Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 37 meðfæddu hlýju og umhyggju sem nemendur hans höfðu notið og eign- ast minningar um, „þannig áttu kennarar að vera“, og sá kennari sem við þeim tók varð fljótt var við að hann var dæmdur út frá þessu sjónarhorni. Þegar Hreiðarsskóli var lagður niður og þau hjónin fluttu úr bæn- um myndaðist tómarúm. Viss undir- staða skóla- og uppeldisstarfs var ekki lengur fyrir hendi. Við fráfall Hreiðars munu marg- ir sem nú eru á miðjum aldri minn- ast með hlýju og þökk þessa trausta og hægláta uppalanda, sem leiddi þau fyrstu skrefin á menntabraut- inni. Ég sendi Jennu, börnum þeirra og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Minningin um góðan rithöfund og mikinn uppalanda rrtun lifa í hugum okkar sem þekktu hann. Indriði Úlfsson. • Fleiri minningargreinar um Hreiðar Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð, vin- áttu og stuðning við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, SÆMUNDAR JÓNSSONAR garðyrkjubónda, Friðarstöðum, Hveragerði. Álfheiður Jóhannsdóttir, Jónína Sæmundsdóttir, Diðrik Sæmundsson. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, BERGS ÞORSTEINSSONAR, Hofi, Öræfum. Örn, Helga, Guðjón, Guðrún, Sigrún, Sigþrúður, Steinunn, Jórunn, Páll og fjölskyldur. t Elskuleg móðir mín, HALLDÓRA KRISTÍN STURLAUGSDÓTTIR, Hamarsholti, verður jarðsungin frá Stóranúpskirkju laugardaginn 18. mars kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00. Guðbjörg Kolbeinsdóttir og aðstandendur. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSTA ÁSMUNDSDÓTTIR, lést 5 mars. útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vinarhug. Jóhann Sigmundsson, Margrét Jóhannsdóttir, Ásmundur S. Jóhannsson, Ólöf Snorradóttir, barnabörn og barnabarnabarn. RAÐAUGi YSINGAR Vinnu- og dvalar- heimili Sjálfsbjargar óskar að ráða hjúkrunarfræðing til sumar- afleysinga í júní, júlí og ágúst. Um er að ræða 100% starf. Við erum að vinna að áhugasömu þróunarverkefni undir yfirskriftinni: „Aukin lífsgæði íbúa“. Upplýsingar gefur Guðrún Erla Gunnarsdótt- ir, hjúkrunarforstjóri, í síma 552-91-33 milli kl. 11 og 12 alla virka daga. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Staða leikskólastjóra Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við nýjan leikskóla í Glæsibæjarhreppi (rétt norðan Akureyrar). Leikskólakennarapróf er skilyrði. Laun samkvæmt kjarasamningi launanefnd- ar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áætlað er að taka skólann í notkun strax og frágangi lóðar lýkur í vor. Umsóknir sendist til formanns leikskóla- nefndar, Bjarkar Pétursdóttur, Gásum, Glæsibæjarhreppi, 601 Akureyri, sem einnig gefur nánari upplýsingar í síma 96-26274, fyrir 31. mars nk. Snyrtivörur Óskum eftir snyrtifræðingi og/eða förðunar- fræðingi til sölu og kynningarstarfa. Umsækjandi verður að vera/hafa: • Snyrtilegur. • Góða söluhæfileika. • Auðvelt með að umgangast fólk. • Reyklaus. • Hæfileika til að vinna undir miklu álagi. • Reglulega hress og jákvæður. • Stundvís og samviskusamur. Umsækjandi verður að geta hafið störf 1. maí. Fullum trúnaði heitið. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf og annað, er máli skiptir, til afgreiðslu Mbl. fyrir 1. apríl nk., merktar: „A - 001“. Bátur óskast Óskum eftir að taka 15-30 tonna bát á leigu. Upplýsingar í síma 97-51387 eða 97-51478 eftirkl. 19. _________________ TfLKYNNINGAR Uppboð Framhald uppboðs á eftirtaldri eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Hlíöarvegur 13, Grundarfirði, þingl. eig. Valgeir Þ. Magnússon og Ingibjörg Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Fangelsið að Kvíabryggju, Sjóvá-Almennar hf. og Vátryggingafélag islands hf., 20. mars 1995 kl. 13.00. KÓPAVOGSBÆR Greiðsluáskorun Bæjarsjóður Kópavogs skorar hér með á gjaldendur sem hafa ekki staðið skil á heil- brigðiseftirlitsgjaldi og mengunarvarnaeftir- litsgjaldi, er voru álögð 1994 og féllu í gjald- daga fyrir 31. desember 1994, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðnum. Kópavogi, 16. mars 1995. Bæjarsjóður Kópavogs. Frá utanríkisráðuneytinu Auglýstir eru styrkir vegna alþjóðlegrar ráð- stefnu um málefni kvenna í Peking 30. ágúst-4. september 1995. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna verður haldin í Peking 4.-15. septem- ber 1995. Samhliða henni verður alþjóðleg ráðstefna félagasamtaka um málefni kvenna. Ráðgert er að úthluta styrkjum til einstakl- inga og félagasamtaka vegna verkefna, sem tengjast viðfangsefni ráðstefnunnar. Um- sóknir verða metnar með fræðslu- og upplýs- ingagiidi þeirra í huga. Ætlast er til að styrk- irnir verði nýttir til þess að auka þekkingu á lífsskilyrðum kvenna víða um heim og á bar- áttunni fyrir auknum réttindum og bættri stöðu þeirra. Ferðastyrkir verða ekki veittir nema ferðalög séu nauðsynlegur þáttur í verkefninu. Umsóknir, merktar; „Alþjóðaskrifstofa - For- um í Peking 1995“, berist utanríkisráðuneyt- inu, Rauðarárstíg 25, 150 Reýkjavík, fyrir 3. apríl nk. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 609963. Utanríkisráðuneytið. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 15. mars 1995. Iðnaðarhúsnæði til leigu 300 fm bjart og gott iðnaðarhúsnæði til leigu við Skemmuveg í Kópavogi. Stórar innkeyrsludyr og mikil lofthæð. Upplýsingar í síma 31638. Til sölu hlutabréf í Hótel Valaskjálf hf. á Egilsstöðum Egilsstaðabær auglýsir hér með til sölu hluta- bréf sín í Hótel Valaskjálf hf. á Egilsstöðum. Eignarhluti Egilsstaðabæjar nemur 24 millj- ónum króna að nafnverði, en heildarhlutafé félagsins nemur kr. 56.462.566. Hótel Valaskjálf hf. er almenningshlutafélag. Egilsstaðabær auglýsir til sölu hlut sinn í heild eða að hluta. Þeir, er áhuga hafa á kaupum á framangreind- um hlutabréfum, beini skriflegum tilboðum til skrifstofu Egilsstaðabæjar, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum, merktum: „Hlutafé", fyrir 15. apríl nk. Egilsstaðabær áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Bæjarstjóri. ÓSKAST KEYPT Bílasala Óskum eftir að kaupa bílasölu ífullum rekstri. Til greina kemur að leigja eða kaupa hús- næði sölunnar. Einnig kemur til greina að taka á leigu eða kaupa hentugt húsnæði til reksturs bílasölu. Tilboðum sé skilað til afgreiðslu Mbl. fyrir 20. mars nk., merktum: „Bílasala - 18061.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.