Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ II / ÁKANS S V SN'krOí?. y ° r— 0 í SNOS J T- S i í l © |i 1 r/Y V/J. 7 t Tl 'iVI v pib ~ T1 copenhaoan O1»4 PAWS. INC7D.*mtju1«d by Un<ver*«l Pr«*» Syn*c»i« ffiMPAVfö 1O-ur'*''- Æ "~"r| Tommi og Jenni Ljóska „Vertu svo vænn,“ endurtók Óliver, „mig langar í meira.“ Hann gat sagt það...hann var ekki með dall uppi í sér ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Innleiða þarf virka samkeppni milli lífeyrissjóða Frá Jóhanni Indriðasyni: FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráð- herra hafði framsögu á opnum fundi í Valhöll í síðustu viku. Hann segir að áður en tekin verða skref til auk- ins valfrelsis og aukinnar samkeppni milli lífeyrissjóða, sé nauðsynlegt að koma starfandi sjóðum á traustan grunn. Svona málflutningur hjá frammá- mönnum þjóðfélagsins og ráðherra, vekur mann upp úr lognmollunni og fæ ég ekki orða bundist. Einn framsögumanna, kona (man ekki nafnið), segir það skammarlegt að stjórnmálamenn skuli ekki hafa komið í gegnum þingið löggjöf um iífeyrissjóðakerfið. Tek ég undir þessi orð og segi ennfremur, að þetta sé siðlaust ábyrgðarleysi. Ég undur- ritaður er í lífeyrissjóði sem Skjöldur heitir og tók til starfa 1. janúar 1958 eða 12 árum á undan hinum almennu lífeyrissjóðum verkalýðsfé- laganna. Ávöxtun fjár var neikvæð á þessu tímabili, eða til ársins 1980. En það má segja að þetta hafi verið til góðs hjá þeim sjóðsfélögum sem notuðu sér útlán sjóðsins. í samning- um 1976 var gert ráð fyrir að endur- skoða lífeyrissjóðakerfi landsmanna og áttu tillögur að liggja fyrir innan 3ja ára, en það gekk ekki eftir. Það liðu 13 ár þar til tillögur voru lagðar fyrir ríkisstjórn og raunhæfar að- gerðir eru enn ekki í augsýn. Gerð hefur verið tryggingafræðileg at- hugun á fjárhag Skjaldar, miðað við árslok 1991. Útkoma var 40% lækk- un á lífeyrinum. Hvað finnst ráð- herra um þessa útkomu? Það þarf meiri samkeppni, mun svarið vera. Framhaldið hjá Friðrik var að þegar fjárhagsgrunnur almenna lífeyris- sjóðakerfisins er farinn að teljast viðunandi, þá sé mikilvægt að und- irbúa vel, ákveðin og markviss skref, í þá átt að auka valfrelsi einstakl- inga í lífeyrissparnaði og innleiða virka samkeppni milli lífeyrissjóða. Þarna töluðu hagfræðingar og stærðfræðingar, sem allir töluðu um sjóðina í fleirtölu en ég hef heyrt að þeir séu um 200 talsins. Enginn þessara fræðinga minntist á auð- veldustu og sjálfsögðustu leiðina, einn lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn. Þegar menn eru 65 ára ætti að leysa þá frá störfum og fengju þeir þá þær lífeyrisgreiðslur sem þeir og vinnuveitendur eru búnir að greiða inn á, gegnum 40-50 ára starf. Þó launamunur sé mikill, þá þurfum við alveg sama lífeyri til að lifa af. Það skiftir ekki máli hvort við erum götusóparar eða ráðherrar. Þessi landssjóður þyrfti að greiða 60-80 þúsund kr. á mánuði til hvers einasta landsmanns, miðað við nú- verandi gildi krónunnar, síðan gætu þeir, sem meira vilja, haft sinn eigin sjóð. Nú, þegar kosningar fara í hönd, vil ég gera þetta að kosningamáli og þar sem sjálfstæðismenn voru nú einu sinni að brydda á þessu máli, langar mig að gera þeim tilboð: Takið þessa tillögu mína og vinn- ið að henni á viðunandi hátt. Leggið hana fram sem kosningamál með forgang og skuldbindið ykkur til að ganga frá þessu máli strax á næsta vetri. Á móti skal ég kjósa Sjálfstæð- isflokkinn í fyrsta sinn á ævinni. Þetta tilboð er að sjálfsögðu opið fyrir aðra flokka. JÓHANN INDRIÐASON, Garðatorgi 17, Garðabæ. Athugasemd við „Rabb“ í Lesbók Frá Sóleyju Jónsdóttur: GUÐRÚN Egilson skrifar „Nokkur orð um orð“ í „Rabbi“ Lesbókar Morgunblaðsins hinn 4. marz sl. í bytjun skrifanna segir hún: „í upp- hafi var orðið í biblíunni,“ og sé sú staðhæfing tekin bókstaflega hafa orðin öðlazt merkingu og tilgang á undan manninum. Þeir, sem lagt hafa stund á mannfræði og svipaðar visindagreinar, munu sjálfsagt ekki taka þessa kenningu góða og gilda, enda sannað mál, að maðurinn hafði ráfað um jörðina alllengi, áður en hann gat klætt hugsun sína í búning orða.“ Tilvitnun lýkur. Þarna misskilur frú Guðrún alger- lega biblíutextann, sem hún er að vitna til. í þessum texta Biblíunnar er ekki verið að tala um orð, heldur ORÐIÐ. Á þessu tvennu er mikill munur, og miklu hefði nú verið betra, ef frú Guðrún hefði gert sér grein fyrir því, áður en hún fór að semja skrifin. Biblíutextinn er þannig: „í upphafí var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.“ (Jóhannes- arguðspjall 1. kafli, 1. vers.) í biblíu- þýðingunni frá 1981 er „Orðið" skrif- að með stórum staf. Benda vil ég einnig á það, að í 14. versi ! sama kafla stendur: „Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika." Sjá má af þessu, að Orð- ið merkir Jesúm, son Guðs, sem einn- ig er Guð eins og Guð faðirinn, sbr. 18. versið, en þar stendur: „Enginn hefir nokkum tíma séð Guð. Sonur- inn eini, Guð, sem er í faðmi föður- ins, hann hefir birt hann.“ Og í Opin- berunarbókinni 19:13 er Jesús nefnd- ur „Orðið Guðs“ Allar biblíutilvitnan- ir eru úr þýðingunni frá 1981. Viðvíkjandi orðum, þ.e. orðunum í mæltu máli, segir Biblían, að Guð hafi gefið manninum málið, 2. Mós- esbók 4:11. Sennilega hafa fyrstu orð mannsins verið sögð, þegar hann „gaf nafn öllum fénaðinum og fugl- um loftsins og öllum dýrum merkur- innar.“ 1. Mósesbók 2:20. Það sem Guðs orð, Biblían, kennir er sannleik- ur. Kær kveðja. SÓLEY JÓHANNSDÓTTIR, Hafnarstræti 63, Akureyri. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.