Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 8
8 D FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ UM HELGINA Fl FÖSTUb. 17. mars kl. 19 eru gönguskíðaferðir í Heiðmörk á fullu tungli. Dagana 17. og 18. mars kl. 20 er ferðin Snæfellsjök- ull á fullu tungli og er það skíða- og gönguferð. Gist að Görðum í Staðarsveit. Komið aftur á laugar- dagskvöld. Fararstjóri er Þórir Tryggvason. Sunnudag. 19. mars eru ýmsar dagsferðir. Þá verður kl. 10.30 gönguskíðaferð yfir Mosfellsheiði. Gengið í 5 klst. Kl. 13 er Kolviðarhóll-Litla kaffistofan, göngu- skíðaferð. Gengið í 3 klst. Leiðin liggur um flatlendi. Kl. 13 er Vífilsfell. Það er 656 m.y s. og bent er á að hafa með nýja Fjallabók Ferðafélagsins. Kl. 13 er Elliðaárdalur sem er íjöl- skylduganga frá Árbæ og niður dalinn og að Mörkinni. Þá má vekja athygli á að aðal- fundur Ferðafélags Islands verður miðvikudaginn 22. mars. Fundar- staður er í Mörkinni 6. ÚTIVIST Kl. 20 á föstudagskvöld fer Úti- vist í gönguferð á fullu tungli. Valið er á milli tveggja magnaðra svæða eftir færð og veðri. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni. Á sunnudag 19. mars eru tvær ferðir, báðar kl. 10.30. Önnur er skíðaganga yfir Leggjarbrjót sem er skíðagönguferð eftir gam- alli þjóðleið milli Þingvalla og Hval- fjarðar. Gengið frá Svartagili og komið niður í Botnsdal. Reikna má með 6 klst. göngu. Vetrar- ríki á Þingvöllum er næsta ferð. í stað valdrar leiðar úr Skólagöng- unni, rað- göngu Úti- vistar 1992, verður haldið á Þingvelli og gengið um gjám- ar og notið vetr- arfegurðar og vetrar- ríkis svæðisins. Minnt er á skjól- góðan fatnað og nesti í báðar ferð- irnar. Helgarferð 17.-19. mars er yfir Fimmvörðuháls. Þetta er skíða- gönguferð og góð æfing fyrir þá sem hyggja á lengri skíðagöngur um páskana. Gengið frá Skógum upp í Fimmvörðuskála. Þar hafa menn bækistöð yfir helgina og er gengið þaðan á Eyjafjallajökul. ■ Fyrstu umferðarljðsin á Seychelles FYRSTU umferðarljósin hafa verið sett upp í Viktoríu, höfuðborg Seych- elleseyja. Þetta kemur fram í frétta- bréfi Ríkisferðaskrifstofu eyjanna. Þar segir að Seychelleseyjar hafi verið þekktar fyrir annað en stress og þunga umferð. Ferðamenn þang'- að geti alltaf reiknað með ró og kyrrð. En því sé nú samt svo farið að umferð hafi aukist og til þess að tryggja að allt fari fram með stillingu og sóma hafi verið ákveðið að setja upp umferðarljós á fjölfömustu gat- namótunum í höfuðborginni. ■ FERÐALÖG Ljósmyndir/Hannes Guðmundsson Vinabasinn vakti athygli í Mílano HRÖNN Traustadóttir við Vinabásinn. DAGANA 22.-26. febrúar var haldin í Mflanó á Ítalíu hin árlega ferðakaupstefna BIT eða Borsa Internazionale del Tur- ismo.Kaupstefnan er gríðarlega stór og hafði upp á að bjóða kynn- ingar og sölubása frá öllum heims- homum auk þess sem haldnar voru ráðstefnur og fyrirlestrar um allt sem snýr að ferðamálum. Fyrstu þrjá dagana var hún opin fagfólki víða að en síðustu tvo fyrir gesti og gangandi. ísland skipaði þar að sjálfsögðu sinn sess með Flugleiðir í broddi fylkingar en þetta mun vera í 6. sinn sem þeir hafa sinn eigin bás á ferðakaupstefnunni. Þar var m.a. við kynningar og störf sölufulltrúi félagsins á Ítalíu, Guðný Margrét Emilsdóttir, ásamt fulltrúum ferðaskrifstofa sem bjóða íslands- ferðir. Auk þess voru fulltrúar frá nokkrum íslenskum ferðaskrifstof- um. Mitt í þessum aragrúa af básum þar sem allir kepptust við að bjóða fram ferðir, hótelgistingu og nýj- ungar var skemmtilegur bás sem kom á óvart og bar hið hlýlega nafn Amici di Islanda eða Vinir íslands. Básinn vakti mikla • at- hygli og var iðulega margt um manninn við hann eins og Flug- leiðabásinn. Vaxandláhugi ungs fólks á Ítalíu að heimsækja ísland Að sögn Hrannar Traustadóttur sem starfaði ásamt öðrum við þennan bás er áberandi hvað margt ungt fólk hefur áhuga á að ferðast til Islands. Annars vegar eru þeir sem vilja ferðast sjálfstætt og svo tieir sem kjósa skipulagðar ferðir. talir ferðast gjaman í sama hópi ár eftir ár og er oft búið að skipu- leggja fríin með góðum fyrirvara. Áhuginn einskorðast þó ekki við unga fólkið því fólk á öllum aldri var að afla sér upplýsinga um land og þjóð. Allt frá unglingum að forvitnast um sumarvinnu t.d. við gróðursetningu að sérmenntuðum landfræðingum. Frá fólki sem hugði á brúðkaupsferðir að þeim sem leituðu að rólegri og ómeng- aðri náttúru á hausti lífs síns. Hrönn benti á að fólk væri að leita að nýjungum og virtist heyra meira um og frá íslandi en áður. Einnig hefðu margir áhuga á fjallahjólaferðum, jökla- og öræfa- ferðum. Sagðist hún hafa bent á staði eins og Vestfirðina og aðra sem e.t.v. hefðu orðið dálítið út- undan vegna legu sinnar utan hringvegarins. Mestur var áhugi á ferðum síð- sumars og haustferðum. Lang- flestir ítalir fara í frí í ágúst. Margir höfðu heyrt um bjartar sumamætur og unaðslegt sólsetur og höfðu því ekki síður áhuga á þeim tíma. Augljóst má vera mikilvægi þess að hafa sem mestar og gleggstar upplýsingar* fyrir tilvonandi ferða- menn um allt sem viðkemur ís- landi og gersemum þess því hróður þess sem ferðalands er farinn að berast víða og mun halda því áfram sé rétt á málum haldið. ■ Guðlaug L. Amardóttir Eru 6 -7 þúsund far- þegar Norrðna árlega léttvægir fundnir? MIG rak í rogastans þegar kona sem þekkir vel til ferðaþjónustu á landsbyggðinni hringdi í mig og spurði hvort ég hefði lesið grein Magnúsar Oddssonar, ferðamálastjóra, í Morgunblaðinu, föstudaginn 3. mars, „Ferða- mál á föstudegi: Hvar eru erlendar flölskyld- ur í íslandsferð?" Þegar ég hafði lesið hana skildi ég vel reiði þessarar ágætu konu. Það skal tekið fram í upphafi að ekki eru allar ábendingar eða hugmyndir í þessum skrifum ónothæfar, fjarri því. Ferðamálastjóri vísar til þess að nú bjóði ferðaskrifstofur íslendingum bækl- inga um ferðir til útlanda. Meðal þes_s sem einkenni þá séu fjölskylduferðir. Á hinn bóginn minnist hann þess ekki að O hafa séð í sölubæklingum erl. aðila sem CC selja ferðir hingað myndir af fjölskyldu JJA á ferð um ísland. Fullyrðingin kann að einhveiju leyti að vera rétt þó alhæfing sé vafasöm í þessu efni. Þá bendir hann einn- ig á að skv. könnunum séu það einkum íjöl- skyldur, hjón með böm, sem vantar í erl. ferðamannahópinn hér og bætir svo við: „Hér þarf raunar ekki kannanir til.“ Á tjaldsvædum austanlands eru margar erlendar fjölskyldur Nú botna ég ekki lengur í ferðamálastjóra. í okkar landsfjórðungi hljóta þá að gilda allt önnur lögmál ef þessi fullyrðing er rétt. Ég leyfi mér að halda þvi fram að margir ferða- menn sem gista á tjaldsvæðum og á öðrum skipulögðum ferðamannastöðum á lands- byggðinni séu einmitt fjölskyldur og a.m.k. hér austanlands erl. fjölskyldur. Spyija má hvort ekki sé verðugt viðfangsefni fyrir Ferðamálaráð og hagsmunaaðila í ferðaþjón- ustu að koma að þessum málum með skipu- lagningu, hvatningu og haldgóðum ábending- um til hagsmunaaðila. En það var ekki þetta sem ég ætlaði að gera að meginefni. Ferðamálastjóri setur fram þá skoðun að hægt væri að ná fleiri Qölskyldum til landsins ef hafin væri mark- aðssetning á sumarhúsum til útlendinga og styðst þar m.a. við skriflegar fyrirspurnir. Ekki efast ég um að þessar hugleiðingar séu á rökum reistar. Framhaldið kemur mér hins vegar nokkuð í opna skjöldu — og þó? Þar segir m.a.: „Þeir sem fara frá megin- landi Evrópu í sumarhús á Norðurlöndum aka flestir á eigin bílum. Fólk vill eðlilega geta skoðað sig um í landinu, ekið í sund og aðra afþreyingu, sótt vistir o.fl.^Nú ekur enginn frá Evrópu til íslands, þannig að til þess að hægt sé að selja sumarhús á ís- landi verður að selja sumarhús og bfl.“ Einhvem tíma hefðu svona skrif flokkast undir það sem kallast að slá undir beltisstað. Mér er full- kunnugt um að Magnús veit betur. Hann veit að þeir sem hafa hug á að heimsækja Island á bflum sínum hafa getað komið á eigin bílum sl. 20 sumur frá meginlandi Evrópu og Englandi. Það koma árlega 2-3.000 ökutæki með mf. Norröna til Seyðisfjarðar og einhveijar bif- reiðar með Eimskip. Magnús fær m.a.s. bréf á hveiju hausti frá und- irrituðum sem tíunda þjóðerni og Qölda allra sem koma með skipinu. Fær Magnús e.t.v. slíkar upplýs- ingar frá öðrum innflutningsaðilum? Ég held ekki þó ég viti það ekki gjörla. Hvers eigum við að gjalda? Það kann að vera að þeir 6-7 þús. farþegar sem fyrirtæki okkar flytur ár- lega til landsins þyki léttvæg tala í huga þeirra sem yngri eru. Til skamms tíma áttum við öðru að venjast frá forverunum, og sem teljast óumdeilanlega verðugir frumheijar ísl. ferðamála. Það er nokkuð Iangt síðan við hættum að kippa okkur upp við fálæti og afskiptaleysi þeirra samgöngu og fjármála- ráðherra sem sl. 20 ár hafa setið að völdum og gildir einu hvaða stjórnmálaflokki þeir hafa fylgt. Sanngjamar óskir um nauðsynlegar aðstöðubætur fyrir starfsmenn og ferðafólk sem fer um þessa einu bflafeijuhöfn sem tengist öðrum löndum hafa verið hundsaðar. Önn- ur sjónarmið hafa gilt þegar fjár- málaráðuneytisfurstarnir hafa ákvarðað afgreiðslugjöld af skipinu okkar og vinnu því tengdu. Þá er athyglisgáfa þessara manna á fullu og engu hlíft. Þurfum vlö aö leggja sklpinu í Lækjargötu? Hálfu verra finnst mér þó að einn helsti forystumaður í ferðaþjónustu, ferðamálastjórinn sjálfur, láti eins og hann viti ekki af þeim sem eru úti á mörkinni. Þar em menn að beijast um á hæli og hnakka fyrir tilveru sinni og uppskera svo slík og þvílík skrif. Hvað er hér á ferðinni? Þurfum við virkilega að leggja skipinu í Lækjargöt- una til að skerpa athyglisgáfu ferðamálastjór- ans. Engum er betur ljóst en okkur hér að rúm- ir 700 km skilja að Seyðisfjörð og Reykjavík. Það afsakar þó ekki þögn ferðamálastjóra um þá starfsemi sem hér fer fram. Ég hefi fyrir löngu áttað mig á þeirri stað- reynd að það er stór biti fyrir ýmsa í henni Reykjavík að þurfa að kyngja því að sam- starf Færeyinga og Austfirðinga hefur geng- ið jafn farsællega og raun ber vitni. Þó að flárhagur hafi lengst af verið í jám- um vegna stofnkostnaðar í bráðnauðsynleg- um húsakynnum fyrir hið opinbera á Seyðis- fírði hefur þetta þó tekist framar vonum. Líklega þó mest fyrir tilstilli guðs og góðra manna. Samstillt átak og einhugur eigenda pf. Smyril Line ásamt afburða hæfni og dugn- aði áhafna beggja skipanna sem siglt hafa sl. 20 ár hafa áorkað því að verkefnið, far- þega og bílafeija milli meginlands Evrópu og Islands, er raunveruleiki enn í dag. Ég læt þess getið að lokum að á vori kom- anda munum við halda upp á 20 ára sam- fellda siglingu þessara feija milli Evrópu og Islands. Jafnframt halda Seyðfirðingar upp á 100 ára afmæli kaupstaðarins vonandi með verðugum hætti. Ég vona svo sannarlega að við fáum ekki fleiri slíkar afmæliskveðjur að sunnan. Nú vil ég nota þetta tækifæri til að hvetja ferðamálayfirvöld til að fagna með okkur þeim árangri sem náðst hefur þó í litlu sé. Alveg sérstaklega tel ég að Færeyingar eigi lof skiiið fyrir eljusemi og þrautseigju. Og það gladdi gamalt þjarta mitt að sjá og heyra að samgönguráðherra Islands undirrit- aði samstarfsamning við færeyskan starfs- bróður um aukin verkefni og samvinnu í ferðamálum. Við skulum halda áfram á þeirri braut sem þar var mörkuð og vinna saman að framfaramálum í stað þess að þegja yfir eða rífa niður það sem reynt hefur verið vel að gera. ■ Jónas Hallgrímsson Höfundur er frkvstj. Austurfar é Seyðisfirði. Hálfu verra finnst mér þegar helsti forystumaöur í feróaþjónustu, feróamála- stjórinn sjálf- ur, lætur eins og hann viti ekki af þeim sem eru úti á morkinm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.