Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bókin um SKÖGRRDV 5?1Ð er komin í bóknverslnnir Plak&t í M -fylglr bóklnnl. '€kf» 990,? Tilboðsverð Kvikmyndin um HÚGÓ er sýnd í Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. j Skjaidborg ÁRMÚLA 23 SÍMI 588-2400 • FAX 588-8994 I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakkir til Eyfirðinga 25 NEMENDUR Garð- yrkjuskóla ríkisins ásamt þremur kennurum sóttu Akureyrarbæ heim dagana- 9.-13. mars. Ýmis fyrir- tæki og stofnanir sem vinna að umhverfis- og garðyrkjumálum í bæjar- félaginu voru heimsótt. Móttökurnar sem við feng- um voru hreint frábærar. Sama á hvaða stað var komið. Sérstakar þakkir fær Árni Steinar Jóhanns- son, umhverfisstjóri Akur- eyrarbæjar, fyrir gestrisn- ina. Við heimsóttum Gróðr- arstöðina Kjarna og gróðr- arstöðina á Grísarási í Eyjafjarðarsveit, Lysti- garðinn, Náttúrustofnun, Sjávarútvegsdeild HÍ, Gúmmívinnsluna, Úr- vinnsluna, Endurvinnsluna og Skipulags- og tækni- deildir Akureyrarbæjar. Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri þökkum við fyrir afnotin af húsnæði þeirra, Galtalæk. Kvöldsund ÉG VAR svo glöð fyrir hönd unga fólksins okkar þegar ég sá frétt í sjón- varpinu að nú gætu þau synt á kvöldin við tónlist. Eg var á 17. ári þegar höllin var opnuð 1937 og fyrir stríð var sennilega um helgar opið á kvöldin með tónlist og mislitum ljóskösturum, og það var mjög vinsælt þá. Ég sé það fyrir mér í mínum huga eins og það hafi verið í bíómynd. Sennilega hefur því verið hætt þegar breski herinn kom. Ég var að rifja það upp með vinkonu minni og við munum báðar hvað þetta var vinsælt. Og ég vildi óska að þessu yrði haldið áfram. Birna Tapað/fundið Armband tapaðist GULLARMBAND með múrsteinsmynstri tapaðist í miðbænum sl. laugar- dagskvöld eða við Há- skólabíó sl. sunnudags- kvöld. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 13379. Fundarlaun. Armband tapaðist HVÍTAGULLSARM- BAND tapaðist í eða við Borgarleikhúsið sl. sunnu- dagskvöld. Finnandi vin- samlega hafi samband í síma 51608. Birna. Kjólar í poka töpuðust TVEIR svartir kjólar í hvítum poka töpuðust í Kringlunni á bilinu frá kl. 16-18 sl. þriðjudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 667341. COSPER MAMMA! Jón elskar mig ekki lengur. Hann neitar að fara út með ruslið. BRIDS )J rti s J 8 H 0 II A m . t'áll A r n a r s o n VESTUR spilar út spaða- tvisti (þriðja hæsta í lit makkers) gegn þremur gröndum suðurs: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ G4 4 Á76 ♦ Á3 4 ÁKG1054 Vestur Austur 4 4 Suður 4 D97 4 KG103 ♦ D109 4 986 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 lauf 1 spadi 1 grand Pass Pass 3 grönd Pass Pass Austur tekur fysta slaginn á spaðakóng og spilar smáum spaða til baka. Blind- ur fær slaginn á gosann og sagnhafi leggur næst niður laufás. Ekkert merkilegt gerist. Hvemig á suður að naldá áfrátti? Best ér að táka næst á laufkóng. Sagtthafi er eHH á llfi þótt drottttlngin skili sér ekki. Hann spilar næst hjarta á gosann og er að vonast eftir legu af þessum toga: Norður 4 G4 4 Á76 ♦ Á3 4 ÁKG1054 Vestur Austur 4 1062 4 ÁK853 4 942 llllll * 085 ♦ K872 111111 ♦ G654 4 D73 4 2 Suður 4 D97 4 KG103 ♦ D109 4 986 Eftir að hafa tekið slagina flóra á hjarta, spilar suður sig út á spaða. Austur tekur þar þrjá slagi, en verður svo að spila tígli frá gosanum. Það er einfalt mál að hitta í tígulinn, því austur á tæp- lega _ tígulkóng til viðbótar við ÁK í spaða og hjarta- drottningu. Þá hefði hann opnað í byijun. LEIÐRÉTT Ekki féll niður í frétt á blaðsíðu 4 í Morgunblaðinu í gær er rætt við Þorstein Svörfuð Stefánsson lækni á Land- spítalanum og í síðustu málsgrein féll niður orðið „ekki“. Rétt er setningin svona: „Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvað gerist ef unglingar eða böm fá svona eitrun af því að kaupa og neyta þess sem þeir telja vera áfengi af einhveijum sem hafa ekki til þess leyfi að selja það. Þess vegna er nauðsynlegt að vara fólk við því að drekka vökva sem þeir vita ekki hver er.“ Dans I frétt í Morgunblaðinu í gær um danskeppni um helgina var misskilningur í sambandi við tvo dansara, sem hlutu 3. sæti í keppni 12 til 13 ára með fijálsri aðferð. Eðvarð Þór Gísla- son dansaði við Ástu Láru Jónsdóttur. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeig- endur beðnir afsökunar. Víkveiji skrifar... KUNNINGI Víkverja ekur vestur Borgartún og upp Skúlagötu á leið til vinnu nánast á hveijum degi. Oft hefur honum blöskrað hvernig „svínað" hefur verið fyrir hann af Snorrabraut- inni gagnvart Skúlagötunni og í síðustu viku gat hann ekki iengur á sér setið og tók til sinna ráða. Hann byijaði á því að hringja í lögregluna og benda henni á hvernig ekið væri af Snorrabraut- inni og porti lögreglustöðvarinnar beint inn á Skúlagötuna þrátt fyr- ir biðskyldumerki við girðingu lög- reglustöðvarinnar. Lögreglan þekkti vandann en benti ökumann- inum að hafa samband við borgar- verkfræðing sem og hann gerði. Hann bar sig upp við einn af starfsmönnum umferðardeildar- innar og viti menn, daginn eftir hafði verið sett upp annað bið- skyldumerki hinum megin götunn- ar. Kunningi Víkveija varð að vonum glaður og hafði orð á því að aldrei hefði verið brugðist jafn fljótt og vel við óskum hans í borg- arkerfinu. AÐ er auðheyrt þegar hlustað er á þjóðarsálir útvarpsstöðv- anna að fólk er orðið mjög pirrað á kennaraverkfallinu. í fyrradag komu kennarar loks með gagntil- boð og kviknaði þá vonameisti hjá fólki. En svo kom í fréttum að kennarar hefðu komið lítið til móts við samninganefnd ríkisins og ekki stóð á viðbrögðum fólks. Það hringdi unnvörpum í útvarps- stöðvarnar til að lýsa yfir óánægju sinni með viðhorf samninganefnd- ar kennara. Ef ekki tekst að leysa deiluna um helgina er hætta á að skólastarf þessa vetrar sé að engu orðið. xxx VÍKVERJI veit mörg dæmi þess að unglingar séu fyrir löngu hættir að læra. Margir hafa snúið sólarhringnum við, vaka fram eftir aiiri nóttu og sofa fram yfir hádegi. Víkveiji heyrði góða sögu af tíu ára dreng. Hann vakn- aði af martröð um miðja nótt og þegar foreldrarnir spurðu hvað væri eiginlega að sagði drengur- inn: „Mig dreymdi að það væri búið að leysa kennaradeiluna!" xxx MIKIÐ er Víkveiji orðinn leiður á þeim neikvæða tón sem er í handboltanum nú um stundir. Allir hafa fylgst með deilunum um dómarana og eru orðnir leiðir á því máli. Og síðast í fyrradag var formaður handknattleiksdeildar Vals að gera úr því mál að fyrsta úrslitaleiknum milli Vals og KA var frestað vegna þess að seinkun varð á oddaleik Víkings og KA vegna veðurs. Ef Víkveija mis- minnir ekki hafa Valsmenn verið harðastir allra að reyna að fá leikj- um liðsins frestað vegna Evrópu- leikja. Þessi mótmæli nú koma því úr hörðustu átt. Það er skoðun Víkveija að á næsta ársþingi Handknattleiks- sambands Islands þurfi að fara fram hreinskilnar umræður um stöðu handboltans. Það þarf að hreinsa andrúmsloftið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.