Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 17 ÚRVERINU IS hf. tvöfaldaði loðnufrystmgu SH með minna magn en í fyrra LOÐNUFRYSTINGU er að öllum líkindum lokið á þessari vertíð þó einhverjir framleiðendur bindi enn vonir við vestangöngu. íslenskar sjávarafurðir hafa fryst ríflega tvö- falt meira magn af loðnu í ár en í fyrra eða 9.300 tonn en Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna nokkru minna en á síðustu vertíð eða 9.900 tonn. íslenskar sjávarafurðir frystu 4.500 tonn af loðnu árið 1994. Teit- ur Gylfason hjá ÍS segir að rekja megi þessa miklu aukningu til þriggja þátta: Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum hafi gengið til liðs við ÍS á þessum vetri, Borgey hf. á Höfn í Homafírði hafí tvöfaldað sína framleiðslu á milli ára og ÍS hafí selt fyrir nokkur frystiskip sem hafa fryst samanlagt yfir 1.000 tonn af loðnu. Að sögn Teits eru 9.300 tonn þó minna magn en menn gerðu sér vonir um í upphafí. Hann kveðst engu að síður vera bærilega sáttur miðað við aðstæður. „Vertíðin fór illa af stað. Síðan hafa menn verið að beijast við átuvandamál og smá- an hæng í afla. Að mínu mati er þetta því eftir atvikum nokkuð gott þó svo við hefðum náttúrulega vilj- að vera með meira.“ Vinnslustöðin er stærsti fram- leiðandinn sem ÍS hefur á sínum snærum, hefur fryst 2.300 tonn af loðnu á vertíðinni. Borgey gefur henni reyndar lítið eftir en hátt í 2.100 tonn hafa verið fryst þar. Sjólastöðin hf. í Hafnarfirði er síðan í þriðja sæti með 700 tonn en þar hefur orðið mikil aukning á milli ára. Þá eru nokkrir aðilar með 400 tonn, þeirra á meðal Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar hf. en þar á bæ var framleiðslan einungis 70 tonn í fyrra. Teitur segir að hrognatakan hafi farið mjög kröftuglega af stað og mikil framleiðsla sé í gangi. ÍS seldi um 700 tonn af loðnuhrognum á síðasta ári en, að sögn Teits, er veruleg aukning fyrirsjáanleg í ár; þykir honum ekki fjarri lagi að framleiðslan fari yfir 2.000 tonn. Loðnan smærri en í fyrra Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna frysti um 12.200 tonn af loðnu í fyrra sem er 2.300 tonnum meira en í ár. Halldór Eyjólfsson hjá SH segir að ástæðan fyrir samdrættin- um sé fyrst og fremst sú að Sölu- miðstöðin hafi Vinnslustöðina ekki lengur í sínum röðum. Burtséð frá því sé þetta hins vegar minna magn en búist hafí verið við. „Vertíðin gekk mjög illa en mikil áta í loðn- unni setti stórt strik í reikninginn." Halldór segir að loðnan hafí ver- ið mun smærri á þessari vertíð en í fyrra. Þá hafi tæpur helmingur hennar komist í verðmætasta stærðarflokkinn en einungis 10% nú. „Þessi náttúrulegu skilyrði hafa valdið verðlækkun til sjómanna og framleiðenda miðað við síðasta ár. Þá vilja neytendur í Japan helst stærri loðnuna, þannig að þessi skilyrði eru alis ekki nógu hagstæð fyrir markaðinn.“ Isfélagið hf. í Vestmannaeyjum hefur fryst mest á vegum SH á vertíðinni eða tæp 2.300 tonn. Grandi hf. kemur næstur með tæp 1.700 tonn og Hraðfrystihús Eski- fjarðar hf. og Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hafa fryst yfir 1.000 tonn hvor aðili. Að sögn Halldórs gengur hrogna- taka ágætlega en SH bindur vonir við að geta framleitt 4.500 tonn af loðnuhrognum í ár sem er 500 tonnum meira en árið 1994. Halldór segir þó of snemmt að segja til um hvort það takist. r?- % rý v ': 'y" ;K:. 'A' -4 JZntíony 9-íopkitis (eiíqir ‘WiíLiam Ludíow ofursta. í Bernum Iq/nntist Hann fiörmungum styrjaída. Semfadirféffifiann að yjafda þess. ANTUONY HOPKINS AIDAN QUINN I.EGENUS o) Úthlutun styrks úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr Nýlega var úthlutað styrk úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr. Tilgangur sjóðsins er samkvæmt stofnskrá: Að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræði, byggingariðnaðar og skipasmíða. Úthlutað var styrk að upphæð 2 millj- ónir króna til smíði á frumgerð GECA-pressu. Þeir sem standa að þessu verkefni eru verkfræðingarnir Edgar Guðmundsson, Kristján Már Sigurjónsson, Pálmi R. Pálmason og Sigurður Sigfússon, auk tveggja finnskra verkfræðinga og sérfræðinga í framleiðslu sementsbundinna spónaplatna. Samstarfshópurinn telur að hugmyndin feli í sér mikla möguleika fyrir uppbyggingu og þróun á sviði véla- og byggingariðnaðar á íslandi. Þeir lýsa verkefninu á eftirfarandi hátt: Markmið: Finna upp einfalt og ódýrt byggingarkerfi, sem gæti orðið samkeppnishæft á mörk- uðum í miðlungsþróuðum og vanþróuðum ríkjum, enda falli kerfiö vel að tækni og verkkunn- áttu sem flestra þjóða. í kjölfarið fylgi svo útflutningur íslenskrar tækniþekkingar og framleiðslu ásamt þróunarvinnu, markaðs- og sölustarfsemi. Grunnhugmyndin: Að þróa verk- smiðju til þess að framleiöa ódýr smáhýsi. Hin svonefnda GECA- lausn er sára einfalt byggingar- kerfi, byggt á holplötueiningum úr trjákurli eða úrgangsjurtaleifum og blöndu af sementi og vatni. Blandan er sett í sérstaka GECA- pressu og samtímis pressuninni er blandan hert með því að nota C02 (koldíoxíð). Herslan tekur að eins 4 til 5 mín. þar eð koldí- oxíðinu verður þrýst inn í efna- blönduna. Venjubundin hersla þessara efna tekur hins vegar 8 til 10 klst. Holplatan verður steypt í sérstakri kjarnapressu. ( reynd verður um að ræða tvær pressur: - Lárétta flatarpressu, sem sam- tímis getur pressað bæði ofan og neðan frá. - Kjarnapressu, sem hráefnið umlykur, og sett er milli flata ytri pressunnar. Sérstaða kerf- isins er fólgin i þessari kjarna- pressu. Holplatan: Hver plata verður 2,4 x 6 m, 200 mm þykk, úr tveimur samsíða 20 mm þykkum plötum sem tengdar eru 20 mm þykkum þverveggjum á 400 mm bili eftir endilangri plötunni. Allt verður þetta steypt í einu lagi og þannig að „normalásar", jafnt í ytri flöt- um sem í þverveggjum holplöt- unnar, haldast óbreyttir meðan á herslunni stendur. Fyrstu skrefin: Þróun, smíði og prófanir á frumgerð GECA- kjarnapressu, svo unnt verði að steypa marktækar holplötuein- ingar til frekari prófana m.t.t. byggingarkerfis, en þekking og tækni varðandi t.d. sements- bundnar spónaplötur er mikil og þegar þróuð, m.a. af Finnum. Framleiðslan: GECA-smáhýsin (35 fm) verða mjög einföld að allri gerð. T.d. verður ein og sama gerð holplatna notuð í gólf, veggi og þak. Bílkrana má nota til þess að reisa húsið og sagað verður úr fyrir gluggum og dyrum á staðn- um. Verð á fullbúnu GECA-húsi yrði nú í Chile um USD 5.500, en þar af félli um helmingur á þá þætti sem hér um ræðir. Laus- lega áætlað mun holplötuverk- smiðja sem byggist á GECA - kerfinu kosta um 1,5 milljarð ÍSK, en í einni slíkri verksmiðju mætti framleiða holplötur í allt að 15.000 hús á ári. Möguleikar: GECA-kerfisins eru í fyrstu háðir því að niðurstöður þróunar og prófunar kjarna- pressunnar reynist jákvæðar. Frekari þróun hugmyndarinnar um kerfið felst í hönnun og smíði fullkominnar GECA-pressu, u.þ.b. 2,4 x 6 m að stærð, þar sem unnt væri að steypa holplöt- ur í fullri stærð til ítarlegra próf- ana. Smíði vélbúnaðar í GECA- einingarhúsaverksmiðju væri kjörið verkefni fyrir ýmsar vél- smiðjur á íslandi, því öll nauðsyn- leg þekking og tæki eru hér fyrir hendi. Hugmyndir okkar hafa þegar verið kynntar hugsanlegum samstarfsaðilum. Markaður fyrir hlutfallslega ódýr hús í miðlungi þróuðum og vanþróuðum ríkjum er nánast ótæmandi, en sam- kvæmt upplýsingum frá Chile er gert ráð fyrir að þörf fyrir slík smáhýsi verði um 100.000 hús á ári næstu árin eða áratugina, en líklega um 2 milljónir húsa á ári í allri Suður-Ameríku. Möguleikar íslendinga tengjast alhliða verkfræði- og skipulags- vinnu varðandi framleiðslu og flutningaferli, uppbyggingu íbúð- arsvæða og skipulag húsagerðar, auk prófana og aðlögunar sér- stakra húsagerða að mismun- andi aðstæðum, fjármögnunar- og fjárstreymisathuganir o.fl. Loks má nefna möguleika á nýt- ingu holplatnanna í alls kyns mannvirki, svo sem í margnota steypumót, í innveggi og e.t.v. fjölþættari notkun í iðnríkjum. Ludvig Storr Næstu skref: Eins og áður hefur komið fram er smíði frumgerðar og fyrstu prófanir á GECA- kjarnapressunni lykill að hag- kvæmri smíði holplatna eftir GECA kerfinu. Frumgerðin, u.þ.b. 0,6 x 0,7 m að stærð, er nú i smíðum hjá Stálsmíði Bjarna Harðarsonar á Flúðum. Á næstu mánuðum fara svo fyrstu prófanir fram og væntanlega betrumbæt- ur á pressunni. Menningar- og framfara- sjóður Ludvigs Storr var formlega stofnaður árið 1979 og er í vörslu Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.