Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMAN N A ilbt0miUiikÍ^ 1995 KNATTSPYRNA FÖSTUDAGUR 17. MARZ BLAÐ c Helgi Sigurðsson með draumamark gegn Núrnberg HELGI Sigurðsson skoraði tvö rnörk og lagði upp önnur tvö fyrir varalið Stuttgart, sem gerði gó ða ferð á þriðjudaginn tii NUrnberg, þar sem liðið vann stórsigur, 2:6. „Annar markið mitt var sannkallað draumamark — ég tók knöttinn viðstöðulaust með vinstri fæti rétt fyrir utan vítateig og hamraði knöttinn upp í markhorn- ið," sagði Helgi, sem vonast til með að fá tæki- færi til að leika með Stuttgart gegn Frankfurt á Iaugar dagiun í úr va Isd eil diimi — í Frankfurt. „Ég hitaði stöðugt. upp í leiknum gegn Kaisers- lautern um siðustu helgi, en fékk ekki að koma ínná," sagði Helgi. Dortmund verður fyrir blóðtöku S VISSNESKI landsliðsmaðurinn Stephane Chapuisat hjá Dortmund mun ekki leika meira með Uðinu á keppnistímabilinu. Liðbðnd í vinstra hné hans gáfu sig í gær á æfingu. „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, sem kostar okkur minnst tíu mörk í úrslitabaráttunni í úrvals- deiidinni," sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Ðort- mund. Chapuisat er annar markahæsti leikmað- urinn i Þýskalandi, með tólf mörk. Chapuisat, sem er 25 ára, gerði þriggja ára samning við liðið á dogunum. Tveir fengu að sjá rauða spjaldið og átta það gula Þ AÐ var hart barist þegar Real Zaragoza og Feyenoord áttust við í Zaragoza í Evrópu- keppni bikarhafa í gærkvöldi. Þýski dómarinn Markus Merk hafði mikið að gera — hann rak tvo leikmenn af leikvelli og sýndi átta öðrum leikmönnum gult spjald. Þar i hópi var Spán- verjinn Jesus Garcia Sanjuan, sem fer í leik- bann. Heimamenn, sem hafa ekki tapað á La Romarera-leikvellinum síðan í október 1993, fögnuðu sigri, 2:0, og tryggðu sér sæti í undan- úrslitum. Argentínumaðurinn Juan Esnaider skoraði fyrra markið og Miguel Pardeza það seinna. Leikmenn Feyettoord þoldu ekki mót- lætið — Peter Bosz var rekinn af leikvelli á 85. min. fyrir brot á Oscar Celada og síðan fékk Ungverjinn Jozsef Kiprich reisupassann, eftir að hafa fengið að sjá sitt annað gula spjald. Zaragoza, Arsenal, Chelsea og Sampdoríá eru komin í undanúrslit Evrópukeppni bikar- hafa, en dregið verður í keppninni í dag ásamt UEFA-keppninni, þar sem þýsku liðin Dort- mund og Leverkusen, ásamt ítölsku liðunum Juventus og Parma verða í hattinum. Reuter lan Wright fagnar í Frakklandi Ian Wright, miðherji Arsenal, sem hefur skorað í öllum Evrópu- leikjum í vetur, sést hér fagna marki sínu, 1:0, gegn Auxerre í Evrópukeppni bikarhafa, sem tryggði Lundúnarliðinu sæti í undanúrslitum. Arsenal á inögu- leika að verða fyrsta liðið í 35 ára sögu Evrópukeppni bikar- hafa, til að vinna bikarinn tvö ár í rðð, en sl. keppnistímabil vann liðið Parma i úrslitaleik i Kaup- mannahöfn, 1:0. ¦ Frásögn / C4 KORFUKNATTLEIKUR Skaliagrímsmenn snéru ¦ m w MBM ¦ ¦¦ ¦ ¦ við i Melasvertinni Skallagrímsmenn komust ekki til Njarðvíkur í gær þar sem verður var farið að færast í auk- anna. Þeir lögðu upp frá Borgar- nesi með langferðabifreið klukk- an hálf fjögur, en þegar þeir voru komnir í Melasveitina var færðin orðin það slæm, að ljóst var að þeir myndu aldrei ná til Njarðvík- ur fyrir klukkan átta. „Það var ákveðið að snúa við, enda komnar fréttir um að illfært væri um Hvalfjörð og Kjalarnes," sagði Tómas Holton, leikmaður og þjálfari Skallagrímsmanna, sem komu aftur heim klukkan fimm. „Færðin er fljót að versna, því að rétt áður en við lögðum af stað, kom langferðabifreið til Borgarnesar frá Reykjavík, sem var tvo og hálfan tíma á leiðinni." Skallagrímsmenn tóku létta æfingu í gærkvöldi, til að und- irbúa sig fyrir baráttuna gegn Njarðvík — og tóku þeir sérstak- lega fyrir skot á æfinguhni. Vildu greinilega stylla byssurnar vel fyrir viðureignina við Njarðvík- inga, sem verður í kvöld kl. 20. Þá leika leika einnig Grindavík og Keflavík í undanúrslitum — annar leikur liðanna verður svo á sunnudaginn. Þá verður leikur Skallagríms og Njarðvíkur í Borgarnesi sýndur beint í sjón- varpi. HANDKNATTLEIKUR: KA-MENN SOTTIR HEIM Á AKUREYRI / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.