Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Selló og píanó í Kirkjuhvoli SIGURÐUR Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Jens Pauli Malan Heinesen Simonsen Bókmennta- dagskrá í Deig'lunni BÓKMENNTADAGSKRÁ frá Fær- eyjum verður í Deiglunni Akureyri, í kvöld kl. 20.30. Rithöfundurinn Jens Pauli Heine- sen les úr verkum sínum og bók- menntafræðingurinn Malan Marn- arsdóttir Simonsen kynnir færeyskar bókmenntir. Jens Pauli Heinesen er einn fremsti rithöfundur Færeyinga og hlaut Færeysku bókmenntaverðlaun- in 1959, 1969 og 1973. Malan Simonsen hefur meðal ann- ars starfað sem bókmenntagagnrýn-’ andi ti! margra ára, gert dagskrár fyrir útvarp og sjónvarp og skrifað greinar um færeyskar kvennabók- menntir. Fyrirlestur Malan heitir Kynmód- emismi og póstmódernismi í fær- eyskum bókmenntum. Dagskráin verður að mestu flutt á dönsku og er aðgangur ókeypis. ------------------ Menningar- vakaí Garðabæ MENNINGARMÁLANEFND Garða- bæjar gengst fyrir menningarvöku á morgun, föstudaginn 17. mars, kl. 20.30 í Stjömuheimilinu við Ásgarð í Garðabæ. Kór Garðakirkju mun syngja und- ir stjóm Ferenc Utassy, „Ragtime" tónlist flutt af Auði Hafsteinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Helgu Þórarinsdóttur og Júlíönu Elínu Kjartansdóttur. Margrét Ólafsdóttir leikari les upp. Joseph Ognibene, Bryndís Halla og Júlíana Elín verða með samleik og Sigurður Bjömsson syngur við píanóundirleik Guðna Þ. Guðmundssonar. Að lokum kemur fram djasstríó skipað þeim Hilmari Jenssyni, Matt- híasi Hemstock og Óskari Guðjóns- syni. Kynnir verður Steindór Hjör- leifsson leikari. Húsið verður opnað kl. 20. Tónleikar í Borgarnesi CAMILLA Söderberg blokkflautu- leikari, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir gömbuleikari og Snorri Öm Snorra- son lútuleikari flytja barokktónlist í Borgarneskirkju laugardaginn 18. mars kl. 15.30. Á efnisskránni eru verk eftir Co- relli og Telemann, Philidor, Mancini og Johan Helmich Roman. SIGURÐUR Halldórsson selló- leikari og Daníel Þorsteinsson pianóleikari halda tónleika á vegum Tónlistarskóla Garða- bæjar í Kirkjuhvoli í Garðabæ laugardaginn 18. mars kl. 17. A efnisskrá tónleikanna eru sónötur eftir Kodály og Debussy og verk eftir Hindemith og Martinu, en auk þess verk eftir Svein Lúðvík Björnsson (f. 1962) sem hann nefnir Smitgát. Verk etta skrifaði Sveinn fyrir þá igurð og Daníel og var það frumflutt á Listasumri á Akur- eyri í júní 1994, enaukþess fluttu þeir það á menningarhá- tíð í London í tilefni af 50 ára afmæli íslenska Iýðveldisins 1944. Þeir Sigurður og Daníel hafa starfað saman síðan 1983 og haldið fjöldann allan af tónleik- um víða um land og erlendis. Þeir eru báðir félagar í Caput hópnum sem nýlega var veitt Menningarverðlaun DV fyrir störf að tónlistarmálum á síðast- liðnu ári. Sigurður nam sellóleik í Tón- listarskólanum í Reykjavík og í LEIKLIST Frcyvangsleikhúsið KVENNASKÓLA- ÆVINTÝRIÐ Kvennaskólaævintýrið: Höfundur: Böðvar Guðmundsson. Tónlist: Eirík- ur Bóasson, Garðar Karlsson, Jóhann Jóhannsson. Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. mjómsveitarstjóm: Reynir Schiöth. Aðalhlutverk: Hjördís Pálmadóttir, Þuríður Schiöth, Sigríður Bjama- dóttir, Stefán Gunnlaugsson, Jón- steinn Aðalsteinsson, Hannes Bland- on, Anna Helgadóttir, Emilía Sverris- dóttir, María Gunnarsdóttir, Særún Siguijónsdóttir. Freyvangi, Eyja- firði. ll.mars. ÁHRIF kvennaskólanna eru ung- um íslendingum sennilega hvað sýnilegust þegar þeir fara í kaffi til afa og ömmu. Þar má oftar en ekki sjá í stofunni listilegan vefnað og saum sem kenndur var í kvenna- skólum: Krossofna refla, tvistdúka, glitsessur, Ifellur með krosssaumi, mundlínur og mundlínupoka. Svona var í gamla daga er stefið í Kvennaskólaævintýrinu eftir Böð- var Guðmundsson. Þarna færa Ey- firðingar upp í leik, söng og tali glefsur úr sögu Kvennaskólans á Laugalandi í Eyjafirði og er ekki annað hægt að segja að það sé hin besta skemmtun, jafnvel fyrir ókunnuga, en víst var stundum vís- að til atburða og manna sem vöktu kátínu meðal áhorfenda sem voru öllum hnútum kunnugir. Það voru mikil hlunnindi að hafa Kvennaskóla í nágrenninu, menn- „Guildhall School of Music and Drama“ í London. Hann hefur starfað sem sellóleikari í Sinfón- íuhljómsveit íslands, en leggur nú stund á kennslu, kammer- músík og einleik. Daníel Þorsteinsson lærði pianóleik í Tónskóla Sigur- ingarauki með meiru, eða eins og Vilberg á Kommu orðar það í ítar- legri leikskrá: ... sumar jarðir hafa ærðarvarp eða reka, við höfðum Húsmæðraskólann ... Helga E. Jónsdóttir hefur unnið ágætlega með leikhópnum. Sýningin flýtur vel áfram með fjölmörgum stuttum atriðum og þar sem öll framvinda er fyrirsjáanleg og tengd árstíðum og ástinni, legg- ur hún mesta áherslu á hnittna persónusköpun og spaugilegar uppákomur og þar eru leikararnir vel með á nótunum. Það sópaði verulega að Hjördísi Pálmadóttur sem Fröken Grímu. Stúlkurnar voru sem betur fer stúlkur og þeim fór það vel og strák- arnir strákar og enginn á sviðinu náttúrulaus sem betur fer. Ekki einu sinni músin. Atriðið þegar sjó- arinn kemur til að fá peysuna sína og stúlkuna í henni var einkar vel útfært og einnig jeppasöngur strák- anna. Frumsamin tónlistin var hin ljúf- asta og ekkert stífelsi í kverkum þeirra sem hana fluttu. Þetta er skemmtilegt verk og fræðandi (eins og margt úr smiðju Böðvars Guð- mundssonar) sem ætti eiginlega erindi út fyrir Eyjafjörðinn því í því er brugðið upp mynd af ekki ómerkilegum kafla í menntasögu þjóðarinnar og um leið varpað ljósi á hlutverkaskipti kynjanna sem áður voru alger og sjálfsögð en þykja í dag annarleg og sumpart svívirða. Með því að horfa á þetta leikrit gæti ungt fólk skemmt sér við að læra. Guðbrandur Gíslason sveins, í Tónlistarskólanum í Reykjavík og í Sweelinck Kons- ervatoríinu í Amsterdam. Hann starfar sem einleikari og kam- mertónlistarmaður og kennir við Tónlistarskólann á Akur- eyri, þar sem hann er jafnframt deildarstjóri píanódeildar. í TILEFNI 80 ára afmælis Hafnar- fjarðarkirkju í desember færði kvenfélag kirkjunnar henni altar- isdúk að gjöf, sem helgaður var á altari kirkjunnar á jólavöku við kertaljós. Einnig gjafabréf á 150 þús. kr. en kvenfélagið verður 65 ára á þessu ári. Altarisdúkinn hannaði og saum- aði Ingveldur Einarsdóttir og fékk hún í lið við sig hagleikskonuna Sigríði Jónsdóttur, sem er næstum jafnaldra kirkjunnar, en Sigríður fyllti 80 árin þann 12. febrúar síð- astliðinn. Við sama tækifæri færði Mar- grét Guðmundsdóttir myndlistar- Nýjar bækur • ÚT er komið ritið Landsteinar eftir Jón Gísiason og Sigríði D. Þorvaldsdóttur. Ritið er skrifað fyrir erlenda nem- endur sem leggja stund á íslensku við Háskóla Islands og ætlað þeim sem hafa lokið u.þ.b. einu misseri eða samsvarandi námi. Margir text- anna er nýlegir, s.s. blaðagreinar, ljóð og bókarkaflar, en auk þess eru sýnishorn af textum frá ýmsum tím- um, textabrot á fornmáli, ljóð, þjóð- sögur o. fl. Ritinu er skipt í sex kafla sem bera nöfn landshluta og valdir voru textar sem tengdust á einhvern hátt viðkomandi landshluta. Ritið sem er 74 bls. er fáanlegt í öllum helstu bókabúðum, en einnig er hægt að panta það hjá útgefanda sem er Málvísindastofnun. „Svipir“ á 22 VALTÝR Þórðarson, Dilli, opnaði myndlistarsýningu á veitingastaðn- um 22, við Laugaveg 22, síðastliðinn miðvikudag. Á sýningunni eru 24 olíupastelmyndir á kartoni og eru þær flestar unnar á þessu ári. Þetta er hans fyrsta einkasýning og er hún tileinkuð bróður hans, Sævari Þórðarsyni, sem nú er látinn. Alnæmissamtökin á íslandi styrkja sýninguna. maður, sem nú er formaður kven- félagsins, kirkjunni að gjöf mynd- verk sitt er var á sýningunni „Stefnumót listar og trúar“ sem haldin var í Portinu Hafnarfirði í tilefni héraðsfundar Kjalarnesþróf- astsdæmisins er haldinn var í Hafn- arfjarðarsókn á haustdögum sl. Þema sýningarinnar var „Altarið - altaristaflan". Myndverk Mar- grétar heitir „Koma“ og er nú stað- sett í Safnaðarheimilinu í nýja saln- um „Vonarhöfn". Myndina gaf Margrét Hafnar- fjarðarkirkju til minningar um föð- ur sinn Guðmund Gissurarson, fyrsta forstjóra Sólvangs. Veröld sem var SIGRÍÐUR Jónsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir. Hafnarfjarðarkirkja fær altarisdúk að gjöf Fjarlægið alla lausa fitu af laerinu. Stingið smá göt í lærið en hafið götin eins lítil og unnt er og ekki djúp heldur rétt aöeins undir himnuna. Stingið hvltlauksflís og steinselju í hvert gat. Nuddið matarolíuna vel inn í lærið og kryddið það með rósmarín, salti og pipar. Lærið er nú geymt í stofuhíta í 2 klst. en best er þó að geyma það í kæliskáp yfir nótt. Hítið ofninn í 175° C. Steikið lærið í u.þ.b. 11/2-2 klst., snúið því einu sinni eða tvisvar. 4 hvftlauksrif, skorin eftir endilöngu í þunnar flísar 1 búnt söxuð steinselja 1 msk. matarolía 2 tsk. rósmarín salt og hvítur pipar náttúrulegagott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.