Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 D 7 FERÐALÖG Tvær djóðir í norðri sem vinna vel saman „GRÆNLAND og Is- land eru lík lönd að mörgu leyti þótt þjóðfélögin séu gjöró- lík. Á báðum stöðum búa fámennar og vin- gjamlegar þjóðir, sem hafa löngum ver- ið háðar fiskveiðum. Þar sem þær hafa verið að dragast sam- an horfa báðar þessar þjóðir á ferðaþjón- ustu sem vænan kost fyrir þjóðarbú sín. ís- land og Grænland státa bæði af mikilli og sérstæðri nátt- úrufegurð, sem eftir- sóknarvert er að skoða,“ segir Guðmundur Þor- steinsson, sem um árabil hefur búið á Suður-Grænlandi. Hann er annar tveggja fulltrúa Grænlands SAMIK, samstarfsnefnd um ferða- mál milli íslands og Kalaallit Nunaat (Grænlands), en formaður er Birgir Þorgilsson. Nefndin hefur starfað í eitt ár og var rætt við Guðmund eftir nefndarfund sem nýlega var haldinn í Reykjavík. „Við vinnum fyrst og fremst að auknum tengslum þessara þjóða og árangurinn hefur verið mjög góður. Á síðasta ári fóru til dæm- is hópar skólakrakka, íþróttafólks og eldri borgara héðan til Græn- lands og öfugt. Grænlendingar hafa sitthvað að kenna íslending- um og sömuleiðis er eitt og annað sem þeir geta lært af okkur Islend- ingum." Gælunafn á ávísun Guðmundur er kallaður Gujo á heimaslóðum sínum í Grænlandi. Hann býr í Hvíta bænum, Qaq- ortoq, um 3.000 manna bæ, þar sem allir þekkja alla. Þegar hann skrifar undir ávísun, skrifar hann ekki fullt nafn heldur Gujo og það þykir ekkert tiltökumál. „Ég kann afskaplega vel við mig þama. Ég vinn mikið með börnum og ungling- um, er m.a. þjálfari í handbolta og for- maður handknatt- leiksdeildar. Ég var meira að segja valinn þjálfari ársins í fyrra,“ segir hann og glottir að árangri sín- um á því sviði, enda segist hann sjálfur aldrei hafa leikið handbolta. Á kajak Hann segir að á síðustu árum hafi áhugi Grænlendinga á inúíta-menningu aukist. Eitt af mörg- um dæmum um það sé mikil gróska í kajak-róðri unglinga. „Krakkamir róa í kajökum sem smíðaðir em samkvæmt gamalli fyrirmynd, úr timbri og skinni. Þeir hafa náð mjög góðum tökum á íþróttinni og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að SAMIK-nefndin komi á samstarfi þar sem græn- lenskir kajak-ræðarar kæmu hing- að til lands til að kenna og sýna íslendingum tæknina. í ljósi þess hversu margt íslend- ingar og Grænlendingar eiga sam- eiginlegt, fínnst mér eðlilegt að þjóðirnar vinni saman að þróun ferðaþjónustu. Til skamms tíma vom samgöngur milli landanna stopular óg ferðir dýrar, en nú er flogið reglulega á milli Islands og Grænlands og hægt að fá farseðla á góðu verði. Síðasta sumar vom 3-4 daga ferðir til Grænlands mjög vinsælar og ég geri ráð fyrir að svo verði einnig á þessu ári.“ Boðið í bæinn Margar íslenskar ferðaskrifstof- ur bjóða skipulagðar ferðir til norður-, suður-, og austur-Græn- lands. Boðið er upp á margvíslegar ferðir, til dæmis hundasleðaferðir á norðanverðri vesturströndinni og margvíslegar hópferðir. Um þessar mundir er unnið að uppbyggingu ferðaþjónustu bænda í Grænlandi, en fjölbreytni í gistimöguleikum er þó nokkur að sögn Guðmundar. „Möguleik- arnir em misjafnir eftir bæjum, en þar sem ferðamannastraumur er mikill era möguleikarnir fleiri. Einn ódýrasti valkosturinn nú, er gisting á sjómannaheimilum eða í tjaldi. Hótel og farfuglaheimili em allmörg og hótelin eru svipuð að gæðum og íslensk hótel á lands- byggðinni. Þeir sem ferðast sjálf- stætt og fara í fámenn þorp þar sem ferðamenn em fáséðir, geta allt eins átt von á að verða boðin gisting í heimahúsi." Þegar Guðmundur talar um Grænland verður honum tíðrætt um mikla gestrisni Grænlendinga og hina miklu náttúrufegurð og kyrrð sem alls staðar er ríkjandi. „Þegar rekís kemur í fírðina, er hægt að gleyma sér algjörlega við það eitt að horfa á þá. Kyrrðin er ólýsanleg." í tilfinningaríkum lýsingum á landi og þjóð gefst Guðmundur allt í einu upp. Hann ypptir öxlum og segir: „Það er ekkert hægt að lýsa þessu með orðum. Menn verða bara að heim- sækja landið til að skilja hvað ég er að fara.“ ■ Brynja Tomer Guðmundur Þor- steinsson: „Það er gott að vera á Grænlandi.“ Morgunblaðið/Sig. Jóns. FRÁ fundinum á Selfossi um ferðaþjónustu. Stelnumótun i í erðaþ jonust u Selfossi - „ÞAÐ er mikil þörf á sam- vinnu og samræmingu í ferðaþjón- ustunni," sagði Jón Pálsson rekstrar- verkfræðingur og þróunarstjóri hjá Samskipum meðal annars á fundi á Selfossi um stefnumótun í ferðaþjón- ustu. Hann ræddi á fundinum ferli stefnumótunar, markmiðssetningu og um leiðir til að ná markmiðum. Jón lagði áherslu á að styrkleika- og veikleikaþættir svæðisins og hvers fyrirtækis yrðu metnir. Það fælust tækifæri í því að þekkja veik- leika sína og takast á við þá. Hann lagði og á það áherslu að allir þeir sem tækju þátt í stefnumótunar- vinnu vildu taka ábyrgð og fram- kvæma það sem niðurstaða væri um að gert yrði. Þess vegna væri mikil- vægt að í starfshópum væm fulltrú- ar allra aðila sem málið varðaði. Vinnuhópar munu sinna ákveðnum þáttum Fundurinn var lokakynningar- fundur um verkefnið Stefnumótun í ferðaþjónustu á Selfossi. Atvinnu- og ferðamálanefnd Selfoss stendur fyrir þessu verkefni og á fundinum hófst skráning í vinnuhópa um ákveðin svið ferðaþjónustunnar, flutninga og samgöngur, gistingu og veitingar, afþreyingu og al- menna þjónustu. Gert er ráð fyrir að vinnufundir verði um þessa þætti nú í mars. Vinna er þegar hafin um eitt afmarkað verkefni, Sundhöll Selfoss, og er vinnuhópur að störf- um um þann þátt. Að undanförnu hafa. verið haldn- ir á Selfossi fjórir fundir um ferða- mál sem voru liður í kynningu og litið á þá sem aðfaraverkefni að því sem nú tekur við. Yfirumsjón með verkefninu hefur Róbert Jónsson atvinnuráðgjafi. Verkefnið í ferða- málum er einn liðurinn í atvinnuá- taki á Selfossi en í undirbúningi em átaksverkefni á öðrum sviðum, matvælasviði og iðnaðarsviði. ■ Singapúrar bestu starfsmenn í heimi SINGAPORE hefur hæfasta vinnu- afla í heiminum samkvæmt skýrslu Alþjóðasamkeppnisstofnunarinnar og er byggt á úttekt sem sérhæfðar stofnanir gerðu fyrir hennar atbeina. í úttektinni var litið til almennra gæða í menntun, þjálfun sem fólk hlýtur á vinnustöðum, fæmi á tölv- ur, afstöðu fólks til vinnunnar ofl. í næsta sæti voru Danir, þá Þjóð- veijar, Japanir og síðan Norðmenn. HVERNIG VAR FLUGID? Zurich-Piag-Zurich með tékkneska félaginu CSA ÞEGAR í ljós kom að verðmunur á flugi með tékkneska flugfélaginu CSA og lestarferð til Prag frá Ziirich var ekki ýkja mikill ákváð- um við þijár vinkonur að fljúga. Við höfðum heyrt og sannreynt margar sögur af seinkunum á flugi til Prag út af þoku en létum það ekki á okkur fá. Við vildum heldur lenda í nokkurra tíma seinkun en sitja 11 tíma í lest. Flugmiði kost- aði um 360 franka hjá SSR-ferða- skrifstofunni eða 19 þús. kr. Það er dálítil stéttaskipting á flugvellinum í Kloten við Ziirich. Það er ekki pláss fyrir allar vélar uppi við flugvallarbygginguna og sumar verða að standa úti á velli. Vél CSA er auðvitað ein af þeim. Farþegunum er ekið út í þær. Það er að vissu leyti þægilegra fyrir farþegana, þeir þurfa þá ekki að ganga eins langt inni á flugstöð- inni. Dýr flugvallarbar Flugið til Prag var að þessu sinni á auglýstum tíma. Við flug- um með Boeing B737-500 vél sem tekur 108 farþega. Mér fannst nokkuð þröngt um borð. Við sátum í sætaröðinni fyrir aftan viðskiptafarrýmið og var óþægi- legt að hafa gardínu sem skildi farrýmin tvö að við nefið á mér. En vélin var hrein og þjónustan góð. Farþegarnir voru reyndar bara ávarpaðir á tékknesku og ensku yfir hátalarakerfið svo að svissnesk samferðarkona mín skildi ekki orð. Það kom þó ekki að sök. Hún vissi hvað um var að vera þegar flugfreyjurnar kynntu varúðarráðstafan- irnar í upphafi flugs og hún fékk vatnið sem hún bað um með matnum. Kaldar kjötsneiðar og laxakæfa voru bornar fram á klukkutíma löngu fluginu. Ég lét kæfuna eiga sig en notaði hluta kjötsins sem álegg á rúnstykkið sem fylgdi með. Það var boðið upp á bjór, hvítvín og rauðvín með matnum og meiri rúnstykki. Flugvöllurinn í Prag er fremur lítill. Fríhöfnin er ekki spennandi. En það er nóg af básum til að skipta peningum. Þeir sem skipta peningum við komuna og geyma kvittunina geta skipt tékknesku krónunum sem þeir hafa ekki eytt aftur í upphaflega mynt við brott- för. Ég ákvað að gera það ekki og bjóða frekar vinkonum mínum á barinn. Drykkirnir á barnum á flugvellinum reyndust miklu dýrari en við höfðum vanist inni í bæ og það var ekki fyrr en við höfðum leitað í öllum vösum að ég gat borgað fyrir síðasta glasið af Bec- herovka. Laxakæfu leift á báöum lelðum Við þurftum að ganga út í vélina sem flaug með okkur aftur til Zurich. Það var TU-134 A vél, rússnesk flugvél sem tekur 72 í sæti. Fnykurinn af einhveijum hreinsivökva var svo sterkur um borð að manni varð hálfíllt. CSA hefur endurnýjað flugvélaflota sinn á undanförnum þremur áram en er enn með nokkrar rússneskar vélar í notkun af því að þær era enn tiltölulega nýjar. í viðtali við varaforstjóra CSÁ í flugblaði fé- lagsins kemur fram að fyrirtækið hyggst kaupa vélar á Vesturlönd- um þegar þessar hafa sungið sitt síðasta. Ég lét laxakæfuna aftur eiga sig á fluginu til baka. Áleggið var ágætt og í þetta sinn fylgdi sinnep með. Ég fékk síðustu hvítvínsflösk- una um borð og vinkonur mínar urðu að sætta sig við sætt rauðvín. Flugfreyjumar buðu vörar til sölu en enginn hafði áhuga á þeim. Þjón- ustan var aðfinnslulaus og farþeg- arnir vora ávarpaðir á þýsku í þetta sinn. Vélin lenti mjúkt og settlega í Zúrich hálftíma á eftir áætlun af tæknilegum ástæðum. ■ Anna Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.