Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Fyrir hvaða íslendinga er Fram- sókn? Frá Amal Rún Qase: „MÉR finnst að ísland eigi að vera fyrir íslendinga." Eitthvað á þessa leið svaraði Guðni Ágústsson al- þingismaður Framsóknarflokksins spurningu Stefáns Jóns Hafstein um búsetu svokallaðra nýbúa á ís- landi. Verið var að sjónvarpa frá fundi frambjóðenda á Suðurlandi. Hvað meinar Guðni Ágústsson? Ég er aðfluttur íslendingur en Islendingur engu að síður. Mér fínnst að ég sé ekkert minni íslend- ingur en Guðni Ágústsson. Islendingar hafa víða sest að í öðrum löndum og orðið þar mætir borgarar. Ekkert þykir okkur sjálf- sagðara og eðlilegra. Finnst Guðna Ágústssyni a.ð ís- land sé aðeins fyrir suma íslend- inga? Er þetta skoðun Framsóknar- flokksins? Er Framsókn kannski aðeins fyrir suma íslendinga. AMALRÚN QASE, íslendingur. AUt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast sam- þykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi. Hjálmar Jónsson Vilhjálmur F.gilsson Sigius Jonsson BETRA ÍSLAND Siglufjörður Sunnudaginn 19. mars á Hótel Læk kl. 15. Fundarstjóri verður Bjöm Jónasson. Að lokinni ræðu mun Davíð sitja fyrir svörum ásamt þremur efstu mönnum á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Allir velkomnir Um skattlagn- ingu díselbifreiða Frá Guðbrandi Þorkeli Guðbrandssyni: Það hefur merkilega lítið verið fjallað um áform hins opinbera um breytingar á skattlagningu dísilbif- reiða, sem áformuð er á næstu misserum. Hingað til hefur notkun- arskattur á bifreiðir, sem nota þessa tegund eldsneytis, verið innheimtur sérstaklega en ekki inni í eldsneytis- verðinu, svo sem lengst af hefur verið gert hvað varðar bensín. Sú aðferð, að skattleggja notk- unmina í gegn um eldsneytisverðið, er sú lang algengasta í okkar heimshluta og í sjálfu sér ekkert athugavert við að það sé gert á þann hátt. Skattagleði íslenska kerfísins ríður ekki við einteyming, því nú á að nota tækifærið og skatt- leggja díselolíu meira en sambæri- legt eldsneyti. Líklega er fólki þetta ekki al- mennt ljóst eða þá að refsihug- myndin hefur algjörlega náð yfír- höndinni hvað þetta varðar og er þó ekki ljóst í hveiju sekt dísilbif- reiða og eigenda þeirra liggur um- fram aðra. Sjálfsagt eru allir orðnir leiðir á kvarti og kveini okkar lands- byggðarfólksins en þó er ekki hægt annað en geta þess, að þessi aukn- ing skattheimtu mun leggjast með fullum þunga á allt vöruverð og margar tegundir þjónustu hér á landsbyggðinni, sem er háð aðdrátt- um með flutningabifreiðum. Það er engin tilviljun að Þjóðveij- um vegnar vel efnahagslega; hag- sýni og sparnaður er þeim í blóð borinn. Þeir hafa m.a. löngu gert sér ljóst, að það kostar færri lítra af díselolíu að flytja tiltekinn þunga ákveðna vegalengd en af bensíni. Þeir haga því skattlagningu á elds- neyti þannig, að verð á díselolíu er til notenda um það bil þrír fjórðu af verð 92 oktana bensíns. Þar að auki hafa þeir einnig gert sér grein fyrir, að díselvélar menga umhverf- ið minna en bensínvélar, sem vegur þungt meðal þjóðar, sem er meðvit- uð um umhverfi sitt og þann skaða, sem við getum valdið á því með ógætni og kæruleysi. Hér á íslandi ætla skattapáfar íjármálaráðuneyt- isins að hafa skattlagninguna það mikla, að verðið verði jafn hátt eða hærra en á dýrasta blýbensíni. Rök- in, sem færð voru fyrir þessu, voru víst þau að díselvélar væru það mikið spameytnari, að það mætti ekki láta eigendur njóta þess! Var einhver að tala um þjóðarhag? GUÐBRANDURÞORKELL GUÐBRANDSSON, Grundarstíg 3, Sauðárkróki. Þjónustugjald í heilbrigðiskerfinu Frá Gyðu Jóhannsdóttur: „Ég spyr fyrst um rökin áður en ég tek afstöðu" segir heilbrigðisráð- herra Sighvatur Björgvinsson í Mbl. 10. mars sl. og á við væntan- lega málsókn sérfræðinga vegna tilvísanakerfisins, Ég ber virðingu fyrir þeirri við- leitni ráðherrans að reyna að lækka útgjöld í heilbrigðiskerfínu. Öllum má vera ljóst sem fylgjast eitthvað með fréttum um efnahagsmál þjóð- arinnar, að við sökkvum sífellt dýpra í skuldafenið svo að við verð- um að beita öllum tiltækum ráðum til þess að vinna okkur út úr þeim vanda. í sama blaði lætur ráðherrann svo um mælt þar sem fjallað er um greiðslur fyrir þjónustu frá sjúkl- ingum sjálfum: „Það yrði til þess að bið þeirra sem eru síður efnaðir lengdist. Ég er ekki tilbúinn til að samþykkja það að þeir efnameiri geti keypt sig fram fyrir aðra á biðlistum til þess að fá aðgerðir á sér framkvæmdar innan sjúkrahúskerfisins.“ Fjöldi nauðsynlegra skurðað- gerða á sjúkrahúsunum er tak- markaður vegna fjárskorts. Bið eft- ir aðgerðum veldur fjölda manns þjáningum og efnahagslegum þrengingum. Þetta bitnar ekki síst á okkur eldra fólkinu sem erum með slit í mjaðmaliðum, axlaliðum og fl. í öllum vel reknum fyrirtækj- um myndu góðir stjórnendur leita leiða til þess að auka tekjurnar í stað þess að loka deildum og minnka þjónustu sem brýn þörf er fyrir. Ef hægt er að fj'ölga skurðaðgerðum styttast biðlistarnir Því spyr ég ráðherrann? Hvar eru rökin fyrir því að biðlistar lengist ef hægt er að nýta betur rándýr tæki hátæknisjúkrahúsanna og fjölga aðgerðum með því að taka greiðslu fyrir þjónustuna af þeim sem telja sér hag í því og eru fær- ir um að greiða fyrir hana? GYÐA JÓHANNSDÓTTIR, Miðleiti 7, Reykjavík. Davíð Oddsson i . Davíð Oddsson forsætisráðherra efnir um helgina til tveggja almennra stjómmálafunda á Norðurlandi vestra. ■ ■ lsÍ)l:fíSÍiSft' í ' | Sauðárkrókur Laugardaginn 18. mars íbóknámshúsi Fjölbrautaskólans kl. 14. Fundarstjóri verður Jónas Snæbjömsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.