Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 64. TBL. 83. ARG. FOSTUDAGUR 17. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Borgara- stríð yfir- vofandi Bnkú. Reuter. HERMENN héldu vörð um mikil- vægar byggingar í Bakú, höfuðborg Azerbajdzhans, i gær eftir að forseti landsins, Haydar Aliyev, varaði Az- era við því að landið væri á barmi borgarastyrjaldar. Aliyev sakaði Rovshan Javadov aðstoðarinnanríkisráðherra og hátt- setta menn í sérsveitum innanríkis- ráðuneytisins um að hafa staðið að valdaránstilraun sem hann hét að kveða niður. Ólga hefur verið í sov- étlýðveldinu fyrrverandi undanfarna þrjá daga og Aliyev sagði að til blóðs- úthellinga hefði komið. Innanríkisráðherra landsins ákvað að leysa sérsveitirnar upp eftir að hópar liðsmanna þeirra náðu opin- berum byggingum í bæjum norðan við Bakú á sitt vald á mánudag. Mikilvæg atkvæðagreiðsla í neðri deild ítalska þingsins Dini heldur velli og knýr fjárlög í gegn Róraaborg. Reuter. LAMBERTO Dini, forsætisráðherra ítalíu, hélt velli í gær þegar tillaga um traustsyfirlýsingu á stjórn hans var tekin til atkvæða í neðri deild þingsins og aukafjárlögin voru sam- þykkt. Honum tókst að knýja auka- fjárlögin í gegn þrátt fyrir harða andstöðu forvera hans, Silvios Ber- lusconis. Stuðningsmenn Dinis risu úr sæt- um og klöppuðu honum lof í lófa þegar forseti deildarinnar tilkynnti að traustsyfirlýsingin hefði verið sam- þykkt með 315 atkvæðum gegn 309. „Úrslitin sýna að þingið vill ekki bregðast vonum þjóðarinnar," sagði Massimo D'Alema, leiðtogi Lýðræð- isfiokks vinstrimanna (PDS), sem styður Dini. Stór hluti 38 manna þingflokks marxistaflokksins Kommúnískrar endurreisnar greiddi atkvæði með Dini þótt forystumenn flokksins hefðu lagst gegn því. Kosningum afstýrt Dini beitti sér fyrir traustsyfirlýs- ingunni til að koma í veg fyrir að breytingar yrðu gerðar á aukafjár- lögunum á síðustu stundu og fjár- lagahallinn aukinn. Hefði tillagan verið felld hefði Dini neyðst til að segja af sér og Osear Luigi Scalfaro forseti þurft að rjúfa þing og boða til kosninga eins og Berlusconi hefur krafist frá því hann lét af embætti forsætisráðherra í desember. Aukafjárlögin voru samþykkt með 315 atkvæðum gegn 303 og verða nú lögð fyrir efri deildina, en þar er andstaðan við þau minni. Dini hyggst segja af sér eftir að þingið hefur afgreitt frumvarp um breytingar á lífeyriskerfmu, sem er að sliga ríkissjóð. Hann telur að frumvarpið verði afgreitt fyrir lok apríl. Búist er við að boðað verði til kosninga eftir að „sérfræðinga- stjórn" Dinis fer frá. t \ W~~fm fc — ___---------- ------1 [ nps^ ^ J—~~~4L ¦¦¦-' : !.. Reuter LAMBERTO Dini, forsætisráðherra Italíu (fyrir miðju), brosir eftir sigurinn í neðri deild ítalska þingsins í gær. • Reuter Tilraun til fjölda- sjálfsmorðs HÓPUR víetnamskra flótta- manna skar sig á púls í gær þegar filippeyskir hermenn hugðust ily(ja þá á brott úr flóttamannabúðum í M orong á Filippseyjum og aftur til Víet- nams. Gömul kona stakk sjálfa sig með hníf í magann og ung- ur maður reyndi að kveikja í sér eftir að hafa hellt yfir sig bensíni. Fólkið ætlaði upphaf- lega til Bandaríkjanna en f ékk ekki landvist þar sem skjöl þess voru f ölsuð. Það hefur áður hótað að fremja fjöldasjálfs- morð fremur en að snúa aftur. Allir lifðu sjálfmorðstilraunina af og hættu andófinu eftir að foringi hópsins mæltist til þess. Myndin er af nokkrum Víet- namanna örvæntingarfullu. Olíu- höf á Títan London. The Daily Telegraph. KOMIÐ hefur í ljós að á Tít- an, tungli reikistjörnunnar Satúrnusar, eru gríðarstór höf úr olíu, tæplega kílómetra djúp. í grein í vísindaritinu iVature sem birt var í gær, segir Stanley Dermott, pró- fessor við Flórídaháskóla í Gainesville, að líklega rigni olíu þegar úrhelli er á Títan. Títan er annað stærsta tungl sólkerfisins, hið stærsta er fylgitungl Júpíters, Ganymedes. Dermott segir að olíunni svipi mjög til þeirrar olíu sem menn setji á bíla, hún sé svört og þykk, en í henni sé einnig etan, fljótandi própan og etýl- en. Þess vegna sé ekki útlok- að að líf þrífist á Títan. Olíu- höfin eru á stærð við Miðjarð- arhafið og í þeim gætir sjáv- arfalla lítið. Heljarkuldi Ekkert súrefni er í and- rúmslofti Títans, það er ein- göngu úr nitri og 60% þykk- ara eri andrúmsloft jarðar. Yfirborðið er um 33 milljónir ferkílómetra, um tíundi hluti yfirborðs jarðar. Títan telst þó seint fýsilegur staður til búsetu því það er níu sinnum fjær sólu en jörð og frost er þar að jafnaði um h-178° C. Upplýsingarnar um olíu- höfin bárust frá Hubble-sjón- aukanum sem tók myndir af Títan með innrauðri linsu. Með henni er hægt að mynda hluti við mjög lágt hitastig. Stjórn Kanada lýsir yfir sigri í grálúðustríðinu Madrid, St. John's. Renter, Morjrunblaðið. STJÓRN Kanada lýsti í gær yfir sigri í deilunni við Evrópusambandið um grálúðuveiðar spænskra togara utan við kanadísku landhelgina. Togararn- ir héldu sig utan við grálúðumiðin í gær. Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, sagði að stjórni.n hefði sýnt með töku togarans Estai að hún væri staðráðin í að binda enda á rányrkju spænsku togaranna á svæðinu. Chretien ræddi við Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, í síma til að greiða fyrir viðræðum um lausn deilunnar. Estai var sleppt í fyrrakvöld eftir að útgerðin hafði greitt jafnvirði 23 milljóna króna í tryggingu. Skipstjórinn á þó enn yfir höfði sér réttarhöld. Grálúðustofninn að hrynja Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, sagði á blaðamannafundi að grálúðustofninn væri í mun meiri hættu en áður var talið. Ráðgert væri að senda rannsóknarskip til að kanna ástand hans nánar og hugsanlegt væri að framlengja bannið við grálúðuveiðum utan landhelginnar. Dr. Leslie Harris, sem hefur rannsakað þróun fiskstofna í Norðvestur-Atlantshafi, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að grálúðustofninn hefði smám saman verið að eyðast síðustu 2-3 árin. „Það er nánast ekkert eftir nema smáfískur." Harris hefur skoðað trollið, sem talið er að áhöfn Estai hafi skorið aftan úr togaranum áður en hann var tekinn. Hann sagði trollið venjulegt veiðarfæri spænskra togara við grálúðuveiðar og kvaðst reyndar hafa séð enn verra dæmi í spænsk- um togara. Kanadískir eftiriitsmenn segja að trollið sé með 115 millimetra möskva og klæddan með 80 milli- metra poka að auki. Lágmarksstærðin er 130 millimetrar, samkvæmt reglum NAFO, Norður- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar. Embættismenn Evrópusambandsins (ESB) og Kanada hófu í gær viðræður um hvernig leysa mætti deiluna um grálúðuveiðarnar. Spánverjar lögðu áherslu á að ágreiningur þeirra og Kanada- manna væri enn mikill þótt togaranum hefði ver- ið sleppt. Luis Atienza, landbúnaðar- og sjávarútvegsráð- herra Spánar, sagði að eigandi togarans hefði sjálfur ákveðið að greiða trygginguna og það merkti ekki að Spánverjar viðurkenndu að Kanadamenn hefðu rétt til að taka togarann eða banna veiðar utan landhelginnar. Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál innan framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, tók í sama streng. Atienza sagði að ESB myndi halda áfram að undirbúa refsiaðgerðir gegn Kanada ef svo færi að grípa þyrfti til þeirra síðar. ¦ Brottf ör togarans merki um vopnahlé/26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.