Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Slj órnarformaður By ggðastofnunar um málefni Bolungarvíkur Framkoma bæjarstjórnar stórvítaverð Morgunblaðið/Árni Sæberg íbúðirfyrir krabbameinssjúka MATTHÍAS Bjamason, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir að framkoma bæjarstjómar Bolungar- víkur varðandi sölu á hlutabréfum bæjarins í Ósvör hf. til Bakka hf. sé stórvítaverð. Þar er gengið út frá því að Byggðastofnun samþykki að breyta 75 millj. kr. lánum kaupstaðarins í víkjandi lán og yfirtöku Ósvarar á þeim, en Matthías segir að ekkert samband hafí verið haft við Byggðastofnun vegna málsins. Matthías sagði í samtali við Morgunblaðið á miðvikudag að Bol- ungarvíkurkaupstaður skuldi Byggðastofnun mikið og það væm undarlegar aðfarir bæjarstjómar Bolungarvíkur að tala ekki neitt við þann aðila sem þeir skulda, en gera samninga við þriðja mann. SNJÓFLÓÐ, 250 til 300 m breitt og 2 til 3 m djúpt, féll úr Hom- skriðu, um hálfum kílómetra innan við bæinn Birkihlíð í Súgandafírði, um klukkan 16 á miðvikudag. Hilmar Gunnarsson, sem sér um mokstur í Súgandafírði, var að ryðja veginn vegna opnunar jarðganganna milli kl. 17 og 18 þegar hann lenti skyndilega í miklu snjókófí. Hann hélt í fyrstu að aðeins væri hraustleg kviða að ganga yfir. Þegar hins vegar slotaði úr sort- anum sá hann framundan sér að stórt flekaflóð hafði fallið úr hlíðinni vfír veginn. Fengin vom tæki frá Isafírði til að moka flóðið. Fyrst var fengin minni gerðin af snjóblásara Kann ekki við svona vinnubrögð „Ég kann ekki við svona vinnu- brögð, en þeir era ekki famir að tala við okkur eitt orð ennþá. Ætl- ast þessir menn til að lánastofnun hlaupi bara til ef þeir sjá eitthvað einhversstaðar í blöðum og að þeir þurfí ekki að tala við neinn mann? Á bara breyta yfir í annan lántak- anda án þess að vita um neinar tryggingar? Mér finnst ekkert frétt- næmt við þetta annað en það að það er stórvítaverð framkoma bæj- arstómar Bolungarvíkur. Annars vil ég ekki tala meira um þetta mál sem ekki er komið til okkar, og ég tala ekkert um þau málefni Byggðastofnunar sem ekki eru send til okkur nema í gegnum fjölmiðla," sagði Matthías. en síðar stór hjólaskófla. Hvorugt tækið reyndist hins vegar nægilega stórtækt. Vegurinn lokaður Að lokum var gripið til þess ráðs að fá snjóbíl Suðureyrarhrepps til að koma frá ísafirði yfír Botnsheiði til að ferjuflytja 14 Súgfírðinga sem tepptir vom ísafjarðarmegin við flóðið. Ekki er vitað til að jafnstórt flóð hafí fallið niðumndir veg á þess- um slóðum. Annað minna flóð féll um 500 m neðan við gangamunnann snemma um morguninn. Flóðið var um 10 til 15 m breitt og um metri á dýpt. VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, lýsti yfir formlegri notkun tveggja íbúða Krabba- meinsfélags Islands og Rauða kross íslands áRauðarárstíg 33 á miðvikudag. íbúðirnar verða krabbameinssjúklingum af landsbyggðinni og aðstandend- um þeirra til afnota á meðan á sjúkdómsmeðferð stendur. Þær koma í stað íbúða sömu samtaka á Lokastíg 16. Ein íbúð á Rauðarárstíg var tekin í notkun fyrir rúmum tveimur árum. Ríkisspítalar sjá um rekstur íbúðanna og lág leiga fæst í mörgum tilfellum endurgreidd hjá Krabbameinsfélagi í heima- byggð sjúklings. Jón Þorgeir Hallgrímsson, formaður Krabbameinsfélags íslands, og Guðjón Magnússon, formaður Rauða Kross íslands, sögðu nokkur orð við athöfnina, en forsetinn er verndari sam- takanna beggja sem eiga íbúð- irnar. Félagsdómur um yfir- vinnukaup í verkfalli Sjúkralið- ar töpuðu FÉLAGSDÓMUR hefur sýknað íjármálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs af kröfum Sjúkraliðafélags íslands um að viðurkennt verði með dómi að félagsmenn í Sjúkraliðafé- laginu sem kallaðir voru tímabund- ið til starfa í verkfalli sjúkraliða á tímabilinu 11. nóvember 1994 til 30. desember eigi rétt til greiðslu yfírvinnukaups fyrir þann tíma sem þeir unnu í verkfallinu. Tveir dómarar skiluðu séráliti Félagsdómur klofnaði í málinu. Þrír dómendur af fimm sýknuðu fjármálaráðherra af kröfum stefn- anda en Auður Þorbergsdóttir og Eiríkur Helgason skiluðu séráliti og töldu að taka bæri kröfur sjúkraliða til greina. Sjúkraliðar sem kallaðir voru tímabundið til starfa í verkfallinu fengu greidd dagvinnulaun fyrir vinnu á dagvinnutíma en fyrir helg- ar-, kvöld- og næturvinnu var greitt yfirvinnukaup. Hins vegar hafnaði rikið kröfu um greiðslu útkalls- eða yfírvinnulauna. Sjúkraliðar færðu m.a. þau rök í málinu fyrir Félagsdómi að starfs- menn sem kallaðir séu til starfa í verkfalli hafi engan daglegan vinnutíma og enga vikulega vinnu- tímaskyldu og öll vinna þeirra telj- ist því yfirvinna skv. skilgreiningu í kjarasamningum. Ríkið hafnaði þeim rökum sjúkraliða að vinna í verkfalli geti með nokkru móti talist til bakvakta eða útkalla skv. ákvæðum kjara- samnings. Meirihluti félagsdóms komst m.a. að þeirri niðurstöðu að skýra verði umrædd ákvæði kjarasamn- ings svo, að yfírvinnukaup greiðist því aðeins að fullnægt hafi verið umsaminni daglegri vinnuskyldu. Slík skylda hafi ekki verið fyrir hendi í þessu tilviki. Snjóflóð úr Hornskriðu Alþjóðlegir samningar um ólögmætan flutning barna á milli landa Hvorki íslendingar né Tyrkir aðilar TYRKIR em ekki fremur en íslend- ingar aðilar að helstu alþjóðasamn- ingum um ólögmætan flutning barna milli landa. Áslaug Þórarinsdóttir, lögfræð- ingur á einkamálaskrifstofu dóms- málaráðuneytisins, segir að hér sé einkum átt við svokallaðan Haag- samning um einkaréttarlegar af- leiðingar af ólögmætum flutningi bama milli' landa og Evrópuráðs- samning um viðurkenningu og fullnustu forsjárákvarðana og um endurheimt forsjár bama. Haft hefur verið eftir Hasip Kapl- an, lögfræðingi Sophiu Hansen, að sú staðreynd að íslendingar séu ekki aðilar að viðeigandi alþjóðleg- um samningum hafí gert starf hans í tyrkneska forræðismálinu erfíðara og þjáningu Sophiu meiri. Áslaug sagði að markmið samn- inganna væri að leysa vandamál sem upp kæmu þegar barn væri á ólögmætan hátt flutt frá einu landi til annars eða á annan hátt ólöglega haldið frá foreldri sem fer með for- sjá þess. Samningunum væri ætlað að leysa úr sömu vandamálunum en lausnirnar væm ólíkar. „Það er gmndvallarregla sam- kvæmt Evrópuráðssamningnum að forsjárákvörðun sem tekin er í einu samningsríki skuli með nánar til- teknum skilyrðum viðurkenna og fullnægja í öðm samningsríki. Full- gilding samningsins hefur í megin- dráttum í för með sér að forsjár- ákvörðun sem tekin er í einu samn- ingsríki fær sömu réttaráhrif hér á landi og ákvörðun um forsjá sem tekin er hér á landi og gagnkvæmt. Ennfremur era íslensk stjórnvöld skuldbundin til að fullnægja erlendu ákvörðuninni eftir sömu reglum og eiga við um íslenskar forsjárákvarð- anir,“ sagði Áslaug. Hún sagði að Haag-samningur- inn væri ekki samningur um viður- kenningu og fullnustu forsjár- ákvarðana heldur skuldbyndi hann aðildarríki til að hlutast til um af- hendingu á barni sem á ólögmætan hátt hefur verið flutt til eða er hald- ið í ríkinu. Drög að lagafrumvarpi Hggja fyrir Áslaug sagðist ekki geta sagt fyrir um hvaða ástæður lægju að baki því að Tyrkir hefðu hvorki undirritað né fullgilt samningana en þeir eru báðir frá 1980. Hvað íslendinga hins vegar varðaði tók hún fram að ekki væru mörg ár frá því að alvarlegum forsjárdeilum milli einstaklinga búsettra á íslandi annars vegar og í öðru landi hins vegar fór að fjölga. Því hefði um- ræðan um aðild ekki farið fram fyrr en á síðustu árum. Áhugi fyrir aðild væri mikill og unnið hefði verið að því að úr yrði bætt sem fyrst. Nú lægju fyrir í ráðuneytinu drög að lagafrumvarpi þar sem lagt væri til að lögfest verði ákvæði sem nauðsynleg eru til þess að ísland geti fullgilt samn- ingana tvo. Ekkert múhameðs- trúarríki aðili Tuttugu og tvö ríki höfðu undir- ritað og fullgilt Haag-samninginn þann 1. maí 1994. Af þeim má nefna írland, Grikkland, Bosníu, Sviss, Spán og Svíþjóð. Meðal ríkja sem hafa undirritað samninginn eru Belize, Mexíkó og Pólland. Athyglj vekur að ekkert múhameðstrúarríki hefur gerst aðili að samningnum. Inn í framtíðina með Novell NetWare 4.1 NOVELLJÍ NetWare II Mest selda netstýrikerfið í heiminum í dag. NetWare frá Novell. Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.