Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 B 3 VIÐSKIPTI Flugfélög SAS kaupir Boemg Stokkhólmi. Reuter. SKANDINAVISKA flugfélagið SAS hefur pantað 35 Boeing 737-600 þotur og verður fyrsti kaupandi að nýjustu gerð þessarar heimsfrægu farþegaþotu. Verðið er 8.5 milljarða sænskra króna eða 1,17 milljarða Bandaríkjadala. Félagið hefur kauprétt á 35 flugvélum til viðbótar af sömu gerð. Áður hefur félagið kannað kaup á flugvélum frá öðrum verk- smiðjum og notkun á vélum félags- ins af gerðunum Fokker 28 og McDonnell Douglas DC-9 verður hætt í áföngum. Á næstu árum mun SAS einnig þurfa að panta um 10 170-180 . sæta flugvélar að sögn talsmanns félagsins. Helztu flugvélaframleiðendur heims hafa keppt um að semja við SAS um endurnýjun á flugvéla- kosti félagsins. SAS hefur- átt margra ára viðskipti við McDonn- ell Douglas, sem helzt þótti koma til greina. Evrópski framleiðandinn Airbus Industrie, hollenzku flug- vélaverksmiðjurnar Fokker og British Aerospace lögðu einnig fram tilboð. Að sögn SAS verða vélarnar búnar General Electric og Snecma CFM-56 hreyflum. Þær munu leysa af hólmi 19 Fokker F28 vél- ar og 25 DC9-41 vélar. Vélarnar munu taka 223 far- þega í sæti, þar af 58 á viðskiptaf- arrými og 37 á túristafarrými. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ fyrirfólk í stjórnunarstöbum Ert þú í stjómunarstöðu og vilt margfalda lestrarhraðann og anka þannig afköst í starfi? Ef svarið er jákvætt, skaltu skrá þig strax á sérstakt hraðlestramámskeið fyrir fólk í stjómunarsterfum sem hefst þríðjudaginn 28. mars n.k. Námstími á þessu hraðlestramámskeiði er styttri en venjulega til þess að mæta óskum stjómenda þar um. Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091 HRAJÐLJESnTFíAJ^SKÓLJNISI Rekstrar- taphjá Skandia Stokkhólmi. Reuter. Skandia-tryggingafyrirtækið hefur skýrt frá rekstrartapi í fyrra og kennir um óstöðugleika á fjármála- mörkuðum heims, einkum banda- rískum skuldabréfamarkaði. Tryggingaumsvif Skandia jukust að mun að sögn félagsins. Endur- tryggingar og fleira nánast tvöföld- uðust í einn milljarð sænskra króna og líftryggingar og aðrar trygging- ar jukust úr 548 milljónum s. króna í 716 milljónir s. króna. En í heild versnaði rekstraraf- koman og 4,07 milljarða s. króna hagnaður 1993 snerist upp í 1,72 milljarða s. króna tap. -----♦-------- Danska Aust- ur-Asíufélagið nærsérástrik Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA Austur-Asíufélagið skil- aði auknum nettóhagnaði 1994 vegna endurskipulagningar í kjölfar fjárhagserfiðleika og býst við enn betri afkomu á þessu ári. Rekstrarhagnaður jókst í 545 milljónir danskra króna úr 301 milljón og nettóhagnaður jókst í 230 milljónir d. króna úr 144 milljónum. Velta jókst í 12.45 milljarða d. króna úr 11.13 milljörðum. Þrátt fyrir nettóhagnað 1994 varð 176 milljóna d. króna tap vegna fyrirtækja sem fyrirtækið seldi eða auglýsti til sölu. Afkoman batnaði á öllum sviðum, einkum í grafík, markaðsþjónustu, ullariðnaði og sjóflutningum. GRETTIR STJÓRNAÐ VIÐHALD Alíslenskt forrit til aiS halcla utan um allt viðhald fyrirtækja og skipa. Sér um fyrirbyggjandi viðhald — er með multilager- og pantanakerfi. / NOTKUN MEÐ MJÖG GÓÐUM ÁIIANGRI M.A. HJÁ NOKKRUM STÓRUM FYRIRTÆKJUM. mmmm hf Bolholti 6-105 Reykjavík, sími 568-9830-fax: 588-1180. fiargiimlMíiMíi - kjarni málsins! STiORNUNARFELAG ISLANDS í SAMSTARFI VIÐ PÓST & SÍMA, KYNNIR EINN ÞEKKTASTA AUGLÝSINGAMANN BANDARÍKJANNA MARKAÐSSÓM NÝJAR LEIÐIR, FERSKAR HUGMYNDIR OG HAGNÝT RÁÐ UM BEINA MARKAÐSSÓKN TIL FRAMÍÍDAK Hálfs dags námstefna með JERRY I. REITMAN, framkvæmdastjóra beinnar markaðssóknar hjá LEO BURNETT USA, einu elsta, öflugusta og virtasta auglýsinga- og markaðsfyrirtæki Bandaríkjanna. TÍMI: KL. 13:00 - 17:00 DAGUR: ÞRIÐJUDAGINN 4. APRÍL 1995 STAÐUR: EFRI ÞINGSALIR 1-4 SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐIR Möguleikar á sviði beinnar markaðssóknar hafa aldrei verið meiri. Sá böggull fylgir þó skammrifi að tími fólks og athygli minnkar í hlutfalli við magn þess markaðsáreitis sem það verður fyrir. Fyrirtæki á öllum sviðum viðskiptalífsins, hvort heldur sem þau selja vörur eða þjónustu, geta nýtt sér þann íróðleik sem Jerry I. Reitman flytur. Hér er á ferðinni afar áhugaverður fyrirlesari sem mun deila með þátttakendum nýjustu aðferðum og hugmyndum á sviði markaðsmála - hugmyndum sem þátttakendur geta nýtt sér strax og virka sem vítamínsprauta í þeirra eigin markaðsumhverfi. Jerry I. Reitman, er framkvæmdastjóri beinnar markaðssóknar hjá Leo Bumett U.S.A., eins elsta, virtasta og öflugasta auglýsinga- og markaðsfyrirtækis Bandaríkjanna, en meðal viðskiptavina þess eru fyrirtæki sem eiga mörg þekktustu vömmerki heims, fyrirtæki á borð við Heinz, Kellogg, Kraft, McDonald's, Philip Morris, Hallmark og United Airlines. Reitman útskrifaðist með láði frá Penn State University með fjármál sem sérgrein auk þess sem hann vann að rannsóknum á sviði hvatningarsálar- fræði. Hann hefur unnið við auglýsinga- og markaðsstörf allan sinn starfsferil og hefur starfað hjá mörgum þekktustu auglýsinga- og markaðsfyrirtækjum heims. Hann var ffam- kvæmdastjóri beinnar markaðssóknar hjá Ogilvy & Mather þar sem hann byggði upp alþjóðanet þeirra með því að fjölga útibúum úr 2 í 28 á aðeins fimm ámm. Hann hefúr rekið eigin fyrirtæki á sviði beinnar markaðssóknar, Reitman Group og verið framkvæmdastjóri Publishers Clearing House, sem sendir yfir 100 milljón póstsendingar vegna beinnar markaðssóknar árlega. Hann hefúr orðið margs heiðurs aðnjótandi á starfsferli sinum og er afar eftirsóttur sem fyrirlesari um auglýsinga- og markaðsmál. Hann hefur flutt fyrirlestra í 32 löndum í öllurn heimsálfúm auk þess sem greinar hans og viðtöl við hann hafa birst t helstu dagblöðum og tímaritum auk fag- tímarita. Nýjasta bók hans: „Beyond 2000 - The Future of Direct Marketing,“ kom út í febrúar í fyrra. Beyond2000 The l ulure of Direct Marketing Þessi námstefna er kjörið tækifæri fyrir alla stjómendur, framkvæmdastjóra og eigendur íslenskra fyrirtækja, markaðsstjóra, auglýsingastjóra, fólk í sölu- og markaðsdeildum auk allra þeirra sem vilja kynnast því nýjasta sem er að gerast á sviði beinnar markaðssóknar. Þátttökugjald: kr. 19.900 (Alm.verð). Félagsverð SFí: kr. 16.915 (15% afsl.). lnnif.í þátttökugjaldi: Bókin „Beyond 2000 - The Future of Direct Marketing (fylgir frítt ef þátttakendur skrá sig fyrir 31 .mars nk.),“ námstefnugögn (ítarefni) og síðdegiskaffi. Bók Jerry I. Reitman fylgir FRÍTT ef þátttakendur skrá sig fyrir 31. mars nk. Bókin verður til sölu á námstefnunni á vegum Bókaklúbbs atvinnulífsins og kostar kr. 3.900. SKRANING: 562 10 66 n ■ « Ef þrír eru skráðir fré sama fýrirtæki fær «*t I fjórði þátttakandinn að ffljóta með FRÍTT. 7|9 Ef sjö eru skráðir frá sama fyrirtæki fá þrír til ' ‘ viðbótar að fljóta með FRÍTT. Scjórnundrfélðg póstur OG sími íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.