Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Flugvélar Flugleiða í millilandaflugi verða fullnýttar á þessu ári Fjölga þarf flugvélum ef umsvif aukast frekar Morgunblaðið/Sverrir STJÓRNENDUR Flugleiða voru ánægðir á svip á blaðamannafundi í gær þar sem þeir kynntu niður- stöður úr rekstri sl. árs. A myndinni eru f.v. Björn Theódórsson, framkvæmdasljóri flugrekstrar- og stjórnunarsviðs, Sigurður Helgason, forstjóri, Halldór Vilhjálmsson, framkvæmdasljóri fjármála- sviðs og Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs og stöðvareksturs. Tap af innanlandsflugi nálægt 50 milljónum á síðasta ári FLUGVÉLAKOSTUR Flugleiða í millilandaflugi verður að fullu nýtt- ur á þessu ári og umsvif félagsins verða ekki aukin frekar nema með fjölgun flugvéla. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í gær. Flugleiðir eru að leggja lokahönd á tillögur um sumaráætlun fyrir árið 1996 og ákvörðun þarf að liggja fyrir fljótlega um hvort bætt verður við flugvél í millilandaflotanna á vormánuðum 1996. „Ef við ætlum að taka þátt í þeirri aukningu sem við sjáum framundan í flutningum bæði í Evrópu og til Bandaríkjanna þá verðum að bæta við okkur vél,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða á fundi með blaðamönnum í gær. Hann sagði að fyrst og fremst værí horft til þess að leigja vél en fyrir eru 7 millilandavélar í flotan- um. Forráðamenn Flugleiða lýstu á aðalfundinum þeim umskiptum sem urðu á rekstri félagsins. Hagnaður ársins 1994 varð samtals 624 millj- ónir en þar af var rekstrarhagnaður 304 milljónir en söluhagnaður 320 milljónir. Heildarveltan nam alls um 14,7 milljörðum og hafði aukist um 10,5% á milli ára. A sama tíma jókst almennur rekstrarkostnaður um 7,2%. Þetta má rekja til þess að farþegum félagsins fjölgaði um 23% árið 1994 og sætanýting batnaði um 4,3 prósentustig. Framleiðni hefur vaxið um 33% frá 1990 Sigurður Helgason, forstjóri, skýrði m.a. frá því að með bættri nýtingu á afkastagetu félagsins samhliða sparnaðaraðgerðum hefði framleiðni starfsfólks Flugleiða aukist um 33% frá árinu 1990 en á síðastliðnum tveimur árum hefði framleiðni aukist um 27%. „Þegar horft er til þess hve launakostnaður er stórt hlutfall af heildarkostnaði fyrirtækisins er ljóst að þessi fram- leiðniaukning er ein af meginfor- sendum betri afkomu," sagði Sig- urður. Undir lok ræðu sinnar vék hann að horfum í rekstri félagsins á þessu ári. „Góðar horfur eru í rekstri Flug- leiða á árinu 1995 og gerir rekstr- aráætlun ársins ráð fyrir hagnaði. Farþegaflutningar á síðasta ári voru þeir mestu í sögu félagsins. Flutn- ingar á fyrstu vikum þessa árs og staða bókana næstu mánuði benda til þess að flutningar félagsins á þessu ári verði enn meiri. Nýting á afkastagetu félagsins er enn að batna því aukning í flutningum mun að mestu verða utan háannatímans þar sem afkastageta þess er nær fullnýtt yfír sumarmánuðina. Það má segja að heimamarkaður sé því sem næst fullmettaður. Is- lendingar ferðast nú þegar meira með flugi en flestar aðrar þjóðir. Við eigum enn vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu, einkum á sumrin, en félagið verður að tryggja nýtingu tækja og vinnuafls utan aðal ferða- mannatímans með því að leita inn á nýja markaði." Fram kom á fundi með blaða- mönnum að Flugleiðir bíða eftir leyfí frá kanadískum yfírvöldum fyrir að he§a flug til Halifax í Kanada. Sig- urður sagði að góðar líkur væru á því leyfí fengist á næstu vikum. Hins vegar gæti flug á þennan áfangastað hafist í fyrsta lagi vorið 1996 og yrðu þá fárnar tvær ferðir á viku fyrst í stað. Gert væri ráð fyrir að um 70% farþega á þessari leið yrðu evrópskir ferðamenn á leið til Kanada. Þá væri auk þess mark- aður í Winnipeg og nágrenni þar sem fólk af íslenskum ættum er búsett. Hingað til hefði verið nokkr- um erfiðleikum bundið fyrir þetta fólk að ferðast til íslands. BIRKIR Baldvinsson, athafna- maður sem haft hefur umsvif í Lúxemborg, seldi sl. þriðjudag um helming hlutabréfa sinna í Flug- ' leiðum að nafnvirði 23 milljónir á genginu 1,74. Kaupandi bréfanna var Kaupþing hf. Birkir keypti hlutabréf í Flug- leiðum í september árið 1993 að 50 milljóna tap innanlandsflugs Afkoma innanlandsflugs Flug- leiða batnaði verulega á árinu 1994, farþegum fjölgaði, tekjur jukust og kostnaður lækkaði. Þó tókst ekki að snúa tapi í hagnað. Hins vegar er framlegð af rekstrinum upp í fastan kostnað. Á aðalfundinum var ekki greint nánar frá tapi innan- landsflugsins en Sigurður Helgason, forstjóri, sagði aðspurður á fundi með blaða- og fréttamönnum að tapið yrði nálægt 50 milljónum. Unnið er að endurskipulagningu á rekstri innanlandsflugsins og er gert ráð fyrir áframhaldandi bata á þessu ári. Stjóm Flugleiða ákvað á sl. ári að stefnt skyidi að aðskilnaði rekstrar innanlandsflugsins frá móðurfélaginu og að því verði lokið á árinu 1995. Eigið fé Fiugleiða var um 4,6 milljarðar í árslok og eiginfjárhlut- fall um 21%. Sala flugvélar af gerð- inni Boeing 737-400 til japansks fjárfestingarfyrirtækis í desember styrkti eiginfjárstöðuna töluvert. Fyrirsjáanlegt er að sala vélar af nafnvirði alls um 46 milljónir króna þegar gengi bréfanna var í lágmarki eða rúmlega 1,0. Hluta- bréfaeign hans hefur því hækkað um nálægt 70% á þessu tímabili. Birkir hefur verið fjórði stærsti hluthafi Flugleiða en færist nú niður í tíunda sætið á hluthafalist- anum. sömu gerð í janúar hafi þau áhrif að eiginfjárhlutfallið hækkar í 23% þannig að félagið nálgast óðfluga markmið sitt um 25% hlutfall. „Fjárfesta þarf verulegá í ferðaþjónustu" Hörður Sigurgestsson, stjórnar- formaður Flugleiða, varpaði fram ýmsum spurningum á fundinum um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Hann benti á að ferðaþjónustan hefði skilað um 17 milljörðum í gjaldeyristekjur á sl. ári en gera mætti ráð fyrir að hátt í helmingur þessara gjaldeyristekna komi frá rekstri Flugleiða. Ferðaþjónustan væri nú annar stærsti gjaldeyris- skapandi atvinnuvegur þjóðarinnar með um 11% gjaldeyristekna. „Almennt tel ég að við verðum að gera ráð fyrir því að fjárfesta verulega í ferðaþjónustu á næstu árum til þess að auka vöxt hennar. Þá er ég ekki eingöngu með í huga fjárfestingu t.d. í flugvélakosti held- ur ekki síður í aðstöðu innanlands eins og t.d. í gistiþjónustu en ýmis- legt bendir nú til að margt af þeirri fjárfestingu sem nú er fyrir hendi sé að verða fullnýtt að minnsta kosti yfir háannatímann." Á aðalfundinum var samþykkt að greiða 7% arð af hlutafé. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa þeir Hörður Sigurgestsson, Grétar Br. Kristjánsson, Arni Vil- hjálmsson, Benedikt Sveinsson, Halldór Þór Haildórsson, Haukur Alfreðsson, Indriði Pálsson, Ólafur Ó. Johnson og Páll Þorsteinsson. í varastjóm voru kjörnir þeir Björn Theódórsson, Jón Ingvarsson og Þorgeir Eyjólfsson. Ný stjórn Iðn- þróunarsjóðs Jóhannes Nordal formaður NÝ STJÓRN Iðnþróunarsjóðs hefur verið skipuð af Sighvati Björgvins- syni iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Formaður hennar er Jóhannes Nor- dal fyrrverandi Seðlabankastjóri en aðrir í stjórninni eru Ólafur Davíðs- son ráðuneytisstjóri í forsætisráðu- neytinu og Þorkell Helgason ráðu- neytisstjóri í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu. Skipan hinnar nýju stjórnar helst í hendur við breytingar á eignar- aðild Iðnþróunarsjóðs,_ en hann komst alfarið í eigu Islendinga í fyrri viku þegar síðasti hlutinn af stofnframlagi Norðurlandaþjóð- anna var endurgreiddur. Jafnframt var breytt áherslum í starfi sjóðsins og mun hann nú í auknum mæli sinna nýsköpunarverkefnum. Fimm manna ráðgjafarhópur á að aðstoða stjórnina við að móta stefnu sjóðsins í fjármögnun ný- sköpunarverkefna og fjalla um umsóknir á því sviði. Hópinn skipa: Finnur Sveinbjörnsson skrifstofu- stjóri, Alda Möller matvælafræð- ingur, Gunnar Svavarsson for- stjóri, Gylfi Arnbjörnsson hagfræð- ingur og Snorri Pétursson aðstoð- arframkvæmdastjóri. -----♦------ Endurskoðandi Lindar * Asakanir Ragnars rangar ÁRNI Tómasson, löggiltur endur- skoðandi, segir að ásakanir Ragn- ars Önundarsonar, stjórnarfor- manns Glitnis hf. á hendur honum séu rangar, en Ragnar gerði á aðal- fundi Glitnis að umtalsefni mál annars eignarleigufyrirtækis, Lind- ar, sem hætti rekstri í fyrra þegar Landsbankinn yfirtók eignir þess og skuldir. Ragnar sagði að þegar fréttir um 500 milljón króna eða meira tap Lindar væru bornar saman við yfirlýsingu framkvæmdastjóra Lindar í fyrra og 81 milljón króna stöðu afskriftarreiknings þá yrði ekki hjá því komist að álykta að hin venjulega og fyrirvaralausa áritun löggilts endurskoðanda væri röng. Árni sagði að þessi fullyrðing væri röng. „Ég er undrandi á því að maður í þessarri stöðu skuli vera með svona mikla sleggjudóma á ekki traustari grunni en hann virðist byggja á,“ sagði hann. Árni sagði að fréttir um að uppsafnað tap Lindar nemi 500 milljónum króna eða jafnvel einum milljarði, væru ekki réttar. Hann væri hins vegar ekki í aðstöðu til að ræða fjármál Lindar í smáatriðum, vegna þess að hann væri bundinn trúnaði. Birkir selur hlutabréf Ný fjárfestingarskrifstofa stofnuð Skref íleitað erlendu fé GENGIÐ hefur verið frá stofnun sérstakrar fjárfestingarskrifstofu viðskiptaráðuneytis og Útflutnings- ráðs sem á að hefja markvisst átak til að kynna erlendum aðilum mögu- leika til fjárfestinga hér á Iandi. „Þetta er að sjálfsögðu löngu tímabær ákvörðun," sagði Sighvat- ur Björgvinsson viðskiptaráðherra á kynningarfundi nýverið. Hann sagði að Islendingar hefðu reist múra til varnar innrás erlendra auðmanna inn í landið, en þegar múrarnir hafí að endingu fallið með inngöngu ís- lands í Evrópska efnahagssvæðið „sáu menn að fyrir utan var ekkert nema endalaust Atlantshafíð“. Nú gerðu menn sér ljóst að það þyrfti fylgja fordæmi annarra þjóða við að laða að erlenda fjárfesta og stofn- un fjárfestingarskrifstofunnar væri fyrsta skrefið í átt til þess. Til skrifstofunnar munu renna 15 milljónir króna sem ríkið fær í arð frá Norræna fjárfestingarbank- anum. Skrifstofan starfar sjálfstætt innan Útflutningsráðs, en hlutverk hennar er meðal annars að safna upplýsingum varða möguleika er- lendra aðila til að fjárfesta hér á landi og láta þeim í té nauðsynlega aðstoð. I verkefnisstjóm fjárfesting- arskrifstofu starfa þrír menn, en formaður hennar er Halldór J. Krist- jánsson, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Stjórnarformaður Olís Irving veittur forgangur OLÍS kvíðir ekki aukinni samkeppni á oiíumarkaðnum eftir áratuga rík- isafskipti, en ákveðin stjórnvöld virðast ætla að veita kanadíska fyr- irtækinu Irving Oil forgang í sam- keppninni með fyrirgreiðslu og hafa þverbrotið allt sem heitir jafnræðis- regla, sagði Gísli Baldur Garðars- son, stjómarformaður Olís á aðal- fundi félagsins í gær. Gísli Baldur sagði að staðan á markaðnum væri óvissari nú en áður hefði þekkst, en það stafaði ekki aðeins af hugsanlegri innkomu Irving á markaðinn. Aukin harka hefði færst í samkeppni íslensku olíufélaganna, sérstaklega í sölu olíu til fiskiskipa. Heildarsala Olís á fljótandi elds- neyti jókst um 2,5% í fyrra og fyrir- tækið hafði 28,2% markaðshlut- deild, sem var aukning um eitt pró- sentustig frá fyrra ári. Gengi hluta- bréfa í félaginu hækkaði á árinu og var arðsemi hluthafa á árinu 37,7%, sem er sérstaklega ánægjuleg þró- un, sagði Einar Benediktsson for- stjóri Olís á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.