Alþýðublaðið - 29.11.1920, Síða 1

Alþýðublaðið - 29.11.1920, Síða 1
66S jrammistaða! Allir hata verið sammála um |>að, að ein af þeim leiðum, sem farandi væru til þess, að reyna að bæta úr fjárhagskreppu þeirri, er ídandsbanki, með hinu velkunna háttalagi sínu hefir kom- ið Iandinu í, væri það, að lands- ■sjóður tœki lá,n erlendis. Það hefir verið eitthvað um það deilt f blöðunum, hvort slíkt lán væri fáanlegt, og landsstjórninni legið á hálsi fyrir að hafa ekki ieitað nógu’vel fyrir sér um slíkt lán, en um hitt hafa ekki koniið fram neinar raddir, að ekki væri sjálfsagt að taka slíku láni tveim höndum, ef nokkur kostur væri að fá það. Það er kunnugt, að tyrir tveim máuuðum fór fj frmálaráðherrann, Magnús Guðmundsson, til útlanda, og aðallega til þess að reyna að fá lán fyrir landssjóðinn, að því er alment var álitið. Skal það tekið fram, að það var meðal annars álit hinna ráðherranna, að iiann færi f þessum tilgangi (svo sem og líklega væri hægt að sanna með vitnaleiðslu) og það er því ekki ósennilegt, að Magnús hafi sjálfur álitið að hann færi í þess- um tilgangi. En hafi það verið ætlun hans þegar hann fór af stað, þá hefir hann líklegast skift um skoðun þegar hann var kominn á leið, það er að segja ef menn vilja trúa hans eigin orðum, sem birt eru í Morgunblaðinu á Iaug- ardaginn, í viðtali er blaðið átti við hann, er hann kom heim aftur eftir réttra tveggja mánaða fjar- veru. Blaðið spyr hann: „Tókuð þér nokkuð lán fyrir jíkisins hönd ■í utanförinni?" „Nei,“ svarar Mrgnús, „ríkið tók ekkert lán. Það er áform mitt að sporna af fremsta megni á móti nýjum lántökum fyrir ríkis- sjóð, eins iengi og hægt er, nema þá til sérstakra fratnkvæmda, sem bera arð.“ Ef trúa má þessum orðum Magnúsar Guðmundssonar, þá hefir hann aðallega farið til út- land til þess að sporna á móti pví að landssjóður fengi lánl Má þá segja að för hans hafi tekist furðu vel, enda mun vandinn hafa verið lítill, því mönnum er hvortveggja kunnugt, að fremnr lítið er um handbært fé nú á Norðurlöndum, og svo hitt, að tjárafhmenn eru lfklegast ekki mjög áfjáðir í að bjóða íslendingum Ián, eftir að íslandsbanki er búinn að koma þvf óorði á landið, sem aikunna er. Hafi það verið tilgangurinn með utanför Magnúsar, er liggur í orðum hans, þá er senniiegt að enginn hafi verið til fararinnar betur fallinn en hann. En ætli förin hafi þá ekki verið æði óþörf? Séu orð Magnúsar f Morgunblaðinu hinsvegar sögð til þess að breiða yfir mishepaaða tilraun hans til þess að útvega landinu lán, má segja að hinn núverandi fjármálaráðherra sé ekki sem allra vandaðastur í orði. Hins vegar er áreiðanlegt að hafi tilgangurinn með utanförinni verið það sem almenningur heldur — að reyna að fá lán — þá vár sann- arlega valinn til fararinnar sá, sem sízt hafði hæfileikana til þess_ Það hefir sjálfsagt ekkert áhlaupa- verk verið að fá lán nú fyrir landssjóð, og þess vegna hefði það þurft að vera hæfur maður sem sendur var. Því til þessa verks þurfti aðra fjármálaspeki, en þá, sem kemur fram í þvf, að reyna að draga úr gjöldum landssjóðs án tillits til annars en að draga úr þeim, eða sem lýsir sér í að- ferð Magnúsar þegar hann reyndi að kúga hokkra fátæka kennara ti! þess að láta af skýlausum rétti sínum, með því að halda launum þeirra. Með öðrum orðum: reyndi að svelta þá til þess. Þesskonar fjármálaspeki þykir kannske góð hjá hreppsnefndaroddvitum, sum- staðar út um iand. En sennilega þykir fáum hún eiga við hjá fjármálaráðherra Iandsins. €rlenð símskeytl Khöfn 27. nóv. Grikkland. Frá París er sfmað, að afleiðing þess, sem fram hefir farið í Grikk- iandi, muni verða sú, að banda- menn slaki eitthvað til við Tyrki á friðarsamningunum. Frá Aþenu [höfuðborg Grikk- landsj er símað, að stjórnin hafi nú sett alla fylgismenn Konstan- tíns, er Venizelos hafði rekið frá stöðum sínum, inn f þær aftur, þar á meðai prinsana og herfor- ingjana, er vikið hafði verið úr hernum. Sfmað er frá Róm að Konstan- tin sé lagður af stað til Grikk- iands um Feneyjar. Ensk-írska stríðið. Frá Londen er símað, að Eng- lendingar hafi handtekið Griffits, forseta írska lýðveidisins. Frá Eússum. Frá London er símsð að sovjefc- stjórnin vilji gefa útlendum auð- mönnum stórfeid sérleyfi til þess að nota náttúruauðæfi Rússiands. Kristján X. Kóngurinn Kristján X. og drotn- ingin eru nú lögð af stað í utan- landsferð sína, þá er lengi hefir verið ráðgerð og getið hefir verift um hér í blaðinu. Bíóin. Gamla Bíó sýnir „Tígul- ás“, Nýja Bíó sýnir „í rökkr- inu.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.