Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Haraldur Sumarliðason gefur kost á sér í bankaráð Islandsbanka auk Orra Vigfússonar Pétur H. Blöndal hættir íbankaráðinu PÉTUR H. Blöndal, sem hlaut yfir- burðakosningu í bankaráð íslands- banka hf. á aðalfundi félagsins í fyrra, hefur ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér í kjöri til banka- ráðs á aðalfundinum 27. mars nk. Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, hyggst hins vegar gefa kost á sér, sem og Orri Vigfússon eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær. „Ég tel það ekki samrýmast grundvallarreglum mínum að sitja bæði í bankaráði og á þingi,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið, en hann hafnaði í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sl. haust. „Sem þingmaður mun ég íjalla um mörg mál sem munu snerta íslaridsbanka beint og óbeint. Meðal annars má þar nefna einkavæðingu ríkisbankanna, hvað eigi að gera við fjárfestingarlánasjóði, t.d. hvort eigi að sameina þá bönkunum, þ.m.t. Íslandsbanka." Pétur á sæti í stjómum annarra hlutafélaga, s.s. Sæplasts og Tölvu- samskipta, og mun ekki segja af sér stjómarstörfum þar. Hann segir allt of fáa þingmenn vera í tengslum við atvinnulífið. Með setu í banka- ráði jafnhliða þingmennsku sé hins vegar ekki hægt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Aðspurður hvemig hann mæti árangurinn eftir árs setu í banka- ráði Islandsbanka sagði Pétur: „Ég einsetti mér í upghafi að ná fram þremur málum. í fyrsta lagi að bankinn skipti á Holiday Inn og Sambandshusinu enda þótti mér fáránlegt að flytja starfsemina í hótelið. Þetta gekk eftir. Hins vegar tókst mér ekki að ná fram sam- stöðu í bankaráði um nýtt skipurit bankans þar sem ég vildi hafa einn skipstjóra í brúnni sem hefði vald til þess að ráða menn í aðrar stjórn- unarstöður og reka eftir þörfum." Pétur sagði að þriðja markmiðið sem hann hefði sett sér hefði held- ur ekki náðst, enda hefði það ekki verið eins raunhæft og hin tvö. „Það hamlar bankakerfinu hvað bankamir eru litlir, t.d. er eigið fé íslandsbanka á við þrjár Guggur (Guðbjörg ÍS) og hann getur ekki ráðið við nema meðalstór fisk- vinnslufyrirtæki. Ég gerði mér von- ir um að Fiskveiðasjóður og Iðn- lánasjóður yrðu sameinaðir og inn- limaðir í íslandsbanka á þann hátt að það yrði skipt á rekstrinum og hlutabréfum í bankanum,“ sagði Pétur. Iðnaðurinn fái fulltrúa „Eftir stofnun Samtaka iðnaðar- ins þykir okkur eðlilegt að þau eigi fulltrúa í bankaráði Islandsbanka, enda er iðnaðurinn stór í íslensku atvinnulífi," segir Haraldur Sumar- liðason, formaður Samtaka iðnaðar- ins, sem hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til bankaráðs íslands- banka. Þar með er ljóst að kosið verður í bankaráðið því Orri Vigfús- son gefur einnig kost á sér. Núverandi bankaráðsmenn ís- iandsbanka eru auk Péturs H. Blön- dals Kristján Ragnarsson, banka- ráðsformaður, Magnús Geirsson, Öm Friðriksson, Guðmundur H. Garðarsson, Einar Sveinsson og Sveinn Valfells. Kaðlinum beitt á snjóinn VÍÐA á landinu eru snjóalög að sliga húsþök og húseigendur taka sér skóflu í hönd til að létta af mesta farginu. í Ölpun- um nota menn aðrar aðferðir við burstahús. Þar streklga tveir menn nælonkaðal á milli sín og er annar uppi á þakinu en hinn á jörðu niðri. Kaðalinn nota þeir til að skera í snjóinn og falla stórar hengjur fram af þakinu þegar vel tekst til. Sá sem er á jörðu niðri þarf auðvitað að gæta þess að verða ekki undir snjónum. Morgunblaðið/Bergþóra Sigurðardóttir AAA verðlaunin veitt í dag Fjallað um sam- vinnu auglýsenda og auglýsingastofa ISLENSKI markaðs- klúbburinn, ÍMARK, er félagsskapur ein- staklinga í markaðs- og stjómunarstörfum. Klúb- burinn hefur árlega und- anfarin átta ár veitt verð- laun fyrir athyglisverð- ustu auglýsingu ársins og hefur verðlaunaafhend- ingin farið fram við hátíð- lega athöfn, síðustu árin í Borgarleikhúsinu. í fyrra var tekið upp á þeirri nýbreytni að halda sérstakan markaðsdag í tengslum við verðlaunaaf- hendinguna og svo er einnig nú. Námsstefna um samvinnu auglýsenda og auglýsingastofa er í dag í Borgarleikhúsinu og stendur dagskráin frá kl. 10.00-15.00. Hálftíma síðar hefst síðan verðlaunaafhending fyrir athyglisverðustu auglýsingu árs- ins_ 1994. í íslenska markaðsklúbbnum eru á þriðja hundrað manns, allt virkir meðlimir, að sögn Boga Þórs Siguroddssonar, formanns klúbbsins. Hann segir að mark- miðið sé ekki að hafa sem flesta meðlimi, heldur að þeir séu allir virkir í því starfi sem fari fram innan félagsins. „ÍMARK er vettvangur þar sem markaðsfólk hittist og ber saman bækur sínar. Markmiðið er að auka veg og virðingu mark- aðsfræðinnar hér á landi,“ segir Bogi og bætir við að vegur klúbbsins hafi vaxið hægt og síg- andi undanfarin ár. Meðal þess _ starfs sem unnið er á vegum íslenska markaðs- klúbbsins má nefna fjölda morg- un- og hádegisverðarfunda, þar sem ýmist er farið ofan í kjölinn á fræðilegum málefnum eða þá að ýmis hitamál eru brotintil mergjar. „Það eru annars vegar sjálf fræðin og hins vegar mál- efni líðandi stundar sem eru rædd á þessum fundum sem við reynum að halda minnst einu sinni í mán- uði,“ segir Bogi. „Þá heldur ÍMARK 1-2 námsstefnur á hveiju ári þar sem hin ýmsu málefni eru tekin fyrir.“ Þið hafið líka verið að veita markaðsverðlaun, ekki rétt? „Jú, undanfarin fjögur ár hefur íslenski markaðsklúbburinn veitt ákveðin markaðsverðlaun sem í ár fóru til aðila í ferðamálum. Hápunkturinn í starfi okkar er hins vegar AAA hátíðin, þ.e. þeg- ar verðlaun eru veitt fyrir athygl- isverðustu auglýsingu--------- ársins. Þau veittum við fyrst árið 1987 fyrir árið 1986 og undanfar- in ár hefur hátíðin verið haldin við húsfylli í Borgarleikhúsinu. Vegna þessara vinsælda kom upp sú hugmynd í fyrra að útvíkka þetta og halda árlega sérstakan íslenskan markaðsdag." Verðlaun fyrir athyglisverð- ustu auglýsingu ársins eru veitt í átta flokkum; dagblaðaauglýs- ingum, tímaritaauglýsingum, umhverfísgrafík, útsendiefni, herferðum, vöru- og firmamerkj- um, sjónvarpsauglýsingum og útvarpsauglýsingum auk þess sem óvenjulegasta auglýsingin er verðlaunuð. Auglýsingamar, sem koma til greina í hveijum flokki, voru kynntar í viðskipta- blaði Morgunblaðsins 9. mars sl. Bogi Þór Siguroddsson / ► Bogi Þór Siguroddsson er fæddur 19. nóvember 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá MH árið 1979 og B.Ed prófi frá Kennaraháskóla íslands 1984. Árið 1987 lauk Bogi meistaraprófi í rekstrarhag- fræði frá Rutgers University í Bandaríkjunum. Bogi hóf starfsferil sinn að loknu námi í markaðsdeild Eimskips. Árin 1988-1993 starfaði hann við kennslu og markaðstengd verkefni og tók síðan við starfi forstöðumanns heildsölu neyt- endavöru Hans Petersen árið 1993. Bogi er höfundur mark- aðsfræðibókarinnar Sigur í samkeppni sem kom út árið 1993 auk þess sem hann hefur verið formaður ÍMARKS frá 1994. Bogi er kvæntur Lindu Björk Ólafsdóttur lyfjafræð- ingi og á hann tvo stráka, 12 og 2 ára gamla. Val athyglis- verðustu aug- lýsingarinnar hápunkturinn Hvernig er svo dagskráin hjá ykkur markaðsfólkinu á þessum hátíðardegi ykkar? „Hún er mjög áhugaverð og efnið á námsstefnunni ætti að höfða til allra. Auglýsingar byggja á samspili þess sem aug- lýsir og auglýsingastofunnar og það eru margar skoðanir á því hvernig sú samvinna eigi að vera. Við höfum fengið til liðs við okk- ur íslenska fyrirlesara til að fjalla um samvinnu auglýsenda og aug- lýsingastofa út frá mismunandi sjónarhornum. Við erum með fulltrúa frá stórri auglýsinga- stofu sem veitir svokallaða alhliða þjónustu og fulltrúa frá lítilli auglýsinga- stofu. Fulltrúi frá fyrirtæki sem hefur alla tíð skipt við ákveðna auglýsinga- —— stofu flytur erindi, svo og fulltrúi fyrirtækis sem hefur nýtt sér þjónustu margra,“ sagði Bogi. Aðalgestur auglýsingahátíðar- innar að þessu sinni er Chris Clark frá auglýsingastofunni Sa- atchi & Saatchi í London, einni þekktustu auglýsingastofu heims. „Clark hefur unnið við auglýsingar í 12 ár, en í 6 ár þár á undan sat hann hinum megin við borðið, þar sem hann sá um auglýsingamál hjá Levi Strauss. Clark ætlar að fjalla um viðfangs- efni námsstefnunnar út frá eigin reynslu í alþjóðlegu viðskiptaum- hverfí," segir Bogi Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.