Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 B 7 FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. Stm 't: 690 160 • Fax: 25320 Hlunnindi um allan heim með EuroBonus! EuroBonus er sérstakt hlunnindakerfi sem SAS notar til að verðlauna viöskiptavini sína. Þú safnar punktum og færö síöan bónusúttektir á margs konar þjónustu. Einn stærsti kosturinn viö EuroBonus er aö það veitir þér í raun aðgang að leiöakerfi sem spannar allan heiminn. Svona færðu bónusúttekt... ...á flugi, gistingu eöa bílaleigubíl. Með þvf að ferðast meö SAS, gista á SAS Radisson hótelum og leigja þér bílaleigubíl getur þú safnað þér EuroBonus punktum sem nýtast síðar til úttektar á flugi, hótelgistingu og bílaleigum eftir ákveðnum reglum. Auk þess vinnur þú þér inn aukapunkta hjá samstarfsaöilum okkar um heim allan*. * Helstu samstarfsaöilar SAS sem veita þér aukapunkta I EuroBonus eru eftirfarandi: Flugfélög: Swissair, Austrian Airlines, British Midland, Continental Airlines, Qantas og Air New Zealand. Hótelkeöjur: Hilton International, Inter-Continental Hotels, Swissotel, Forum Hotels og SAS Business Hotels. Bilaleigur: Hertz og Avis. 2.500 punktar við inngöngu SAS EuroBonus er fyrir alla 18 ára og eldri. Nýir meðlimir fá 2.500 punkta í forgjöf og blátt kort. Þegar safnast hafa 20.000 punktar á einu almanaksári sendir SAS viökomandi silfurkort og viö 50.000 punkta markiö er gullkortið sent út og njóta silfur- og gullkorthafar fjölbreyttra hlunninda. Þú getur fengiö allar nánari upplýsingar um SAS EuroBonus í síma 562 0062 eöa fyllt út seöilinn hér fyrir neöan og sent okkur í pósti eöa á faxi 562 2281. Já, takk, ég vil gjarnan fá aö vita meira um SAS EuroBonus Nafn:_________________________________________________ Heimili:________________________________________________ Sími:_________________________________________________ ffl/S&S EuroBonus& Sendist til: SAS á íslandi, Laugavegi 172, 105 Reykjavík Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 5573100 VIÐSKIPTI Á.GUÐMUNDSSON HF. húsgagnaverksmiöja að baki. Fyrirtækið hefur haft stóra markaðshlutdeild á markaði fyrir parket en hefur fært út kvíarnar í sölu hurða og innréttinga undanfar- in ár. Síðastliðið haust kom Víðir Finn- bogason, forstjóri Teppalands að máli við Birgi og bauð honum fyrir- tækið til kaups. Samningar tókust milli þeirra og í byrjun desember tók Birgir við rekstri fyrirtækisins. Hins vegar þarf Teppaland að flytja úr húsnæðinu á Grensásveginum þann 1 ágúst. Við stefnum að því að opna nýja Teppalandsverslun í Mörkinni 4 um mánaðamótin júlí/ágúst í nýju húsnæði á tveimur hæðum sem verður 912 fermetrar að grunnfleti. Teppaland verður rekið aðskilið frá Agli Árnasyni en við munum hins vegar samnýta lager og skrifstofur," segir Birgir. HÖNNUN GAÐI framleiðslunni hjá okkur,“ segir Guðmundur. „Það hentar okkur ágætlega að framleiða með þessum hætti til söluaðila. Við erum að undirbúa framleiðslu á ódýrari línu og reiknum með því að setja hana á markað næsta vor.“ Vel samkeppnisfærir við innflutning En skyldu þessar inn- réttingar standast sam- anburð við innfluttar inn- réttingar? „Við teljum okkur vera með sambærileg gæði og á innréttingum frá Þýskalandi en verðið er mun lægra. Raunar yrðum við fyllilega samkeppnisfær- ir í útflutningi á innréttingum. Hins vegar þyrfti mikið átak til að ráð- ast í útflutning og það er spuming hvort ein lína dygði til. Hugsanlega gæti þetta gengið ef fleiri en eitt fyrirtæki sem hefðu úr einhveiju fjármagni að spila tækju sig sam- an. Mér virðist þó að það vanti ein- hvern einn aðila til að fylgja slíku eftir.“ Kvartett-innréttingarnar fengu í upphafí góða umsögn m.a. í frá arkitektum og salan hefur smátt og smátt farið vaxandi. „Ég reikna með því að salan á þessu ári verði um helmingi meiri en á því síðasta. Á síðasta ári seldum við 35 eldhús- innréttingar en gerum ráð fýrir að selja um 70 innréttingar í ár og 100 innréttingar á næsta ári. Ég áætla að á hveiju ári séu seldar um 6 þúsund eldhúsinnréttingar en þar af er stór hluti ódýrari innrétt- ingar sem seldar eru gegnum útboð t.d. hjá félagslega íbúðakerfinu. Okkar innréttingar eru ekki ætlað- ar fyrir útboðsmarkaðinn heldur fyrst og fremst beint til fólks sem gerir miklar kröfur um hönnun og gæði. Með Kvartett-kerfinu geta einstaklingar búið til sínar eigin innréttingar og valið sér spón og lit.“ Birgir segir að fyrirtækin hafi skipt á milli sín stofnkostnaðinum við verslunina. Þannig hafi Tré- smiðjan Borg lagt til sýnishornin af innréttingunum og Formax lagt til allar höldur. Þá hafi fyrirtækin fengið 3,5 milljóna áhættulán frá vöruþróunardeild Iðnlánasjóðs. Meðalverð Kvartett-eldhúsinn- réttinga er 500-650 þúsund krónur en að sögn Birgis er stefnt að því að þróa ódýrari kerfí sem yrði selt samhliða. Sú þróun er komin vel á veg og verða þær seldar á um 30-40% lægra verði. Keypti Teppaland í desember Það er raunar skammt stórra högga á milli hjá Birgi um þessar mundir. Hann hef- ur verið viðloðandi gólfefnamarkað- inn frá 15 ára aldri þegar hann var ráðinn sendill hjá Teppalandi. Að námi loknu var hann ráðinn sölu- stjóri fýrirtækisins og gengdi því starfi í átta ár. Árið 1986 keypti Birgir og fjölskylda hans Egil Árna- son sem átti þá rúmlega hálfa öld Opnum Teppaland í Mörkinni í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.