Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 52
Afl þegar þörf krefur! HEWLETT PACKARO ------UMBOÐIÐ HPÁ ÍSLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(á>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Grálúðudeilan Áhrifá samskipti við ESB JÓN Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra segir að stuðningur ís- lands við tillögur Kanada um skipt- ingu grálúðukvóta á fundi í Norð- vestur-Atlantshafsfískveiðinefnd- inni (NAFO) í nóvember hafi skaðað viðræður við Evrópusambandið um lækkun tolla á síld, sem íslendingar flytja til Svíþjóðar og Finnlands. ESB var ekki sátt við kvótaúthlut- unina á fundinum og skammtaði sér einhliða kvóta. Jón Baldvin segir að samningamenn ESB í tollamálum hafi vísað til andstöðu íslands við sjónarmið ESB. Viðræður um toll- ftjálsan innflutningskvóta fyrir ís- lenzkar síldarafurðir séu nú strand. Jón Baldvin og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra deila nú hart um neikvæð viðbrögð Jóns Baldvins við beiðni Kanada um stuðning í deilunni um grálúðuveiðar við ESB. Þorsteinn segir að hætta sé á að Island verði næsta fórnarlamb yfir- gangs ESB í fískveiðimálum, komist sambandið upp með athæfí sitt við Kanada. ESB hafí þegar hafnað til- lögum íslands í Norðaustur-Atlants- hafsfiskveiðinefndinni (NEAFC) um að setja kvóta á úthafskarfa á Reykjaneshrygg. ■ Deilan tengist/5 ----♦ ♦ ♦-- Reykjanesbraut Kona lést í umferð- arslysi BANASLYS varð á Reykjanesbraut þegar tveir bflar skullu harkalega saman skammt frá vegamótunum að Vífílsstöðum um kl. 17 í gær. Öku- maður annars bílsins, sem ekið var suður Reykjanesbraut í átt að Hafn- arfírði, virðist hafa misst stjóm á bílnum og fór hann yfír á öfugan vegarhelming. Þar hafnaði hann framan á bíl sem ekið var norður veginn. Kona sem var farþegi í þeim bfl lést. Ökumenn beggja bflanna, báðir konur, eru mikið slasaðir en ekki taldir í lífshættu. Skafrenningur var og mikil hálka þegar slysið varð. Kennarar krefjast um 30% launahækkunar á samningstímanum Ríkið hafnaði gagn- tilboði frá kennurum Kennarafélögin lögðu til skipulagsbreytingar í áföngum RÍKIÐ hafnaði gagntilboði sem kennarasamtökin lögðu fram í gær. Að mati forystumanna samn- inganefndar ríkisins felur tilboðið í sér litla eða enga tilslökun frá upphaflegum kröfum kennara. For- menn kennarafélaganna segjast hins vegar hafa með tilboðinu kom- ið verulega til móts við ríkisvaldið. Að mati beggja samningsaðila felur tilboðið í sér um 30% launahækkun ef hætt er við áformaðar skipulags- breytingar á skólastarfí. „Þetta tilboð er algerlega úr takt við það sem hefur verið að gerast í þessum málum og þess vegna hafnaði samninganefnd ríkisins því á fundi strax í dag. Nefndin mun að sjálfsögðu ásamt mér og öðrum sem nálægt þessu máli koma fara yfir það núna á næstunni til þess að reyna að átta okkur á hvað hægt er að gera í stöðunni. En mér þykir einsýnt að samningavið- ræður hljóti að tefjast af þessum sökum,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Kennarar segjast hafa slakað á „Mín von er sú að samninga- nefnd ríkisins skoði þetta tilboð kennarasamtakanna opnum huga og íhugi t.d. vandlega þá hugmynd sem við setjum fram að taka skipu- lagsbreytingarnar í áföngum. Hvað sem samninganefnd ríkisins segir um tilboðið þá verður að hafa það sem sannara reynist og það er að tilboðið felur í sér verulega tilslök- un frá upprunalegum kröfum kenn- arafélaganna. Þessi kjaradeila verður hins vegar ekki leyst nema ríkisvaldið taki líka skref í áttina til okkar,“ sagði Elna K. Jónsdótt- ir, formaður HÍK. „Tilslökun frá okkar hendi felst í því að við erum búnir að gefa ríkisvaldinu færi á að koma öllum skipulagsbreytingunum til fram- kvæmda innan upphaflegra krafna okkar,“ sagði Eiríkur Jónsson, for- maður KÍ. Tilboð kennara byggist á því að laun hækki um 25% á samningstím- anum og að kennsluskylda verði lækkuð um 4,5-5%, en það meta kennarar til tæplega 5% launa- hækkunar. Kennarar segjast í til- boðinu vera til viðræðu um þær skipulagsbreytingar á skólastarfí sem ríkið hefur óskað eftir að verði gerðar, en leggja til að þær verði framkvæmdar í áföngum. Verði farið út í skipulagsbreytingar vilja kennarar að þær verði borgaðar sérstaklega með 10% launahækk- un. Samninganefnd ríkisins metur skipulagspakkann sem ígildi 14% hækkunar. Án skipulagsbreytinga felur til- boð kennara í sér um tveggja millj- arða launahækkun til kennara mið- að við heilt ár. Með skipulagsbreyt- ingum er hækkunin um þrír millj- arðar. Ríkið hefur boðið kennurum 17% hækkun, sem þýðir um 1,2 milljarða í aukin útgjöld, að því til- skildu að kennarar leggi á sig aukna vinnu. ■ Tilboð kennara - viðbrögð ríkisins/6 Morgunblaðið/Júlíus KONA sem var farþegi í bíl á leið norður Reykjanesbraut lést í hörðum árekstri i gær. Skafrenningur og mikil hálka var á veginum þegar slysið varð. Tvær aðrar konur slösuðust mikið en eru ekki taldar í lífshættu. Afmælistertan skorin með sjóliðsforingja- sverði Agnars STARFSMENN Flugmála- stjórnar fögnuðu 50 ára af- mæli stofnunarinnar í gær í húsakynnum Flugmálastjórn- ar. í tilefni tímamótanna voru bakaðar afmælistertur. í stað hefðbundins kökuhnífs fékk Flugmálastjórn lánað sjóliðs- foringjasverð Agnars heitins Kofoed-Hansen, sem var flug- málastjóri í um 30 ár, og var tertan skorin með því. Sverðið er í eigu Bjargar Kofoed-Han- sen, ekkju Agnars. Á myndinni sést Þorgeir Pálsson flugmála- sljóri munda sverðið sem Agn- ar Kofoed-Hansen fékk er hann gekk í sjóliðsforingja- skóla í Danmörku um miðjan fjórða áratuginn. Markaðsvirði bréfa í Eimskip jókst um 36,3% á einu ári Flutningar hefðu getað skilað 8% raunávöxtun AÐALSTARFSEkl Eimskipafélags íslands hf., flutningamir, hefði skil- að hluthöfum 8% raunávöxtun á ári undanfarin fjögur ár, í stað 3,8%, ef ekki hefðu tapast liðlega 1.200 milljónir króna á tímabilinu á hluta- bréfaeign fyrirtækisins í gegnum Burðarás hf. Frá því um miðjan mars 1994 fram á daginn í dag hefur markaðs- virði hlutabréfa í Eimskip aukist um 36,3%, eða 1.864 milljónir króna. í mars í fyrra var markaðsvirði hluta- bréfa í Eimskip 5,14 milljarðar króna, en er nú 7,0 milljarðar króna. Fyrir réttu ári var staðan sú hjá Eimskip að flutningastarfsemin ein árin 1991-1993 hefði getað skilað félaginu 4% raunávöxtun á ári, í stað þess að raunávöxtunin var nei- kvæð um 4% vegna hlutabréfaeign- ar félagsins í gegnum Burðarás hf. Ávöxtun hlutabréfa í Eimskip frá ársbyrjun 1991 til ársloka 1994 hefur verið 3,8% að meðaltali á ári. Ávöxtun 3-5 ára spariskírteina rík- issjóðs hefur á sama tímayerið 6,8% að meðaltali á ári. 'Munurinn á því að hafa ávaxtað fjármunina í hlutabréfum í öðrum og óskyldum fyrirtækjum í gegnum Burðarás og því að hafa ávaxtað þá í spariskírteinum ríkissjóðs losar 1.200 milljónir króna. ■ Markaðsvirði bréfa jókst/27 Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.