Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 1
Dýrleif íviðtali FOSTUDAGUR 17. MARZ 1995 Samkeppni í 17 Evrópulöndum um feröa- og umhveitisverðlaun FEBÐANO.MSTUNNAR Akureyri - Morgunblaðið EVROPSKU ferða- og umhverfisverð- launin verða veitt í fyrsta sinn í ár að undangenginni samkeppni í .17 Evrópulöndum. Tilgangur þeirra er að efla ábyrgðarkennd gagnvart um- hverfinu við skipulag og framkvæmd ferðaþjónustu. Verðlaunin eru eitt verkefna aðgerðaráætlunar ESB til aðstoðar ferðaþjónustu. Halldór Blöndal samgönguráðherra sagði ferðaþjónustu og umhverfismál ekki verða skilin að, þessir þættir væru samtvinnaðir og ekkert sveitar- félag gæti látið sér óviðkomandi hvað væri efst á baugi í þessum efnum. Stuðlað að sjálf bærri þróun ferðaþjónustu Nýju verðlaunin eiga að stuðla að sjálfbærri þróun ferðaþjónustu og hvetja til efnahags- og félagslegrar framþróunar í tiltekinni borg, héraði eða landi sem heild. Slík ferðaþjón- usta byggist á lágmarks röskun um- hverfis samtímis því að ferðamönnum gefst kostur á að njóta náttúru lands- ins og menningarverðmæta. Verð- launin eru umbun fyrir viðleitni sem talin er til fyrirmyndar í að koma á góðu jafnvægi ferðamálastefnu og umhverfis. Þátttakendur eiga að senda inn umsóknir og má sækja um fyrir ein- staka staði eða bæi/ borgir, svæði eða héruð í heild. Dómnefnd í hverju landi metur umsóknir og velur 3-5 til þátt- töku í samkeppninni. Davið Stefáns- son í samgönguráðuneytinu er for- maður dómnefndar hér og með honum eru Magnús Oddsson ferðamálastjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form. Samb. fsl. sveitarfélaga, Sigurður Þrá- insson, deildarstj. umhverfisráðuneyt- is, Sigurður Jónsson, umhverfísfulltr. Ferðamálaráðs, og Arnar Már Ólafs- son ferðamálafr. Umsóknir þurfa að berast fyrir 30. júní nk., tilnefningar hennar verða síðan sendar til Evrópudómstólsins, sem velur 25 staði og úr þeim hópi verður sigurvegari valinn. í árslok 1995 fer afhending fram á þeim stað sem verðlaunin hlýtur. Ströng vlðmlðun Davíð Stefánsson sagði að sveit- arfélög eða staðir þyrftu að uppfylla mörg skilyrði, m.a. að hafa framfylgt a.m.k. í 2 ár ferðamálastefnu sem samræmi ferðaþjónustu og tillitssemi við umhverfið, atbeini hafí verið um að stjórna nýtingu náttúruauðlinda, unnið að verndun náttúrulegra staða og endurreisn bygginga/svæða sem látið hafa á sjá. Þá sé unnið að áætlun- um um að minnka hávaða, mengun, rusl og önnur neikvæð umhverfisáhrif. Sigurvegarinn fær verðlaunagrip og jafnframt tryggir framkvæmda- stjóri ESB niikla kynningu á þeim stað sem hlýtur verðlaunin. ¦ Beinar greiðslur til heimavinnandi foreldra falla niður STJORN Dagvistar barna samþykkti til- lögu á fundi sínum fyrr í vikunni um að fella niður heim- greiðslur til foreldra barna sem eru á aldr- inum 2ja og hálfs til 4ra og hálfs árs. Til- lagan fer fyrir borgar- ráðsfund á þriðjudag. Verði tillagan sam- þykkt munu þeir for- eldrar sem hafa kosið að vera heima með börn sín ekki lengur fá greiðslur. Á móti kemur að 1. sept. n.k. verða hafnar niðurgreiðslur til að lækka gjöld hjá öllum sem hafa börn sín hjá dagmæðrum en til þessa hafa einungis einstæðir foreldrar fengið niðurgreidd gjðld hjá þeim. Þetta eru greiðslur vegna barna frá þvi að fæðingarorlofi lýkur og til og með 5 ára. Miðað er við 6.000 kr. til barna fram að 2ja ára aldri og 9.000 kr. frá 3ja - 5 ára. Að sögn Bergs Felixsonar hjá Dagvist bama sátu fulltrúar Sjálf- stæðisflokks hjá við atkvæða- greiðslu en létu bóka að þeir sam- þykktu niðurgreiðslur til dagmæðra en voru mótfallnir því að fjármuni ætti að taka frá heimavinnandi for- eldrum sem hafa kosið að annast börn sín. Árni Þór Sigurðsson formaður stjórnar Dagvistar barna og borgar- fulltrúi R-listans segir að þegar umræddum greiðslum var komið á hafi þær verið bundnar við foreldra barna frá 2ja og hálfs til 4ra og hálfs en það séu ekki síst foreldrar barna undir 2ja ára sem hafi þurft á þess- um greiðslum að halda. Þá séu þetta skatt- skyldar tekjur og þessi nýting á fjármunum borgarinnar í dagvist- armálum sé ekki æski- leg þar sem um 40% fari beint í greiðslur til ríkisins. „Þá er ekki verkefni sveitarfélaga að greiða foreldrum fyrir að vera heima með böm sín. Það er fyrst og fremst verk- efni sveitarfélaga að gefa börnum kost á að fá leikskólavist eða tryggja þeim dagvistunarpláss annarsstaðar." Arni segir að stjóm Dagvistar bama telji að þessi verkefni eigi að vera ofar í forgangslistanum en að greiða heimavinnandi foreldram. Einnig að margir foreldrar sem hafí fengið heimgreiðslur hafi notað þær til að borga niður kostnað hjá dag- mæðram og þeir komi til með að njóta niðurgreiðslna áfram í formi béinna styrkja til dagmæðra. g~-¦";'¦, ¦¦-¦ BTpm; Morgunblaðið/Rúnar Þór MAGNÚS Oddsson, Halldór Blöndal og Davíð Stefánsson og fvrir aft- an þá Sigurður Þráinsson, Sigurður Jónsson og Arnar Már Ólafsson. Fáir vita um 10 daga skilarétt FJÖLDI kvartana hefur borist til Neytendasamtakanna vegna ágengra sölumanna Almenna bóka- félagsins. Þeir hringja í fólk og segja að það hafi lent í úrtaki vegna fer- tugsafmælis AB og fái bókargjöf ef sölumaður megi koma í heimsókn og kynna bókaflokk. Samkvæmt upplýsingum Neytendasam- takanna er síðan allur gang- ur á því hvort fólk sem tek- ur á móti sölumanni fær gjafabók eða ekki, ef ekkert er keypt. Ritsöfnin í boði eru annars vegar Saga mann- kyns í 16 bindum fyrir 59.800 kr. og hins vegar 11 matreiðslubækur fyrir 19.900 kr. Neytendasam- tökin telja alvarlegt að sölu- menn AB fái eldra fólk, og í einu tilviki þroskahefta manneskju, til að kaupa bækur sem það sjái síðan eftir. Þetta fólk viti sjaldn- ast um 10 daga skilarétt sinn. Þeir sem þó óski eftir að skila hafi i tilvik- um sem kvartað hafí verið yfir feng- ið þau svör að það væri ekki hægt. Friðrik Friðriksson framkvæmda- stjóri AB segir alla sem þiggja kynn- inguna fá bók að gjöf, hvort sem þeir kaupi ritröð eða ekki. Frávik frá þessu sé slys. Þeir hins vegar sem vilji ekki kynninguna, sem tekur að sögn sölustjóra 5-10 mínútur, geti ekki vænst þess að fá gjafabókina. Hvað varðar eldra fólk segir Friðrik miðað við að vari sé hafður á ef fólk er fætt fyrir 1915. En einstaklingar séu auðvitað mismunandi og ekki hægt að setja þarna fasta reglu. Sala til þroskaheftrar stúlku fór að sögn Friðriks fram fyrir misskiln- ing. „Stúlkan virtist eðlileg en eftir að forsvarsmanneskja hennar kvart- aði var einfaldlega fallið frá viðskipt- unum." Loks segir Friðrik að reglan um 10 daga skilafrest sé skýr, innan þess tíma geti fólk skipt um skoðun. Eggert Ólafsson sölustjóri segir oft- ast reynt að semja við fólk, en ef það sé ákveðið í afr skila sé endur- greitt. Neytendasamtökin gagnrýna að AB láti ekki vita um skilaréttinn, frekar en obbi þeirra sem fari í hús og selji hluti eða noti síma, sjónvarp, sölulista eða tölvu við söluna. Lögum skv. eigi að kynna kaupanda skrif- Iega um réttinn og hvert hægt sé að snúa sér ef viljí er á að skila vöru. Það þarf að gerast innan 10 daga frá því kaupandi fær vöru í hendur og hún þarf að vera eins og þegar hún barst honum. Til að öðlast ský- lausan endurgreiðslurétt þarf kaup- andi að tilkynna seljenda í ábyrgðar- bréfi að hann falli frá kaupunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.