Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I VIÐSKIPTI Hlutbundin tækni og sjón- ræn hönnun Tölvupistill Forritun virðist vera mikið að breytast, skrif- ar Marínó G. Njálsson og segir sjónræna hönnun og hlutbundina tækni vera smátt og smátt að ýta eldri aðferðum út. FORRIT hafa tekið miklum breytingum upp á síðkast- ið. Myndrænt notendavið- mót er liggur við orðið skilyrði fyrir því að forrit nái vin- sældum. Gamli góði textahamurinn, sem var svo auðvelt að forrita, er úrelt fyrirbæri. Með tímanum hefur sífellt orðið erfiðara að skrifa for- rit, en hvers vegna? Frá fáum skipunum til óteljandi Þegar forritað er fyrir textaham í DOS þurfa forritarar að nota mjög fáar skipanir. Dæmi- -------------- gert er að í slíkum for- ritum séu í mestalagi notaðar 2-300 ólíkar skipanir. Skjástýring er einföld og músarstýring að mestu óþörf. Sem sagt auðvelt *rer fyrir einn einstakling að halda utan um og muna allar þær skipan- ir sem koma til greina. í dæmigerðum myndrænum for- ritum, t.d. fyrir Windows eða OS/2, er dæmið allt annað. Nú er kominn urmull af alls konar skjástýringum, músastýringum, skipanalyklum, hnöppum, færistikum, flettiglugg- um og svona mætti lengi telja. Skipanasettið er líka komið upp í 1.500-1.700. Það hefur fimm til níufaldast. Mjög fáir forritarar kunna orðið skil á öllum þessum fjölda. Forritun, sem áður var verk Visual Age er draumur allra forritara. eins manns, er þannig orðin að hópvinnu, ætli menn á annað borð að nýta sér allt það besta sem for- ritunarumhverfið býður upp á. Eins og myndræn forritun fyrir Windows sé ekki nógu erfið, þá flækist málið ennþá meira þegar forrita á fyrir samvinnslu (biðill/ miðill, ,,client/server“). Nú eru mögulegar skipanir orðnar vel á þriðja þúsund. Dæmigert sam- vinnsluforrit notar um 2.500 mis- munandi skipanir. Þrátt fyrir þessa þróun, viljum við geta skrifað forrit sem hafa getu samvinnsluforrita, en er jafneinfalt að þróa eins og í DOS-inu. Við viljum geta sett upp skjámyndir á einfaldan máta. Hengt inn- sláttarsvæði á gagnasvæði fyrirhafnarlaust. Og búið til skip- anahnappa án flókinnar forritunar. Hlutbundin forritun og hlutbundin tækni Á síðasta áratug kom fram á sjónarsviðið forritunaraðferð sem kennd er við hlutbundna forritun. Hún byggir á því að forritaðir eru hlutir sem hægt er að nota í forrit- um. Forritarinn þarf ekki lengur að forrita hlutinn, heldur velur hann úr safni hluta í hvert sinn sem hann þarf að nota þá. Þannig er náð í hnapp eða skjástiku eða glugga- stýringu þegar þeirra er þörf. Vandamálið með hlutbundna for- ritun er að þróunarumhverfið sem notað er getur orðið býsna fyrirferð- armikið. Annað er að þurfi forritar- inn að nota hlut, sem ekki er til í kerfinu, verður hann að vita hvern- ig á að forrita nýjan hlut. Það krefst yfirleitt mikillar þekkingar og er ekki á færi nema bestu forritara. Sem svar við þessu er að koma fram á sviðið ný tækni sem kennd er við hlutbundna tækni. Hlutbund- in tækni byggir á því að stýrikerfi tölvunnar skilgreinir ákveðið safn grunnaðgerða. Þær geta verið lína, hnappur, gluggi, skráartenging og svo framvegis. I hvert skipti, sem búa þarf til glugga er einfaldlega náð í þann eiginleika stýrikerfisins, sem býr til glugga. Nokkrir aðilar hafa verið að ein- beita sér að þróun búnaðar og kerfa fyrir hlutbundna tækni. NeXTStep stýrikerfíð er það kerfí sem komið er lengst. Aðrir sepi eru á leiðinni eru Taligent með Pínk og fýrirtæk- in sem standa að OPEN DOC. Til að lesendur skilji betur hvaða áhrif hlutbundin tækni hefur á þró- un forrita má nefna PowerPoint frá Microsoft. í PowerPoint fyrir Windows eru um 300.000 C++ for- ritunarlínur. Góður forritari getur skrifað um 10.000 línur á ári. Af þessu má ráða að Microsoft hafi lagt um 30 mannár í verkið. Talig- ent fékk lánaða tvo góða forritara frá Microsoft til að skrifa forrit fyrir Pink, sem hefði samsvarandi eiginleika og PowerPoint fyrir Windows. Það tók þessa forritara um 12 vikur. Hvort forritið er jafn- gott og PowerPoint eða ekki fylgdi ekki sögunni. Þó svo þessi samanburður væri ekki nema að hálfu leyti sannur, er hér augljóslega um mikinn mun að ræða. Þessu hafa IBM og Apple áttað sig á. Taligent er samstarfs- verkefni þeirra og HP. Spumingin er bara eins og svo oft áður, eru þau ekki of sein. Microsoft er með yfírburðar markaðsstöðu og NeXTStep er þegar komið á mark- að. IBM hefur verið að breyta áherslum við þróun OS/2, þannig að þróunaraðilar fái fleiri atriði „frítt“. Þannig þurfti Lotus að skrifa 100% kódans í cc:mail fyrir Windows, en aðeins 30% kódans í cc:mail fyrir OS/2. Hitt var innifal- ið í OS/2. Sjónræn hönnun Til að koma nokkuð til móts við þá aðila sem em að hanna hugbún- að fyrir gluggakerfi eins og Windows, hafa Microsoft, IBM og Borland komið með á markað sjón- ræn hönnunartæki. Þetta em Vis- ual Basic frá Microsoft, Visual Age frá IBM og hugbúnaðarkerfi sem gengur undir heitinu Delphi frá Borland. Hvert um sig leyfir forrit- aranum að nota svo kallaða „drag and drop“ tækni til að búa til for- rit. Með þessari tækni getur not- andi með takmarkaða þekkingu á forritun búið til nokkuð flókið forrit. Ég hef upp á síðkastið verið að kynna mér þessi þrjú hönnunarum- hverfi og mun fjalla nánar um þau síðar. Ég get þó ekki látið hjá líða að minnast í fáum orðum á hvert um sig. Það hefur verið sagt í gríni og alvöru að enginn alvöru forritari noti Basic. Það er viss móðgun að segja að Visual Basic sé Basic. A.m.k. á það ekkert skylt við það Basic sem ég lærði í menntó í gamla daga. Visual Basic er hönnunarum- hverfi, sem auðvelt er að læra á. Ég fór að vísu á stutt námskeið, en gat gert meira þar eftir einn tíma, en öll Pascal forritun í há- skóla kenndi mér um glugga- vinnslu. Visual Age hlýtur að teljast draumur allra forritara. Umhverfið er að mörgu leyti mjög líkt Visual Basic. Einn munur er á þessum tveimur kerfum. í VB þurfti ég strax að byija að forrita, en þrátt fyrir að hafa þegar búið til nokkur lítil forrit í Visual Age hef ég ekki ennþá þurft að forrita. Delphi frá Borland er eiginlega ekki komið á markað ennþá. Eg hef í höndum forútgáfu sem lofar góðu. Greinilegt er hveija Borland telja vera helstu keppinautana, svo líkt er Delphi Visual Basic. Eini alvarlegi munurinn er að í Delphi forritar maður í Pascal. Höfundur er tölvunarfræðingur. Umslag eykur afköstin PRENTSMIÐJAN Umslag hf. hefur nýlega sett upp nýja ísetningarvél, en fyrirtækið hefur um árabil sérhæft sig í hönnun og prentun ísetningar- efnis eða umslags, ísetningu, ásetningu límmiða og útsend- ingu. Um er að ræða samfellda vélasamstæðu frá Kern í Sviss sem nefnd er Multimailer 2000. Að sögn Sveinbjörns Hjálmars- sonar, eiganda Umslags, er þetta öflugasti og öruggasti tækjabúnaður sem til er á þessu sviði. „Fyrirtæki og stofnanir sem þurfa reglulega að senda út tilkynningar eða upplýsingar bréflega í miklu upplagi nýta sér í sífellt ríkari mæli ísetn- ingarþjónustu Umslags,“ sagði Sveinbjörn. „Við höfum þróað þjónustu okkar á þessu sviði á undanförnum árum, aðallega varðandi kröfur um stundvísi og öryggi." Sveinbjörn sagði að til þess FULLTRÚAR nokkurra fyrirtækja sem skipta við Umslag hf. hlýða á útskýringar tæknimanns Kern á þeim tækni- og öryggis- atriðum sem völ er á í hinni nýju vélasamstæðu Umslags. að hægt væri að þróa þjón- ustuna hefði vélakostur fyrir- tækisins verið í stöðugri end- urnýjun. Fjölgun viðskiptavina og aukin umsvif kölluðu á öflugan vélbúnað, auk þess sem útsetningarverkefni söfn- uðust, eðli málsins samkvæmt, flest í kringum mánaðamót. Mikil afköst á skömmum tíma væru því mikilvæg. „Með kaupunum á nýju ísetningarvélinni, Kern Mul- timailer 2000, getum við nú tekið að okkur aukin verkefni og um leið tryggt eldri við- skiptavinum fullkomnustu þjónustu á sviði ísetningar," sagði Sveinbjörn. Framkvæmdir Flotgólf á 5.500 fm STEINPRÝÐI hf. í Reykjavík og Húsanes hf. í Keflavík hafa samið um kaup síðar- nefnda fyrirtækisins á Elgo flotgólfi frá Steinprýði á um 5.500 fm gólfflöt. Húsanes stendur í byggingarfram- kvæmdum víða um land og á skv. samningnum að afhenda efnið og leggja á næstu 6 mánuðum. Um er að ræða um 100 tonn af Elgo flotgólfi. Múrtak hf. í Keflavík er aðili að umræddum samningi þar sem þar er ákvæði um að Múrtak sjái um að steypa allar plötur fyrir Húsanes á samningstímabilinu og leggja niður Elgo flotgólfið. Verulegur sparnaður „Með þessu fyrirkomulagi, þar sem sömu aðilar steypa plöturnar og leggja flotefnið, er hægt að gera þá ábyrga fyrir því að plötur séu rétt steyptar þannig að hægt sé að leggja flotefnið í lágmarks þykkt. Með þessu er hægt að spara verulegar fjárhæðir,“ segir í fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.