Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR16. MARZ 1995 D 3 Morgunblaðið/Kristinn ynir hér að komast framhjá Guðríði Guðjónsdóttur, sem lék sinn id vegna meiðsla. Zelka Toslc bíður átekta og á bak við þær sést annsdóttur markvarðar — enn einn varnargarðlnn. Kolbrún hetja Fram ENN gerði frábær markvarsla Kolbrúnar Jóhannsdóttur gæfu- muninn fyrir Fram og nú í oddaleik gegn Víkingum í undanúrslit- um i Safamýrinni ígærkvöldi. Fram vann 20:18 og spilar þvítil úrslita gegn Stjörnunni um íslandsmeistaratitilinn en þau lið áttust einnig við í bikarúrslitum, þar sem Fram hafði sigur. Guðr- íðar Guðjónsdóttur lék á ný með Fram. Kolbrún varði 17 skot, þaraf eitt vítaskot og 5 hraðaupphlaup en í öðrum leik liðanna varði hún „að- eins“ 9 skot. „Það var enginn varnarleikur hjá okkur í síðasta leik og þá er erfitt að veija. En núna var vörnin sterk og það hefur áhrif á Stefán Stefánsson skrifar íms í heimsókn altali, stela bolta oftast, tapa honum sjaldnast og eru í fjórða sæti í að veija skot. Ekki slæmur árangur enda segja yflrburðir liðsins í vetur einnig sína sögu og þetta sýnir að liðsheildin er aðal Njarðvíkinga. En ef við gefum einkunn fyrir hvert atriði, frá einum, fyrir að vera með bestan árangur í viðkomandi þætti, og upp í átta, allt eftir sætum kemur í ljós að Njarðvík- ingar eru með 27 stig, Grindvíkingar koma næstir með 37, eru með bestu vítanýtinguna og þriggja stiga nýt- ingu, en næst lakastir í skotum innan teigs og veija fæst skot. ÍR hefur 47 stig, leikmenn taka flest fráköst allra liða, Skallagrímur hefur 49 stig, hafa fengið fæst stig á sig í vetur, Kefla- vík 51, en þar á bæ veija menn flest skot, Þór hefur 59 stig, KR 61 og Haukar 65. markvörsluna," sagði Kolbrún eftir leikinn. Frammarar byijuðu betur og kom- ust í 3:1 en þá fóru Víkingar að staga í götin í vöminni. Bæði lið léku sterka vörn og reyndu stíft við hraþaupp- hlaupin sem langflest fóra þó for- görðum, 6 hjá hvora liði, enda mikil taugaspenna í leiknum. Jafnt var í leikhléi, 12:12. Fát og fum einkenndi síðari hálf- leik framanaf og gestimir þurftu 8 sóknir og 11 mínútur til að gera sitt fyrsta mark en tókst að jafna um miðjan hálfleik. Þá tók Kolbrún til óspilltra málanna í markinu og varði 5 skot á stuttum tíma, þar á meðal víti og hraðaupphlaup. Enn tókst Víkingum að saxa á forskotið og höfðu boltann í stöðunni 19:18 þegar mínúta var eftir en sóknin varð enda- sleppt og hinu meginn innsiglaði Díana Guðjónsdóttir sigur Fram úr vítakasti. Sem fyrr segir gerði Kolbrún gæfumuninn og endurkoma Guðríðar stappaði stálinu í leikmenn Fram en Guðríður spilaði aðeins í vörninni. Þó liðið væri að leika sterka vörn var sóknarleikurinn ekki góður nema hvað Zelka Tosic braust í gegn og skoraði eða fískaði vítakast, sem Díana skoraði úr. Þórann Garðars- dóttir og Kristín Hjaltested áttu ágætan leik. Leikmenn Víkinga náðu ekki að koma með framhald af leik sínum frá mánudeginum, gegn Fram í Víkinni. Hjördís varði vel eftir hlé en vörnin fyrir framan hana átti það til að opn- ast illilega þó hún héldi annars vel. Halla María Helgadóttir var að venju dijúg með 10 mörk og Svava Yr Baldvinsdóttir spilar sífellt stærra hlutverk. ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA „Tíu litlir“ Bæjarar fögnuðu í Gautaborg UNGU strákarnir hjá Bayern Múnchen fögnuðu geysilega í Gauta- borg, þar sem þeir léku aðeins tíu í sjötíu mín. — og þrátt fyrir það tryggðu þeir sér farseðilinn í undanúrslit Evrópukeppni meistaraliða, með því að gera jafntefli, 2:2, og komast áfram á mörkunum skoruðum á útivelli, þar sem viðureign þeirra við IFK Gautaborg í Munchen lauk með markalausu jafntefli. „Ég hafði alltaf trú á því að strákarnir næðu þessum áfanga — og ég missti ekki þá trú, þó svo að Scheuer hafi verið rekinn af leikvelli," sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari Bayern. Markvörðurinn Sven Scheuer fékk að sjá rauða spjaldið eftir aðeins tuttugu mín., er hann fór út fyrir vítateig, kastaði sér fýrir Mikael Martinsson, sem var kominn einn inn fýrir vörn Bayern, þannig að hann féll. Er Scheuer var rekinn af leikvelli gerði Trapattoni þá breytingu að láta varamarkvörð- inn Uwe Gospodarek inná, en tók sóknarleikmanninn frá Búlgaríu, Kostadinov, af velli. Bæjarar lögðu áherslu á varnarleik og skyndisókn- ir, sem gaf þeim tvö mörk, sem Alexander Zickler og Christian Nerlinger skoruðu, 0:2. Zickler skoraði með góðu skoti af 18 metra færi á 63. mín. og Nerlinger á 71. mín. Leikmenn Gautaborgar vöknuðu upp við vondan draum og skoraði varamaðurinn Mats Lilienberg, 1:2, á 75. mín. og Mikael Martinsson jafnaði, 2:2, á síðustu mín. leiksins. Skoski dómarinn Leslie Mottram Manchester United, sem freist- ar þess að veija enska meist- aratitilinn, fór með heldur rýra upp- skeru í pokanum frá viðureign sinni við Tottenham á heimavelli sínum í gærkvöldi. Leikurinn endað með markalausu jafntefli og Blackburn heldur þriggja stiga forystu í deild- inni þegar níu umferðir eru eftir. United sótti stíft í fyrri hálfleik og áttu bæði Mark Hughes og Andy Cole skot í tréverkið á marki Tott- enham og Ian Walker í markinu var í miklu stuði og sá um að taka aðra bolta sem á markið komu. Eftir hlé hresstust leikmenn Totten- ham og fengu þá nokkur ágæt marktækifæri. Manchester City gerði jafntefli, 1:1, við Everton á útivelli. Þjóðveij- inn Maurizio Gaudino kom City yfír í fyrri hálfleik en David Unsworth jafnaði fyrir Everton úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok eftir að brotið hafði verið á Svíanum And- ers Limpar. David Beasant stóð í marki Sout- hampton gegn West Ham í stað Bruce Grobbelaars og stóð sig vel. Leikurinn endaði með jafntefli, 1:1. Don Hutchison, sem hefur þrívegis verið rekinn af leikvelli á þessari leiktíð, gerði mark West Ham — þriðja mark hans í fímm leikjum, undir lok fyrri hálfleiks. Neil Ship- perley jafnaði fyrir Southampton með fyrsta marki sínu fyrir nýja dæmdi leikinn og sýndi þremur leik- mönnum Bayern, Dieter Frey, sem handlék knöttinn og missir af næsta Evrópuleik Bayern, Zickler og Osei Kuufour, gula spjaldið. Öruggt hjá Ajax Vamarmaðurinn Frank De Boer skoraði tvö mörk fyrir Ajax, sem vann öruggan sigur, 3:0, á Hajduk Split frá Króatíu í Amsterdam. Leikmenn Ajax tóku leikinn strax í sínar hendur og áttu varnarleik- menn Hajduk í miklum erfiðleikum. „Við skoruðum þijú falleg mörk, en misnotuðum of mörg upplögð tækifæri í seinni hálfleik. Þetta var góður sigur og við lékum stórgóða knattspyrnu," sagði Louis van Ga- al, þjálfari Ajax, sem margir spá Evrópumeistaratitlinum. Barcelona úr leik Barcelona, sem lék til úrslita við AC Milan í meistarakeppninni í félagið í byijun síðari hálfleiks. Anthony Yeboah hefur verið á skotskónum hjá Leeds að undan- förnu og í gær gerði hann tvö marka liðsins í 3:1 sigri á útivelli gegn botnliðinu Leicester. Hann gerði einnig tvö mörk um síðustu helgi í 3:0 sigri gegn Chelsea. fýrra, er úr leik. Tvö mörk PSG, frá Rai og Vincent Guerin, á síð- ustu 18 mínútum leiksins gerðu út um vonir spænsku meistaranna sem töpuðu 2:1 í París, en fyrri leikurinn á Spáni endaði með jafntefli, 1:1. Jose Maria Bakero náði forystunni fyrir Barcelona snemma í síðari hálfleik. Vörn Barcelona átti í hinu mesta basli með David Ginola fram- heija PSG, sem átti sjálfur þijú skot í markstangir Barcelona. Jafnt í Portúgal Evrópumeistararnir í AC Milan gerðu markalaust jafntefli við Benfica í Portúgal eftir að hafa unnið heimaleikinn 2:0. ítalska liðið á því möguleika á að vinna Evrópu- meistaratitilinn í sjöunda sinn. 85 þús. áhorfendur bauluðu á leikmenn Benfica, þegar þeir gengu af leikvelli. ■ RON Atkinson, framkvæmda- stjóri Coventry, hefur ekki áhuga á að kaupa Búlgarann Trifon Ivanov, landsliðsmiðvörð, sem æfði meft félaginu. Ivanov, sem er 28 ára, er leikmaður með Neuc- hatel í Sviss. ■ SÁ orðrómur hefur verið uppi að Liverpool hafi hug á að kaupa Steve Staunton frá Aston Villa á þijár milljónir punda, en Staun- ton er fyrrum leikmaður Liver- pool. ■ DAVID Seman, markvörður Arsenal, sem hefur verið meiddur — rifbeinsbrotinn, fær verkja- sprautur fyrir Evrópuleik gegn Auxerre í Frakklandi í dag. ■ VINNY Samways, sem hefur ekki verið ánægður með að vera varamaður hjá Everton, er kom- inn á sölulista. ■ IVAN Golac, framkvæmda- stjóri Dundee United, hefur verið rekinn. ■ FEYENOORD leikur án De Goey gegn Real Zaragpza í kvöld, en eiginkona hans á von á barni. Róðurinn verður erfiður hjá hollenska liðinu, þar sem Spán- verjarnir hafa ekki tapað á heimavelli sínum, Romareda Stadium síðan í október 1993. Bridgemót Vals verður haldið að Hlíðarenda mánudagana 20. og 27. mars kl. 20.00. Mótið er tvímenningur og peningaverðlaun verða veitt. Bridgemeistararnir Jón Baldursson 1821 meistarastig og Sævar ÞorbjÓrnsson 1168 meistarastig spila sem gestir, án keppni til verðlauna. Skráning hjá húsverði í síma 11134. Allir bridgeáhugamenn velkomnir. Nefndin. Miðar seldir á 20 þús. kr. GEYSILEGUR áhugi var á leik IFK Gautaborgar og Bayern MUnchen og uppselt á leikinn fyrir löngu — 36.525 áhorfendur. Stuttu fyrir leikinn gengu miðar á svörtu á aUt að 20 þús. ísl. kr. Svo margir fréttmenn frá Evrópu — flestir frá Þýskalandi, Belgíu og Holiandi, voru á leiknum, að takmarka þurfti fjölda sænskra fréttamanna. Rýr uppskera áOldTrafford

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.