Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA |Rhnr$nttiiIaM3>> .....nmw KORFUKNATTLEIKUR / NBA lan Wright var hetja Arsenal - segir Logi Jes Kristjánsson sundmaður úr Vestmannaeyjum Sigfús G. Guömundsson skrifar eistaramót íslands í sundi innanhúss hefst í Vest- mannaeyjum í dag. Heimamaðurinn Logi Jes Kristjáns- son þurfti að ferðast í sólarhring til að ná í tæka tíð á mót- ið, en hann stundar nám og æfingar í Arisona í Banda- ríkjunum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann gerði sér vonir um góðan árangur á mótinu. „Ég er vel stemmdur fyrir mótið og það er virkilega gaman að vera kominn í sína heimalaug. Fólk fylg- ist greinilega vel með manni hér og ég finn fyrir miklum stuðningi. Bæjarbúar stoppa mig á götunum og óskar mér góðs gengis. Þetta er allt öðruvísi en í henni Ameríku þar sem maður er bara einn af þúsundum í sundinu," sagði Logi. „Ég hef augastað á metunum hans Eðvarðs Þórs Eðvarssonar í hundrað og tvö hundruð metra bak- sundi og eins fimmtíu og hundrað metra skriðsundsmetum Magnúsar Márs Ólafssonar. Ég hef verið að bæta mig vel í hundrað og tvö- hundruð metra baksundi í Banda- ríkjunum, þó svo að ekki sé ná- kvæmlega hægt að mæla það því þar er allt mælt í stikum. En sam- kvæmt viðmiðunartöflum hef ég bætt mig um eina og hálfa sekúntu í hundrað metrunum og þijár sek- úntur í tvö hundruð metrunum. Ég stefni á að bæta öll þessi met á næstu misserum og líklegust til að falla á þessu móti eru metin í fimm- tíu metra skriðsundinu og jafnvel hundrað metra baksundi. En það er rétt að spara yfírlýsingarnar og láta verkin tala,“ sagði sundmaður- inn úr Eyjum. Logi Jes Kristjánsson. Reuter DERRICK Cole- man, New Jers- ey Nets, brunar hér á mllll Shagullle O’Ne- al og Dennis Scott og sfðan hafnaði knött- urlnn í körfunnl hjá Orlando Maglc, sem tap- aðl sínum öðr- um lelk í röð. IAN Wright, sem kom á ný í lið Arsenal, var hetja liðsins gegn Auxerre í Evrópukeppni bikar- hafa í Auxerre í gærkvöldi — hann skoraði sigurmarkið á 16. mín. og eftir það lék lið Arsenal frábæran varnarleik og þau skot sem komu á mark liðsins, varði hinn rifbeinsbrotni David Sea- man frábærlega, en hann var maður leiksins. Wright skoraði markið af átján metra færi og hefur hann skorað í hverjum Evrópuleik Arsenal í vetúr. Heimamenn komu næst þvi að skora, þegar Mousa Saib átti skot af 30 m færi, sem skalla á þversl- ánni á marki Arsenal. Varnarmenn Arsenal — bak- verðirnir Lee Dixon og Nigel Winterburn, og miðverðimir Tony Adams og Steve Bould léku geysilega vel. Undir lok leiksins voru þeir Stefan Schwarz og Paul Merson nær búnir að bæta mörkum við fyrir Arsenal. David Platt var rekinn af leikvelli þegar tvær mín. voru eftir af framlengingu í Porto, þar sem Sampdoría vann Porto, 5:3,1 vítaspymukeppni. Walter Zenga varði vítaspyrnu frá Russ- el Latapy, en allir leikmenn Sampdoría skoruðu úr sínum spyrnum — síðast besti leikmað- ur liðsins, Attilio Lombardo. Porto vann fyrri leikinn, 0:1, í Genúa, en Roberto Mancini tryggði Sampdoría sigur, 0:1, í Porto á 48. mín. ÚRSLIT Pippen og Chicago komið á fulla ferð Leikmenn Atlanta fómarlömbin. Derrick Coleman náði persónulegu stigamet, gerði 36 stig og tók 11 fráköst er New Jersey Nets sigraði Orlando Magic 108:99 SCOTTI Pippen gerði 20 stig og Toni Kukoc 18 er Chicago Bulls sigraði Atlanta Hawks 99:86. Chicago hef ur verið á mikilli siglingu að undanförnu og hefur nú unnið átta af síð- ustu tíu leikjum sínum. Ken Norman var stigahæstur í liði Atlanta með 21 stig og Andrew Lang og Steve Smith gerðu 16 stig hvor. Þetta var fjórða tap Atlanta í síðustu 11 leikjum. Reggie Miller fór á kostum og gerði 40 stig er Indiana sigr- aði Milwaukee Bucks 117:108. Milwaukee hafí forystu, 93-86, þeg- ar rúmlega sjö mínútur voru eftir en á lokakafla leiksins gerði Indiana 13 stig gegn tveimur og þar af var Miller með níu. „Þetta var stórleik- ur fyrir okkur,“ sagði Miller. „Þeg- ar leikið er gegn Milwaukee verður að spila á fullu út allan leiktímann. Við tókum okkur til í vöminni og gerðum þeim erfitt fyrir og það réð úrslitum." Derrick Coleman náði persónu- legu stigamet í vetur — gerði 36 stig og tók 11 fráköst er New Jers- ey Nets sigraði Orlando Magic 108:99. Armon Gilliam gerði 21 stig Chris Morris 19 fyrir Nets. „Þegar við leikum allir af sama styrkleika erum við með eins gott lið og hvert annað í NBA-deild- inni,“ sagði Coleman. Shaquille O’Neal var stigahæstur í liði Or- lando að vanda, með 34 stig og tók 17 fráköst. Donyell Marshall gerði 18 af 21 stigi sínu í síðari hálfleik fyrir Gold- en State og lagði þar með grunninn að sigri liðsins á Los Angeles La- kers, 119:108. Chris Mullin gerði 33 stig, hæsta skor hans í vetur og Clifford Rozier tók 19 fráköst fyrir Warriors. Malik Sealy gerði 25 stig fyrir Los Angeles Clippers sem sigraði Detroit 117:87. Loy Vaught kom næstur með 21 stig og tók auk þess 14 fráköst. Þetta var stærsti sigur Clippers í vetur, en liði hefur nú unnið þijá leiki af síðustu fimm. Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa Zaragoza, Spáni: Real Zaragoza - Feyenoord.......2:0 Miguel Pardeza (58.), Juan Esnaider (72.). 36.800. ■Real Zaragoza vann samanlagt 2:1. Auxerre, Frakklandi: Auxerre - Arsenal...............0:1 - Ian Wright (16.). 22.000. ■Arsenal vann samanlagt 2:1. Porto, Portúgal: Porto - Sampdoría...............0:1 - Roberto Mancini (48.). ■Samanlögð úrslit 1:1. Sampdoría vann í vítaspymukeppni 5:3. Hef augastað á met um Eðvarðs Þórs Lazhurina með fjögur HM-gull RÚSSNESKA skíðagöngu- stúlkan Larissa Lazhutina, 29 ára, fékk sitt fjórða gull á heimameistaramótinu í gær, þegar hún var í rússnesku sigursveitinni í 4x5 km göngu. „Ég vonaðist eftir að fá ein verðlaun hér — gull, silfur eða brons, en nú eru gullin orðin fjögur. Þetti er hamingjusamasti tími sem ég hef upplifað,“ sagði Larissa. SUND / MEISTARAMOT ISLANDS I VESTMANNAEYJUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.