Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 27 JMfevpntfrlfifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STAÐANIKENN- ARADEILUNNI RÍKIÐ HAFNAÐI í fyrradag gagntilboði kennara. Samn- inganefnd ríkisins mat það svo að tilboðið fæli í sér litla sem enga tilslökun frá upphaflegum kröfum. Fjármála- ráðherra sagði það algerlega úr takt við launabreytingar á almennum vinnumarkaði og færa viðræðurnar nánast á byijunarreit. Það blæs því ekki byrlega um lausn á þessu verkfalli, sem staðið hefur í fjórar vikur og farið er að kreppa að flestum heimilum í landinu. Ekki er um það deilt að kennarar, sem gegna ábyrgðar- miklu og krefjandi starfi, eigi réttmætar kröfur til nokk- urra kjarabóta. A hinn bóginn verða þeir — og aðrar starfs- stéttir - að taka mið af þeim efnahagsveruleika, sem við blasir í samfélaginu. Þeir geta ekki vænst þess, eins og mál horfa við í dag, að ná fram kröfum, sem eru algeríega úr takt við launaþróun annarra starfsstétta. Verkfall kennara bitnar ekki verst á viðsemjanda þeirra, ríkinu, heldur heimilum, börnum og unglingum á skóla- aldri. „Verkfallið er alvarlegt brot á rétti barna,“ segir foreldri í grein hér í blaðinu í fyrradag. „Ef foreldrar senda ekki börn sín í skóla grípa yfirvöld í taumana. Hvað segir umboðsmaður barna um þetta mál? Er ekki kominn tími til að leysa málin?“ Þessum spurningum ættu báðir samn- ingsaðilar að velta alvarlega fyrir sér. Það blasir við öllum sem sjá vilja að ekki eru launapóli- tískar forsendur í dag fyrir lausn verkfallsins á þeim nót- um, sem gagntilboð kennara geymir. Enginn getur séð fyrir, hvort viðhorf verða önnur hjá ríkisstjórn að kosning- um loknum, en staðan í þjóðarbúskapnum verður trúlega söm eða svipuð. Það sýnist því allra tap að halda þessari deilu í þeim harða hnút fram á sumar, sem hún hefur ver- ið hnýtt í. Nú er mál að hörku linni og siglt verði í sátta- höfn. Því fyrr því betra. RÉTT VIÐBRÖGÐ í VERKTAKAMÁLUM FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra hefur fallizt á til- lögur starfshóps um útboðsstefnu ríkisins, sem skilaði skýrslu í síðustu viku. Meðal tillagna starfshópsins er að teknar verði upp þær vinnureglur hjá hinu opinbera að verktakar, sem skulda opinber gjöld, verði útilokaðir frá því að gera tilboð í opinberar framkvaemdir. Jafnframt leggur hópurinn til að gripið verði til aðgerða gegn svokallaðri gerviverktöku, þ.e. þegar vinnuveitandi gerir verktakasamning við starfsmann sinn í stað launa- samnings, þótt um almennan starfsmann sé að ræða. Lagt er til að ríkið bendi fyrirtækjum, sem það semur við, á að gerviverktaka sé óheimil. Hvort tveggja eru þetta rétt viðbrögð við athæfi, sem færztrhefur í vöxt á undanförnum árum. Annars vegar er algengt að verktakar skuldi opinber gjöld, komist jafnvel í þrot en rísi fljótlega upp að nýju með nýtt nafn og nýja kennitölu, eins og fjármálaráðherra gerði að umtalsefni fyrir skömmu. Þetta veldur því auðvitað að fyrirtæki, sem standa í skilum, standa verr að vígi í samkeppni við skuss- ana, til dæmis varðandi tilboð í opinberar framkvæmdir. Um gerviverktöku gegnir svipuðu máli. Hún er stunduð í ótrúlega víðtækum mæli. Um 18.000 manns vinna sam- kvæmt verktakasamningum, og er ólíklegt að störf þeirra allra falli undir undirverktöku. Launagreiðer.dur krefjast þess oft að starfsmenn þeirra geri verktakasamning til þess að losna við að greiða launaskatt og önnur launatengd gjöld. Oft komast þeir upp með þetta í skjóli slæms atvinnu- ástands. Jafnframt sækjast sumir launamenn eftir verktakasam- bandi við vinnuveitanda sinn, þar sem það gerir þeim kleift að fá frádrátt frá tekjuskatti. Slíkt er hins vegar oft skamm- góður vermir, því að „verktakarnir" njóta ekki lífeyrisrétt- inda, samningsbundins uppsagnarfrests eða ýmissa annarra réttinda launþega. Þótt ríkinu takist að grípa til aðgerða gegn gerviverk- töku þegar um útboð opinberra framkvæmda er að ræða, er erfitt að ná tökum á henni á almennum markaði. Til lengri tíma litið er hófleg skattheimta af einstaklingum og fyrirtækjum rétta leiðin, því að þar með er dregið úr líkum á því að menn freistist til að svindla á kerfinu. Reynslan sýnir að óhóflegir skattar stuðla að skattsvikum og undan- skotum og er þetta dæmi engin undantekning. SAMNINGAR HAFNIR í GRÁLÚÐUDEILU KANADA OG EVRÓPUSAMBANDSINS BROTTFOR TOGARAN S MERKIUM VOPNAHLÉ Miðpunktur grálúðustríðs Kanada og Evrópu- sambandsins hefur færst frá Nýfundnalandi til samningaborðsins í Brussel. Guðmundur Sv. Hermannsson fylgdist með í St. John’s þegar spænski togarinn Estai létti akkerum. BRIAN Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, bendir á svæðið þar sem spænski togarinn Estai var tekinn að grálúðuveiðum utan við landhelgi Kanada fyrir viku. Kona í fyrsta sinn kosin í stjóm heildarsamtaka bænda Ný andlit talin bæta ímyndina ARI Teitsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka íslands, á tali við Álfhildi Ólafsdóttur frá Akri, sem kosin var í stjórn Bændasamtak- anna í fyrrakvöld, en hún er fyrsta konan sem hlýtur kosningu í stjórn heildarsamtaka bænda hér á landi. SPÆNSKI togarinn Estai hefur verið einskonar tákn deilna Kanada og Evrópu- sambandsins vegna grá- lúðuveiða skammt utan fískveiði- lögsögu Kanada. Því var það greini- legt merki um að einhvers konar vopnahlé væri komið á þegar Estai lagði á miðvikudagskvöld af stað frá St. John’s í 10 daga siglingu þvert yfír Atlantshafið áleiðis til heimahafnar í Vigo á Spáni. Áður höfðu eigendur skipsins Iagt fram rúmlega 20 milljóna króna tryggingu og þá samþykktu kanadísk stjómvöld að sleppa tog- aranum. Eigendur Estai höfðu áður sagt að þeir myndu ekki leggja fram tryggingu þar sem þeir viður- kenndu ekki rétt Kanada til að taka togarann. Lögmaður eigendanna sagði á miðvikudagskvöld að þeir hefðu ekki skipt um skoðun varð- andi lögmæti töku skipsins, en þetta væri skásta lausnin svo sjómennirn- ir og skipið gætu hafið veiðar á ný sem fyrst. Áhöfn Estai hefur verið hersetin af fjölmiðlum frá því á sunnudag en nokkir tugir fréttamanna frá Evrópu og Kanada hafa fylgst með lúðustríðinu í St. John’s. Spænsku sjómönnunum þótti greini- Iega ekki leitt að yfírgefa St. John’s. Þeir voru í há- tíðarskapi þegar þeir komu um borð og skáluðu í hvít- víni og átu sardínur. íbúar St. John’s voru ekki eins glaðlegir þar sem þeir söfnuðust saman á hafnarbakkanum í nepjunni. Friðsamleg brottför Talið er að um 6.000 manns hafi tekið á móti Estai á sunnudag en aðeins nokkrir tugir fylgdust með brottför skipsins. Fólk byijaði að safnast saman upp úr klukkan 19 að staðartíma því búist var við að skipið legði af stað skömmu síð- ar. Brottförin dróst nokkuð og það var ekki fyrr en um klukkan 21.30 sem landfestar voru leystar. Þá hafði fækkað talsvert á hafn- arbakkanum og fréttamenn voru líklega í meirihluta. Allt fór frið- samlega fram og spænsku sjómenn- irnir stóðu við borðstokkinn og veif- uðu meðan skipið seig frá bryggj- unni en fengu lítil viðbrögð úr landi. Drápstæki í sjónum Spænsku sjómennirnir þvertóku fyrir að hafa staðið með óeðlilegum hætti að grálúðuveiðunum á Mikla banka. í gærmorgun kom skipið Zandvoort til St. John’s með trollið sem talið er að áhöfn Estai hafí skorið aftan úr skipinu í eltinga- leiknum við kanadíska varðbáta í síðustu viku. Fiskveiðieftirlitsmenn í St. John’s staðfestu með mælingum að trollið væri með 115 millimetra möskva og klæddan poka með 80 millimetra möskva að auki, en Norðvestur-Atlantshafsnefndin, NAFO, sem stjórnar fískveiðum á þessu svæði, hefur ákveðið að lág- marksmöskvastærð sé 130 milli- metrar. Eftir að hafa skoðað trollið virð- ist ómögulegt að nokkur fískur, sem í því lenti, hafi getað sloppið út. í pokanum mátti enn sjá smáfísk, á stærð við murtu, fastan í möskvun- um og kallamir á bryggjunni hristu höfuðið og sögðu að netið væri glæpsamlegt drápstæki. Dr. Leslie Harris, sem hefur rannsakað þróun físki- stofna í Norðvestur-Atl- antshafi, skoðaði trollið í gær og segir að það sé venjulegt veiðarfæri spænska togara við grá- lúðuveiðar. Hann segist raunar hafa séð þéttriðnari poka um borð í spænskum togara. „Fyrir hálfum mánuði sendi út- gerðarmaður á Nýfundnalandi tvo togara til að kanna ástandið á grá- lúðumiðunum. Ég talaði við annan skipstjórann og hann sagði mér að ef notað væri löglegt troll með 135 millimetra möskvum myndi nánast engin grálúða fást. Ef eitthvað ætti að fást yrði að nota 115 milli- metra troll með klæddum poka. Og miðað við aflann í Estai hefur skip- stjórinn verið sannspár," sagði Harris. Kanadísk stjórnvöld hafa fullyrt að megnið af afla Estai sé ókyn- þroska smáfiskur. Spænsku sjó- mennirnir sögðu að eðlilegt væri að uppistaða aflans væri 4 ára físk- ur því stærri kynþroska fiskurinn væri nær botni þangað sem veiðar- færi næðu ekki. En Harris segir það ekki rétt; stóra grálúðu sé ein- faldlega ekki að fínna. Fiskur í fréttum Fiskur hefur sjálfsagt ekki oft verið jafn oft og mikið í fréttum í Kanada og um þessar mundir, en grálúðustríðið hefur eðlilega verið aðalfrétt allra fjölmiðla dag eftir dag. Brian Tobin sjávarútvegsráð- herra Kanada hefur leikið þar aðal- hlutverk og í fréttaviðtölum í gær sagðist hann bjartsýnn á að hægt yrði að komast að niðurstöðu í samningaviðræðum við Evrópu- sambandið, sem hófust í Brussel í gær, þótt þær viðræður yrðu mjög erfiðar. í sjónvarpsviðtali í gær sagði hann að aðalmarkmið Kanada í við- ræðunum í Brussel væri að ná fram einföldum bindandi vemdunarregl- um um veiðar á úthöfunum og eftir- lit með þeim, sem hægt væri að framfylgja með viðurlögum. Ekki væri lengur nóg að þjóðir gefí inn- antómar yfírlýsingar um vemdun- armarkmið og tala fjálglega um verndun náttúrunnar þegar þær stunduðu í raun veiðar í úthöfunum með aðferðum sem útrýmdu fiski- stofnum. „Ég held að þessar samningavið- ræður verði mjög erfiðar. Þessi deila hefur varpað nýju ljósi á físk- veiðivandann, hvort sem um er að ræða fiskistofna við Kanadastrend- ur eða annarstaðar. Hún hefur opn- að augu fólks fyrir því að hræðileg- ir hlutir eru að gerast í höfunum. Hver físktegundin á fætur annarri er að hverfa og ef mannkynið tekur ekki á þessu máli og setur reglur um nýtingu stofnanna munum við einn dag vakna og uppgötva okkur til skelfíngar að þessi auðlind er ekki til lengur," sagði Tobin í viðtal- inu. Ævíntýramennska Þótt aðgerðir kanadískra stjórn- valda njóti mikils stuðnings á Ný- fundnalandi eru ekki allir jafn sann- færðir um ágæti þeirra. í leiðara stærsta blaðs Kanada, The Globe and Mail, í gær er Kanadastjórn gagnrýnd fyrir óðagot og sagt að þar sem víða um heim sé litið á töku Estai á úthafínu sem sjórán geti slík hegðun varpað skugga á orðstír Kanada sem sáttasemjara stríðandi þjóða. Slíkri ævintýra- mennsku verði að linna þótt ef til vill hafí hún í þessu tilfelli leitt til við- ræðna sem gætu síðan leitt af sér umbætur. Einnig segir í leiðaran- um að hefðu Kanadamenn tekið fleiri skip á Mikla banka hefðu þeir ekki getað reitt sig á stuðning ann- arra þjóða, ekki einu sinni Banda- ríkjamanna. Og slíkar aðgerðir myndu hafa sett fordæmi, ef það fordæmi hafí ekki þegar verið sett með töku Estai, fyrir aðrar fisk- veiðiþjóðir til að grípa til svipaðra aðgerða, ef til vill í eigingjarnari tilgangi en að vernda náttúruauð- lindir. The Globe and Mail minnir á að Kanadamenn hafí langt frá því hreinan skjöld varðandi ofveiði og beri sjálfir mesta ábyrgð á því að fiskistofnanir í Norðaustur-Atlants- hafi eru horfnir, því mest af veið- inni hafí verið innan kanadískrar landhelgi. En dr. Leslie Harris segir, að rekja megi upphaf ofveiðinnar til sjöunda áratugarins þegar fjöl- margar Evrópuþjóðir, auk Kanada- manna, veiddu nánast stjómlaust á þessu svæði. Ofveiði og útrýming Eftir að Kanada færði fískveiði- lögsögu sína út í 200 mílur var mótuð stefna um veiðar innan lög- sögunnar, sem byggði á ákveðnum útreikningum og átti að tryggja viðhald fiskistofnanna. Hins vegar var gagnaöflun áfátt og því var niðurstaða útreikninganna röng, að sögn Harris. „í kringum 1985 sáu vísinda- menn að fískistofnamir stækkuðu ekki, heldur minnkuðu. Þeir lögðu til að veiðiheimildir yrðu minnkaðar verulega en stjómvöld voru treg til því þau höfðu hvatt fískimenn til að kaupa nýja báta og fiskvinnslur til að endurnýja verksmiðjur í kjöl- far þess að landhelgin var færð út. Því var ég skipaður formaður vinnuhóps til að fara yfír útreikn- ingana í þeirri von að þeir væru rangir og enn væri nóg af físki, en niðurstaða okkar staðfesti útreikn- inga vísindamannanna um veralega ofveiði," sagði Harris. Veiðikvótarnir vora minnkaðir í kjölfarið, en Harris segir að það hafí sennilega verið of seint. „Og þegar ákveðið var að stöðva þorsk- veiðar innan landhelginnar hélt er- lendi fískveiðiflotinn, einkum Spán- verjar og Portúgalir, áfram að veiða rétt utan landhelginnar og sinntu engu um veiðikvóta sem NAFO setti. NAFO setti síðan núllkvóta á þorsk fyrir 5 árum en Spánveijar mótmæltu því, settu sér eigin kvóta og héldu áfram að veiða með þéttriðnum trollum. Loks skrifuðu þeir undir samkomulag um að hætta þorskveiðum og fóru að veiða aðrar tegundir, eink- um grálúðu. Og nú er sama sagan að endurtaka sig því á síðustu 2-3 árum hefur grálúðustofninn smám saman verið að eyðast upp. Það er nánast ekkert eftir nema smáfísk- ur,“ sagði Harris. Nú er í gildi algert veiðibann á Norðvestur-Atlantshafi á þorski, ýsu, karfa, lúðu og fleiri botnfisk- tegundum. Nokkrir fískimenn veiða skötusel og skötu, sem ekki eru undir veiðistjórnun. Aðrir reyna að veiða makríl og síld og loðnuveiði var til skamms tíma ábatasöm, en síðustu þijár vertíðar hafa brugð- ist. Því hafa sjávarútvegur og fisk- vinnsla á Nýfundnalandi nánast hranið og sjómenn lifa að mestu á opinberam styrkjum. Sameining Stéttarsam- bandsins og Búnaðarfé- lagsins í ný heildarsam- tök markar tímamót í sögu bændahreyfíngar- innar. í samantekt Halls Þorsteinssonar kemur fram að helstu mál sam- takanna á næstunni snú- ast um milliríkjasamn- inga og að fínna lausn á bráðavanda sauðfjár- ræktarinnar. KONA var í fyrsta sinn kos- in í stjórn samtaka bænda hér á landi þegar Álfhildur Ólafsdóttir, Akri, Vopnafjarðarhreppi, var kosin í stjóm Bændasamtaka íslands í fyrrakvöld. Álfhildur var á sínum tíma aðstoðarmaður landbúnaðar- ráðherra í ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar. Sjö manna stjóm samtakanna skipa auk Álfhildar og Ara Teits- sonar, sem kosinn var formaður, Þórólfur Sveinsson, Feijubakka II í Borgarhreppi, Guðbjartur Gunn- arsson, Hjarðarfelli í Miklaholts- hreppi, Pétur Helgason, Hranastöð- um í Eyjafjarðarsveit, Hrafnkell Karlsson, Hrauni í Grímsneshreppi, og Hörður Harðarson, Laxárdal í Gnúpveij ahreppi. Haukur umdeildur Eins og gfeint var frá í Morgun- blaðinu í gær var Ari Teitsson kos- inn formaður Bændasamtaka ís- lands með 22 atkvæðum af 39, en Haukur Halldórsson, fyrram for- maður Stéttarsambands bænda, hlaut 16 atkvæði í kosningunni. Haukur, sem var formaður Stétt- arsambandsins frá árinu 1987 þar til það sameinaðist Búnaðarfélagi íslands í hin nýju bændasamtök um síðustu áramót, var af mörgum tal- inn líklegur í formannsstólinn, en nokkuð er liðið síðan hann lýsti því yfír að hann gæfí kost á sér. Kosn- ing Ara Teitssonar kom því nokkuð á óvart og þá sérstaklega þeim sem standa utan forystusveitar bænda. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hlaut Ari kosningu sem formaður ekki síst vegna þess að meirihluti fulltrúa á Búnaðarþingi er þeirrar skoðunar að ný sameinuð bændasamtök með nýtt nafn þurfi á að halda nýjum andlitum út á við. Þá mun það einnig hafa ráðið nokkru að sauðfjárbændur í röðum fulltrúa á Búnaðarþingi hafa ekki verið allskostar ánægðir með störf Hauks í þágu sauðfjárbænda á þeim þrengingartímum sem greinin gengur nú í gegnum. Finnst þeim að hann hafí helst til of mikið dreg- ið taum hvíta kjötsins svokallaða, þ.e. svínakjöts og kjúklinga, en Haukur situr á Búnaðarþingi sem fulltrúi Félags kjúklingabænda. Framkvæmdastjóri fer með dagleg málefni Stjórn Bændasamtaka íslands mun á næstu dögum ráða fram- kvæmdastjóra sem fara mun með dagleg málefni samtakanna og er talið líklegt að staðan verði aug- lýst. Ari Teitsson hefur lýst því yfir að hann telji æskilegt að fram- kvæmdastjóri samtakanna uppfyllti m.a. þau skilyrði að vera með góða faglega menntun og reynslu í sam- skiptum við ríkisvaldið, auk þess að hafa góða þekkingu á milliríkja- samningum á borð við GATT-samn- ingana. Ekki era margir sem uppfylla þessi skilyrði, en þeirra á meðal er Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, og hafa augu manna því einna helst beinst að honum sem verðandi framkvæmdastjóra Bændasamtaka íslands. Verulegar breytingar framundan Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, er fæddur á Brún í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 13. mars 1943. Hann er nú bóndi að Hrísum í Reykjadal og héraðs- ráðunautur Búnaðarfélags Suður- Þingeyinga. Að loknu landsprófí fór Ari í Bændaskólann á Hvanneyri og síðar í búvísindadeildina á Hvanneyri, en þaðan lauk hann prófi 1973, og hefur hann verið héraðsráðunautur síðan. Eiginkona Ara er Elín Magnúsdóttir frá Birki- hlíð í Reykholtsdal. Ari hefur um árabil verið í forystusveit bænda, og síðustu árin hefur hann verið í stjórn Stéttarsambands bænda. - í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Ari telja að ný samtök bænda og ný forysta muni frekar örva enn frekar þá breyttu ímynd sem hann segir bændasamtökin hafa öðlast undanfarin ár. Þá sé þetta einnig vísbending um vilja bænda landsins sem hafí hvatt mjög til sameiningar Stéttarsambands bænda og Búnað- arfélags íslands í ein samtök. Aðspurður um hvort þessi breyt- ing nái einungis til yfírbyggingar bændasamtakanna eða líka til grun- neininganna sagði Ari að gert væri ráð fyrir verulegri breytingu sem fælist í því að búgreinafélögin muni í ríkari mæli taka við stjórn kjara- mála sinna, þ.e. sölumála og verð- lagningu. „Þetta er þegar orðið í mjög mikl- um mæli í sumum búgreinum, og gert er ráð fyrir að þetta þróist enn frekar í þá átt. Hlutverk heildar- samtakanna verður því meira fag- legs eðlis og til samræmingar held- ur en að minnsta kosti Stéttarsam- bandið var áður.“ Leysa þarf bráðavanda sauðfjárræktar Ari segir að helstu verkefnjfc. Bændasamtaka íslands í nánustu framtíð verði að fylgja eftir og að- stoða landbúnaðarráðuneytið og utanríkisráðuneytið eftir föngum við að fullgera það sem þarf til að milliríkjasamningar gangi eins og til var ætlast. „Þá verðum við með einhveijum hætti að leysa úr bráðavanda sauðfjárræktarinnar, sem ræddur verður á yfírstandandi Búnaðar- þingi. Þar er vandamálið stærst og fjölmennasti hópurinn sem á í erfíð- leikum, en einnig era mjög miklir erfiðleikar í garðyrkju og loðdýra- rækt. Síðan hefur verið talað um ajjj^ þessi sameining bændasamtakanna og aukin tengsl við búnaðaram- böndin ættu að geta gefið bændum meiri möguleika á að nýta sér fag- lega þekkingu. Tíminn verður auð- vitað að leiða í ljós hvað verður, en menn mega ekki gleyma því að það er nú einu sinni svo að allur atvinnu- rekstur byggir á framforam fag- lega. Við verðum því að vera dug- legir við að uppfræða bænduma um það hvemig þeir geti bætt sinn rekstur. Fagleg uppbygging situr á hakanum Við verðum auðvitað að viður- kenna það að þeir erfiðleikar sem fylgt hafa samdrætti geta vissulega leitt til þess að menn fara að horfa á reksturinn frá degi til dags með tilheyrandi fjármálaáhyggjum, þannig að fagleg uppbygging situr kannski svolítið á hakanum." Lítil endumýjun hefur orðið í bændastétt undanfarin ár og miss- eri vegna samdráttar á búvöru- markaði, og segir Ari greinilegt að erfíðleikar því fylgjandi hafi fælt ungt fólk frá því að hefja búskap sem fyrirsjáanlega sé erfíður. „Til lengri tíma litið er þetta dauðadómur fyrir bændastéttina, en þetta er hins vegar ekki bara mál stéttarinnar heldur þjóðarinnar í heild. Spurningin er hvort hún vilji hafa hér landbúnað, en ef þann- ig verður búið að honum að engin nýliðun verður, verður hér enginn landbúnaður í framtíðinni," sagði ' Ari Teitsson. Áhöfn Estai skálaði í hvítvíni SKIPVERJAR um borð í Estai, sem er nú á leið til Spánar eftir að útgerðin greiddi tryggingarfé. Búist er við að skipverjunum verði fagnað sem þjóðhetjum við komuna til heimahafnar. Búist við erfiðum við- ræðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.