Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska NOU), L00K HERE..JUST BECAU5E YOU'RE MY OLDER 5I5TER, P0E5N'T MEAN THAT... Sjáðu nú til ... bara að þú ert eldri systir mín, þýðir ekki_______ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hugleiðingar leik- manns um vatn Frá Árna Björnssyni: FYRIR nokkrum dögum síðan las ég ritdóm í tímaritinu „Nature“ um nýlega útkomna bók, sem heitir „Rivers of Eden“ eftir fræðimann að nafni Daniel Hillel en bókin er sögð afrakstur af ævilöngum rannsóknum á því hvernig lönd þau í Mið-Austur- löndum þar sem vagga vestrænn- ar menningar stóð hafi breyst í eyðimörk og um leið eitt mesta ófriðarbæli á jörðinni. Mér hefur ekki gefist tími til að afla mér bókarinnar en ritdómurinn er ítar- legur og gefur góða hugmynd um niðurstöður höfundar, en þær eru að ástandið sé afleiðing af fikti með vatn. Daginn eftir las ég svo auglýs- ingu í Morgunblaðinu um ráð- stefnu um virkjanir á Austurlandi sem byggjast á því að flytja jök- ulsárnar, sem renna úr Vatna- jökli um Norðausturland til hafs, austur yfir fjöll og demba þeim í Lagarfljót. Þetta er hugarfóstur verkfræðinga og hagfræðinga, sem aðeins sjá í fallvötnunum orku til að framleiða málma, þ.e.a.s. ál eða peninga. Vatn er uppspretta lífsins. Frá örófi alda hafa jökulsár flutt jökl- ana til sjávar sem vatn, á leið sinni hafa þær bæði brotið og byggt land og þær hafa mótað landið og skapað hrikalegar og undurfagrar náttúrusmíðar. A leiðinni hafa þær líka gefið land- inu næringu, svo á bökkunum og útfrá þeim megi þrífast sá gróð- ur, sem gerir landið vænlegt til vistar bændum og búfé. Enginn veit hvenær maðurinn byijaði að nýta vatnið til annars en drykkjar en sennilega hefur nýtingin verið tengd upphafi hjarðmennsku og akuryrkju og meðan menn létu sér nægja að flytja vatnið til á yfirborði jarðar- innar, í tiltölulega smáum mæli, skeði enginn skaði. Þvert á móti jókst gróðursæld, sérlega á bökk- um stórfljótanna, og þar blómstr- aði menning í friðsamlegu sam- býli við náttúruna. En þegar mennirnir byrjuðu að kreista lífs- vökvann úr jörðinni með því að bora djúpa brunna, færa stórfljót- in og hindra rennsli þeirra með stíflum, raskaðist jafnvægi náttúrunnar. Afleiðingin varð að landið, sem ekki var lengur baðað vatni, breyttist í eyðimörk og menningin sem hafði nærst á gróðrinum sem vatnið nærði, leið undir lok. Þær 'breytingar, sem verða við það að fikta við fljót, taka langan tíma þannig að þeir sem upphófu fiktið sjá sjaldan afleiðingarnar. Augljósasta dæmið um áhrif virkjunar stórfljóts eru afleiðing- arnar af Aswan-stíflunni í Níl en þær eru að koma betur og betur í ljós í tímans rás. Nílardal- urinn, sem nærðist af vatni fljóts- ins og fóstraði hámenningu, þar sem bókmenntir, myndlist og vís- indi blómstruðu, er nú eyðimörk. Leifar menningarinnar eru rústir á bökkunum, en vatnið í ánni er dautt vegna þess að stíflunin hindrar eðlilega ræstingu. En vatnið í uppistöðulóninu leitar út og er nú að mynda fenjasvæði í Súdan og Nílardalnum þar sem sjúkdómar, sem nærast á óhreinu vatni, eins og „bilharzia“ (banvæn örsniglaveiki), eru orðnir land- lægir og ógna egypsku þjóðinni með „elleftu plágunni“. Hafið er að bijóta niður óshólma Nílar með öllu sínu fjölskrúðuga lífi, vegna þess að áin er hætt að viðhalda þeim með framburði sínum og fólkið sem framfleytti sér af land- inu er flúið. Það fyllir nú fátækrahverfin í Kairo, höfuðborginni fornu og fögru, þar sem nú situr hnípin þjóð í vanda offjölgunar, atvinnu- leysis, örbirgðar og trúarofstæk- is. Þetta er aðeins eitt dæmi og það er augljóst, en vita menn hvað er að gerast í löndum Ráð- stjórnarríkjanna sálugu og víðar þar sem maðurinn hefur ruglað vistfræðina með virkjunum og flutningi stórfljóta? Þetta er svört mynd og ekki í samræmi við hagvaxtarljómann sem virkjanir fallvatna eiga að varpa á þjóðarhag okkar íslend- inga. Nú munu menn segja: Það er ekki hægt að bera saman Island og Egyptaland og þó við leggjum hluta af okkar landi undir uppi- stöðulón eða færum vatn milli landshluta er engin hætta á alvar- legri byggðaröskun. Svo fáum við alltaf nóg vatn úr loftinu. Smátt og smátt höfum við ís- lendingar verið að átta okkur á því hver okkar dýrmætasta auð- lind er, auk fiskimiðanna. Það er landið sjálft, hreint og óspillt. Hingað sækir árlega vaxandi fjöldi útlendinga, fyrst og fremst til að kynnast landi, sem er öðru- vísi en önnur lönd. Þetta fólk kemur ekki aðeins til að kynnast sumarblíðu heldur líka fossum, fjöllum, slagviðri og vetrarhörk- um. Ætli löngun ferðamanna til að sjá hið óspillta ísland færi ekki dvínandi, þegar þeir þyrftu að horfa á fjöllin gegnum há- spennulínumöstur, sem þegar er nóg af á hálendinu, eða þeim verð- ur boðið að kíkja ofaní klettagljúf- ur og leiðsögumaðurinn segir: „Þarna var stærsti og mikilfeng- legasti foss á íslandi. Hann hét Dettifoss"; eða Gullfoss þegar farið er að sneiðast um virkjunar- möguleika. Ferðamennska er vandmeðfar- in auðlind sem getur vissulega valdið mengun en sú mengun er staðbundin og oftast auðvelt að ráða við hana. Fikt með vatn getur haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar, afleiðingar sem enginn getur séð fyrirfram, og þó fyrir- hugað fikt með jökulsárnar leiði ekki af sér endalok íslenskrar menningar, gæti þingeysk bændamenning átt í vök að veij- ast þegar fram líða stundir. ÁRNIBJÖRNSSON, læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.