Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 21 ERLENT Sinn Fein opnar skrifstofu í Washington Samskipti Bret- lands o g Banda- ríkjanna stirð London, Washington. Reuter. The Daily Telegraph. JOHNS Majors, forsætisráðherra Bretlands, beið í gær það verkefni að reyna að bæta samskiptin við Bandaríkjamenn sem eru óvenju stirð vegna óánægju bresku stjórn- arinnar með þá ákvörðun Banda- ríkjamanna að leyfa Sinn Fein, stjómmálaarmi írska lýðveldishers- ins, IRA, að opna skrifstofu í Wash- ington. Major sneri í gær heim úr heimsókn sinni til Mið-Austurlanda en Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur undanfama daga gert ítrek- aðar tilraunir til að ná í hann án árangurs. Bretar hafa látið óánægju sína i ljós með þá ákvörðun Clintons að heimila samtökunum að heíja fjár- öflunarstarfsemi í Bandaríkjunum og taka leiðtoganum, Gerry Adams, opnum örmum með móttöku fyrir hann í Hvíta húsinu sl. föstudag. Sendi Major Clinton bréf þar sem hann lýsti yfir vanþóknun sinni yfir þeim heiðri sem Sinn Fein væri sýndur áður en IRA hefði samþykkt að láta vopn sín og sprengiefni af hendi. Sagði Major fyrr í vikunni að Sinn Fein tengdist enn beint skipulögðum hryðjuverkasamtök- um. Afstaða Bandaríkjamanna er hins vegar sú að þeir telja að Ad- ams sé einn fær um að koma í veg fyrir að IRA grípi til vopna að nýju. Hafa ekki náð saman A meðan ferð Majors í Mið-Aust- urlöndum stóð svaraði hann ekki skilaboðum frá Clinton og sagði talsmaður forsætisráðuneytisins að Major myndi ekki ræða við forset- ann fyrr en hann sneri heim. Þrátt fyrir að bæði bresk og bandarísk stjómvöld hafi reynt að gera lítið úr ósætti Majors og Clint- ons, telja stjórnarerindrekar það staðfestingu á reiði Majors vegna málsins. Eru samskipti þjóðanna nú sögð stirð en afar óvenjulegt er að svo langur tími líði án þess að breskur forsætisráðherra svari ekki simtali Banaríkjaforseta. Ósætti Majors og Clintons hefur undirstrikað hversu fátt þeir eiga sameiginlegt. Annar er íhaldsmaður sem reiðir sig á stuðning manna sem hafa efasemdir um ágæta friðarumleitanna á Norður-írlandi, hinn er demókrati sem óttast að styggja valdamikla menn af írskum ættum. Þá hefur verið bent á að leiðtogarnir hafí.ekki náð saman, til þess séu þeir of ólíkir. Adams prýðir veggi Skrifstofa Sinn Fein var opnuð á þriðjudag en hún er í hverfi þar sem mörg sendiráð er að finna. Tveir menn starfa á skrifstofunni sem er í skýjakljúf og eru þrjú her- bergi hennar skreytt myndum af Adams en hann er í Washington til viðræðna við bandaríska ráðamenn. Verður aðalverkefni þeirra að beita áhrifum sínum á bandaríska þing- menn og að fræða almenning í Bandaíkjunum um Norður-írland. Feðgar vegnir í mafíustríðinu Palermo. Reuter. FEÐGAR úr mafíuflölskyldu á Sik- iley voru skotnir til bana úr laun- sátri á þriðjudagskvöld og þar með hafa ellefu manns verið drepnir í mafíustríðinu á tæpum þrem vikum. Lögreglan sagði að Giuseppe Di Peri, 46 ára, og sonur hans Salvat- ore, 23 ára, hefðu verið drepnir þeg- ar þeir óku að heimili sínu í bænum Villabate, skammt frá Palermo. Til- ræðismennirnir hófu mikla skothríð á bifreiðina og sluppu. Kona Gius- eppe Di Peri ók bílnum með lík feðg- anna á sjúkrahús í tilraun til að bjarga lífi þeirra. Giuseppe Di Peri var sonur Gio- vanni Di Peri, mafíuforingja sem var drepinn árið 1981 þegar fjölskyldan hafði myndað bandalag með ætt- flokkum undir stjórn Salvatore „Toto“ Riina, „foringja mafíuforingj- anna“, sem er nú í fangelsi. Rannsóknarlögreglan á Sikiley tel- ur hugsanlegt að tilræðismennirnir hafi viljað hefna morðs á Marcello Grado, 23 ára, sem var skotinn til bana í Palermo 2. mars. Grado og Di Peri íjölskyldurnar hafa eldað grátt silfur í mörg ár. Kosninga- baráttan hafin í Lima KOSNINGABARÁTTAN er nú að fara í fullan gang í Perú en kosið verður til þings þar í landi þann 9. apríl. Meðal þeirra sem bjóða sig fram er Susy Diaz, sem hingað til hefur starfað við það að dansa á næturklúbbum. Listi hennar ber númerið þrettán og minnti hún vegfarendur á það á kosningafundi í höfuðborginni Lima. Reuter w MAGNARI \ 2x60W 1 240W P.M.P.O Matrix Surround Extra bassi ofi. ÚTVARP 30 stöðva minni FM/MW Klukka „Smart Program" minni KASSETTUTÆKI Auto Reverse, Dolby B High Speed Dubbing ofl. GEISLASPILARI 1 bita og l 8x oversampling 20 laga minni ofl. / og bolur fyi hverri stæ Heimilistæki hf SÆTÚN8 SlMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt RAÐCREIDSLUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.