmdastjórnin sterk. Ég vildi að hún yrði sterk,“ æpti forset- inn, barði í borðið og veifaði höndunum máli sínu til áherzlu. • ÆTTINGJAR Breta, sem biðu bana er farþegaþota var sprengd í loft upp yfir bænum Lockerbie, hafa leitað til framkvæmda- sljórnar ESB um rannsókn á or- sökum sprengingarinnar, hver hafi verið ábyrgur og hvernig sprengja hafi komizt framhjá eftirliti á flugvellinum í London. Ættingjarnir segja að rannsóknir þær, sem hingað til hafa farið fram, hafi engu skilað og enginn verið dreginn fyrir dóm. • BATINN í efnahagslífi Evr- ópusambandsríkja stóð í stað í febrúarmánuði, samkvæmt tölum frá framkvæmdastjórn ESB, sem byggðar eru á mánað- arlegri könnun á hagtölum og viðhorfum athafnamanna. í nið- urstöðunum kemur fram að framkvæmdastjórar iðnfyrir- tækja hefðu mikla trú á efna- hagsbatanum, en neytendur og forráðamenn byggingarfyrir- tækja væru hikandi. Ekki kom fram hvort stöðnunin nú hefði áhrif á spá framkvæmdastjórn- arinnar um að hagvöxtur innan ESB yrði 2,9% á þessu ári, miðað við 2,6% í fyrra. PULP FICTION Tæplega 30.000 gestir hafa þegar séð þessa mögnuðu mynd Quentin Tarantinos í Regnboganum. 7 Óskarstilnefningar: iv ■ Kvikmynd ársins Besti karlleikari í aðalhlutverki (John Travolta) Besti karlleikari í aukahlutverki (Samuel L. Jackson) Besta leikkona í aukahlutverki.(Uma Thurman) Besti leikstjóri (Quentin Tarantino) Besta frumsamda kvikmyndahandrit Besta frumsamda tónlist í Reqnboqanum veisla I Regnboganum stendur nú yfir sannkölluö Óskarsveisla sem færist í aukana á næstunni. Regnboginn kynnir 5 kvikmyndir sem tilnefndar hafa veriö til samtals 26 Óskarsverðlauna. Heavenly Creatures Áhrifamikil kvikmynd sem byggir á umtalaðasta morðmáli Nýja-Sjálands: Hvað fékk tvær unglingsstúlkur til að myrða móður annarrar þeirra? 1 Óskarstilnefning: Besta kvikmyndahandrit sem byggir á annarri sögu ATURES SHAWSHANK REDEMPTION Kyngimögnuð spennumynd sem byggir á smásögu eftir rithöfundinn Stephen King. 7 Óskarstilnefningar: SHAWSHANK 0 E M P T í O N Kvikmynd ársins Besti karlleikari í aöalhlutverki (Morgan Freeman) Besta handrit sem byggir á annarri sögu Besta kvikmyndataka Besta klipping Besta frumsamda tónlist Besta hljóðupptaka Bullets ovev Broadivay Líklega hefur leikstjóranum Woody Allen aldrei tekist betur upp en í þessari stórskemmtilegu gamanmynd. 7 Óskarstilnefningar: Besti karlleikari í aukahlutverki (Chazz Paminteri) Tvær bestu leikkonur í aukahlutverkum (Jennifer Tilly og Diane Wiest) Besti leikstjóri (Woody Allen) Besta frumsamda kvikmyndahandrit Listræn stjórnun Búningahönnun THE MADNESS OF KING GEORGE Stórskemmtileg saga af Englandskonungi (gerist árið 1786) sem næstum missti vitið og krúnuna. 4 Óskarstilnefningar: Besti karlleikari f aðalhlutverki (Nigel Hawthorne) Besta leikkona í aukahlutverki (Helen Mirren) Besta handrit sem byggir á annarri sögu Listræn stjórnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.