Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 23 væðing hjá Reykjavíkurborg" barst borgaryfirvöldum hefur mikið írafár gripið um sig í borgarstjómarflokki Sjálfstæðisflokksins. Reynir nú hver sem betur getur að útskýra að í rauninni sé þetta ekki greinargerðin sem fyrrverandi minnihluti var að biðja um sl. vor heldur einhver allt önnur. Engin heildarskýrsla sé til. Þar að auki hafí engin ástæða verið til að sýna þessa greinargerð þar sem þetta hafí í raun verið pólitísk vinna, unnin fyrir borgarstjóra af nokkurs konar pólitískum aðstoðar- manni hans sem vildi frekar vera verktaki en borgarstarfsmaður. Það er ekki öll vitleysan eins og greinilega til of mikils mælst af sjálfstæðismönnunum að þeir séu sjálfum sér samkvæmir og hafi sæmilega samræmdan málflutning. Póiitískur aðstoðarmaður eða faglegur ráðgjafi? Skoðum örlítið röksemdir sjálf- stæðismanna. í fyrsta lagi fóru borgarfulltrúar fyrrverandi minnihluta aldrei fram á neina heildarskýrslu. Þeir fóru aðeins fram á að fá upp í hendum- ar einhvér gögn eða greinargerðir sem gæfí einhvern vitnisburð um þá ráðgjafavinnu sem unnin var fyrir 2,7 milljónir króna og sem, samkvæmt reikningum frá ráðgjaf- anum, var seld út sem tímavinna fyrir „ráðgjöf vegna einkavæðing- ar.“ I öðm lagi kom það aldrei fram að Markús Örn Antonsson hefði ráðið sér pólitískan aðstoðarmann. Það er seinni tíma söguskýring og sem slík er hún fróðleg fyrir margra hluta sakir. Þegar ég kom til starfa í ráðhúsinu fékk ég samþykki borg- arráðs fyrir því að ráða mér pólitísk- an aðstoðarmann og fékk bágt fyrir hjá sjálfstæðismönnum sem höfðu háðuleg orð um að ég hefði ekki þrek til að gegna starfínu upp á eigin spýtur. Nú játa þeir, í örvænt- ingu sinni, að hafa sjálfír haft þenn- an háttinn á en það átti bara enginn að vita það. Sumir gera allt í felum. Hvemig er hægt að taka mark á svona fólki? Feluleiknum er lokið. Ef vinna Ingu Jónu Þórðardóttur var aðkeypt pólitísk aðstoð við borg- arstjóra þá var hún siðlaus vegna þess að hún var ekki gerð opinber fyrr en með eftirgrennslan þáver- andi minnihluta. Ef þetta var aðkeypt sérfræði- vinna sem lýtur að stefnumörkun í borgarmálum, þá var hún líka sið- laus vegna þess að hún stóð yfír í heilt ár án þess að nokkurn tíman væri gerð grein fyrir henni né boðið upp á pólitíska umræðu um eðli hennar né umfang. Ólíkt hafast menn að, því núverandi meirihluti Reykjavíkurlistans leggur áherslu á að slíkri vinnu ljúki með skýrslu eða greinargerð sem allir borgarfulltrú- ar hafí jafnan aðgang að og geti því tekið til pólitískrar umræðu ef þeir svo kjósa. Nægir í því sam- bandi að nefna skýrslu Stefáns Jóns Hafstein um stjórnsýslu í ráðhúsi, úttekt Endurskoðunarskrifstou Sig- urðar Stefánssonar á fjárhagsstöðu borgarinnar, úttekt Ráðs h.f. á sam- skiptum Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur og væntanlegar tillögur ráðgjafafyrir- tækisins Hagvangs um breytingar á stjómkerfi borgarinnar. Núverandi meirihluti Reykjavík- urlistans í Borgarstjórn Reykjavíkur hefur tekið upp opin, lýðræðisleg og nútímaleg vinnubrögð í borgar- kerfinu. Við höfum ekkert að fela og þar af leiðandi ekkert að óttast. Við þomm að takast á við erfíða pólitíska umræðu. Það sama verður hins vegar ekki sagt um sjálfstæðis- menn sem gerðu engan greinarmun á flokkskerfínu og borgarkerfínu og vaða nú elginn í örvæntingar- fullri sjálfsréttlætingu. Eftir stendur þetta: Skýrslan var til, hún er komin fram og sjálfstæð- ismenn em margsaga í málinu. Þeir skulda borgarfulltrúum og borg- arbúum skýringu á orðum sínum og gerðum. Sffiö Oa»' iVis*su : Ml il jepP1 A^ÖrUW oainatso F á grind;ssa °9 ^ jepp' und'r ^e^^Kara s\gveW' .»uU söttíigaW-.w- jeðurUk'- drifinn rðivvU fefoz3 59íra,r,6««a'16 95 he stofl " 6 ára ryö"arnar2 Sta&9'eW ^orrr'UU á götuna FAXAFENI 8 • SÍMI 91- 685870 Höfundur cr borgarsljóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.