Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 B 23 ÞESSI teikning inni í veðurhjúpnum sýnir, hvernig þar verður umhorfs. Þar verða frábær skilyrði til ræktunar á hvers konar suðrænum gróðri. Markaðurinn Fjármögniin íbúóarkaupa Það er mikilvægt að gera ekki ráð fyrir öðrum fjárfestingum eða aukinni neyslu á fyrstu árum eftir íbúðarkaup, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Þann tíma ætti að nota til að borga upp skammtímalán. REYNSLAN hefur sýnt, að greiðslugeta íbúðarkaupenda minnkar með tímanum, sem hlut- fall af launum. Algengt er að fólk geti staðið undir hárri greiðslubyrði á fyrstu árunum eftir kaup. Þegar fram líða stundir koma fleiri þarfir hins vegar til, sem kreflast aukins hluta af greiðslu- getunni. Þar með minnkar það hlut- fall af laununum, sem getur farið til afborgunar af lánum vegna íbúðarkaupa. íbúðakaup ráðast af launum, eig- in fé og lánamöguleikum. Húsbréfa- lán getur numið allt að 65% af matsverði íbúðar. Matsverð notaðr- ar íbúðar er kaupverð hennar en þó aldrei hærra en brunabótamatið. Ibúðarkaupendur þurfa því að fjár- magna a.m.k. 35% af kaupverði íbúðar með öðrum leiðum en hús- bréfalánum. Þeir sem eiga ekki 35% af íbúðarverðinu þurfa því á frekari lánum að halda en hið opinbera húsnæðislánakerfi býður upp á. Algengast er að þá sé um að ræða skammtímalán frá bönkum eða lán frá lífeyrissjóðum ef veð er fyrir hendi. Fasteignaveðbréf Vansliil 11!)() milljónii1 lirona í ffebruarlolc er út af fyrir sig alls ekki svo framandi hér og slíkan gróður má m. a. sjá í garðskálanum í Laugardal. í garðinum okkar þarf að geta frosið, því að sumar plönt- ur þurfa að fijósa til þess að geta blómstrað. Hitinn vandamál — Það eru margt sem verður að taka tillit til, segir Ólafur enn- fremur. — Þó að einhverjum kunni að þykja það skrítið, þá getur hitinn orðið vandamál í veður- hjúpnum en varla kuldinn, því að hér verður sjaldnast svo kalt. En það getur mjög auðveldlega snögghitnað í veðurhjúpnum, þegar hér skiptast á skin og skúr- ir, og sólin brýzt fram. Opnanlegi glugginn í mæni veðurhjúpsins á að bæta úr þessu. Ólafur var spurður að því, hvort hann væri með þessu að brjóta blað í byggingarsögunni og svar- aði hann þá: — Það hafa verið gerðar tilraunir af þessu tagi áður bæði hér á landi og víðar, en þá hefur glerhúsið oftast verið minna. Það er hins vegar nýjung hér á landi, eftir því sem ég bezt veit, að byggja jafn stóra gler- byggingu og þessa utan um íbúð- arhús og heimilisgarðar af því tagi, sem ég ætla mér að koma upp, eru hér örugglega fágætir. En íbúðarhúsið sjálft er á engan hátt óhefðbundið nema þá helzt byggingarefnið. Erlendis hafa víða verið gerðar tilraunir af þessu tagi. í Þýzka- landi hefur t. d. verið reynt að búa í gróðurhúsi, án þess að hafa þar jafnframt yfirbyggt íbúðar- hús og fólk þá nánast búið í tjaldi. En þetta gekk ekki, því að það slagaði svo mikið inni. Margir hafa líka byggt glerhús utan í húsin sín og slík hús eru til hér á landi. Þessi glerbygging mín er að því leyti frábrugðin þeim, að hún nær yfir alla lóðina. Ólafur kveðst álíta, að hús af þessu tagi gætu vel átt eftir að rísa annars staðar hér, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. — En þessi hús eru plássf- rek, segir hann. — Þó að lóðin hjá mér, sem byggja á yfir, sé ekki nema tæpir 500 ferm, þá verður samkvæmt byggingaregl- um að vera að minnsta kosti þrír metrar frá veðurhjúpnum út í lóð- armörk. Lóðin er þá orðin ansi stór eða um 2000 ferm og því helmingi stærri en venjuleg ein- býlishúsalóð. Ef fleiri vilja byggja á þennan hátt, væri hægt að leysa þetta á annan máta og byggja þéttar. Þannig væri ekki óhugsandi, að heil hverfi gætu risið með veður- hjúpum af þessari gerð. í suðræn- um löndum eru húsin gjarnan mjög lítil, oft ekki annað en eld- hús og svefnherbergi, enda dvelst fólk mestmegnis úti. Það tekur t. d. á móti gestum úti og er afar lítið inni. Húsin gætu því vel ver- ið minni en það sem ég er með í smíðum. Ef íbúðarhúsið væri ekki nema 70 fermetrar, mætti minnka veðurhjúpinn um 100 fermetra, án þess að hann yrði hlutfallsle- ega minni en sá, sem ég er að byggja og byggingarkostnaður- inn myndi að sjálfsögðu lækka að sama skapi. Kostnaðaráætlun 18-20 miiy. kr. Kostnaðaráætlunin er 18-20 millj. kr. eða svipuð því og byggt væri 200 ferm einbýlishús. — Þar kostar fermetrinn um 100 þús. kr. í fullbúnu húsi, segir Ólafur. — Fyrir þessa fjárhæð fæst lið- lega 100 ferm íbúðarhús með tvö- földum bílskúr og þessi yfirbyggði garður að auki. Auðvitað er þetta há flárhæð, en ég held, að það fáist, sem til er ætlazt fyrir pen- ingana. Ég hef trú á því, að þetta sé mjög þægilegt íbúðarform og að fólki líði vel í svona húsi. Þeg- ar grannt er skoðað, er það ekki myrkrið heldur skjólleysið, sem fer mest í taugarnar á okkur ís- lendingum. Hér er vissulega um tilraun með nýstárlegt íbúðarform að ræða, en Ólafur kveðst hafa trú á því, að það henti íslendingum mjög vel í afar skjóllausu landi og hann segist vilja gera þessa tilraun á sér og sínum til þess að sýna fram á ágæti byggingarinn- ar. En hvað um markaðsgildi og endursöluverð. — Þar kvíði ég engu, segir Ólaf- ur Sigurðsson að lokum. — Ef vel tekst til, þá er ég ekki í nokkrum vafa um, að margir eigi eftir að fylgja í kjölfarið og sækjast eftir því að búa í svona húsi. Endur- sölugildi þess yrði því hátt og þetta er því góð fjárfesting. Veð- hæfni íbúðarhússins verður ekki minna en annara sambærilegra fasteigna. Það fullnægir t.d. öll- um kröfum um húsbréfalán og fasteignamat þess og glerbygg- ingarinnar mun taka mið af kostnaðarverði. VANSKIL fasteignaveðbréfa 30 daga og eldri voru 1156 millj. kr. í mánaðarlok, sem svarar til 1,83% af höfuðstól fasteignaveð- bréfa. Vanskil höfðu þá lækkað um 311.1 millj. kr. frá mánuðinum á undan, sem er í takt við það, sem búizt hafði verið við og fyrri reynslu. Kemur þetta fram í nýút- komnu fréttabréfi Verðbréfadeild- ar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Utdregin en innleysanleg hús- bréf samtals að innlausnai-verði um 129,6 millj. kr. hafa ekki borizt til innlausnar. Þessi húsbréf bera nú enga vexti né verðbætur, en númer þeirra eru auglýst í hvert sinn, sem útdráttur er auglýstur í samræmi við reglugerð. Enn á sér stað fækkun í inn- komnum umsóknum hjá húsbréfa- deildinni miðað við sama mánuð í fyrra. Fækkunin er í öllum um- sóknarflokkum nema í umsóknum vegna endurbóta. Hugsanlegt er, að óvissa á vinnumarkaði, hafl valdið því, að fólk bíði með fast- eignaviðskipti, þar til ljóst er, hvernig samningar myndu þróast. Þá má gera ráð fyrir, að Greiðslubyrði lækkar í húsbréfakerfinu er miðað við að greiðslugeta vegna íbúðarkaupa geti verið að hámarki allt að 18% af heildarlaunum að jafnaði fyrstu 3 árin eftir kaup. í þeim tilvikum er íbúðarkaupendur þurfa á skammtímalánum að halda vegna kaupanna, þá ætti greiðslubyrðin að minnka er frá líður ef aðrar for- sendur haldast óbreyttar. Sumir ruglast stundum á þessu og halda að húsbréfakerfið geri ráð fyrir að greiðslubyrði íbúðarkaupenda verði allt að 18% af heildarlaunum í 25 ár, þ.e. allan lánstíma húsbréfalán- anna. Algengt er að svo sé ekki. Þannig hefur hins vegar verið fjall- að um greiðsluerfiðleika, sem marg- ir íbúðareigendur eiga nú við að etja. Greiðslubyrði þeirra sem festa kaup á íbúðarhúsnæði með hliðsjón af þeirri ráðgjöf, sem boðið er upp á með greiðslumatinu, ætti að lækka er fram líða stundir. íbúðarkaup Fjölskylda sem hefur 180 þúsund króna mánaðarlaun er talin geta greitt allt að 32 þúsund krónur á mánuði í afborganir af húsnæðis- lánum, samkvæmt húsbréfakerfinu, að teknu tilliti til vaxtabóta. Ef markaðurinn með húsbréf hafi ein- hver áhrif. Meðaltal ávöxtunar- kröfunnar í febrúar 1995 er hærri en á sama tíma í fyrra. Sú krafa, sem gerð var í nýrri flokkum hús- bréfa í febrúar í ár var að meðal- tali 5,85%, en meðaltal ávöxtun- arkröfunnar á sama tíma í fyrra var 74 punktum lægra eða 5,13%. Samkvæmt þessu voru afföllin lægri í febrúar í fyrra en í ár. Það gæti útskýrt fækkun umsókna í endurbótum og í nýbyggingum ein- staklinga og byggingaraðila, en gera má ráð fyrir, að húsbréf vegna slíkra umsókna séu umsvifa- laust seld á markaði með afföllum, en húsbréf vegna eldra húsnæðis geta gengið upp í næstu fasteigna- viðskipti á raunvirði og er þá ekki um nein afföll að ræða. Afföll af í. flokki húsbréfa 1995 voru um 11,39% í upphafi febrúar- mánaðar en voru komin niður í 10,69% í lok mánaðarins. Ávöxtun- arkrafan í þessum flokki hefur því þokazt aðeins niður á við frá því í janúar. í febrúar dró enn úr þeirri bið- röð, sem myndazt hafði, þegar þessi fjölskylda á 1,5 milljónir kr. eigið fé er álitið að hún geti fest kaup á allt að 5,4 milljóna kr. íbúð- arhúsnæði. Þá er miðað við að fjár- mögnun þess sem uppá vantar verði þannig háttað, að húsbréfalán nemi 3,5 milljónum kr. og að 400 þúsund króna skammtíma bankalán verði til 3ja ára. Greiðslubyrðin af þessum lánum yrði að jafnaði um 32 þúsund krónur á mánuði fyrstu 3 árin, að teknu tilliti til vaxtabóta og miðað við núverandi lánskjör. Greiðslubyrði af 3,5 millj. kr. húsbréfaláni er um 21 þúsund krón- ur á mánuði, á föstu verðlagi. Það samsvarar um 12% af heildarlaun- um fjölskyldu sem hefur 180 þús- und króna mánaðarlaun. Þannig er húsbréfakerfið uppbyggt. Reiknað er með, og gengið er útfrá, að greiðslubyrði þeirra sem þurfa á frekara lánsfjármagni að halda en húsbréfalánum lækki með árunum, sem hlutfall af þeim heildarlaunum sem viðkomandi hefur þegar kaup fara fram. Greiðslumat er ráðgjöf Af því dæmi sem hér er tekið sést, að með því að notfæra sér þá ráðgjöf sem felst í greiðslumatinu í húsbréfakerfinu er unnt að gera íbúðarkaup öruggari en ella í flest- um tilvikum. Liklegt er að flestir geti greitt allt að 18% af heildar- launum sínum í afborganir af hús- næðislánum. Þá er hins vegar mikil- vægt að gera ekki ráð fyrir öðrum fjárfestingum eða aukinni neyslu á fyrstu árunum eftir íbúðarkaupin, þ.e. á meðan verið er að borga upp önnur lán en húsbréfalánin ef nauð- synlegt reynist að taka skammtíma- lán vegna kaupanna. Það má kom- ast hjá greiðsluerfiðleikum vegna íbúðarkaupa ef ekkert óvænt gerist eftir að kaup eru ákveðin. beðið var eftir nýjum húsbréfa- flokki og á það við um alla lána- flokka nema endurbætur. Skýring- anna á því, að endurbótaumsóknir safnast upp, getur verið að leita í vinnuganginum við þær. Gert er ráð fýrir, að sótt sé um skulda- bréfaskipti vegna endurbóta áður en farið er út í framkvæmdir eins og á við um aðra lánaflokka í hús- bréfakerfinu. Þegar umsókn hefur verið lögð inn, er farið yfir greiðslugetu umsækjanda og veðhæfni eignar- innar eins og venjulega, en þar að auki er farið yfir áætlun um- sækjanda um kostnað og það hvort verkið fellur undir þau skil- yrði fyrir fyrirgreiðslunni, sem sett eru í reglugerð. Afgreiðslan sjálf fer síðan ekki fram fyrr en eftir að 80% af verkinu er lokið, svo að hún markast af fram- kvæmdahraða umsækjandans að einhveiju leyti. Líklegt er, að þeir sem hyggja á framkvæmdir með vorinu, séu að leggja inn umsókn- ir þessa dagana, í auknum mæli með hækkandi sól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.