Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 1
JH* rgttttMa&fö AÐSENDAR GREINAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 BLAÐn Framtak, samkeppni og lægra verð í ÞESSARI grein mun undir- ritaður sýna fram á áhrif sam- keppni og einstaklingsframtaks til lækkunar á vöruverði hér á landi á kjörtímbili ríkisstjómar Davíðs Oddssonar. Breytingar og aukin samkeppni Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum árum unnið ötuilega að því að auka samkeppni öllum til hagsbóta. Afleiðingar breytinga koma ekki alltaf strax í ljós því að einstaklingar, fyrirtæki og markaðir þurfa að átta sig á þeim breytingum sem eiga sér stað og þeim möguleikum sem þá skapast. A þessu kjörtímabili hafa breyt- ingar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir lækkað verð vöru og þjónustu og lagt þannig m.a. grundvöllinn að stöðugleika í efnahagsmálum og bættum lífs- kjörum. Verða hér rakin nokkur mikilvæg dæmi þessu til staðfest- ingar. Niðurfelling aðstöðugjalds og lægra vöruverð Fyrir tveimur árum var aðstöðu- gjald á fyrirtæki lagt niður. Marg- ir spáðu illa fyrir þess- ari breytingu og að hún myndi einungis leiða til þess að auka gróða fyrirtækjanna en kæmi einstakling- um ekki til góða. Þetta reyndist rangt og að- gerðin heppnaðist full- komlegá og hafði þrenns konar jákvæð áhrif eins og ætlað var. — í fyrsta lagi hafði hún áhrif til þess að stöðva aukningu atvinnuleysis sem að mati ASÍ stefndi í 20-25%. Atvinnuleysi fer nú lækkandi og er lægra hvern mánuðinn á fætur öðrum miðað við sama tíma í fyrra og því er spáð að atvinnuleysi verði lægra á árinu 1995 heldur en á árinu 1994. — í öðru lagi var skattkerfið fært til samræmis við það sem tíðkast annars staðar í heiminum sem auka mun erlendar fjárfest- ingar. — í þriðja lagi leiddi niðurfell- ing aðstöðugjalds til lægra vöru- verðs í samræmi við fyrirfram gerða útreikninga og hefur það verið stað- fest af hagfræðingum ASÍ. Þessi lækkun vöruverðs hefði ekki verið tryggð nema vegna frjálsrar verð- myndunar og aukinn- ar samkeppni. Lækkun vsk. á matvöru og lægra vöruverð Fyrir rúmu ári var virðisaukaskattur á matvöru lækkaður úr 24,5% í 16%. Stjórn- arandstaðan fann þessu allt til foráttu og spáði því að kaupmenn myndu einungis not- færa sér þessa lækkun til þess að hækka vöruverð og auka hagnað sinn. Þetta fór á annan veg því lækkun virðisaukaskatts á mat- vælum skilaði sér að fullu til neyt- enda í lækkuðu vöruverði á mat- vælum. Þetta hefur verið staðfest af hagfræðingum ASÍ. Þessi lækkun vöruverðs hefði ekki verið tryggð nema vegna fijálsrar verðmyndunar og aukinn- ar samkeppni. Árni M. Mathiesen Gengisfellingar án verðbólguskriðu Núverandi ríkisstjórn hefur fellt gengið tvisvar sinnum og gengi íslensku krónunnar er nú í sögu- legu lágmarki. Þetta hefur ómet- anlega þýðingu bæði fyrir útflutn- ingsatvinnuvegina sem og innlend- an samkeppnisiðnað vegna bættrar samkeppnisstöðu. Gengisfellingar á íslandi eru hins vegar jafnan Árlegur vaxtakostnaður af einnar milljónar króna verðtryggðu bankaláni hefur lækkað úr 93 þúsund krónum í 79 þúsund. Árni M. Mathiesen segir að lækkun matarskatts og vaxta hafi styrkt kaup- mátt í landinu. tengdar við verðbólgu og dvínandi kaupmátt launafólks. Það tókst í þessi tvö skipti að koma í veg fyr- ir verðbólguholskeflu í kjölfar gengisfellingar vegna hinnar miklu samkeppni sem hér ríkir. Sam- keppnin kom í veg fyrir að hægt væri einfaldlega að velta gengis- fellingunni út í verðlagið. Því varð að leita annarra leiða til að mæta gengisfellingunni með aukinni framleiðni og aukinni hagkvæmni neytendum til góða. Lækkun vaxta Fyrir tæpu einu og hálfu ári tókst ríkisstjórninni að lækka vexti þannig að vextir á ríkisverðbréfum hafa síðan verið í kringum 5% sem er lægra en í nágrannaríkjum okk- ar. Stjórnarandstaðan spáði því að vaxtalækkunin yrði ekki langlíf en þar skjátlaðist henni. Samkeppnin hefur einnig haldið innreið sína á fjármagnsmarkaðinn þannig að fjármagnseigendur, lífeyrissjóðir og bankar geta ekki skammtað sér vexti sjálfir. Árlegur vaxta- kostnaður af einnar milljóna króna verðtryggðu bankaláni á meðal- vöxtum hefur því lækkað úr níutíu og þrjú þúsund krónum í sjötíu og níu þúsund krónur. Lækkun vaxta þýðir bætt afkoma heimilana í landinu. Kaupmáttur eykst Þær breytingar sem hér hafa verið nefndar eiga stóran þátt í því að auka framleiðni og hag- kvæmni fyrirtækja sem leiðir til aukins hagvaxtar. Gagnvart hinum almenna borgara kemur þetta fram í því að kaupmáttur eykst. í tíð síðustu vinstri stjórnar lækkaði kaupmáttur um 12,7% (1988- 1991), en nú stefnir í það að kaup- máttur aukist annað árið í röð. Það hefur ekki gerst í átta ár að kaup- máttur aukist tvö ár í röð. Með áframhaldandi stöðugleika í verð- lagi og aukinni samkeppni undir forystu Sjálfstæðisflokksins má því búast við meiri hagvexti og meiri kaupmáttaraukningu en við höfum séð um langa hríð. Höfundur er alþingismaður „Eg réð hann nú ekki á þeim forsendum“ ÉG SPJALLAÐI nýlega við mann sem sagði mér að hann væri mikill áhuga- maður um jafnréttis- mál. Maður þessi er forstjóri í þokkalegu fyrirtæki úti á landi. Hjá honum starfar nokkur fjöldi fólks, þannig að þessi yfir- lýsing hans gladdi mig mjög. Ég hugsaði með mér brosandi að vænt- anlega hefðu konur og karlar jöfn tækifæri í hans fyrirtæki. Forstjórinn sagði mér að hann ætti dóttur sem væri að ljúka háskólanámi og honum þætti mikilvægt að hún hefði jöfn tækifæri á við kærasta hennar sem væri einnig að ljúka háskólanámi. Hins vegar hefði honum sýnst að dóttur sinni væri ekki jafnvel tek- ið á atvinnumiðlunum og tengda- syninum. Hún væri hins vegar alls ekki síðri námsmaður, hún væri hörkudugleg og hefði ekki minni starfsreynslu en tengdasonurinn. En samt... eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Forstjórinn var þungur á brún þegar hann tjáði mér þetta og spurði: „Hvað er eiginlega hægt að gera. Nú hef- ur þú starfað með ungum konum í Sjálf- stæðisflokknum að þessum málum. Hvað hafið þið lagt til?“ Karlar eiga að hafa sömu réttindi og konur Ég sagði forstjóranum að megináhersla Sjálfstæðra kvenna væri sjálfstæði einstaklinga, karla og kvenna. Að konur og karlar hefðu sömu tækifæri til vinnu og launa en því miður hefðu ákveðin viðhorf í þjóðfélaginu beint konum og körlum inn á ákveðnar brautir. Það væri talið eðlilegast að konur sinntu heimilisstörfum umfram karla og karlar helguðu sig starfs- framanum. „Sjálfstæðar konur vilja sameiginlega ábyrgð foreldra. Þær vilja að karlar fái sama rétt til fæðingarorlofs og konur. Þær vilja að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu störf. Þær hafna því að lausnir á mismunun kynj- anna felist í skammtímaaðgerðum ríkisins en leggja megináherslu á að viðhorfsbreyting eigi sér stað í þjóðfélaginu." „Óþarfa framapot eiginkonunnar" Umræða okkar fór nú út og suður. Talið beindist að fyrirtæki forstjórans, ákveðnum verkefnum sem þar væru í gangi og starfs- fólkinu. Örlítils pirrings fór að gæta hjá honum þegar talið beind- ist að einni deildinni. Maður sem bæri mikla ábyrgð á ákveðnum verkefnum þar hefði ekki mætt til vinnu síðstliðna þrjá daga. Starfs- maðurinn hefði verið heima að sinna veikum börnum. „Þetta er nú alveg ferlegt," sagði forstjór- inn. „Konan hans er yfir einhveij- Ásdís Halla Bragadóttir Ef allir forstjórar kæmu fram við konur eins og þær væru dætur þeirra, sem þeir hefðu metnað fyrir, þá væri stórt skref í sjálfstæðisbaráttunni tekið. Ef þeir kæmu fram við karla eins og þeir væru tengdasynir þeirra og feður barna- barnanna, þá væri enn stærra skref stigið. Ás- dís Halla Bragadóttir segir að slík viðhorf s- breyting sé það sem sjálfstæðar konur leggi höfuðáherslu á. um vinnustað og getur sjaldan verið heima þegar börnin veikjast. Þetta framapot hennar bitnar á mínu fyrirtæki þegar starfsmaður- inn minn þarf að vera heima hjá börnunum.“ Ég sperrti eyrun og lagði betur við hlustir. Forstjórinn hélt áfram og sagði: „Ég réð manninn nú ekki á þessum for- sendum, ég gerði alls ekki ráð fyrir því að þetta ætti eftir að verða svona!“ Æ, æ, æ ... hugsaði ég. Jafn- réttishugsjónin nær þá ekki lengra hjá forstjóranum. Hann vill að dóttir sín hafi sömu tækifæri og tengdasonurinn. Hann ræður karl- menn hins vegar ekki í vinnu á þeim forsendum að þeir sinni börn- unum sínum þegar þau veikjast. Ég svaraði honum einhverju, sem ég man ekki lengur hvað var. Ég vona hins vegar að hann lesi þessa grein til að átta sig á því að það er viðhorfsbreytingin sem skiptir meginmáli. Með því að breyta eig- in viðhorfi þá um leið hjálpar hann dóttur sinni í hennar lífsbaráttu. Ef allir forstjórar, konur og karl- ar, kæmu fram við konur eins og þær væru dætur þeirra, sem þeir hefðu metnað fyrir, þá væri stórt skref í sjálfstæðisbaráttunni tek- ið. Ef þeir kæmu fram við karla eins og þeir væru tengdasynir þeirra og feður barnabarnanna, þá væri enn stærra skref stigið. Slík viðhorfsbreyting er það sem Sjálfstæðar konur leggja höfuðá- herslu á. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Sjáifstæðisflokksins og er starfandi itman SjAlfstæðra kvenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.