Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 39 FRETTIR Leyniveldið Stasi DAVID H. Childs, pró- fessor við Nottingham University á Englandi, flytur laugardaginn 18. mars erindi á sam- eiginlegum hádegis- verðarfundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Arsal Hótel Sögu. í erindinu, Leyniveldið Stasi, mun hann fjalla um njósnaveldi fyrrum kommúnistastjórnar Austur-Þýskalands. Salurinn verður opnað- ur kl. 12. David H. Childs er breskur fræðimaður sem hefur getið sér frægð fyrir yfirgripsmikla þekk- ingu á njósnavefum leynilögregl- unnar Stasi sem teygðu sig um all- an hinn vestræna heim. Hann hefur þaulkannað feril leyniþjónustunnar, sem skipulega vann að því að grafa undan stoðum lýðræðisins. Stasi festi klær sínar í tugum þúsunda nytsamra einstaklinga ut- an A-Þýskalands og lét þá njósna fyrir sig. Nú liggja fyrir gögn um að hún hafi ráðið nokkra íslendinga í þjónustu sína og verið á höttunum eftir mörgum öðrum. Stasi hafði um 100. þúsund fasta starfsmenn og hafði aðgang að 250 þúsund trúnað- armönnum og uppljóstrurum í A- Þýskalandi. Væntanleg er bók frá Childs um njósnir, mannrán og hryðjuverk Stasi um víða veröld. Childs er fæddur í september 1933 í Bol- ton í Englandi. Hann lauk BSc-gráðu í hag- fræði frá London Uni- versity árið 1956 og doktorsgráðu frá sama skóla 1962. Hann stundaði framhalds- nám við háskólann í Hamborg þar sem hann lagði stund á þýska sagnfræði. Prófessor- inn skrifar að staðaldri greinar í kunn bresk dagblöð, s.s. The Times og Independent. Hann hefur skrifað mikinn fjölda bóka og má t.d. nefna GDR Moscow’s German Alley, Ger- many since 1918, Marx and the Marxist, East Germany to the 1990’s, Germany on the Road til Unity. Auk þess fjölda ritgerða í safnrit og fræðitímarit. Það verður mjög forvitnilegt að hlusta á fyrirlestur prófessorsins hjá samtökunum um starfsemi Stasi. Sjálfur varð hann fyrir barðinu á Stasi, sem njósnaði um hann með hjálp erindreka úr hópi starfsfélaga Childs í breskum menntastofnunum. Að fyrirlestrinum loknum verða pallborðsumræður en þar munu sitja fyrir svörum David H. Childs, Þór Whitehead prófessor og Árni Snæv- arr fréttamaður. David H. Childs ■ í TILEFNI komandi alþingis- kosninga stendur Málfundafélag alþjóðasinna fyrir ráðstefnu með titlinum Kreppan í íslenskum stjórnmálum laugardaginn 18. mars á Vatnsstíg 10 (f MÍR-sal). Á dag- skrá: Kl. 13-15 fræðsluerindi um efnahag og stjórnmál (félagsmála- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, fá- tækt og auðlindakreppa, fjárstreymi, hneyksli og kreppur, Mexíkó, Bar- ings-bankinn, NATÓ). Frummælend- ur eru Einar Valur Ingimundarson, umhverfisverkfræðingur og Sigur- laug S. Gunnlaugsdóttir, verka- kona, Framsókn. Kl. 16-18 málfund- ur: Stjórnmál að baki alþingiskosn- inganna; kennaraverkfallið og árásir á menntakerfið varða allt vinnandi ■ fólk, kreppa verkalýðshreyfingarinn- ar, jafnrétti, mannréttindi, atlagan að almennri heilsugæslu. Frummæl- endur eru Ólöf Andrea Proppé, nemi MR, Gylfi Páll Hersir, verka- maður, Dagsbrún, og Ólafur Grétar Kristjánsson, kennari, KÍ. í tengsl- um við ráðstefnuna halda Ungir sósíalistar kynningarfund sunnudag 19. mars kl. 14 á Klapparstíg 26. 2. hæð. ■ HINN árlegi Patreksdagur er föstudaginn 17. mars. Að venju munu Patreksfirðingar gera sér dagamun í tilefni dagsins. Þetta er í fjórða skiptið sem haldið er upp á þennan merkisdag Patreksfirðinga og fara umsvifin vaxandr með hverju árinu. Flestar verslanir á svæðinu verða með tilboð og uppákomur og öllum börnum bæjarins er boðið end- urgjaldslaust í bíó. Um kvöldið er opið hús í Félags- heimili Patreksfjarðar þar sem sýndir verða munir handverksfólks og safnara, einnig verður kvöldvaka með leik, söng og spili. Kvöldinu lýk- ur svo með írskri krárstemmningu. Lista og menningamefnd Vest- urbyggðar sér um skipulagningu dagsins en alls eru þetta um 20 versl- anir og fyrirtæki ásamt listamönnum sem taka höndum saman. ■ FRÆÐSL UFUNDUR á vegum UFN (Ungdom och Fritid i Nord- en) verður haldinn föstudaginn 17. mars í Hinu húsinu kl. 13.30. Fund- urinn er opinn ölluin Samfésuram og öðra áhugasömu fólki um æsku- lýðsmál. Fundurinn er haldinn í tengslum við stjórnarfund UFN hér á landi. Á fundinum munu stjórnar- menn UFN gera grein fyrir helstu nýjungum í æskulýðsmálum í sínu heimalandi. Auk þess mun fram- kvæmdastjóri UFN og Evrópusam- bands félagsmiðstöðva ræða um samstarf Norðurlanda og Evrópu í æskulýðsmálum. Fundurinn fer fram á dönsku, norsku og sænsku, auk þess verður boðið upp á túlkun verði þess óskað. ■ FYRRUM skiptinemar AFS standa fyrir Salsasveiflu í kvöld, föstudagskvöld, á veitingahúsinu Deja vú í Bankastræti. Kolumbíski plötusnúðurinn Nelson Aaraque sér um að skemmta gestum með suður- amerískri tónlist og verður gestum boðinn suðrænn sólardrykkur. Húsið verður opnað kl. 21 og miðaverð er 500 kronur. Allir sem áhuga hafa á suðrænni sveiflu eru boðnir velkomn- ir. ■ KVENFÉLA GIÐ Hrönn heldur kökubasar í Kringlunni á morgun, laugardaginn 18. mars, kl. 10-16. Félagskonur í kvenfélaginu Hrönn era konur skipstjómarmanna á kaup- skipum. Þær senda öllum sjómönnum á farskipum, sem eru úti fyrir jólin, jólapakka fyrir hver jól og styrkja ýmislegt annað sem tengist starfi sjómanna. ® HYUnORI SDNATA STÓR GLÆSILEGUR EÐALVAGN • 5 gíra • 2000 cc -139 hestöfl • Vökva- og veltistýri • Rafdrifhar rúður og speglar • SamLesing • Styrktarbitar í hurðum • Útvarp, segulband og 4 hátalarar Ódýrasti bíllinn í sínum flokki HYUNDAI V0LV0 F0RD T0Y0TA MMC S0NATA 850 M0NDE0 CARINA GALANT RÚMTAK VÉLAR 1997 cc 1984 cc 1988 cc 1998 cc 1997 cc HESTÖFL 139 143 136 133 137 LENGD/mm 4700 4670 4481 4530 4620 BREIDD/mm 1770 1760 1747 1695 1730 HJÓLAHAF/mm 2700 2670 2704 2580 2635 VERÐ siálfsk. 1.739.000 2.448.000 2.016.000 1.829.000 2.180.000 á mun betra verði en sambærilegir bílar Verð frá 1.598.000 kr. á götuna! BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR ÁRMÚLA 13 • SÍMI 568 12 00 • BEINN SÍMI 553 12 36 mmmammmmmmmmmmmmmmm NET ÞJONUSTA NYHERJA Internet þjónusta Nýherja er sniðin að þörfum jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Hvort sem þú vilt tengjast fastri tengingu, hringja inn frá einmenningstölvu eða auglýsa á Internet með heimasíðu þá rflf. höfum við lausn fýrir þig! Við kynnum Internet þjónustu Nýherja í verslun okkar í Skaftahlíð 24 ð* tyf laugardaginn 18. mars á eftirfarandi tímum: 10:15 til 11:00, 11:15 til 12:00, ÞIG ÁVÆNGJUM ALLAN ÚEIM ! 12:15 til 13:00 og 13:15 til 14:00. Við minnum einnig á Internet námskeið tölvuskólans okkar, Nánari upplýsingar fást í símum 569 7769 og 569 7770. NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU Á HEIMASÍÐU NÝHERJA: http://www.ibm.is/ NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI S69 7700 Allttifskrefi ti uiultin ÉBP io-eoo-Ta vjs / ninoq s snouv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.