Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 25 AÐSENDAR GREINAR ÍSLENSKUR fjár- magnsmarkaður þró- aðist hægar en fjár- magnsmarkaðir í helstu nágrannaríkj- um okkar. Hann var bundinn í klafa mið- stýringar fram á miðj- an níunda áratuginn og ströng gjaldeyris- höft einangruðu hann frá fjármagnsmörk- uðum í nágrannaríkj- unum. Eiginlegur markaður fyrir skuldabréf og hluta- bréf var ekki til staðar og fjármálaþjónusta einföld og fremur frumstæð. Viðskiptabankar, spari- sjóðir og fjárfestingarlánasjóðir sáu um fjármagnsmiðlun. Þrír af stærstu viðskiptabönkunum voru í eigu ríkis- ins sem og allir helstu fjárfestingarl- ánasjóðir atvinnuveganna. Frá miðjum níunda áratugnum hefur íslenskur fjármagns- og gjald- eyrismarkaður breyst verulega. Verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðl- arar, verðbréfasjóðir og eignarleigu- fyrirtæki hafa skotið hér rótum. Markaður fyrir fjöibreytt úrval verð- bréfa hefur eflst verulega. Við- skiptabönkum og sparisjóðum hefur fækkað og öflugur einkabanki orðið til við sameiningu eins ríkisbanka og þriggja smárra einkabanka. Loks hefur einangrun íslensks fjármagns- markaðar verið rofin með afnámi allra gjaldeyrishafta. Ekki gaumur gefinn? Þessari mikilvægu framþróun á allra síðustu árum undir forystu við- skiptaráðherra Alþýðu- flokksins hefur almennt ekki verið nægur gaurnur gefinn. Ólíkt því sem margur heldur er fjár- magnsmiðlun ekki óþörf milliliðastarfsemi. Þvert á móti er öflug fjármagn- smiðlun ein mikilvægasta forsenda fyrir blómlegri atvinnustarfsemi og hag- vexti í landinu. Það er ekki tilviljun að í fyrrum kommúnistaríkjunum hefur verið iagt ofurkapp á að þróa fjármagnsmiðlun og fjár- magnsmarkaði, enda er það talin ein frumforsenda fyrir því að markaðs- hagkerfi dafni í þessum ríkjum. Þrír áfangar Þeirri framþróun hér á landi sem ég lýsti í fáum orðum hefur verið fylgt eftir með breytingum á löggjöf um fjármagnsmarkaðinn, að mestu leyti undir forystu Alþýðuflokksins. Það var gert í þremur megináföng- um, fyrst 1985, síðan 1989 og loks 1993 í tengslum við aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Sett voru lög um eignarleigustarfsemi og lög um verðbréfaviðskipti 1989. Þar með voru settar skýrar reglur um þessar nýjungar á íslenskum fjár- magnsmarkaði. Fjórum árum seinna var nánast öll löggjöfin um fjár- magnsmarkaðinn endurskrifuð. Um er að ræða lög um verðbréfavið- skipti, um verðbréfasjóði, um Verð- bréfaþing íslands, um viðskipta- banka og sparisjóði, um lánastofnan- ir aðrar en viðskiptabanka og spari- sjóði og um aðgerðir gegn peninga- þvætti. Gildi þeirra síðastnefndu kom vel í ljós á árinu 1994 þegar upp komst um tilraun erlends fjár- málafyrirtækis til að nota íslenska bankakerfið til að koma illa fengnu fé í umferð. Er nú svo komið að Eðlilegustu og einföld- ustu leiðina til að jafna muninn á bönkunum segir Sighvatur Björg- vinsson vera að breyta ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélagsbanka. löggjöf, reglugerðir og aðrar reglur um fjármagns- og gjaldeyrismarkað eru bæði nútímalegar og í samræmi við það sem gerist í helstu nágranna- ríkjum. ,Grái markaðurinn" er horf- inn. Næstu verkefni Þrátt fyrir fjölmargar breytingar á innlendum fjármagnsmarkaði er nokkrum mikilvægum verkefnum ólokið sem bíða nýrrar ríkisstjórnar. Þar nefni ég fyrst nýja löggjöf um Seðlabanka íslands til að bankinn geti sem best sinnt starfi sínu á gerbreyttum markaði. Ég nefni einnig breytingu á ríkis- viðskiptabönkunum í hlutafélags- banka. Starfsskilyrði ríkisviðskipta- bankans og hlutafélagsbankans eru ólík. Ymis atriði eru ríkisviðskipta- bönkunum í hag en önnur hlutafé- lagsbankanum. Mismunandi starfs- skilyrði valda sífelldri togstreitu á báða bóga. Ríkisviðskiptabankarnir eiga óhægt um vik að afla sér auk- ins eigin fjár. Vilji þeir taka víkjandi lán á markaði þarf samþykki Alþing- is. Þá geta þeir ekki aflað sér fjár með útgáfu hlutabréfa. Hlutafélags- banki býr ekki við þessar takmark- anir. Eðlilegasta og einfaldasta leið- in til að jafna þennan mun er að breyta ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélagsbanka. í framtíðinni á síðan ríkið að losa sig út úr þessum rekstri. Þetta á hins vegar að gera í tveimur aðskildum skrefum og ekki byija að selja hlut ríkisins fyrr en hlutafélagsvæðingunni er lokið og ljóst er að bankarnir og viðskipta- vinir þeirra hér á landi og erlendis hafa sætt sig við þá breytingu. í þessu sambandi verður að taka tillit til þess að bankastarfsemi er í eðli sínu viðkvæm og miklu varðar að glata ekki trausti viðskiptavina með of hröðum breytingum. Nátttröll á markaði Loks nefni ég fjárfestingarlána- sjóði atvinnuveganna. Sjóðakerfið er bams síns tíma og í núverandi mynd er það eins og nátttröll á markaði sem hefur tekið gríðarleg- um breytingum. Hér þarf því að taka til hendinni. Alþýðuflokkurinn hefur lagt áherslu á að þetta kerfi verði stokkað upp, sjóðir sameinaðir og þeim breytt í hlutafélög. Jafn- framt hef ég talið brýnt að fundnar verði leiðir til að ríkið veiti auknu fjármagni til nýsköpunar. Á því sviði tel ég að ríkið hafi raunverulegu hlutverki að gegna, ólíkt því sem gildir um eignarhald þess á við- skiptabönkum og fjárfestingarlána- sjóðum. Ríkisstjórnin hefur nú sam- þykkt þá stefnumörkun að Fisk- veiðasjóði Islands og Iðnlánasjóði skuli breytt í hlutafélög og í fram- haldi af því undirbúinn samruni þeirra eða mótuð tillaga um aðra framtíðarskipan fjárfestingarlána- sjóða atvinnuveganna. Stefnt er að því að ný skipan verði endanlega komin á í ársbyrjun 1998. Jafnframt var samþykkt að breyta áherslum í starfí Iðnþróunarsjóðs, nú þegar hann hefur komist alfarið í eigu okkar íslendinga. Sá sjóður mun framvegis einbeita sér að fjármögn- un nýsköpunarverkefna. Lög með þetta að markmiði voru samþykkt á síðustu dögum þinghalds í febrúar. í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er tekið fram að á grundvelli Iðnþróun- arsjóðs verði síðan stofnaður Ný- sköpunarsjóður. Þar með tel ég að náð hafi verið í höfn því baráttu- máli að tryggja aukið fé til nýsköp- unar. Á nú að hætta við hálfnað verk? Vilja menn halda verkinu áfram samkvæmt þeirri stefnumörkun sem að framan er lýst? Eða vilja menn nú hætta við hálfnað verk? Ef ekki, hverjum er þá treystandi til þess að halda áfram því verki sem Álþýðu- flokkurinn hefur verið að vinna í viðskiptaráðuneytinu í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn síðustu fjögur ár? Framsókn? Alþýðubandalaginu? Þjóðvaka? Fijálslynt og framsýnt fólk verður að svara þessari spurningu við kjör- borðið. Höfuadur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. op’!'3! / Golfferð til Cork á írlandi 19.-21. maí Islensk fararstjórn. tl' 41 ^ ifp Handhafar ATLAS-korta og Gullkorta Eurocard fá 4000 kr. afslátt af þessari ferð gegn framvísun ATLAS-ávísunar. Gist verður á hinu glæsilega Silver Spring hóteli. Hótelið er staðsett við útjaðar miðborgarinnar og er níu holu golfvöllur rétt við hóteldyrnar. Sjálft er hótelið nýtískulegt, vel búið þægilegum herbergjum með baði, sjónvarpi og síma. Þar eru veitingastaðir, barir og mjög fullkomin íþróttaaðstaða, sundlaug, tennisvellir og keilusalur. Á Cork-svæðinu eru fjölmargir golfvellir af öllum stærðum og gerðum. Þar má leika golf í hressandi sjávarlofti eða láta reyna á úthaldið uppi til fjalla, allt eftir því hverju írski golf-andinn blæs manni í brjóst. í borginni Cork er fjöldinn allur af góðum veitingastöðum, verslunum og kaffihúsum. - HP........................-___ OPNA EUROCARD MOTIÐ! Veitt verða glæsileg verðlaun í öllum flokkum. LÖNG HELGI í ÍRSKU GOLFI! Föstudagur: Brottför frá Keflavík 6:15* - lending í Cork 9:45.* Sunnudagur: Brottför frá Cork 22:00* - lending í Keflavík um 23:30.* * Að staðartíma. Verð ferðar aðeins kr. 26.800 Inni.falið: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting á Silver Spring með morgunverði, íslensk fararstjórn, flugvallarskattar og gjöld. SamviiiiiiiíBPlliP-Laiiilsj/n Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10* InnanlandsferðirS. 91 - 6910 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 • * t-rrír * d æt Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbrét 91 - 62 24 60 Hafnarfjöröur: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Símbréf 91 - 655355 Qg J\ 1 Keflavík: Hafnarqötu 35 • S. 92 - 13 400 • Simbréf 92-13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Símbréf 93 -1 11 95 B| irarw-*AOn Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjar Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Simbréf 98 -1 27 92 Framfarir á fjármagnsmarkaði Sighvatur Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.