Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 D 3 af kennslunni hér en þær sem yngri eru.“ Húsreglur á helmavlst Heimavist skólans hefur rými fyrir 19 stúlkur og er fullsetin. Eins og gefur að skilja gilda ákveðnar húsreglur, sem vistmenn verða að hlíta í einu og öllu. Ef þeir telja sig ekki geta það verða þeir að flytja úr heimavistinni. Algjört bann er t.d. við reykingum á herbergjum og áfengi má ekki koma inn fyrir hússins dyr. íbúar eiga að vera komnir inn kl. virka daga eða láta vita ef þeim seinkar og næturgestir eru að sjálfsögðu ekki leyfðir. „Einhvers staðar verður að setja mörk,“ seg- ir skólastýran. „Ég bý ekki hérna sjálf, en við erum með ágætan húsvörð, gamlan nemanda, sem er stelpunum innan handar." Stúlkumar em á aldrinum 16 til 29 ára og hafa mismikla skóla- göngu að baki. Sumar koma beint úr gmnnskóla, aðrar hafa stúd- entspróf og aðrar með annars kon- ar menntun. Fyrst og fremst er lögð áhersla á verklega þætti og em stúlkumar að störfum frá kl. 8.30-16.30 alla virka daga. Fyrir utan skólastýmna, sem heldur sjálf utan um ræstikennslu og bóklega þætti á borð við næring- ar-, vöru-, neytenda- og textíl- fræði starfa fjórir kennarar við skólann; Edda Guðmundsdóttir vefnaðarkennari, Helga Melsteð pijónakennari, Helga Friðriksdótt- ir handavinnukennari og Helga Konráðsdóttir matreiðslukennari. Góður undlrbúnlngur Ingibjörg segir að námið veiti svo sem engin sérstök réttindi, en geti verið góður undirbúningur fyrir annað nám í hótel- og veit- ingagreinum. Það sé t.d. metið inn í framhaldsskólann sem hluti af matartækninámi. „Við leggjum ríka áherslu á góðar matarvenjur og í matreiðslukennslu er tekið mið af manneldismarkmiðum þar sem að fita og sykur eru mjög skorin við nögl. Þá er góð um- gengni, borðsiðir, vinnusemi og nýtni í brennidepli. Þetta gengur oftast vel því hingað sækja áhugasamar stúlkur, sem vilja til- einka sér það sem skólinn hefur fram að færa. Við, sem kennum hér teljum að miklu skipti að kunna til verka. Þá hljóta heimil- isstörfin að ganga betur og frí- stundir verða fleiri. Svo er þá að kunna að nota frístundirnar á já- kvæðan hátt. Hér læra nemendur einmitt að pijóna, sauma og vefa og ættu því að vera færir um að hafa ofan af fyrir sér.“ ■ Jóhanna Ingvarsdóttir því að hergöngulag og tilheyrandi taktfastur dans heitir mars. Karlmannsnafnið Mars er ekki á mannanafnaskrá Hagstofunnar yfír samþykkt nöfn, en hins vegar hefur það þekkst á íslandi. Tveir karlmenn báru nafnið samkvæmt manntali 1855 og tveir menn í Húnavatns- sýslu voru árið 1910 skráðir með Mars að seinna nafni. Á árunum 1931 til 1950 var svo sex drengjum gefíð nafnið Mars. Það var sam- kvæmt þjóðskrá árið 1989 síðara nafn átta karla og fimm þeirra höfðu z í enda orðsins. Óvíst er hvort þessir menn hafa verið skírðir eftir herguðnum eða þriðja mánuði ársins. Hið síðar- nefnda hefði þó verið óvitlaust því mars er að ýmsu leyti góður mánuð- ur. Hann markar endi vetrarins og vorkomu sem margir hafa beðið með óþreyju. Sumir svo mikilli að þeir heilsa vori strax í febrúar, í upphafi Góu. Hinir geta glaðst með þeim í mánuðinum sem nú er að liða. Beð- ið eftir kríunni og farið í súrefnis- göngur á minnkandi svelli, þurrkað burt ryk sem birtan afhjúpar og hrist af sér drunga sem kann að hafa lagst yfír líkama og sál. Mars er þannig mánuður í startholum, menn hlaupa með honum úr hríð og kulda inn í bjartari tíð. ■ Þ.Þ. DAGLEGT LÍF Tölvuleikir og sjónvarpsáhorf geta hamlað eðlilegum þroska og heilsu barna RANNSÓKNIR hafa sýnt að 6-11 ára börn horfa -að meðaltali um 20-30 klst. á viku á sjónvarp. Þetta er svipaður tími og börnin eyða í skólanum. Ýmsir fræðimenn halda því fram að sjónvarpsáhorf hafi ekki aðeins sljóvgandi áhrif á skap- andi hugsun og heilastarfsemi bama heldur hafi sjónvarp áhrif á siðferðis- og félagsþroska bama, t.d í sambandi við hæfni til að mynda tengsl. Þá hefur verið sýnt fram á að löng seta fyrir framan sjónvarp dragi úr líkamlegri færni hjá börn- um. í niðurstöðum nýlegrar breskr- ar rannsóknar er tekið svo djúpt í árinni að aukna hjartveiki bama megi rekja til þess að þau sitji lang- tímum saman fyrir framan sjónvarp og tölvuleiki og hjartavöðvinn fái ekki nægilega þjálfun til að þrosk- ast eðlilega. Fann út að söngur hafðl örvandl áhrif á ófædd börn Um miðjan maí verður haldin ráðstefna í Norræna húsinu um böm og áhrif sjónvarps, myndbanda og tölvuleikja á þau. Ráðstefnan er í minningu John Lind barnalæknis en hann var um 25 ára skeið yfir- læknir barnadeildar Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Hann lést árið 1982, 73 ára gamall. John Lind varð frægur fyrir ýmsar læknisfræðilegar rannsókn- ir, aðallega í sambandi við nýbura, fann m.a. út að það hafði eðalgóð og örvandi áhrif á ófædd böm að heyra foreldra sína syngja og að börn með magakveisu róuðust ef þau væm í burðarpokum. Síðustu æviár sín vann John Lind mikið á alþjóðlegum vettvangi við að kynna leik- og myndmeðferð og skapandi skólastarf sem mikilvæg- an þátt í meðferð barna á spítölum. Hann komst að þeirri niðurstöðu að þessir grunnþættir í lífi barna hjálpuðu þeim að svara betur lækn- ismeðferð, flýtti fyrir bata og gerði þau hæfari til að takast á við lífið eftir að þau útskrifuðust af spítala. Sigríður Björnsdóttir kennari og myndþerapisti hefur séð um að skipuleggja ráðstefnuna. Hún þekkti John Lind, starfaði með hon- um um 8 ára skeið við að kynna leik- og myndmeðferð og skapandi skólastarf fyrir börn á sjúkrahúsum á norrænum og alþjóðlegum ráð- stefnum barnalækna sem haldnar voru víða um heim. Skaðsemi gerviljóss sjónvarpsskjáa Stjórn John Lind-minningar- sjóðsins hafði samband við Sigríði pg bað hana að sjá um ráðstefnu á íslandi og var það síðan uppástunga Sigríðar að hún myndi fjalla um áhrif sjónvarps og tölvuleikja á börn. „John Lind hafði einmitt mikl- ar áhyggjur af því að sjónvarpsá- horf myndi ekki aðeins trufla þroskaverkefni barna eins og leik- inn heldur óttaðist hann neikvæð áhrif sem rafrænt ljós sjónvarps- skerma gæti haft á heilaþroskaferil barna. Hann hafði líka áhyggjur af þeirri mötun sem börnin verða fyrir frá þessum miðlum." Hún segir að nú hafi komið á daginn með fræðilegum rannsókn- um að hátíðni gerviljós sjónvarps- skjáa sé óhollt og sljóvgandi fyrir ómótaðan heila og taugakerfi bama. Myndir barna fátæklegr! og harðari en áöur Sigríður segist hafa tekið eftir því í sínu starfi hversu myndmál barna hefur breyst undanfarin ár. „Myndirnar eru fátæklegri, harðari og ómanneskjulegri en áður. Það er erfiðara núna að virkja börn skapandi, þau hafa minna þol og virðast einhvernveginn eiga erfið- ara en áður með að sjá sig sjálf í umhverfinu. Þau eiga mörg erfitt Morgunblaðið/Kristinn BRIAN Ashley félagsfræðingur heldur fyrirlestur í Norræna húsinu og kynnir niðurstöður rann- sókna sem hann hefur gert á áhrif sjónvarps og tölvuleikja á skólabörn. Hann telur að börn horfi tímunum saman á sjónvarp eða leiki sér í tölvuleikjum vegna einmanaleika. Þennan hóp barna sem eru frá 9-12 ára kallar hann „gleymdu bömin“. með að gera sjálfsmyndir," segir Sigríður. Hún bætir við að það sé kannski óraunhæft að ætlast til þess af þeim ef þau horfa að meðal- tali 30 klukkustundir á viku á sjón- varpsskjáinn. „Hvernig eiga börnin þá að þróa sína sjálfsvitund og sjálfsmynd." Erfitt að útvega styrktarfé á íslandi Ráðstefnan verður haldin í Nor- ræna húsinu og hefur Sigríður ásamt Torben Rasmussen forstjóra og Margréti Guðmundsdóttur gjald- kera Norræna hússins unnið að undirbúningi hennar. Það hefur verið erfitt að fjármagna hana, Sig- ríður segir að sótt hafí verið um styrki til ýmissa ráðuneyta en ein- ungis félagsmálaráðuneytið hafi séð sér fært að styrkja ráðstefnuna. Gert er ráð fyrir um 80 þátttak- endum á ráðstefnuna sem koma héðan frá Íslandi og hinum Norður- löndunum. Þátttökuskilyrði eru engin en ráðstefnan fer fram á ensku fagmáli. Hún er aðallega hugsuð sem þverfagleg fyrir þá sem starfa við barnalækningar, bama- geðlækningar, sálfræðilega og fé- lagslega þjónustu, þá sem starfa að uppeldis- og menntamálum og barnahjúkrun. Ýmsir fýrirlesarar verða á ráðstefnunni, t.d. Bryan Lask yfírlæknir flölskyldudeildar við Great Ormond Street-spítalann í London, Edith Kramer prófessor í myndþerapíu við New York- háskólann, Helga Hannesdóttir barna- og unglingageðlæknir, Sig- ríður Björnsdóttir kennari og mynd- þerapisti og Halldór Hansen yfír- læknir barnadeildar Heilsuverndar- stöðvarinnar. Þá kynna tveir fýrir- lesarar niðurstöður rannsókna sem lúta að þessu efni, Brian Ashley félagsfræðingur fjallar um áhrif sjónvarps og tölvuleikja á skólabörn og dr. Margaret Pollah barnalæknir kynnir niðurstöður sínar um áhrif sjónvarps og tövuleikja á skólaböm. Þá mun Daninn Lise Giodesen koma og taka ráðstefnuna upp á myndband til að gera fræðslumynd um efnið en til þess hefur hún hlot- ið styrk frá danska ríkinu. Leikstofa gmnnskólabarnadeild- ar Landakotsspítala heldur sýningu í bókasafni Norræna hússins til kynningar á þroskaverkefnum barna. ■ grg • Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans » Góöa nótt og soföu rótt Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581 4670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 567 0100 UMBOÐSAÐILAR UM LAND ALLT: Akranes: Versl. Perla • Borgarnes: Kf. Borgfiröinga • Ólafsvík: Litabúöin • Patreksfjöröur: Ástubúö • Bolungarvík: Versl. Hólmur • Drangsnes: Kf. Steingrímsfj. • Hólmavík: , Kf. Steingrímsfj.* Hvammstangi: Kf. V-Húnv.* Blönduós: Kf. Húnvetninga • Siglufjöröur: Apótek Siglufjaröar • Ólafsfjöröur: Versl. Valberg • Akureyri: Versl. Vaggan • Húsavík: Kf. Þingeyinga • Egilsstaöir: Kf.Héraösbúa • Eskifjöröur: Eskikjör • Höfn: Húsgagnaversl. J.A.G. • Hvolsvöllur: Kf. Rangæinga • Porlákshöfn: Rás hf. Vestmannaeyjar: Eyjakaup hf. • Garöur: Raflagnavinnust. Sigurðar Ingvarssonar • Keflavík: Bústoö hf.* Reykjavik: Barnaheimur, FatabúÖin, Versl. HjóliÖ (Eiöistorgi). Heimilistækiadeild Fálkans • Heimilistækiadeild Fólkans • Heimilistækjadeild Fálkans E-VITAMÍN er öflug vörn fyrir frumur líkamans Skortur á E-VÍTAMÍNI veldur sjúkdómum og ófrjósemi hjá dýrum. Vitneskja um þetta hefur gert E-VÍTAMÍN þekkt sem kynorkuvítamínið.Yfirgripsmiklar rannsóknir benda til að E-VITAMIN sé mikilvæg vöm gegn alvarlegum sjúkdómum. E-VÍTAMÍN er öflugt andoxunarefni (þrávarnar- efni) sem ver frumur líkamans með því að hemja skaðleg sindurefni. E-VÍTAMÍN vinnur þannig gegn hrömun frumanna. Rannsóknir hafa einkum beinst að E-VÍTAMÍNI til viðhalds heilbrigðu hjarta og starfsemi þess. GULIMIÐINN TRÝGGIR GÆÐIN! leilsuhúsið Æ Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 fjyWftfe Ék

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.