Morgunblaðið - 16.03.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.03.1995, Qupperneq 1
_______TÖLVUR Hewlett Packard og handboltinn /4 IÐWAÐUR Erlendri sam- keppni mætt /6 FfARSKIPTI Risarnir standa á brauöfótum /8 VIÐSKIPn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 BLAÐ Islandsbanki ORRI Vigfússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í lq'öri til bank- aráðs íslandsbanka á aðalfundi bankans sem haldinn verður 27. mars nk. Orri náði ekki kjöri á aðalfundinum í fyrra og munaði þar aðeins broti úr prósenti. Orri segist hafa fengið fjölda áskor- ana um að bjóða sig fram á ný. Ríkisvíxlar Alls bárust 19 tilboð í rikisvíxla í útboði Lánasýslu ríkisins í gær að fjárhæð 979 milljónir króna. Samanlögð samkeppnistilboð frá bönkum og verðbréfafyrirtækj- um voru hins vegar undir tilskil- inni lágmarksfjárhæð og því var engu tilboði tekið. Miðlun Eitt þúsund fyrirtæki fengu heimasiðu á Internetinu í gær, þegar Miðlun hf. og Gula línan settu öll þessi fyrirtæki á verald- ■ arvefinn. Fjöldi fyrirtækja á net- inu hefur því margfaldast en þar voru fyrir milli 50 og 60 íslensk fyrirtæki. Aður var eingöngu unnt að hringja í Gulu línuna eftir upplýsingum en nú er hægt að leita i gagnagrunninum á Internetinu. SÖLUGENGI DOLLARS Hluthafar 1. Burðarás hf. Hlutafé, þús.kr. 15.3.95 699.795 31.12.93 699.795 Hlutfall, % 2. Lífeyrissj. verslunarm. 3. Sjóvá-Almennar hf. 4. Birkir Baldvinsson hf. 5. Garðaeinirsf. 6. Hlutabréfasjóðurinn hf. 7. Lífeyrissj. Austurlands 8. Anna Kristjánsdóttir 129.790 129.142 122.600 122.331 46.022 46.022 41.993 42.993 41.541 45.561 32.043 m 34,02 134,02% 6,31% 6,28% 5,96% 5,95% B2,24% 2,24% B2,04% 2,09% 10. Auðlind hf. 31.460 31.460 28.000 ,| 28.000 I 17.413 E 1,56% 32.043 L_J 1,56% 11. Sigurður Helgason 12. MagnúsÞorgeirsson hf. 13. Vogun hf. 14. Sameinaði lífeyrissj. 15. Lífeyrissj. Vestfirðinga 16.856 □ 0,82% 16.856 □ 0,82% 15.924 □ 0,77% 15.924 □ 0,77% 15.480 1 0,75% 15.480 □ 0,75% 15.450 00,75% 15.450 □ 0,75% 15.004 n 0,73% 15.004 □ 0,73% 15 stærstu hluthafar Flugleiða hf. Hlutdeild: 61,71% Heildarhlutafé, kr. 2.056.539.928 Allir stjórnarmenn Flugleiða íkjöri Liðlega þriðj- ungs veltuaukn- ing hjá Marel hf. KOSIÐ verður um öll níu sætin í stjórn Flugleiða á aðalfundi fé- lagsins sem haldinn verður í dag, eins og kveðið er að um í nýjum hlutafélagalögum. Níu sljórnar- menn félagsins hafa hingað til verið kosnir til tveggja ára að jafnaði og einungis kosið um fjög- ur eða fimm sæti á hveijum aðal- fundi. I núverandi stjórn sitja Hörður Sigurgestsson, formaður, Grétar Br. Kristjánsson, Árni Vil- hjálmsson, Benedikt Sveinsson, Halldór Þór Halldórsson, Haukur Alfreðsson, Indriði Pálsson, Ólaf- ur Ó. Johnson og Páll Þorsteins- son. I varasljórn eru Þorgeir Eyjólfsson, Björn Theódórsson og Jón Ingvarsson. Eftir því sem næst verður komist gefa þeir all- ir kost á sér til endurkjörs og er ekki vitað um önnur framboð. TÆPLEGA 15 milljóna króna hagnaður varð hjá Marel hf. á sl. ári samanborið tæplega 17 milljón- ir árið 1993. Rekstrartekjur námu á árinu alls um 765 milljónum en voru 561 milljón árið áður og hafa því aukist utn 36%. Tekjur móð- urfélagsins á íslandi voru 728 millj- ónir samanborið við 516 milljónir árið áður sem er um 41% aukning. Útflutningur móðurfélagsins nam um 597 milljónum eða um 86% af veltu félagsins og jókst um 49% milli ára. Helstu markaðssvæði fyrirtækis- ins eru, auk íslands, Norður-Amer- íka og Noregur en auk þess náðist mjög góður árangur í sölu til Suð- ur-Afríku og Brasilíu. Á undan- förnum tveimur árum hefur, auk sölu á framleiðsluvöru félagsins í fiskiðnaði, verið lögð áhersla á sölu í kjúklinga- og kjötiðnaði og hefur verulegur árangur náðst á þeim markaði, segir í frétt frá félaginu. Góð verkefnastaða Heildareignir Marels í árslok voru bókfærðar á 486 milljónir en það er er um 21% hækkun frá ^ fyrra ári. Skuldir námu 319 millj- ónum og hækkuðu um 29%. Eigið fé félagsins í árslok nam 166 millj- ónum og hafði hækkað um 8%. Eiginfjárhlutfall í árslok var 34%, veltufjárhlutfall 1,6 og lausafjár- hlutfall 1,0. í árslok voru 89 starfsmenn hjá Marel á íslandi og hafði þeim fjölg- að um 18 á árinu. Hjá dótturfyrir- tækjunum Marel Equipment í Kan- ada og Marel Seattle í Bandaríkjun- um störfuðu 5 manns eins og áður. Á þessu ári er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti í starfsemi félagins. „Verkefnastaðan er góð hjá fyrirtækinu," segir Frosti Sigutjónsson, fjármálastjóri. „Með- al stærstu verkefna það sem af er árinu er uppsetning á vinnslukerfi fyrir Harald Böðvarsson á Akra- nesi að verðmæti rúmar 40 milljón- ir. Síðan höfum við selt kerfi til dótturfyrirtækis SÍF, Nord-Morue, í Frakklandi að verðmæti rúmar 30 milljónir. Þá hefur nýja fram- leiðslutækið okkar, skurðarvélin, hlotið góðar viðtökur." Aukin þjónusta Sú breyting hefur verið gerð hjá Marel að stofnuð hefur verið sér- stök tæknideild sem tekið hefur yfir starfsemi þjónustudeildar og hluta af starfsemi vöruþróunar- deildar. Með þessu er stefnt að því að bæta og auka enn frekar þjón- ustu fyrirtækisins við viðskiptavini. Verkefni nýju deildarinnar mun annars vegar felast í umsjón með stærri tilboðsverkefnum og heildar- lausnum. Hins vegar mun deildin sjá um þjónustu við viðskiptavini að með- taldri umsjón með þjónustusamn: ingum og afgreiðslu varahluta. í þriðja lagi mun tæknideild vinna að ýmsum sérlausnum fyrir við- skiptavini. Deildarstjóri tæknideild- ar er Sigurpáll Jónsson en deildar- stjórar vöruþróunardeildar eru Hörður Amarson og Jón Þór Ólafs- son. Aðalfundur félagsins verður haldinn 23. mars kl. 16.00 í hús- næði félagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.