Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 22
22 B FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HORFT ofan á veðurhjúpinn, sem er úr gagnsæju gleri. Lofthæð upp í mæni er 6,3 metrar, en að flatarmáli er veðuriy'úpurinn 460 ferm. Litla byggingin til vinstri er bilskúr. Ibúðarhúsið er rúmlega 100 fermetrar og er inni í veðurhjúpnum miðjum. Ibúdarhús og garóur nnd- ir veóurhjúp i tHosfeOsbæ morgunoiaoio/ overrir HJÓNIN Ólafur Sigurðsson og Svava Ágústsdóttir. í baksýn má sjá íbúðarhúsið og útlínur veður- hjúpsins, sem eru í smíðum vestan við Hulduhóla í Mosfellsbæ. Ég hef trú á, að þetta sé mjög þægilegt íbúð- arform, segir Olafur Sigurðsson arkitekt. Það er skjólleysið en ^ ekki myrkrið, sem fer ■ -------------------•»- mest í taugarnar á Is- lendingum VIÐ Hjallabrekku í Mosfellsbæ skammt fyrir vestan Hulduhóla er að rísa sérstæð íbúðarbygging. Þar eru að verki hjónin Svava Ágústsdóttir og Ólafur Sigurðsson arkitekt. Utan um íbúðarhúsið, sem verður rúmlega 100 ferm. og á einni hæð, er reistur 460 ferm. veðurhjúpur úr gleri, sem verður yfir 6 metra hár, þar sem hann rís hæst. Veðurhjúpurinn verður því eins og hjálmur utan um íbúð- arhúsið. Undir glerhjálminum verður ennfremur garður, þar sem skiptast á stéttir og stígar annars vegar og hins vegar gróðurbeð með suðrænum plöntum. Vegghæð í veðurhjúpnum verð- ur 3,3 metrar og frá veggjun- um rís mænir með 6,3 metra loft- hæð. Hægt verð- ur að opna mæn- inn í gegnum 24 metra langan glugga en tveggja metra breiðan, til þess að fá vind- blástur inn. Það verður gert með mjög einföldum útbúnaði, sem þekkist hér í flest- um gróðurhúsum. íbúðarhúsið sjálft er mjög hefðbundið. í því verður stofa, sjónvarpsherbergi, svefnherbergi, eldhús og baðher- bergi. Húsið er steypt í hólf og gólf með vikursteyþu og vegna glerbyggingarinnar þarf ekki að einangra það. — Þó að þessi bygging kunni að virðast nýstárleg, þá er hún að mörgu leyti hefðbundin, sagði Ólafur Sigurðsson í viðtali við Morgunblaðið. — Hún verður höfð eins einföld og hægt er til þess að ná niður kostnaði. Undir veður- hjúpinn eru steyptir venjulegir sökklar, sem ná um 20 cm upp úr jörðinni og glerið er sett í þá. Notað verður einfalt gler og burð- argrind fyrir það úr límtré. Ólafur hefur mikla reynslu að baki sem arkitekt. Hann er fædd- ur 1935 og nam arkitektúr í Aach- en í Þýzkalandi, þar sem hann útskrifaðist 1961. Eftir heimkom- una starfaði hann hjá ýmsum aðilum í sjö ár, en stofnaði svo eigin arkitektastofu árið 1970 í félagi við Guðmund Kr. Guð- mundsson arkitekt. Þeir félagar hafa rekið þessa stofu síðan ásamt fleirum undir heitinu Ark- þing hf., og hefur hún nú aðsetur að Þingholtsstræti 27 í Reykjavík. Lóðarerfiðleikar vegna gatnagerðargjalda Ólafur var spurður að því, hvers vegna byggingunni hefði verið valinn staður í Mosfellsbæ og svar- aði hann þá. — Það gekk afar illa að fá lóð undir hana og það er kannski ástæðan fyrir því, að ég er ekki búinn að koma þessari hugmynd í framkvæmd fyrir löngu. Fyrst reyndum við hjónin fyrir okkur í Kópavogi, en það tókst ekki. Síðan fengum við ágæta lóð í Reykjavík, en þegar til kom þá voru gatnagerðargjöldin of há. Borgin krafðist nefnilega gatnagerðargjalda af öllu rúmtak- inu, það er ekki bara af rúmtaki íbúðarhússins, heldur einnig af rúmtaki veðurhjúpsins. Loks reyndum við fyrir okkur í Mosafellsbæ. Þar var viðhorfíð allt annað og gatnagerðargjöld ekki lögð á sérstaklega vegna veður- hjúpsins. Þetta er líka frábær lóð með miklu útsýni bæði til norðurs og vesturs. Esjan og Akrafjallið blasa við. Þarna er óbyggt í kring að kalla og svo verður áfram, eft- ir því sem ég bezt veit. Veðurhjúpurinn verður boðinn út á næstunni, en ætlunin er að koma honum upp fyrir mitt sum- ar. Ólafur var spurður að því, hvort veðurhjúpurinn myndi þola ís- lenzka veðráttu, jafnt storma og slagveður sem vetrarhörkur, þar sem henn er úr gleri? — Það er engin hætta á öðru, segir Ólafur. — Gler er sízt veikara gagnvart áraun vegna veðurs en annað byggingarefni. í þakinu á gler- bygginguni verður 6 millimetra þykkt gler en 5 millimetra í veggj- unum. Bæði veggjum og þaki er skipt niður í rúður og rúðustærðin höfð ekki stærri en svo, að hún þoli bæði rok og rigningu, enda er hún reiknuð nákvæmlega út. Veðurhjúpurinn myndi hins vegar ekki þola áfok frekar en venjulegt gluggagler í húsum. Það þolir ekki áfok. Teikningar fyrir þetta mann- virki voru að sjálfsögðu lagðar fyrir byggingaryfírvöld í Mos- fellsbæ, bæði af íbúðarhúsinu og veðurhjúpnum. — Þau veittu fullt samþykki bæði fyrir veðurhjúpn- um og íbúðarhúsinu, enda hvort tveggja að sjálfsögðu byggt úr viðurkenndum efnum og sam- kvæmt fyrirskipuðum byggingar- stöðlum í samræmi við bygginga- reglugerð, segir Ólafur. — Veður- hjúpnum verður hægt að skipta í minni pláss. Það má vel gera með gagnsæju gluggaplasti, sem verð- ur komið fyrir eins og rúllugardín- um, sem dregnar eru upp og niður eftir þörfum. Á þennan hátt má hólfa veðurhjúpinn niður í her- bergi, þegar hentar. Suðrænn garður — Við hjónin gerum okkur von- ir um að koma upp mjög fallegum garði í veðurhjúpnum og höfum þegar lagt drög að því, hvernig hann á að vera, heldur Ólafur áfram. — Þar byggjum við á hug- myndum okkar, en höfum auk þess fengið til aðstoðar færustu sérfræðinga_ og landslagsarki- tekta, þá Óla Val Hansson og Reyni Vilhjálmsson. Plöntur í þessum garði verða að vera af þeirri gerð, að ekki sæki í þær lús eða önnur skordýr né heldur sveppir eða annar sníkjugróður. Þær mega ekki heldar vera næm- ar fyrir sjúkdómum. En það er til mikill fjöldi af heppilegum og fallegum plöntum af mismunandi gerð, sem velja má úr. Með því að hafa glerbygging- una svona háa, fást mun betri gróðurskilyrði en ella og ætlunin er að rækta einkum tré og runna, sem ættaðir eru frá löndunum í kringum Miðjarðarhaf eða þá frá Suður-Afríku og Ástralíu. — Þetta verður því ekki hitabeltis- gróður heldur plöntur frá tempr- aðri svæðum, segir Ólafur. — Þær geta verið hvort heldur ilmandi eða blómstrandi. Suðrænn gróður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.