Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 1
WjpmMjiMft MENNING LISTIR D PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 BLAÐ Ástarsaga ur fjðllunum Barnaleikritið Ástarsaga úr fjöllunum, sýnt af Möguleikhúsinu. Leikgerðin er unnin upp úr samnemdri sögu Guðrúnar Helgadóttur. MOGULEIKHUSIÐ tekur nú til sýninga barnaleikritið Ástarsögu úr fjöllunum. Byrjað verður að sýna í leikskólum. Frumsýning verður á miðvikudaginn, 22. mars, í Möguleikhúsinu við Hlemm og hefst sýningin kl. 17. Leikritið er unnið upp úr sam- nefndri sögu Guðrúnar Helgadótt- ur. Bókin, sem nýtur mikilla vin- sælda, er víðlesin og hefur verið þýdd á fjölda tungumála og nú síðast kom hún út á japönsku. I sögunni segir frá tröllskessunni Flumbru, sem verður yfir sig ást- fangin af stórum og ljótum tröll- karli og hefur fyrr en varir eign- ast átta litla tröllastráka. En þeg- ar hún arkár af stað með þá yfir fjöllin að hitta tröllapabba þá skín sólin á þau öll með afdrifaríkum afleiðingum! Þegar blaðamann bar að garði í leikhúsinu voru leikarar og leik- stjóri önnum kafin við að sauma. Þau saumuðu fjöll, kletta, trölla- börn og annað sem leiktjöldunum tilheyrir. Mikill saumaskapur „Við höfum aldrei saumað svona mikið", segir Pétur. „Þessi leikmynd er ólík þeim sem við höfum áður verið með. Venjulega smíðum við leikmyndir, en þetta er í fyrsta sinn sem við saumum þær. Aðstandendur Mögu- leikhússins gera allt sjálfír svo að síðustu daga og vikur fyrir frumsýningu er ekki nóg með að hamast við að æfa, heldur verðum við líka að gera leikmyndina og vinna alla þá hefðbundnu vínnu sem leikhús- starf krefst, þar sem við höfum ekki ráð á að hafa fólk í vinnu." Leikgerðin unnin í leiksmiðju Leikstjórinn, Stefán Sturla, seg- ir um söguna og leikgerðina: „Við leituðum til Guðrúnar Helgadóttur, sem gaf okkur leyfi til að nota söguna, en hefur síðan ekkert komið nálægt leikgerðinni. Leikgerðin er unnin í leiksmiðju og höfum við því unnið útfærsluna Flumbra verð ur yf ir sig ást fangin saman. Við styðjumst við bókina en vinnum jafnhliða með okkar eigin hugmyndir. Sagan er fyrst og fremst fant- asía um landið sem við búum í og þá leyndardóma sem það býr yfir. Það eru til einfaldar skýringar á flestum náttúrufyrirbrigðum, en Guðrún kemur með sínar eigin skemmtilegu skýringar. Ef við tökum til dæmis eldgos, þá verða þau til 1 þau fáu skipti sem tröllin elda; gufustrókurinn stígur til himins og eldurinn logar uppúr fjöllunum. Þegar trölhn byrja að taka til hjá sér hrynjá grjótskrið- urnar niður hlíðar fjallaníia og svo eru hvítfyssandi fossarnir mjólkin úr brjóstum tröllamömmu. Þetta eru minni úr þjóðsögunum sem Guðrún notar svona skemmtilega í sögunni. I leikgerðinni notum við þrjú listform til að koma efninu til skila. Það er mikið sungið, brúðu- leikur kemur við sögu og svo hinn hefðbundni leikur leikaranna. í leikritinu eru fimm ný og mjög falleg barnalög sem samin eru af Birni Heimi Viðarssyni, en Björn er ungur strákur sem stundar tón- listarnám í London. Pétur samdi textana uppúr sögunni og er stór hluti sögunnar sagður með söngn- ______ um. Þetta gerum við til að miðla sögunni á skemmtilegan hátt og ögra okkur sjálfum. Með þessari sýningu erum við að þreifa okkur áfram með vinnubrögð, sem við höfum ekki áður notað, í þeim tilgangi að þroska og þjálfa leikhópinn. Sýningin er rammíslensk og því ákaflega þjóðleg. Okkur fannst sjálfsagt að velja íslenskt efni því börn hafa svo mikinn aðgang að barnaefni, sem mótað er aferlend- um áhrifum og báðar sjónvarps- stöðvarnar sýna nánast eingöngu erlent barnaefni. Við erum nú komin í okkar eigiið húsnæði og það, ásamt því að við völdum að vinna með þessa skemmtilegu barnabók, sem er trúlega út- breiddasta, íslenska barnabók seinni tíma, hefur fyllt okkur svo STFEÁN Sturla Sigurjónsson leikstjóri, Pétur Eggerz sögumaður, Alda Arnardóttir tröllskessan Flumbra og Hlin Gunnarsdóttir sem hannar leikmynd og búninga. mikilli þjóðerniskennd að við erum alveg að springa!" Leitað í smiðju rithöfundar Pétur segir þessa sýningu ólíka fyrri sýningum á margan hátt. „Þetta er í fyrsta sinn sem við leitum í smiðju rithöfundar. Þessi sýning er því unnin öðruvísi en þær sýningar sem við höfum sett upp til þessa. Hingað til höfum við í Möguleikhúsinu alltaf samið leik- sýningarnar sjálf og unnið allt frá grunni innan hópsins. Yfirleitt kvikna hugmyndir, síðan er unnið handrit og byriað að æfa eftjr því, en þetta leikrit er unnið í leik- smiðju. Það var Stefán sem und- irbjó leikgerðina, átti hugmyndina að uppsetníngunni og hafði umsjón með framvindunni. Við erum fjög- ur sem vinnum að þessari sýningu og hefur hver sína skoðun. Þetta skapar umræður og það hefur trú- lega góð áhrif að fá fram öll þessi, oft ólíku sjónarhorn. Varðandi leiktjöldin í sýning- unni þá miðast þau við að auðvelt sé að flytja þau. Þessi sýning er líka ferðasýning og verður sýnd í leikskólum og víðar. Það er mjög gaman að heimsækja til dæmis leikskóla með leiksýningar og breyta þessu daglega umhverfi barnanna í leikhús, en það er einn- ig mjög gott og hollt að kynna börnum leikhúsið og láta þau upp- lifa það sem ævintýraheim. Stefna okkar í framtíðinni er að vera í bland með fastar sýningar í leik- húsinu og ferðasýningar." Að lokum sögðust þau vera stolt af því að allt síðasta leikár hefði verið rammíslenskt. Þemað hefði verið íslenskar ævintýrasögur. Leikstjóri sýningarinnar er Stef- án Sturla Sigurjónsson og er hann einnig höfundur leikgerðarinnar í samvinnu við leikhópinn. Hlín Gunnarsdóttir hannar leikmynd og búningana, Björn Heimir Viðars- son semur tónlistina og Pétur Egg- erz söngtextana. Leikarar eru Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz. Sýningin er ætluð börnum á aldrinum 2-80 ára. Morgunblaðið/Sverrir TRÖLLSKESSAN Flumbra að gefa einum af áttburunum sínum brjóst, stóri bróðir og sögumaður fylgjast með. SÖGUMAÐUR ásamt tröllastráknum Undrafríði. S.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.