Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tónleikar í Langholtskirkju Tónleikar Kristins Sigmundssonar óperu- söngvara og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara til styrktar orgelsjóði Langholtskirlgu í dag. KRISTINN Sigmundsson óperu- söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Lang- holtskirkju í dag, laugardag, og hefjast þeir klukkan 17. Tónleik- arnir eru haldnir til styrktar orgel- sjóði kirkjunnar. Blaðamaður heimsótti Kristin í vikunni og ræddi við hann um tón- leikana og uppfærsluna á Utskúf- un Fausts í Bastilluóperunni í Par- ís, þar sem hann söng nú í febrúar. Söfnun í orgelsjóð „Tildrög tónleikanna eru þau að Jón Stefánsson organisti leitaði til mín með að halda tónleika til að safna í orgelsjóðinn. Þetta var fyr- ir um ári, en ég hef haft • svo mikið að gera að það er ekki fyrr en nú sem tækifærið gefst og verða því tónleikamir núna á laugardaginn. A þessum tónleikum ............. ætla ég að syngja lög frá gömlum tíma - gamlar ítalskar aríur og nýrri ítalska „slagara“ og þá á ég við frá aldamótum eða fyrri hluta aldarinnar. Síðan syng ég ljóðalög eftir Schubert og þrjá ameríska blökkusöngva. Dagskrána enda ég svo með að syngja nokkur lög eft- Eg hef gert nokkra samn- inga við Bast- illuóperuna ir sigvalda Kaldalóns. Mig langar að bæta því við, að ég hef það eftir konunni minni, að þettta sé fallegasta prógrammið sem hún hafi lengi séð!“ Parísaróperan Síðastliðinn sunnudag birtist í Morgunblaðinu mjög lofsamleg umsögn franskra gagnrýnenda um frammistöðu Kristins í Parísaró- perunni. Þar söng hann hlutverk Mefistofelesar í óperunni IJtskúfun Fásts eftir Berlioz, sem flutt var í Bastilluóperunni. „Uppfærslan, sem fyrst var gerð í Torino á Ítalíu árið 1992, var kosin besta óperuuppfærslan á Ítalíu það árið. Leikstjór- inn var Luca Ronconi. Hljómsveitarstjórinn átti að vera aðalhljóm- sveitarstjóri Parísaróper- unnar, sem er kóreskur “'og heitir Myung Whun Chung, en hann hafði lent í útistöð- um við yfirstjóm óperunnar og var vikið úr starfi síðastliðið haust. í stað hans var ráðinn hollenskur hljómsveitarstjóri, Hubert Soud- ant. Það var gaman að vinna með honum og það var að minnsta kosti eitt sem tengdi okkur, en það var settu upp sýninguna að velja mig til að takast á við þetta hlutverk því það gerir miklar kröfur til söngvarans, bæði músíklega og leiklega. Og þá er ónefndur sá þáttur sem reyndist mér mesta vinnan, en það var að ná fram- burðinum á frönskunni, svo góð- um að boðlegt þætti. Parísarbúar eru sérlega dómharðir varðandi frönskuna og það skilur maður mæta vel því þessu má líkja við * það að fá útlending til að leika Skuggasvein og tala hreimlaust. Bastilluóperan er stórkostlegt hús. Hún tekur u.þ.b. 2.600 manns í sæti og þar er vanalega uppselt á allar sýningar. Það er óhemju- stórt. Ekki veit ég hve margir fer- metrar það er, en sennilega mælist það í ferkílómetrum. Að utan sér maður sjö hæðir, en húsið nær annað eins niður í jörðina svo þetta er svo sannarlega mikið hús. Ég hef þegar gert nokkra samn- inga við Bastilluóperuna um verk- efni á næstu árum. Næsta haust fer ég þangað og verð frammyfir áramót og syng hlutverk Colline í La Bohéme. Dagskráin fram á sumar Sverrir KRISTINN Sigmundsson og Thomas Moser í hlutverkum Mefist- ofelesar og Fausts í Útskúfun Fausts í Bastillu óperunni. ísland. Hann hefur nefnilega kom- ið hingað og stjórnað Sinfóníu- hljómsveitinni og á hér marga vini. I óperunni söng ég eitt af þrem- ur aðalhlutverkunum, Mefistofe- les, sem vélar Faust til að selja sál sína Djöflinum. Það var óskap- lega gaman að fá að spreyta sig á þessu og mér fannst mér sýnt mjög mikið traust af þeim sem - Hvaða verkefni eru framund- an hjá þér á næstunni? „í næstu viku fer ég til Ham- borgar. Þar verð ég í viku og syng með NDR, Norður-þýsku útvarps- hljómsveitinni, þijá konserta á Harmonienmesse, eftir Joseph Haydn. Þaðan fer ég svo til Berlín- ar og verð þar í eina viku og syng við Berlínaróperuna í Ítalíustúlk- unni í Alsír, eftir Rossini. Svo fer ég til Genfar og syng í óperunni I puritani eftir Bellini og þar á eftir fer ég til Munchen, Hamborg- ar og Dresden. Þetta er dagskráin hjá mér fram á sumar!“ sagði Kristinn að lokum. Okkur íslendingum gefst kostur á að heyra uppfærsluna í Bastillu- óperunni því ein af sýningunum var send út beint frá franska út- varpinu og verður upptakan flutt í ríkisútvarpinu nú um mánaða- mótin. SA Kunnasti rithðfundur Tyrkia dreginn fyrir dðmstóla sakaóur um aó skapa ólgu í samfélaginu meó stuóningi vió málstaó Kúrda YASAR Kemal er án efa þekkt- asti og dáðasti rithöfundur Tyrk- lands, höfundur 36 bóka, en þekktasta skáldsaga hans, Me- hmet mjói, var þýdd á íslensku fyrir nokkrum árum. Kemal er stór og sterklegur, kominn yfir sjötugt og bera aldurinn vel, en sumir landar hans segja að það sé eins gott, þar sem hann þurfi nú að takast á við ill og erfið öfl; hann hefur verið ákærður fyrir að skrifa hlýlega um hið kúrdíska þjóðarbrot sem hann er sjálfur hluti af. Tyrkneska ríkið hefur ákært rithöfundinn fyrir að bijóta grein 8 í hryðjuverkalögum landsins. Hún fjallar um algjört bann við umræðu um aðskilnað þjóðar- brota, en Kemal var kærður vegna greinar sem hann ritaði fyrir þýska fréttatímaritið Der Spiegel og birtist 10. janúar síð- astliðinn, en þar Iýsir hann kúgun Kúrda í heimalandi sínu. Þegar hann birti greinina aft- ur, og þá í bók með úrvali rit- gerða eftir tyrkneska höfunda sem kallast „Frelsi tjáningar og Tyrklands“, var hann aftur ákærður á grundvelli greinar 8, ásamt útgefandanum. Bókin var bönnuð og gerð upp- tæk. í millitíðinni barst honum önnur ákæra, „eitthvað um að skapa ólgu í sam- félaginu“, eins og hann orðaði það. Kemal á nú yfir höfði sér tyeggja til sex ára fangelsisdóm og eiga réttarhöldin að hefjast í byrjun maí. Málaferlin. hafa algjörlega raskað Iífi hans og hann segist ekkert hafa getað skrifað það sem af er árinu. „En þegar ég geng fyrir réttinn þá mun ég ekk- ert veija mig,“ staðhæfir hann. „Ég mun halda ræðu - svona eins og Emile Zola J’accuse!.“ Margir telja að það hafi ekki verið sterkur leikur hjá tyrkneska ríkinu að ákæra frægasta rithöf- und þjóðarinnar. Kemal hefur hlotið heiðursdoktorstitla við er- lenda háskóla, bækur hans hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál og nafn hans kemur árlega upp þegar verið er að ræða um hugs- anlega kandidata fyrir Nóbels- verðlaunin. Málið héfur því beint athyglinni að hinni illræmdu grein 8, en mannréttindasamtök halda því fram að sem stendur sitji 118 manns í fangelsi vegna hennar. Aðrir 2.139 hafa verið dæmdir sekir en hafa áfrýjað dómnum og 5.600 hafa verið ákærðir og bíða rétt- arhalda. Þegar Kemal mætti fyrir sérstakan öryggisdómstól seint í janúar, fylgdu hon- um fjörutíu aðrir rit- höfundar og listamenn og sýndu með því stuðning sinn. Þeir fögn- uðu ákaft þegar hann lauk máli sínu með þessum orðum: „Tíminn mun leiða í ljós að í þessu máli eru það ásækjendurnir sem eru fyrir dómstólnum,“ en að því búnu snerist hann á hæli og gekk út. Grein Kemals í Der Spiegel, „Lygaherferð“, saknar ríkisstjórn Tyrklands um að kúga á skipu- lagðan hátt þær 10 til 15 milljón- ir Kúrda sem búa í landinu, sér- staklega í suðausturhluta þess. Á síðustu tíu árum hafa mannrétt- Yasar Kemal indahópar birt ófagrar skýrslur um ástandið þar; greint er frá aftökum, hvarfi fanga í vörslu öryggislögreglunnar, pyntingum og eyðingu þorpa. „Mannlegur harmleikur á sér stað á þessu svæði,“ sagði Kemal í viðtali nýverið, og bætti við að enginn - hvorki Bandaríkin né Evrópa - veitti því hina minnstu athygli. Því hefur verið slegið fram að 14.000 manns hafi látist í átökum Kúrda og lögreglunnar. í greininni segir Kemal að hann styðji ekki stofnun sérstaks ríkis Kúrda, en gefur hinsvegar í skyn, að eins og ástandið sé, geti hann skilið þá kröfu Kúrda. Áð hafa orð á slíku vekur Iitla hrifningu stjórn- valda, en tyrkneska lýðveldið, sem Ataturk stofnaði árið 1923, var byggt á þeirri meginreglu að hinir ýmsu hópar samfélagsins yrðu að bæla niður sérkenni sín til að skapa sterka þjóð með því sem þeir ættu sameiginlegt. Þegar forseti Tyrklands, Suley- man Demirel, var spurður í við- tali um mál Kemals, þá yppti hann ráðleysislega öxlum og sagði: „Yasar Kemal er mjög frægur rithöfundur. Ég kann mjög vel að meta hann. Hann hefur skapað fallega hluti. Hann skrifar á tyrknesku. En hann er af kúrdískri fjölskyldu - sem er allt í lagi. En það sem hann sagði.í þess- ari grein var óheppilegt. Ég held að þetta sé ekki alslæmt. Fólkið í Tyrklandi skiptist í hópa - margir segja að hann hefði ekki átt að segja þetta. En hann gerði það og saksóknarinn á ekki ann- arra kosta völ.“ Réttarhöld og átök eru ekkert nýtt fyrir Yasar Kemal. Hann ólst upp í litlu fjallaþorpi, allir karlarn- ir í fjölskyldu móður hans voru stigamenn að atvinnu, og þegar Kemal var fimm ára sá hann föð- ur sinn myrtan þar sem hann var við bænagjörð í mosku nokkurri. Við þann atburð missti Kemal málið og gat ekki talað í sjö ár fyrir stami. Með því að syngja náði hann smám saman að jafna sig, og það leiddi hann til móts við þjóðkvæði og ævintýri og fór hann smám saman að skrá þau niður. Áður en hann gerðist rithöf- undur, stundaði Kemal þó ýmis störf; eins og að aka dráttarvél og starfa í bókasafni. Honum var oft stungið í fang- elsi, aðallega sökum vinstrisinn- aðra skoðana sinna. „Ég hef verið 20, 25 sinnum fyrir dómara,“ seg- ir hann. „Ég var iðulega pyntað- ur. Þeir bundu fætur mína saman, börðu á mér fæturna, stungu höfð- inu á mér ofan í klósettskálar." En síðustu áratugina hefur Kemal verið hylltur sem fremsti rithöf- undur Tyrklands, eða allt frá því að Mehmet mjói, saga um Hróa hattar-legan ræningja, kom fyrst út árið 1955. Kemal segir að afstaða sín til þjóðernislegra málefna sé óijúfan- leg frá verkum sínum. „Sem rit- höfundur af þessari þjóð vil ég skapa skáldverk úr tungu hennar. Mér er annt um það. Eg vil ekki að landið gangi inn í 21. öldina með bölvun á sér. Lýðveldi er heið- ur fyrir sérhvert Iand. Og fyrir mér er heiður lands mikilvægara en einhver hluti þess.“ Hann fullyrðir að ef hann verð- ur dæmdur, muni hann ekki þiggja sakaruppgjöf. Brosandi segir hann: „Eg vinn ekki lengur á dráttarvél, þannig að ef ég er í fangelsi get ég alltaf gert eitthvað - t.d. skrifað skáldsögur.“ (Byffgt á Tlie New York Times.) EFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.