Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 8
8 B LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Hvar eru athafnakomimar? SÍÐAST liðið haust var ég á ferð um Bandaríkin og lenti þá á fundi hjá laganefnd Verslunarráðsins í Orange County, útborg Los Angeles í Kalifomíu. Þetta var árla morguns og þarna sátu nokkrir athafnamenn- og konur og sömdu álit um málefni sem ýmist voru til umræðu á fylkis- þinginu eða þinginu í Washington. Breytingar Clintonstjómarinnar á heilbrigðiskerfinu, afnám dauðar- efsingar, strangari refsingar eftir þriðja lagabrot, harðari aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og ný tóbaksvamalöggjöf voru á meðal þess sem rætt var. Síðar þennan sama dag hitti ég konur í atvinnurekstri sem allar höfðu sagt upp fyrri störfum til að stofna sín eigin fyrirtæki. Ein þeirra, sem rekur stórt byggingar- fyrirtæki, er félagi í samtökum sem kallast „Fyrirtæki með félagslega ábyrgð". Meðal þekktra fyrirtækja í þessum selskap em sportvörafram- leiðandinn Reebok og fataframleið- andinn Levi-Strauss. Þessi fyrirtæki selja ekki vöra sína til ríkja sem bijóta mannréttindi og þeir líta á það sem skyldu sína að bæta félags- legt umhverfi sitt, m.a. með því að styðja kvennaathvörf, byggja bamaheimili, styðja æskulýðsstarf, vinna gegn glæpastarfsemi og skipuleggja starf sitt í sátt við um- hverfíð. Þeim er nefnilega orðið Ijóst að velgengni fyrirtækja ræðst ekki eingöngu af vöxtum, verðlagi, gengi hlutabréfa eða skatthlutfalli, heldur era fyrirtækin hluti af umhverfí, heild sem þarf að vinna saman. Fyrirtæki blómstra ekki ef innan þeirra ríkir óánægja, eða ef starfs- mennimir eiga í stöðugum vandræð- um með daglegt líf sitt. Fyrirtæki ganga ekki vel í umhverfi þar sem skattsvik, glæpir, mafíustarfsemi eða trúarátök era daglegt brauð. Fyrirtæki þar vestra fá ekki á sig gott orð ef þau menga u'mhverfið eða tefla fram eintóm- um miðaldra, hvítum karlmönnum, enda hafa konur sótt mjög í sig veðrið bæði innan rótgróinna fyrirtækja en einkum þó með stofnun nýrra. Stjórn þeirra á fyrirtækjum hefur vakið athygli og það er talað um nýjan stjórnunarstíl kvenna. Konurnareyddu atvinnuleysinu Hvernig standa ís- lensk fyrirtæki sig ef horft er á þau út frá þessum sjónarhóli sam- félagstengsla? Að sumu leyti vel og að öðra leyti miður. íslensk fyrir- tæki hafa tekið sig verulega á í umgengni sinni við íslenska náttúra, mengunarvarnir og framleiðsla hef- ur tekið stórstígum framförum þótt margt sé eftir enn, enda eru menn smátt og smátt að átta sig á því að möguleikar okkar felast í hrein- leika, gæðum, gæðum og aftur gæðum. íslensk fyrirtæki styðja við bak menningarlífs, íþróttastarfs og stjórnmálabaráttu í allríkum mæli, sum mjög myndarlega. Þegar kemur að stjómun fyrirtækja, áhrifum í fjármálalífí, að ekki sé talað um eign á fyrirtækjum, versnar í því. Það heyrir til undantekninga að sjá konur í röðum framkvæmda- stjóra, stjórnenda eða eigenda fyrir- tækja, eins og nýleg úttekt Sam- keppnisstofnunar bar glöggt með sér. íslenskt samfélag hefur fjárfest gífurlega í menntun kvenna undan- farin 25 ár. Hvernig stendur á því að það skilar sér ekki í framkvæði úti í atvinnulífinu hér eins og það gerir í Kanada, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum? í Bandaríkjun- um hafa konur stofnað rúmlega helming nýrra fyrirtækja á undan- fömum fímm áram og þar er sagt blákalt að það sé framkvæði þeirra sem eytt hafí atvinnuleysinu og náð bandarísku atvinnulifí upp úr öldudal. Þær hafa líka fengið öflug- an stuðning úr lána- sjóðum til að vinna það verk. Vannýtt auðlind Hvaða tregðulögmál eru að verki hér? Hvemig tengist staða kvenna á íslenskum vinnumarkaði áherslum í menntakerfínu, rót- grónum hefðum, hugsunarhætti og félagslegri stöðu kvenna? Hér er eitt- hvað mikið að og það er kominn tími til að ríkið, stjómendur stofnana þess og vinnumarkaðurinn í heild opni augun, breyti áherslum og nýti þá auðlind sem felst í hugviti og sköpunarkrafti kvenna til að efla ís- lenskt atvinnulíf. Auðlindin er til staðar, en hún er illilega vannýtt. Á undanförnum árum hafa ís- lensk fyrirtæki gengið í gegnum hreinsunareld sem nú virðist vera að kulna. Fjöldi fyrirtækja er brann- inn upp til agna, sum hver gömul og að því er virtist gróin, en önnur hafa lifað af og koma nú út úr eldin- um reiðubúin að takast á við nýja öld. Staðan er þó afar misjöfn og það er ljóst að eiginfjárstaða margra fyrirtækja er mjög slök, gengið hef- ur verið á eignir til að borga upp skuldir og fjárfestingar era í sögu- legu lágmarki, sem þýðir að ekki er von mikillar atvinnusköpunar eða nýjunga. Sköttum hefur verið létt af fyrir- tækjunum sem hefur bætt stöðu þeirra verulega, en spurningin er, hvernig er atvinnulífíð í stakk búið til að skapa þúsundir starfa fyrir Að mati okkar kvenna- listakvenna, segir Kristín Astgeirsdóttir, eru möguleikar til at- vinnusköpunar margir. það fólk sem kemur út á vinnumark- aðinn á næstu áram og þá sem nú þegar eru atvinnulausir? Hvernig er íslenskt atvinnulíf búið undir vax- andi samkeppni á opnari mörk- uðum? Era íslensk fyrirtæki sam- keppnisfær í launum á sameiginleg- um evrópskum vinnumarkaði? Hvert á að stefna? Áherslubreytingar er þörf Að mati okkar kvennalistakvenna eru möguleikar til atvinnusköpunar margir hér á landi ef skynsamlega er að málum staðið. Tækifærin fel- ast í fullvinnslu matvæla í sjávarút- vegi og landbúnaði, ferðaþjónustu, smáiðnaði, endurreisn ullariðnaðar- ins, listiðnaði, fískeldi sem er að verða stóriðnaður úti í heimi, rann- sóknarstofnunum af ýmsu tagi og þannig mætti lengi telja. Við verðum að vita hvert við vilj- um stefna. Eigum við að leggja megináherslu á matvælafram- leiðslu, eða eigum við að snúa okkur í ríkara mæli að því að selja þjón- ustu og hugvit? Það þarf að marka atvinnustefnu til langs tíma og að- laga menntastefnuna henni í stað þess algjöra stefnuleysis sem hér ríkir. Stjómvöld eiga að ýta undir tilraunir og rannsóknir, styðja smá- fyrirtæki og skapa skilyrði fyrir öflugan atvinnurekstur sem getur greitt almennileg laun, atvinnu- rekstur sem gefur bæði konum og körlum færi á að spreyta sig. Það sem hér þarf að gerast er áherslubreyting, þar sem sjónum er Kristín Ástgeirsdóttir Mannréttindi minnihlutahópa - viðfangsefni stjórnmálanna ÁKVARÐANIR stjórnmála- manna snerta allt litróf mannlífsins. En þegar stjórnmálamenn leiða hug- ann að þörfum hins dæmigerða kjó- sanda, er það sennilega oftast hinn ófatlaði eða heilbrigði hluti þjóðar- innar sem þeim er efst í huga. Talið er að yfír 500 milljónir manna í heiminum séu fatlaðir. Þar af era 160 milljónir börn. Fötlun getur verið meðfædd eða afleiðing slysa eða sjúkdóma síðar á lífsleið- inni. Samkvæmt upplýsingum Sam- einuðu þjóðanna er talið að eitt af hveijum 10 bömum búi við einhvers konar fötlun. Flest þessara barna eiga fyölskyldur og því getur þetta þýtt að fjórði hver maður þurfi að takast á við afleiðingar fötlunar, annaðhvort sína eigin eða nákomins ættingja. Samkvæmt þessu snertir fötlun rúmlega 60 þúsund íslend- inga með einum eða öðrum hætti. Það jafngildir um helmingi íbúa Reykjavíkur. Það er umhugsunar- efni að hagsmunir svo margra skuli vera jafn lítið til umræðu á vett- vangi stjómmálanna og raun ber vitni. Úr einangrun Stefnur og straumar í þjóðfélag- inu á hverjum tíma ráða þeim lífs- kjörum sem fötluðum og fjölskyld- um þeirra eru búin. Ekki er svo ýkja langt síðan það hentaði þjóðfé- laginu að fatlaðir lifðu einangruðu lífi fjarri alfaraleið, þar sem tilvera þeirra truflaði aðra sem minnst. Þess eru að vísu enn dæmi að svo sé á málum haldið. Á síðustu árum hafa viðhorfin verið að breytast. Krafan um að líf fatlaðra sé eins nærri því eðlilega og nokkur kostur er leit dagsins ljós á sjötta áratugnum. For- eldrar sem þorðu að ganga fram fyrir skjöldu knúðu á um bætt lífsskilyrði fyrir fötluð börn sín, rétt þeirra til menntunar og til þess að alast upp með fjölskyldum sín- um. Þetta fólk sýndi í raun ótrúlegan kjark þegar ríkjandi voru viðhorf ölmusu og fór- dómar fældu marga frá því að opinbera þá staðreynd að innan fjölskyldunnar væri fatlaður einstaklingur, sem þyrfti sérstaka aðstoð samfé- lagsins. Þessi barátta átti sér fyrir- mynd í frelsisbaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum og sótti sér kjör- orðið jafnrétti þangað. Margbreytileiki - auðugra mannlíf Fatlaðir eru ekki einslitur hópur, heldur margbreytilegur hópur barna og fullorðinna sem eiga það sameiginlegt að þurfa á stuðningi samfélagsins, tímabundið eða jafn- vel ævilangt, að halda til þess að geta notið svipaðra lífsgæða og aðrir. Því þarf þjónustan við þennan hóp að einkennast af einstaklings- lausnum sem grundvallast á rétti manna til ákvarðana um eigið líf. Á seinni árum hafa orðið mikilvæg- ar breytingar á þjónustunni. Horfið hefur verið frá því að leysa öll mál á stofnunum, en þess í stað reynt að skipuleggja þjónustuna í nán- asta umhverfi einstaklinganna og fjölskyldna þeirra. Áhersla er lögð á að auka sjálfstæði fólks og lífsgæði með því að hafa þjónustuna sveigj- anlega og miða hana við þarfír hvers ein- staklings. Jafnframt er stefnt að því að færa ábyrgð á þjónustu sem mest til almennra stofnana samfélagsins á sviði félags-, mennta- og heilbrigðismála. Með slíku fyrirkomu- lagi næst tvöfaldur árangur. Ekki er að- eins verið að gera fötl- uðu fólki kleift að lifa lífínu með reisn, heldur fara hags- munir þeirra vel saman við hags- muni annarra þjóðfélagshópa. Skóli þar sem þörfum fatlaðra barna er vel sinnt, sinnir líka öðram börnum vel. Byggingar sem eru fötluðum aðgengilegar, eru það einnig fyrir aldraða og barnafólk. Upplýsingam- iðlun til fatlaðra á auðlesnu efni kemur líka til góða mörgum öðrum sem eiga erfitt með að lesa flókinn texta. Þannig fer það oft saman, að það sem er fötluðum nauðsynlegt til þess að geta lifað í samfélaginu, er einnig hagkvæmt fyrir þjóðfélag- ið í heild. Pólitískur vilji Vandi þessa þjóðfélagshóps við það að hasla sér völl í samfélaginu verður ekki leystur nema með víð- tækum pólitískum vilja og aðgerð- um. Fötlun er félagsleg staða ekki síður en líffræðileg. Fatlaðir hafa þörf fyrir sömu lífsgæði og aðrir, Fötlun er félagsleg staða, segir Asta B. Þorsteinsdóttir. Ekki síður en líffræðileg. en ýmsar hindranir í samfélaginu koma í veg fyrir að þeir geti notið þeirra. Það er á ábyrgð stjómmála- manna að séð verði til þess að þeim hindrunum sé ratt úr vegi sem koma í veg fyrir að fatlaðir geti lifað líf- inu með reisn. Fjölmörg lög sem eiga að treysta stöðu fatlaðra hafa verið sett á Alþingi. Framkvæmd þeirra laga er þó oft brotakennd, þar sem fjárframlög ráða meiru en lagabókstafurinn. Þannig hefur það til dæmis verið um þau lög, sem eiga að tryggja jafnrétti til náms við hlið ófatlaðra. Gerum mannréttindasáttmála að öflugu vopni Fulltrúar íslenskra stjórnvalda hafa undirritað fyrir íslands hönd marga mikilvæga alþjóðasáttmála sem eiga að tryggja mannréttindi minnihlutahópa. Sameinuðu þjóð- irnar hafa ávallt gegnt mikilvægu hlutverki í jafnréttisbaráttu fatl- aðra. Nægir þar að minna á Mann- réttindayfírlýsingu SÞ þar sem þjóð- ir heims sameinuðust í þeirri hug- sjón að allir menn fái að lifa án ofsókna, ótta eða óréttlætis. Á þeirri hugsjón grundvalla hagsmunasam- tök fatlaðra um allan heim baráttu sína. í lok áratugar fatlaðra sam- þykkti Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna grundvallarreglur Sam- Ásta B. Þorsteinsdóttir. beint inn á við, að vinnuaflinu ekki síður en því að skoða ytri aðstæður. Einn helsti vandi íslensks atvinnulífs er lág framleiðni. Hana þarf að auka fyrst og fremst með því að mennta fólkið. Hér á landi era stórar atvinnu- greinar sem hvorki gera kröfur um menntun né veita starfsfólki kost á henni. Böm og unglingar era jafnvel ráðin til að sinna viðkvæmri mat- vælaframleiðslu. Víða úti í Evrópu eru t.d. verslunar- og þjónustustörf „profession" sem próf þarf til að mega sinna. Gamaldags viðhorf til menntunar í könnun sem Gerður G. Óskars- dóttir gerði í tengslum við doktors- ritgerð sína á viðhorfum vinnuveit- enda til menntunar kemur fram að margir þeirra sjá lítil tengsl milli menntunar og atvinnulífs. Þetta er áhyggjuefni og skýrir kannski að hluta til þá stöðu sem við eram í. Slík viðhorf verða að breytast, enda ber öllum þeim sem spá í framtíðina saman um að menntun og aftur menntun sé lykill að framförum og lausnum á vanda heimsins. Ef hér á að verða áframhaldandi gott mannlíf í landinu, með nýsköpun og uppbyggingu verða viðhorf til menntunar að breytast hjá stjórn- völdum, aðilum vinnumarkaðarins og almenningi. Að lokum eitt dæmi úr hagsög- unni. Þegar þýsku ríkin 38 vora sam- einuð árið 1870 áttuðu menn sig á því að það var eitthvað merkilegt að gerast á sviði efna- og eðlis- fræði. Miklum fjármunum var varið til uppbyggingar háskóla og rann- sókna á sviði raunvísinda. Þtjátíu áram síðar reis þýskur efna- og stál- iðnaður upp og varð hinn kröft- ugasti í Evrópu. Þjóðverjar kunnu reyndar ekki með þá forystu að fara, en mórallinn í sögunni er þessi: Það þarf framsýni, menntun, rannsóknir og umfram allt þolinmæði til að ná árangri. Höfundur er þingkona Kvennalistans í Reykjavík. einuðu þjóðanna um jöfnun tæki- færa. Þessar reglur eiga að vera stjórnmálamönnum í aðildarríkjum SÞ til leiðbeiningar umk það hvern- ig þær geti gert samfélagið aðgengi- legt öllum. Þær undirstrika rétt fatl- aðra til þess að njóta lífsgæða á við ófatlaða, þar á meðal þeirra réttinda að fá notið hæfileika sinna og þess að fá að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Reglurnar leggja á stjórnvöld aðildarríkjanna bæði sið- ferðilegar og stjórnmálalegar skyld- ur sem ber að framfylgja. Það skortir mikið á, að þeir al- þjóðlegu sáttmálar sem ísland hef- ur skuldbundið sig til þess að fram- fylgja, séu nægilega í umræðunni hér á landi. Það ætti að vera við- fangsefni bæði stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka fatlaðra á næstu árum að gera mikilvæga al- þjóðlega sáttmála að öflugu hjálp- artæki við að bæta lífsgæði fatl- aðra og jafna kjör þeirra og ann- arra landsmanna. Opið samfélag Vissulega hefur margt verið gert í þágu fatlaðra á undanförnum 10-15 árum og það ber að virða. En þó er langt í land. Fatlaðir hafa enn minna af öllu en ófatlaðir. Þeir eru almennt fátækari, búa við meira atvinnuleysi, njóta minni menntunar og hafa minni aðgang að félagsleg- um og efnahagslegum gæðum. Nú blása ferskir vindar í málefn- um fatlaðra og þess er krafist að fatlaðir njóti sömu virðingar og aðr- ir og að samfélagið allt sé þeim opið og aðgengilegt. Því munu fatl- aðir í auknum mæli sækjast eftir menntun í almennum skólum og leita sama réttar og aðrir hjá öllum almennum stofnunum samfélagsins. Þetta þarf að gera þeim kleift. Til þess þarf pólitískan vilja. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskaþjálpar og skipar 3. sætíð á lista Alþýduflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.