Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 9 FRÉTTIR Alit ríkislögmanns á starfshæfi tryggingayfirlæknis „Skýrði af ásetningi rangt frá tekjum“ SiGHVATUR Björgvinsson heil- brigðisráðherra hefur fengið í hend- ur álit ríkislögmanns á starfshæfi tryggingayfirlæknis, Júlíusar Vals- sonar. Júlíus gekkst undir sektar- gerð dómara hinn 27. febrúar sl. fyrir að hafa dregið undan skatti tekjur af örorkumötum árin 1990- 1991. í áliti ríkislögmanns, Jóns G. Tóm- assonar, dags. 15. mars sl. segir m.a.: „[Ekki verður] annað ráðið af framtölum Júlíusar Valssonar fyrir tekjuárin 1990 og 1991 en að hann hafi vísvitandi skýrt rangt frá tekj- um sem hann hafði af gerð örorku- mata, en þau störf bárust honum í ríkum mæli vegna starfa hans hjá Tryggingastofnun ríkisins. Ásetn- ingur hans til skattalagabrota kemur skýrlega fram í því, að við saman- burð skattrannsóknarstjóra á út- gefnum reikningum skv. afritum sem Júlíus afhenti vegna áranna 1990 og 1991 oggögnum sem skatt- rannsóknarstjóri fékk frá trygginga- féiögum kom í ljós, að aðeins vant- aði afrit þriggja reikninga frá Júl- íusi vegna gerðar örorkumata, en alls afhenti Júlíus afrit 204 slíkra reikninga skv. skýrslu skattrann- sóknarstjóra. Við skattskil sín bæði árin hafði Júlíus þannig giögga vitn- eskju um umfang tekna sinna vegna örorkumata. Þá hefur þegar verið gerð grein fyrir því, að þrátt fyrir að Júlíus hafi skilað í júní 1992 nýju skattframtali vegna tekjuársins 1991, þar sem rekstraryfirlit fylgdi, hélt hann allt að einu í því framtali verulegum fjárhæðum utan skatt- skila sinna fyrir það ár.“ „Á árinu 1990 námu tekjur Júlíus- ar Valssonar af örorkumötum nokkru hærri fjárhæð en launatekjur hans frá Tryggingastofnun ríkisins námu það ár. Þó svo að Júlíus hafi vegna tekjuársins 1991 byijað að telja að hluta fram tekjur af þessum störfum þá fór því fjarri, að hann teldi þær tekjur fram að fullu. í ljósi þess að Júlíus Valsson skýrði af ásetningi rangt frá tekjum sínum á árunum 1990 og 1991 sem skipti verulegu máli við ákvörðun á skattgreiðslum hans eru til staðar sams konar siðferðisbrestir við verð- leikamat til að gegna starfi trygg- ingayfirlæknis og voru til staðar við mat á starfshæfi Björns Önundar- sonar og Stefáns Ólafs Bogasonar skv. minnisblaði embættis ríkislög- manns frá 10. nóvember 1993.“ í álitinu segir ennfremur: „Þar sem veiting stöðunnar var ákveðin meðan mál Júlíusar Valssonar var til sérstakrar meðferðar hjá skattyf- irvöldum er nauðsynlegt að taka til umfjöllunar, hvort veitingarvaldið, þ.e. ráðherra, hafi haft vitneskju um þær ávirðingar sem til rannsóknar voru, umfang þeirra og sennilegar afleiðingar. Verði í ljós leitt að svo hafí verið kynni að koma til álita að veitingarvaldið hafi lagt það mat á ávirðingarnar, að þær væru ekki þess eðlis að þær stæðu í vegi fyrir veitingu embættisins og þar með hugsanlega firrt sig rétti til að byggja á þeim frávikningu úr stöð- unni. Af bréfi Júlíusar Valssonar til heilbrigðisráðherra frá 6. mars 1995 verður ekki ráðið, að ráðherra hafi verið kunnugt um ávirðingar hans, hvorki þegar Júlíus var settur trygg- ingayfirlæknir í nóvember 1993 né þegar hann var skiþaður í stöðuna í maí 1994. Hins vegar liggur fyrir að umsagnaraðilar, Tryggingaráð og forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, spurðu Júlíus um skattamál hans vorið 1994 og fengu þá þær uppiýsingar frá honum, að meðferð þess hefði lokið með endurálagn- ingu. I bréfi Júlíusar til heilbrigðisráð- herra frá 6. mars 1995 kemur fram að hann hafi tjáð Tryggingaráði að máli hans væri lokið og að hann ætti ekki von á frekari eftirmálum. Telur Júlíus sig hafa gert forstjóra Tryggingastofnunar og Trygginga- ráði fulla grein fyrir málinu eftir sinni bestu sannfæringu. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Tryggingaráði 7. mars 1995 og upplýsingum í sam- tali við forstjóra Tryggingastofnun- ar 10. mars lögðu þessir aðilar trún- að á upplýsingar Júlíusar um þetta efni. í bréfinu til ráðherra frá 6. mars 1995 kveðst Júlíus hafa fengið þær upplýsingar hjá skattrannsóknar- stjóra er hann afhenti honum gögn í maí 1993, að mál hans væri þess eðlis, að hann fengi endurálagningu gjalda, en „ekki kæmi til frekari aðgerða, svo sem sektar." Skatt- rannsóknarstjóri ríkisins ad hoc kannaðist í samtali 10. mars 1995 ekki við, að Júlíusi hafi á neinn hátt verið gefið til kynna, vorið 1993 eða síðar, að hann væri laus allra mála þannig að mál hans varðaði ekki refsingu." Orðrómur í ráðuneyti „Þá liggur það fýrir í minnisblaði skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dagsettu 8. mars 1995, að á þeim tíma, sem Júlíus var settur í stöðu tiyggingayf- irlæknis 15. nóvember 1993 hafi ver- ið á kreiki sá „orðrómur“ í ráðuneyt- inu, „að hann hefði einnig lent í ein- hveijum skattamálum". Rúmlega hálfum mánuði síðar endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld Júlíusar árin 1991 og 1992. Ekki kemur fram í minnisblaðinu, að þessi orðrómur hafí gefíð ráðu- neytinu tilefni til að kalla eftir upplýs- ingum hans um, hvemig málinu væri varið eða umfangi þess, þrátt fyrir að setning í stöðuna væri í stað ann- ars manns, sem hafði hrökklast úr henni vegna undandráttar frá skatti. Af gögnum málsins verður þannig ekki ráðið, að heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra hafí haft upplýs- ingar um, að skattamál Júlíusar Vals- sonar væru til sérstakrar meðferðar hjá yfirvöldum skattamála vegna hugsanlegs brots á 107. gr. laga um tekjuskatt og eignaskatt, hvorki þeg- ar Júlíus fékk setningu eða skipun í stöðu tryggingayfírlæknis,“ segir í áliti ríkislögmanns . HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS OG FERÐASKRIFSTOFAN PRÍMA KYNNA HÓTEL SÖGU sunnud. 19. mars 1995. UNDUR HEIMSINS - NÝR BÆKLINGUR MEÐ SPENNANDI HEIMSREISUM VERÐLÆKKUN FRÁ FYRRA ÁRI - ALDREI JAFN ÓDÝRT AÐ SKOÐA UNDUR HEIMSINS - SÉRTILBOÐ FYRIR GESTI SÓLRISUHÁTÍÐAR. HÓTEL SAGA - ÁRSALUR, sunnud. kl. 14.00. UNDUR HEIMSINS í MÁLI OG MYNDUM - KYNNING - ÓKEYPIS M.a: Fjarlæg Austurlönd - Perlur Austurlanda -Náttúrutöfrar Suður Afríku - Eyjar Karíbahafs - Fegurð Vestur Kanada - Listir og töfrar Ítalíu - Sérafsláttur veittur á staðnum. - Kaffiveitingar á vegum hússins. HÓTEL SAGA - SÚLNASALUR, sunnud. 19. mars kl. 19.30. Árshátíö Heimsklúbbsins 1995 fyrir fyrri og nýja félaga. Kjörið tækifæri til að ganga í Heimsklúbbinn. Allir gestir hátíðarinnar fá áskrift 1995 ókeypis með mörgum fríðindum. Kynnt verður sérstaklega nýja Heimsreisan: FEGURÐ VESTUR KANADA. Fjölbreytt skemmtiatriði, upprennandi stórsöngvari, glæsileg tísku- og danssýning, Ijúffengur kvöld- verður, dans til kl. 01.00 með vinsælli hljómsveit. Veislustjórar: ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON og INGÓLFUR GUÐBRANDSSON. EIN GLÆSILEGASTA SKEMMTUN OG VEISLA ÁRSINS - AÐGANGSEYRIR AÐEINS KR. 3.000. - ókeypis fyrir þá sem panta ferð á staðnum. Missið ekki af frábærri skemmtun og pantið strax borð á Hótel Sögu. FERÐASKRIFSTOFAN PRJMA” HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS AUSTURSTRÆT117, 4. hæö 101 REYKJAVlK'SÍMI 620400-FAX 626564 SUMARAÆTLUN Á SÓLRISUHÁTÍÐ HEIMSKLÚBBSINS cWýjar vorvörur 3(jólar - margar gerðir Kvenfatnaður frá RENÉ LEZARD F A S H I O N G R Ó U P SÆVARKARL m.______- .-.. m Bankastræti 9 XB Framsóknarflokkurinn Ólafur Örn Haraldsson er fylgjandi bættum rekstrar- skilyrðum smáfyrirtækj og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 66 milljónir Vikuna 9. til 15. mars voru samtals 66.203.574 kr. greiddar út í happdrættisvélum um ailt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður: Upphæð kr.: 9. mars' Háspenna, Hafnarstræti...... 130.804 10. mars Feiti dvergurinn............... 269.852 10. mars Hótel Saga...................... 52.272 H.rnars Háspenna, Laugavegi........... 157.800 14. mars Keisarinn...................... 108.640 14. mars Hótel KEA....................... 76.171 14. mars Tveirvinir..................... 264.181 15. mars Kringlukráin................... 111.814 Staöa Gullpottsins 16. mars, kl. 11:00 var 3.955.205 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.