Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 4
4 D LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tímabundið menntað einveldi í leikhúsi * Operuleikstjóm hefur verið meðal verkefna Bríetar Héðinsdóttur, nú síðast stjómaði hún -------------——-----7---------- uppfærslu á La Traviötu í Islensku óper- unni. Um það verkefni og önnur ræðir hún við Guðrúnu Guðlaugsdóttur og segir jafn- framt af skoðunum sínum á stöðu konunnar í íslensku leikhúsi. BRÍET Héðinsdóttir hefur tvívegis sett óperuna La Traviötu á svið fyrir íslensku óperuna. „í grundvall- aratriðum er þetta sama uppfærslan, hins vegar breytir það geysilega miklu að vera með allt annað fólk, kannski hefur mér eitthvað farið fram á tíu árum, ég útiloka það ekki, hins vegar er meira borið í þá síðari hvað ytri hliðina snertir,“ segir hún þegar spurt er um muninn á þessum tveimur upp- færslum. „Við vorum yfirtak spar- söm fyrir tíu árum en þessi upp- færsla er líka ódýr, óperur eru eitt dýrasta leikhúsform sem til er, einkum eru þær dýrar í rekstri hvað snertir mannskap.“ Bríet kvaðst hafa séð La Travi- ötu sýnda í Berlín en minnisstæð- ust eru þó fyrstu áhrifin þegar hún sá þessa frægu óperu á ítalskri kvikmynd sem ungl- ingur í Reykjavík. „Eg fór með vinkonum mínum og hafði aldrei á ævi minni séð óperu. Myndin hafði slík áhrif á okkur að við hreinlega fengum La Traviötu-dellu og sáum myndina mörg- um sinnum. Þetta er mjög heppileg ópera fýrir ungt fólk sagan er aðgengileg og tón- listin yndisleg og höfðar til allra. Enda er La Traviata ein vin- sælasta ópera ailra tíma um allan heim.“ Mismunur á leikstjórn óperu og leikrits En skyldi vera mikill mismunur á að setja upp óperur og leikrit? „Já, það er í raun grundvallar- munur á því en ég treysti mér ekki til að gera grein fyrir þeim mun nema í mjög löngu máli. Vinnuferlið í leikhúsinu er hins Bríet Héðinsdóttir ÚR uppfærslu íslensku óperunnar á La Traviötu vegar svipað á ytra borðinu. Hvort tveggja er leiksýning sem þarf að koma upp tjöldum fyrir, lýsa og þess háttar. Leikrit og óperur eru samt ólík verk, í leikritum er talað um undirtexta, það sem felst bak við hinn eiginlega texta, tónlistin er aftur á móti undirtexti óperunn- ar og öllum heyranlegur. Það er ekki hægt að leikstýra óperu án þess að hlýða tónlistinni , þetta bindur mann mikið. Þetta gerir hvort tveggja í senn að einfalda starf leikstjórans og gera það erf- iðara. Mín fyrstu viðbrögð við því að leikstýra óperu var einmitt sú tilfínning að búið væri að gera allt saman, ekkert væri eftir handa mér að gera sem leikstjóra. Allar tímasetningar eru t.d. ákveðnar í tónlistinni. Þú hefur svona og svona marga takta í þetta og hitt sem gerist í verkinu, við það situr. Ekki síst eru öll hughrifin gefín í tónlistinni. Það sem verið er að gera er að túlka tónlist í sýning- unni allan tímann sem hún stend- ur. Operutextinn fellur að tónlist- inni, það er ástæða þess að við syngjum enn á ítölsku. Sú lausn sem notuð hefur verið síðustu árin, að hafa skýringartexta með, eins og tíðkast hér og út um alla Evr- ópu, er mjög góð. Áhorfendur þurfa auðvitað að geta fýigt sög- unni,“ segir Bríet. Staða kvenna í leikhúsinu Þegar Bríet Héðinsdóttir hóf að leikstýra verkum í íslensku leik- húsi voru fáar konur sem lögðu stund á slíkt. Hefur staða konunn- ar í leikhúsi á íslandi breyst mikið frá því fyrir um 30 árum og fram á þennan dag? „Hún hefur ekkert breyst, nema hvað konur eru kannski eitthvað kjaftforari en þær voru þegar ég var að byija, það er í takt við þær breytingar sem orðið hafa á stöðu konunnar í samfélaginu yfírleitt. Það er og viðurkennt að það er launamunur á milli karlkyns leik- ara og kvenkyns. Það liggur m.a. í því að verkefnin eru svo miklu færri fyrir konur en karla í leik-- húsi. Samkvæmt útlendri rann- sókn eru sjö verkefni á karla á móti þremur fyrir konur. Þetta stafar svo aftur á móti af því að það eru miklu fleiri karlar sem skrifa leikverk en konur. Það er þó aðeins að breytast og verkefnin í samræmi við það.“ Verkefnaval Hvað segir Bríet um verk- efnaval leikhússins?„Ég sit sjálf þessa stundina í verkefnavals- nefnd Þjóðleikhússins, sem er að vísu algjörlega valdalaus, en er ráðgefandi. Eg held að það hafi alltaf verið fullur vilji þar og raun- ar í báðum leikhúsunum að gera eins vel við konur hvað verkefni snertir og tök eru á. En við breyt- um ekki fyrrnefndum staðreynd- um. Það getur hins vegar ekki verið fyrsta atriði við val á verk- efnum að huga að fjölda kvenhlut- verka. Hið listræna mat hlýtur að ráða fyrst og fremst ferðinni þeg- ar valin eru verk til sýninga í leik- húsi. Og sá sem velur á að velja það sem honum fínnst best, ég fyrirlít sjónarmið eins og það að eitthvert verk sé lélegt en fólkið vilji það nú einu sinni. Þeir sem velja eiga að gera ítrustu kröfur til þeirra verka sem sýna á. Loks er velt upp spurningum um stjórn leikhúsa, hvað fínnst Bríeti um það efni? „Ég held að við séum með nokk- uð gott fyrirkomulag í Þjóðleik- húsinu núna, við erum með mennt- að einveldi. Ég er ekki fyrir lýð- ræði í leikhúsi, ég vil tímabundið, menntað einveldi. Ég tala þarna frá sjónarmiði starfsmannsins. Ég vil hafa valdið gagnsætt, ég vil vita hver raunverulega ræður. Auðvitað er starfandi Þjóðleikhús- ráð þar sem sitja fulltrúar frá stjómmálaflokkunum. Flokkarnir hafa hins vegar haft vit á að velja gott fólk í ráðið svo þetta kemur ekki að sök núna. En viss hætta fylgir stjórnmálaafskiptum af leik- húsi. Helst vildi maður að svona ráð hittist bara svona fjórum sinn- um á ári og færi yfír reikninga eða þess háttar. Hversu afgerandi áhrif Þjóðleikhúsráð hefur er svo annað mál. Það leggur þjóðleik- hússtjóra ráð sem hann hefur til hliðsjónar en endanlega hefur þjóðleikhússtjóri valdið í sínum höndum og það finnst mér gott, ég bið ekki um lýðræði í leikhúsi, ég bið um málfrelsi og það hef ég.“ Tuttugasta flldin, fildin okkar í DAG, laugardaginn 18. mars, verða tónleikar í Kirkjuhvoli í Garðabæ á vegum Tónlistarskóla Garðabæjar. Þar leika Daníel Þor- steinsson á píanó og Sigurður Hall- dórsson á selló dagskrá með verkum tónskálda þessarar aldar, allt frá því um 1915 til okkar daga, bæði erlend og innlend verk. Þeir Daníel og Sigurður hafa á síðustu árum einkum einbeitt sér að því að flytja tónlist þessarar aldar og meðal annars starfað mikið í Caput-hópn- um og farið víða um veröld til að kynna nútímatónlist, einkum ís- lenska. Daníel Þorsteinsson er kennari við Tónlistarskólann á Akureyri en Sigurður kennir við tónlistarskóla í Reykjavík og Garðabæ, þannig að þeir hafa ekki ótakmörkuð tæki- færi til að æfa saman dagskrá sína. Daníel sagði að vissulega settu fjar- lægðirnar svip á samstarfíð, en þeir Sigurður hefðu unnið saman svo lengi, um þrettán ára skeið, að samstarfíð gengi afar vel þótt unn- ið væri í skorpum. Að anda saman „Það má segja að það erfiðasta við samstarf eins og í kammertón- list sé að ná sambandi við þann sem maður er að vinna með, fyrir utan það að ná sambandi við tónlistina sjálfa. Mestur tíminn og mest orkan fer í að kynnast samverkafólkinu svo vel að maður geti sagt við það hvað sem manni býr í brjósti. Við Sigurður erum sem betur fer búnir að þekkjast svo lengi að við erum löngu lausir við þennan vanda og löngu farnir að anda saman. Og það er í rauninni það sem þarf að gera, maður þarf að anda saman til að geta einbeitt sér að því að flytja tónlistina og tjá með henni það sem fyrir liggur í henni. Þetta er í annað sinn í vetur sem við höldum tónleika. Við spiluðum á Hvammstanga í haust til að efna gamalt loforð sem við höfðum ekki lengi getað efnt, meðal annars vegna ófærðar, og það munaði litlu að það klúðraðist líka að þessu sinni, en tókst þó sem betur fer. Við höfum raunar unnið mikið saman upp á síðkastið, erum með- al annars búnir að spila áður hluta af þessari dagskfa, sem við verðum með í Kirkjuhvoli, í Garðabæ." Óvenjulegur Debussy Um dagskrá tónleikanna i Garðabæ segir Daníel að hún sé öll 20. aldar tónlist. Það elsta sé frá 1915 og það yngsta alveg nýtt. Frá 1915 eru tvö verk, annars veg- ar sónata fyrir píanó og selló eftir Debussy. „Þetta er dálítið merkilegt verk. Debussy dó 1918, en þegar hann samdi þessa sónötu var hann orðinn sjúkur maður. Hann ætlaði að semja 6 sónötur fyrir hin ólík- ustu hljóðfæri í minningu konu sinnar, en náði aðeins að semja þrjár og þessi sem við leikum var sú síðasta þeirra. Þetta er ekki mjög dæmigert Debussy-verk. Þama skynjar maður nálægð dauð- ans verulega og þetta er ekki þessi hljómafyllti impressionismi heldur frekar einhver fljótandi einfaldleiki, og stundum eins og boðið sé upp í dauðadans. Frá sama tíma og þetta verk er sólósónata fyrir selló sem Sigurður ætlar að leika. Hún er eftir Kodaly, verulega áhrifamikið verk.“ Tilbrigði við augnablikið Nýjasta verkið á dagskrá Daníels og Sigurðar er íslenskt. „Það er eftir vin okkar, Svein Lúðvík Björnsson, en hann samdi það að beiðni okkar í fyrra. Þetta átti að vera tilbrigði, því við vorum að undirbúa tilbrigðatónleika, og þetta varð algert örverk hjá honum, eigin- lega ekkert annað en tilbrigði við augnablikið." A dagskrá Daníels og Sigurðar eru tvö önnur tilbrigði, annað þeirra er við bamagæluna A frog he went a-cuorting, um ferð frosksins í brúðarferð, eftir Paul Hindermith. Það er dramatísk saga, hálfóhugn- anleg bamagæla sem byijar voða- lega fallega á froskinum sem er að fara í brúðarferðina en endar á því að það kemur fressköttur og étur eiginlega alla sem voru í brúðkaup- inu. Það eru miklar andstæður í þessu og verkið er alveg snilldarlega vel samið. Hindermith fylgir bama- gælunni, sem er í þrettán erindum, alveg út í hörgul. Hann var stór- merkilegt tónskáld. Hitt er Tilbrigði við stef eftir Rossini, samið af Bo- huslav Martinu. Það er mjög í létt- ari kantinum, samið eins og hálf- gert partýstykki, afskaplega skemmtilegt. Nútímatónlist fyrir fólk Daníel sagði að þeir Sigurður hefðu í gegnum tíðina leikið tónlist frá öllum tímum, eftir flestöll klassísku tónskáldin. Áherslan á tónlist þessarar aldar nú sé vegna þess að þeim finnist aldrei nógu mikið spilað af tónlist sem sprottin sé upp í nútímanum. „Þetta er tón- list sem er skrifuð á tímum sem við þekkj- um best og það ættu að vera fleiri þættir í þessari tónlist sem höfða beint til okkar sem nútímamanna en það sem var samið fyr- ir mörgum öldum. Það er eins og sá misskiln- ingur sé ríkjandi að nútímatónlist sé ein- hvers konar sérfyrir- bæri, tekin fyrir af sérstökum afmörkuð- um hópum eða sérvitr- ingum eins og til dæm- is Caput-hópnum, sem við Sigurður erum raunar báðir félagar í. Svona á þetta ekki að vera. Gallinn er kannski aðallega sá að nafnið nútímatónlist hefur fengið á sig það orð að þegar fólk heyr- ir það er eins og það sjái fjandann sjálfan með horn og hala. Sagan vinnur ævin- lega úr því, og hefur alltaf gert, hvaða Iista- verk fá þann sess að verða klassík hvers tíma. Og forsendurnar til þess að svo geti orðið er að fólk fái tækifæri til að heyra verk samtíma síns Þetta er alþýðutónlist sem á að ná ná til almennings. Að læra - að hlusta Við höfum oft og iðulega rætt um þetta og við álítum að við tón- listarmenn eigum að vera brú sem tengir saman verkin sem segja frá nútímanum og fólkið sem lifir í þessum sama nútíma. Það er nauð- synlegt að spila þessa tónlist oft og mikið, og þar hefur Rikisútvarp- ið til dæmis miklu hlutverki að gegna og hefur oft gert vel. En það eitt er ekki nóg að spila þessa tónlist, það þarf líka að fjalla um hana. Það þarf á hveijum tíma að kenna fólki að um- gangast list síns tíma. Það er ekkert nýtt, en trúlega er þörfin á umfjöllun um listina sérstaklega mikil á okkar tíma, þegar fólk verður fyrir miklu fleiri áreitum, hefur miklu fleiri afþrey- ingarleiðir en fyrr á öldum. Þess vegna leggja tónlistarmenn mikla áherslu á nauð- syn þess að efla tón- listarkennslu, brúa þannig bilið milli listarinnar og fólksins strax í bernsku.“ Hindermith-Fauré hátíð í sumar Þeir Daníel og Sig- urður eru að vinna að því að halda tónlistar- hátíð í Reykjavík í sumar. Þetta verður Hindermith-Fauré há- tíð, haldin í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Hindermiths og 150 ár frá fæðingu Faurés. Hún verður í Héðinshúsinu í Reykjavík og stendur í eina viku frá 19. júní. Þar munu Daníel og Sigurður leika verk Hindermiths og Faurés auk þess sem þeir munu fá talsverðan hóp annarra tónlistamanna til að koma fram á þessari vikulöngu tónvöku. Tónleikar Daníels Þorsteinsson- ar píanóleikara og Sigurðar Hall- dórssonar sellóleikara í Kirkjuhvoli í Garðabæ hefjast í dag, laugar- dag, klukkan 17.00. Sverrir Páll Sigurður Halldórsson sellóleikari Daníel Þorsteinsson píanóleikari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.