Morgunblaðið - 16.03.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 16.03.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMAIMNA ÍWttrpjttMaMt* D 1995 FIMMTUDAGUR 16. MARZ BLAÐ Framstúlkurnar mæta Stjörnunni Morgunblaðið/Kristinn FRAM tryggði sér rétt til að lelka gegn Stjörnunni í úrslltaviðureign kvenna, eftir að hafa lagt Víklng að velli í gærkvöldi, 20:18. Hér á myndlnni fagna leikmenn Fram sigrinum — Kristín Hjaltested, Hugrún Þorsteinsdótt- ir, systurnar Díana og Guðríður Guðjónsdætur og Kolbrún Jóhannsdóttlr. Guðríður fékk leyfi til að leika með spelkur GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir, þjálfari og leikmaður Fram, lét sig hafa það — að leika með sínu liði gegn Víkingum, þó að hún sé ekki búinn að jafna sig fullkomlega eftir handarbrot. Hún lék aðeins í vörninni og átti frábærar sendingar fram í hraðaupp- hlaup. „Læknirinn gaf mér leyfi ef ég spilaði með spelku og ég finn ekkert fyrir meiðslunum, en á erfitt með að „góma“ knöttinn. Annars er ég að byrja að þjálfa upp fingurnar — í kvöld,“ sagði Guðríður eftir leikinn, en hún hefur verið frá í sjö vikur. „Þetta var ofboðsleg spenna og vörnin var góð. Við stefndum á að fara ofar en í fyrra, en þá töpuðum við einmitt gegn Víkingum,“ sagði Guðríður. Verður hún áfram með — I úrslitaleikjunum gegn Stjörn- unni? „Já, ég mun leika i vörninni, tilbúin að gefa knöttinn fram í hraðaupphlaup." ■ Leikurlnn / D3 Héðinn kominn á fulla ferð Héðinn Gilsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í vetur, verður betri og betri með hverjum deginum og þakka forráðamenn Diisseldorf bata Héðins „undralækninum" Brynjólfí Jónssyni, sem Héðinn fór til þegar hann kom hingað til lands á dögunum. „Ég hef nú æft í tvær vikur, eins heima, án þess að finna til í hásininni. Ég hleyp úti á daginn og æfi með liðinu á kvöldin. Það borgar sig ekki að ana að neinu — ég stefni að því að vera kominn á fullt í byrjun apríl, þegar við tökum þátt í bikarúrslitakeppninni," sagði Héðinn. Dússeldorf leikur gegn Fredenbeck í undanúrslitum 1. apríl og ef liðið vinnur, leikur það 2. apríl úrslitaleikinn gegn sigurvegaranum í leik Kiel 'og Lemgo. SKIÐI Kristinn Björnsson bætti sig í svigi KRISTINN Björnsson frá Ólafsfirði lætur ekki staðar numið í skíðabrekkunum. Um síðustu helgi sigraði hann tvívegis í risasvigi og í gær keppti hann í mjög sterkur alþjóðlegu svigmóti í Caspoggio á Ítalíu. Hann hafnaði í 10. sæti og hlaut fyrir það 18,25 (FlS)-stig. Þetta er besti árangur hans í svigi til þessa. Styrkstig mótsins var 2,90 stig, sem er með því allra sterkasta sem gerist. KNATTSPYRNA Grobbelaar og félög- um sleppt úr haldi BRUCE Grobbelaar, markvörðurinn kunni, Hans Segers og John Fashanu var sleppt úr haldi lög* reglu í gær eftir yfirheyrslur. Þeir hafa allir verið ásakaðir um að hafa þegið mútur og beitt sér fyrir því að hafa áhrif á úrslit leikja með liðum sínum. Þeir voru í haldi í 36 klukkustund- ir frá því að þeir voru handteknir á þriðjudag. Lögreglan enska hefur haft málið til rannsóknar frá því það kom fyrst fram í dagblaðinu Sun fyrir fjórum mánuðum og voru yfirheyrslurnar yfir þremenningunum framhald af þeirri rann- sókn. David Hewitt, lögfræðingur Grobbelaars, sagði við fréttamenn eftir að umbjóðanda hans hafði verið sleppt í gær að markvörðurinn væri saklaus eins og hann hafi alltaf haldið fram. Grobbelaar vildi ekkert segja við fréttamenn í gær annað en að hann þakkaði stuðningsmönn- um sínum fyrir að styðja sig í þessu máli. BRUCE Grobbelaar gengur út af lögreglu- stöðinnl í Southampton, eftlr að hafa verið tvo daga í haldi. Bayern Munchen mætir Ajax og AC Milan PSG BAYERN Munchen mætir Ajax í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða og verður fyrri leik- urinn á Ólympíuleikvanginum í Miinchen 5. apríl og seinni leikurinn á Ólympíuleikvanginum í Amsterdam 19. apríl. Bæði þessi lið hafa unnið það afrek að verða Evrópumeistari þrjú ár í röð — Ajax 1971-1973 og Bayem 1974-76. Real Madrid á metið — vann meistaratitilinn fimm fyrstu árin sem keppt var um hann, 1956-1960. París St. Germain og AC Milan mætast í hinni undanúrslitayiðureigninni og fer fyrri leikurinn fram í París. Úrslitaleikurinn fer síðan fram í Vínarborg 24. maí. Þess má geta að flestir veðja á að Ajax verði Evrópumeistari, en núverandi meistari er AC Milan, sem hefur mikla mögu- leika á að leika til úrslita þriðja árið í röð. KNATTSPYRNA: TÍU LEIKMENN BAYERN MÚNCHEN FÖGNUÐU í GAUTABORG / D3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.